Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Þú kastar og ég fer og kasta til Þetta var endurkastið... baka. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Lostæti Frá Sigurði Harðarsyni: ' ÞAÐ ER ekki algengt að hinn al- menni neytandi leiti eftir því hvern- ig þær vörur sem hann gefur pen- inga fyrir eru unnar, aðaláherslan er á að varan nýtist eða bragðist eins og kröfur neytandans gera ráð fyrir. Við athugun á því hvernig staðið er að framleiðslu Paté de foie gras, eða gæsalifrarpatés, kem- ur í ljós að aðferðirnar eru þannig að framleiðslan er bönnuð í mörgum löndum. Gæsirnar fá að vaxa úr grasi til- tölulega frjálsar, síðan nokkrum vikum áður en bundinn er endir á líf þeirra er þeim smalað í stíur, allt að tólf fuglum saman á svæði sem er 1x2 metrar. Lítið pláss spar- ar fóður þar sem fuglarnir eyða ekki orku í hreyfingu á meðan. Þegar ferðast er um aðalfram- leiðslusvæðin j Frakklandi (Ung- veijaland og ísrael cru tvö önnur stærstu framleiðslulöndin) er hægt að kaupa póstkort sem sýna gamla konu sitjandi við þá iðju að troða fóðri niður um hálsinn á önd eða gæs. Þessi ímynd er lítið skyld þeim aðferðum sem viðgangast í aag: Fuglinum er haldið milli fóta matarans með hálsinn teygðan á meðan að 40 cm málmröri er þröngvað niður um kokið. Höfuð fuglsins er klemmt fast og vélknúin dæla dælir fóðrinu niður í maga. Þannig eru fuglarnir fóðraðir á soðnum, salt- og fitubættum maís, u.þ.b. þrem kílóum á dag, hlutfalls- lega er þetta eins og að meðalmann- eskja æti 12,5 kíló af soðnu spag- hettíi á dag og ekki einu sinni sér til ánægju. Þessi offóðrun á svona orkuríkum graut fær lifrina til að safna fitu í stað þess að eyða henni og um leið stækkar hún óeðlilega. Lifur eðlilegrar gæsar vegur um 120 grömm og er rauðleit á lit. Lifur nauðungarfóðraðs fugls er gul, glansandi og fitug að sjá og getur vegið 1,3 kg. Þegar lifur, magi og þarmar hafa verið fjarlægð má sjá hvernig lifrarstækkunin hef- ur valdið þrýstingi á hjarta og lungu og þannig valdið öndunarerfiðleik- um. „Gæðalifur" þekkist á því að það sjást á henni för eftir rifbeinin, við getum bara ímyndað okkur hvaða áhrif þetta hefur á líðan fuglsins. Árið 1983, á Evrópuþinginu, var tillaga um bann við framleiðslu foie gras borin undir atkvæði, tillagan var felld með einungis sjö atkvæð- um. Það sem ýtti undir það að tillag- an var felld var skýrsla á vegum Evrópuráðsins sem sagði að ekki þætti sannað að nauðungarfóðrun kveldi fuglana. í skýrslunni var haldið fram sönnunargögnum frá dýraverndarsamtökum sem hafa aldrei verið til. Þar að auki hafa þeir sem tóku saman skýrsluna aldrei haft neitt að gera með dýra- vernd eða eftirlit með því að húsdýr hljóti mannúðlega meðferð. Samt er þessari skýrslu enn haldið fram sem sönnun fyrir því að nauðungar- fóðrun sé ekki slæm meðferð á dýrum. Það að margt fólk sé sælkerar þarf alls ekki að bitna á skepnum á'þennan hátt, þar að auki er svona fiturík fæða líka slæm fyrir mann- eskjur. Við skulum bara vona að aðferðir eins og að setja band um háls fuglanna, til að koma í veg fyrir að þeir kasti upp fóðrinu, eða að negla fætur þeirra við gólf, hafi verið aflagðar. SIGURÐUR HARÐARSON, búfræðingur, Grettisgötu 75, Reykjavík. Mikil er reisn þín kona Frá Ásthildi Þórðardóttur: LOKANIR á geðdeildum, lokun á Unglingaheimilinu að Tindum, og nú lokun á vistheimilinu Bjargi, fólk hvíslar að svo eigi að loka heim- ilinu í Krýsuvík. Hvað er að gerast? Þetta hvolfist yfir mann á sama tíma og fregnir berast um að fíkniefnaneysla fari vaxandi. Hver er stefna stjórnvalda í fíkni- efnamálum - hver er framtíðarsýn ykkar - hvar eru forvamimar? Hvert fór slagorðið fólk í fyrirrúmi? Hvar er hjálpin venjulegri fjölskyldu þegar hörmungin skellur á? Það er sárt að horfa upp á barn- ið sitt fara lengra og sökkva í sí- fellt dýpra fen, en reyna að klóra í bakkann og æpa á hjálp af van- mætti, en fá ekkert svar. Eiturmorðingjar hælast um, þeir hafa frjálsar hendur - auglýsa varning sinn m.a. á tískufötum, tæla ungmennin þar sem foreldr- arnir ná ekki til þeirra - á skemmti- stöðum og samkomum. Þið gerið ekkert, EKKERT. Og við, fólkið í landinu, hvað gemm við? Af hveiju stöndum við ekki upp til varnar börnunum okk- ar, og vekjum athygli á málinu, en sitjum þegjandi og horfum upp á að hverri stofnuninni er lokað á fætur annarri, til að spara, SPARA! Heilbrigðisráðherra þessa lands brosir bara framan í heiminn og segir já, já. Er þetta sama mann- eskjan og reif sig niður í rass í stjórnarandstöðu á þingi? Eg segi við þig - þú berð þunga ábyrgð, talaðu ekki við okkur um sparnað, sem horfum upp á okkar nánustu fara til fjandans hægt og hægt. Talaðu ekki við okkur um hagræðingu, hennar er mest þörf á toppnum í kringum þig og stjórn- sýsluna. Talaðu ekki við okkur um hallalaus fjárlög, við hlæjum fram- an í þig. Og ég segi við þig: Nú er nóg komið. Hingað og ekki lengra. Þótt við séum kannske buguð af aðstæð- unum og tætt á sálinni þá segi ég að minnsta kosti fyrir mig: Skamm- astu þín. ÁSTHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR, Seljalandsvegi 100, ísafirði. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sém er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.