Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR íslensku bókmenntaverðlaunin veitt í Listasafni íslands í gær Sjálfstæð persóna, óháð höfundinum ÍSLENSKU bókmenntaverð- launin fyrir árið 1995 falla Stein- unni Sigurðardóttur og Þór Whitehead í skaut. Hlýtur Stein- unn verðlaunin í flokki fagurbók- mennta fyrir skáldsögu sína Hjartastað, sem Mál & menning gaf út en Þór í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis fyrir bók sína Milli vonar og ótta, sem út kom hjá Vöku-Helgafelli. Var þetta gert heyrinkunnugt við hátíðlega athöfn í Listasafni ís- lands síðdegis í gær. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir, veitti verðlaunin. Þriggja manna iokadómnefnd, skipuð þeim Sigríði Th. Erlends- dóttur, Jóni Ormi Halldórssyni og Kristjáni Ámasyni sem jafn- framt var formaður, valdi verð- launaverkin meðal tólf bóka sem tilnefndar voru til verðlaunanna í desember síðastliðnum, sex úr hvorum flokki. Að verðlaunaafhendingu lok- inni stigu verðlaunahafamir í pontu og þökkuðu fyrir sig. Kvað Steinunn það sérstakt gleðiefni að hún skyldi ná að taka við íslensku bókmenntaverðlaunun- um úr hendi Vigdísar Finnboga- dóttur, sem veitt hefur þau frá upphafi. Þá sagðist Steinunn kunna lesendum sínum þakkir fyrir að taka Hjartastað vel. Steinunn sagði að Hjartastað- ur hefði búið þannig með sér að bókin hefði endað sem sjálfstæð persóna, sem lifði nú sjálfstæðu lífí óháð höfundi sínum. Kvaðst hún því jafnframt gleðjast fyrir hönd bókarinnar. Bókin í sókn Þór gerði íslensku bók- menntaverðlaunin að umræðu- efni en til þeirra hefði verið stofnað á tímum myndflóðs. Þá ræddi hann um stöðu bókarinnar almennt og kvaðst ekki sjá betur en allar tilkynningar um andlát hennar væm ótímabærar og stórlega ýktar — bókin væri þvert á móti í sókn nú um stund- ir. Að mati Þórs eiga höfundar fræðibóka að kosta kapps um að höfða til sem flestra án þess að slá af fræðilegum kröfum. Kvaðst hann líta á verðlaunin sem vísbendingu um að hann væri á réttri braut og sagði þau því mikla hvatningu. Auk verðlaunabókarinnar í flokki fagurbókmennta vom til- nefndar skáldsögumar Híbýli vindanna eftir Böðvar Guð- mundsson og Dymar þröngu eft- ir Kristínu Omarsdóttur og Ijóðabækumar Ljóðlínuskip eftir Sigurð Pálsson, Höfuð konunnar Morgunblaðið/Þorkell STEINUNN Sigurðardóttir og Þór Whitehead, handhafar Islensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 1995. eftir Ingibiörgu Haraldsdóttur og Það talar í tijánum eftir Þor- stein frá Haniri. Tilnefnd fræðirit og bækur almenns efnis voru, auk verð- launabókarinnar, Barnasálfræði eftir Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfínnu Eydal, Bókmennta- kenningar síðari alda eftir Árna Siguijónsson, Handbók um mál- fræði eftir Höskuld Þráinsson, íslenska garðblómabókin eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur og Ströndin í náttúru íslands eftir Guðmund P. Ólafsson. Ólafur Ragnarsson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda ávarpaði samkomuna og lagði í máli sínu áherslu á að gildi hins ritaða orðs mætti ekki gleymast og að á áhuga komandi kynslóða gmndvallaðist framtíð bókarinn- ar. Þá fluttu Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari þijú stutt tónverk. Það gerist aldrei neitt í alvöru alvöru... Morgunblaðið/Sverrir ÁSTA Arnardóttir í hlutverki sínu. LEIKLIST Alheimsleikhúsiö í Borgarleikhúsinu KONUR SKELFA Höfundur og leikstjóri: Hlín Agnars- dóttir. Leikmynd: Jón Þórisson. Bún- _ ingar: Áslaug Leifsdóttir. Lýsing: Ogmundur Þór Jóhannesson. Tónlist: Híjómsveitin Skárr’en ekkert. Leik- h|jóð og hljóðstjóm: Ólafur Öm Thoroddsen. Leikarar: Anna Elísa- bet Borg, Asta Amardóttir, Kjartan Guðjónsson, María Ellingsen, Stein- unn Ólafsdóttir og Valgerður Dan. Laugardagur 27. janúar. SKEMMTISTAÐIR gegna mikil- vægu hlutverki í nútímasámfélagi. Hér á landi hafa þeir þróast I að verða allsheijar samkomustaðir þar sem almenningur sleppir fram af sér beislinu. Þeir em einnig orðnir eini vettvangurinn þar sem leyfílegt virðist að leggja drög að líkamlegu samlífí. Allt fer þetta fram undir áhrifum áfengis og víman verður því meira ríkjandi sem á kvöldið líður. Leikskáldum er auðvitað ljóst hvaða möguleika það gefur að láta leikverk gerast á skemmtistað; Á slíkum stöðum hittist fólk af ólíkum toga og ber saman bækur sínar. Það má minna á að tvö önnur verk, sem vom sýnd í Borgarleikhúsinu um helgina, Grámann eftir Valgeir Skagfjörð og Bar par eftir Jim Cartwright, gerast einmitt í slíku umhverfí. Sá reginmunur er þó á að í Konur skelfa emm við stödd á kvennaklósetti en í hinum verkun- um tveimur við barinn. Vettvangur leiksins gegnir að sumu leyti sama hlutverki og kvennaklósettið í samnefndri sögu Marilyn French. Þar er það eini staðurinn sem konur geta flúið til; karlmönnum er ekki leyfður að- gangur. Reyndar er þessum griða- stað hér ógnað æ ofan í æ af karl- manninum í verkinu og svífur tölu- vert annar andi yfír vötnum þegar hann er viðstaddur. Annars er þetta salerni auk þess að gegna hefðbundnu hlutverki sinu athvarf kvenna úr öllum áttum. Það eina sem þær eiga í raun sameigin- legt er kyn sitt og ákveðna reynslu sem ákvarðast af stöðu þeirra sem kvenna í íslensku þjóðfélagi í dag. Þær uppfylla þarfír hver annarrar, lána hver annarri snyrtivömr eða öxl til að gráta á. Þær koma inn á klósettið til að sjá sig í speglinum og athuga hvort útlitið sé í lagi. Hinar konurnar gegna líka mikil- vægu hlutverki fyrir hvern einstakl- ing. Sérhver þeirra miðar sig við hinar og speglar eigin sjálfsmynd, líkamlega jafnt sem andlega, I sál- um og líkömum hinna kvennanna. Verkið er tragikómedía, en sú áhersla sem lögð er á gleðihliðina framan af leiðir til þess að áhorf- endur hlæja, jafnvel á hádramatísk- um stundum, og dregur þessi vana- hlátur nokkuð úr vægi alvarlegri hliðarinnar. Persónurnar eru týpur sem allir geta viðurkennt sem slík- ar, en þær em vel dregnar og eiga rætur sínar - ekki í bókmenntum - heldur í þeim íslenska raunvem- leika sem við öll þekkjum. Þetta er því, andstætt því sem höfundur hefur sagt í viðtali, mjög raunsær gamanleikur, bundinn við Reykja- vík hér og nú. Þessi sterka tilvísun til raunvemleikans er styrkur verksins. Þó að tískuviðfangsefni nútímans séu ekki tengd þræði verksins vekja skírskotanir til þekktra hugtaka upp tilfínningu áhorfandans fyrir að hai)U 'sé að horfa á brot úr eigin K& * Höfundur sýnir hér, eiris og í fyrri verkum sínum, að hann kann firnavel til verka í leikhúsi. Það hefur aftur á móti viljað brenna við að inntak verkanna falli í skuggann af nýjum og nýjum töfrabrögðum sem hann galdrar fram en með þessu verki nær höfundur að segja áhrifamikla sögu. Einræðurnar, sem gefa innsýn í sálarlíf persón- anna, eru líka sérstaklega vel skrif- aðar. Verkið er meinfyndið en brandar- arnir em ekki skot út í loftið heldur hjálpa til við að gefa skýrari mynd af persónunum. Ein persónanna reynist ekki sannspá þegar hún segir að „það gerist aldrei neitt í alvöru alvöm á svona skemmtistöð- um“. Eftir því sem sögunni vindur fram afhjúpar kímnin betur og bet- ur örvæntingu kvennanna og endar í algjöm hruni en eftirmálinn, sem er prjónaður við til að ganga frá lausum endum, slær hins vegar aft- ur á léttari strengi. Hann skekkir byggingu verksins og dregur úr áhrifum hinna eðlilegu söguloka. Sviðsmyndin þjónar vel tilgangi sínum. Hún er algjörlega realísk en ýktur glæsileiki hennar virkar kómískur undir þessum kringum- stæðum. Búningarnir eru mjög mik- ilvægir til að hjálpa okkur að flokka Tónleika- ferð Einars EINAR Kristján Einarsson gítarleik- ari heldur tónleika víða um land á næstunni. Hann leikur í Safnahúsinu á Húsavík fimmtudaginnl. febrúar, og sunnudaginn 4. febrúar verður hann í Listasafninu á Akureyri. Hinn 7. febrúar verður Einar með tónleika í Borgameskirkju og laugardaginn 10. febrúar í Seltjamameskirkju. Síðustu tónleikarnir í þessari tón- leikaröð verða í Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 15. febrúar. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 nema tónleikarnir á Seltjarnar- nesi sem hefjast klukkan 16:00. Á efnisskránni em verk eftir Fernando Sor, J.S. Bach, Benjamin Britten og Nikita Koshkin. Nýjar bækur • ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þijár nýjar bækur; Kvika- silfurer skáldsaga eftir EinarKára- son. Þetta er sjálfstætt framhald skáldsögunnar Heimskra manna ráð, en leikritið íslenska mafían, sem nú er sýnt í Borgarleikhúsinu, er byggt á þessum tveimur bókum. Bókin er 233 bls. og kostar 899 kr. Lesið ísnjóinn eftir danska rit- höfundinn Peter Hoeg er skáldsaga sem farið hefur sigurför um heiminn undanfarin ár. Þetta er saga um Smillu, 37 ára stærðfræðing og jöklafræðing, og ótrúlega atburði sem verða þegar hún fer að grafast fyrir um dauða besta vinar síns, 6 ára grænlensks drengs sem býr í sama stigagangi og hún. Eygló Guðmundsdóttir þýddi sög- una sem er 437 bls. Hún kostar 799 kr. Vetrarvík er skáldsaga eftir Svíann Mats Wahl. Hún fjallar um unglinginn John-John sem er að hefja leiklistamám þegar óvæntir atburðir hindra áætlanir hans og hann lendir upp á kant við fjölskyld- una og vinahópinn. Hilmar Hilmarsson þýddi bókina sem er 286 bls. Hún kostar 890 kr. persónurnar í þær týpur sem þær virðast tilheyra í byijun. í stað þess að mynda heildarmynd undirstrika þeir einstaklingseðli hverrar per- sónu og að hvaða leyti hún er frá- bmgðin hinum. Tónlistin á alltaf mjög vel við, hvort sem hún undir- strikar stemmninguna eða er sú innantóma danstónlist sem er í bak- gmnni. Hljóðum og ljósum var stýrt af öryggi og kunnáttu. Leikurinn var undantekningar- laust í hæsta gæðaflokki. Ásta Arn- ardóttir lék það hlutverk sem hafði mest vægi í sýningunni. Hún náði mjög vel að sýna niður í hyldýpi örvæntingarinnar þar sem persóna hennar sat föst án undankomuleið- ar. Anna Elísabet Borg dró upp skýra mynd af þreyttri einstæðri móður sem átti það til að gleyma sér í eigin hugrenningum. Texta- framburður hennar í eintali var til fyrirmyndar. María Ellingsen sýnir nýja hlið á sér í líki tískudrósarinn- ar Maggýjar. Hún er greinilega gamanleikkona af guðs náð. Steinunn Ólafsdóttir lék vel á fínlegu nótunum í hlutverki Guð- rúnar bókavarðar. 1 stað þess að flýja á náðir snyrtivara, fata, sjálf- stortímingar eða dagdrauma sökkti hún sér í bækur. Valgerður Dan skapaði skemmtilega litríka heildar- mynd af aldursforsetanum Regínu sem reyndi að sparsla í sprangur með meiri kremum og yngri mönn- um. Eini karlmaðurinn í hópnum, Kjartan Guðjónsson, stóð þessum sterku leikkonum vel á sporði sem karlmaðurinn sem allar vilja eiga. Hvert augnatillit var úthugsað og hver hreyfing vandlega útfærð. Undir styrkri stjórn höfundar náðu þessir leikarar samleik sem unun var að horfa á. Uppfærslan er sér- staklega vandlega unnin og æfð og óhætt að mæla með þessari sýn- ingu. Sveinn Haraldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.