Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Verkaskipting milli framhaldsskóla PRUMVARP til framhaldsskólalaga er meðal þeirra mála, sem lögð verður áhersla á að ljúka á Alþingi í vor. Frumvarpið hefur verið nægilega lengi til meðferðar til að öll sjónarmið komi fram. Menntamálanefnd Al- þingis undir for- mennsku Sigríðar Önnu Þórðardóttur, sem hafði forystu við gerð frumvarpsins, hefur það nú til af- greiðslu. Frá því að frumvarpið var fyrst lagt fram vorið 1994 hefur það tekið nokkrum breyting- um í samræmi við rökstuddar at- hugasemdir. Kennarar telja, að með frumvarpinu sé vegið að kjörum þeirra með breytingum á réttarstöðu þeirra gagnvart ríkisvaldinu. í ljósi þess, að nú er markvisst unnið að almennri stefnumörkun í starfs- mannamálum ríkisins, er tæplega tilefni til átaka um framhaldsskóla- frumvarpið vegna starfsmanna- mála. Ágreining vegna nýrrar starfsmannastefnu ber að leysa á þeim vettvangi, þar sem aðilar þess máls eiga bein samskipti. Skýrsla um verkaskiptingu Samhliða því sem Alþingi íjallar um framhaldsskólafrumvarpið er unnið að því í mennta- málaráðuneytinu að ákveða verkaskiptingu milli framhaldsskóla í landinu. Hún er ekki ákveðin með l'agasetn- ingu. Hugmyndir um verkaskiptinguna voru hins vegar kynntar á Alþingi á sama tíma og fyrsta umræða fór fram um framhalds- skólafrumvarpið 2. nóvember síðastliðinn. í skýrslu ráðuneytisins um málið eru allir framhaldsskólar lands- ins tíundaðir og því lýst, hvernig verkum er skipt á miili þeirra. I þingræðu komst ég þannig að orði um þessa skýrslu: „Þetta plagg er ekki skuld- bindandi fyrir neinn, þetta er lýsing á stöðunni eins og hún er og einnig er það tekið fram þar sem við á hvaða hugmyndir kunna að vera um breytingar. Þetta plagg hefur verið sent skólastjómendum allra fram- haldsskólanna og þeir beðnir um álit á því sem þar kemur fram. Ég tel mjög æskilegt að umræður um það fari fram á sama tíma og Alþingi fjallar um þetta frv. [um framhalds- skóla] þannig að menn átti sig glögg- iega á því hvemig verkaskiptingu á milii framhaldsskólanna er háttað, hvar er breytinga þörf að mati menntmm. og síðan fái ráðuneytið Það er ekki skylt að leita umsagnar um verka- skiptingu framhalds- skóla, segir Björn Bjarnason. Unnt hefði verið að gefa út einhliða tilskipun yfirvalda um verkaskiptinguna. umsagnir um þetta mái og geti ijall- að um það á grundvelli viðhorfa sem koma frá skólunum og þá verði auð- veldara að taka ákvarðanir sem hafa heildarhagsmuni í huga en ella væri. Ég lít á það sem lið í þessu skipulags- starfi sem nú fer fram varðandi framhaldsskólann." Málið hefur síð- an verið unnið á þennan veg. Ráðu- neytinu hafa borist umsagnir frá mörgum skólum. Er verið að vinna úr þeim. Síðan verður málið kynnt á nýjan leik og stefnumarkandi ákvarðanir ráðuneytisins. Rangfærslur Kennarablaðsins í síðustu viku barst mér nýjasta tölublað Kennarablaðsins í hendur, en það er gefíð út af Hinu íslenska kennarafélagi (HÍK) og Kennara- sambandi íslands. Þar er áberándi rammi á forsíðu og textinn í honum Björn Bjarnason hefst á þessum orðum: „Mennta- málaráðuneytið gaf fyrir jói út til- skipun um verkaskiptingu milli fram- haldsskóla. Þar er kveðið á um breyt- ingar á námsframboði einstakra skóla. Þetta er gefíð út án samráðs við skólana, kennara eða samtök þeirra. Reyndar hafa tillögumar ekki enn verið kynntar fyrir Hinu íslenska kennarafélagi.“ Síðan er haft eftir formanni HIK, að þetta valdi vissu- lega vandræðum í sumum skólum, vinnubrögðin væru þó það versta, því að verkaskiptingu yrði að vinna í samráði við skólana, „en ekki til- kynna hana með einhliða valdboði frá menntamálaráðherra“. Öll er þessi frásögn með miklum ólíkindum. Víst er, að höfundur hennar hefur ekki haft minnstu tilburði til að leita eftir því, sem sannara reynist. Eitt símtal til ráðuneytisins, svo að ekki sé minnst á tölvubréf til mín, hefði getað losað hann undan þeim huga- ræsingi, sem einkennir þessa litlu, alröngu frétt. Engin tilskipun hefur verið gefin út um þetta mál. Það hefur verið rækilega kynnt í skólum. í heimsóknum mínum í framhalds- skóla hef ég rætt málið og orðið var við, að það hefur verið til umræðu á kennarafundum. Skýrslan hefur legið frammi og er öllum til skoðun- ar, sem áhuga hafa á henni. Endur- skoðun skýrslunnar að fengnum ijölda umsagna er ólokið. Það hvíldi engin skylda á mér eða menntamála- ráðuneytinu að fara þessa leið. Unnt hefði verið að gefa út einhliða tilskip- un yfírvalda um verkaskiptinguna. Eftir að ráðuneytið hafnaði sjálft þeirri leið, er það engu síður skamm- að á forsíðu Kennarablaðsins fyrir að fara hana! Gildi verkaskiptingar Ótvírætt gildi hefur að komast að almennri niðurstöðu um verka- skiptingu milli framhaldsskóla. Fela á einstökum skólum að vera kjarna- skólar eða móðurskólar í einhveijum greinum. Skilgreina þarf með eins skýrum hætti og unnt er, hve langt er unnt að ganga í námsframboði miðað við hæfileg fjárráð hvers skóla. Móta verður heildarstefnu um fjárfestingu í dýrum tækjakosti, sem er nauðsynlegur til að geta veitt haldgóða og nútímalega menntun. Fjölmennasti framhaldsskólinn, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, hefur kvartað mest undan hugmyndum í skýrslunni um nýja verkaskiptingu. Er jafnvel látið í veðri vaka, að um óvild í garð skólans sé að ræða. Þetta er mikill misskilningur. Ákvörðunin um að reisa Borgar- holtsskóla byggðist hins vegar á því, að þar yrði best aðstaða til náms í málmiðnaðar- og bílgreinum. í þessu fólst, að fjárfest yrði í full- komnum tækjakosti fyrir skólann. Samskonar ákvörðun var á sínum tíma tekin um aðstöðu fyrir matvæ- lagreinar í Menntaskólanum í Kópa- vogi. Að þessum staðreyndum verða skólastjórnendur að laga sig eins og aðrir. Hluti af stefnumörkun vegna verkaskiptingar framhalds- skólanna er ákvörðun um það, hvernig flestum kennurum og nem- endum verði gefinn kostur á að nýta sér hinn besta tækjakost, þótt hann sé hýstur í öðrum skóla. Hafí menn hagsmuni nemenda að leiðar- ljósi, geta þeir ekki verið talsmenn þess, að fjárfesting í dýrum tækjum dreifíst milli skóla, því að þá yrði aldrei bolmagn til annars en meðal- mennsku. Kröfumar til skólakerfis- ins em svo miklar, að aðeins hið besta kemur til móts við þær. Skyn- samleg verkaskipting á að hafa að leiðarljósi, að framhaldsskólar á ís- landi standi undir slíkum kröfum. Höfundur er menntamálaráð- herra. Um auðlindaskatt A UNDANFORN- UM mánuðum hefur mikið verið rætt um að setja eigi auðlinda- skatt á kvóta og hafa þar farið fremstir í flokki þingmenn Al- þýðuflokks og Þjóð- vaka. Nú vill Sighvat- ur Björgvinsson einn þingmanna Alþýðu- flokks úr Vestfjarða- kjördæmi draga veiðar utan lögsögunnar inn í umræðuna. Kýs hana þó að nefna aðeins þær veiðar sem snerta Vestfirðinga minnst, en það eru veiðar í síldarsmugunni svokölluðu og vill hann nota féð sem styrk til þorskveiðiflotans, en Það yrði öllum til góðs, _ _ ■ segir Arni Arnason, að ríkið hætti beinum af- skiptum af rekstri Árni Árnason fyrirtækja. þar eru Vestfirðingar fremstir í flokki. Þykja mér þessi ummæli vera gott dæmi um skammsýni og stjórnsemi margra stjórnmála- manna, sem telja að ríkið eigi að vera stefnumótandi afl fyrir sjávar- útveginn í landinu en ekki sjávarút- vegurinn sjálfur. Ávinningur úthafsveiða Undanfarin ár hafa íslensk fiski- skip haldið í auknum mæli út fyrir lögsöguna í von um afla og verð- mæti og gengið misjafnlega. Hefur kappið oft verið mikið því veiði- reynslan skiptir miklu og oft stend- ur veiðin stutt. Horfa menn nú til veiða í síldarsmugunni, því fiski- fræðingar segja að í ár verði þar góð veiði og möguleikar okkar íslendinga þar miklir. Ávinningur slíkra veiða er mikill fyrir alla. Peningalega fyrir alla, en útgerðimar og ríkið horfa mest til langtíma hagnaðar í veiðireynslu. Slíkar veiðar eru utan kvóta og því góður kostur ef verðið er gott. Auðlindaskattur, á þessar veiðar sem aðr- ar, myndi draga veru- lega úr hagnaði fyrir- tækjanna og draga einnig úr áhuga þeirra á að senda skipin til veiða. Þannig myndi gróði ríkisins minnka, það er gróði okkar allra. Hvers vegna nefndi Sighvatur ekki úthafskarfann, rækjuveiðam- ar á Flæmingjagrunni eða Smug- una í Barentshafi? Við þessu er einfalt svar, engin skip skráð á Vestfjörðum hafa stundað veiðar i síldarsmugunni undanfarin ár. Myndi þessi skattur því ekki leggj- ast á nein fyrirtæki þar heldur aðeins færa þeim fé á kostnað ann- arra. Að lokum Þessi umræða um auðlindaskatt er gott dæmi um það hve langt félagslega hugsjónin nær, að nýta hæfíleika þeirra færu til að fram- fleyta hinum. Það yrði okkur öllum til góðs, ef ríkið hætti beinum af- skiptum af rekstrarumhverfi fyrir- tækja. Að fyrirtæki fengju að nota gróða sinn til þess að vaxa og dafna, því grundvöllur hagvaxtar í landinu er hagnaður fyrirtækja hvort sem er í sjávarútvegi eða Höfundur er nemi og sjómaður. Aðild Rússlands að Evrópuráðinu Á ÞINGI Evrópu- ráðsins 25. janúar sl. var samþykkt að mæla með því við ráðherra Evrópuráðslandanna að veita Rússlandi aðild að ráðinu. Það vakti nokkra athygli að full- trúar íslands greiddu atkvæði hver með sín- um hætti. Hjálmar Árnason greiddi at- kvæði með aðild Rúss- lands, Lára Margrét Ragnarsóttir sat hjá, en undirritaður greiddi at- kvæði á móti. Grundvöllur starfs Evrópuráðsins lýtur að því að tryggja lýðræði og vernda mannréttindi. Stofnskrá ráðsins og sáttmálar lýsa þeim meginreglum, sem aðildarlöndum er gert að lúta. Stjórnmálanefnd Evrópuráðs- þingsins lagði til að Rússum yrði veitt aðild. í áliti, sem laga- og mannréttindanefnd þingsins var beðin um að semja til þess að hægt væri að leggja mat á það út frá laga- legu sjonarmiði og með tilliti til mannréttinda, hvort Rússland upp- fyllti skilyrði og viðmiðanir Evrópur- áðsins, er niðurstaðan hins vegar skýr og ótvíræð. Ekki er hægt að líta á Rússland sem ríki byggt á lögum og rétti. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að Rússland uppfylli ekki skilyrði fyrir aðild. í skýrslunni er viður- kennt að veikar undirstöður réttar- ríkisins séu grundvallarvandamál í Rússlandi. Ríkið lýtur ekki lögum. Á mörgum mikilvægum sviðum rétt- arfars hefur löggjöfin ekki verið endurskoðuð. Gildandi lög eru óvirk. Dómstólar eru háðir ríkisvaldi og embættismannakerfi og mjög erfítt að ná fram lagalegum rétti fyrir til- stilli þeirra. Mútum er beitt í dóms- kerfinu. Tómas Ingi Olrich Þrátt fyrir ótvíræða niðurstöðu, kemur fram sú skoðum í áliti laga- og mannréttindanefnd- arinnar, að skynsam- legt gæti talist, af pólit- ískum ástæðum, að veita Rússum aðild nú. Pólitíska þróunin hefur hins vegar verið sú síðustu misserin og ekki síst eftir kosning- arnar í desember, að lýðræðisöflunum í rúss- neskum stjórnmálum hefur verið skipulega vikið til hliðar og þau gerð áhrifalaus, jafnt á innanríkismál sem ut- anríkismál. Boris Jeltsín hefur látið undan kommúnistum og þjóðernis- sinnum Zhírínovskís og tekið upp harða stefnu bæði inn á við og út á við. Fullkomnu miskunnarleysi er beitt í baráttunni við Tsjétséna, ekki einungis gagnvart uppreisnarmönn- um heldur einnig gagnvart varnar- lausum óbreyttum borgurum. Hægt hefur verið á umbótum í rússnesku efnahagskerfi og á sumum sviðum hafa komið fram hugmyndir um aft- urhvarf til miðstýrðs hagkerfís. Rússar hafa með hótunum fryst all- ar hugmyndir um ný aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins. Þeir leita nú fyrir sér um stofnun hernaðarbanda- lags, til mótvægis við NATO. Þess- um hugmyndum er tekið með mik- illi tortryggni meðal nágrannaþjóða Rússa, ekki síst Úkraínumanna, sem telja nýfengnu sjálfstæði sínu ógnað með endumýjuðu hernaðarbandalagi undir forystu Rússa. Mannréttinda- frömuðurinn Kovaliev telur að man- réttindamálum fari nú hrakandi í Rússlandi og alþjóðleg nefnd lög- fræðinga í Genf skorar á Evrópuráð- ið að fresta umræðum um aðildarum- sókn Rússlands vegna grófra mann- réttidnabrota í Kákasus. Boris Jeltsín er ekki talsmaður lýðræðis og mannréttinda, segir Tómas Ingi Olrich, sem var andvígur aðild Rússlands að Evrópu- ráðinu. Við þessar aðstæður verður að líta svo á að með því að mæla með aðild Rússa, af sérstökum pólitísk- um ástæðum, sé þing Evrópuráðsins að leggja blessun sína yfir fram- angreinda þróun. Það er mitt mat að skynsamlegra hefði verið að taka sér meiri tíma til umræðna um málið og setja fram ákveðin skil- yrði, sem rússnesk yfirvöld hefðu orðið að uppfylla áður en af aðild hefði getað orðið. Rússar hefðu ekki einangrast, þótt umræður hefðu tekið lengri tíma. Þeir hefðu átt eftir sem áður áheyrnaraðila á þinginu og tekið þátt í umræðum og þeim sarúvinnuverkefnum á veg- um ráðsins, sem þeir eru þegar aðilar að. Þá eru þeir aðilar að ÖSE og hafa samstarf við NATO og Evrópusambandið. Aðild Rússa að Evrópuráðinu er vatn á myllu Borisar Jeltsíns. En Boris Jeltsín er ekki talsmaður lýð- ræðis og mannréttinda. Sem stend- ur myndar hann farveg fyrir skoð- anir og kröfur andlýðræðislegra afla, kommúnista og ofstækisfullra þjóðernissinna, en þau öfl eru reyndar sprottin úr sama farvegi. Höfundur er alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Norður- landskjördæmi cystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.