Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.01.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1996 25 á byltingu í tónlistarkennslu, sagði Björn Th. Árnason. Er hægt að sameina skólastigin undir einn hatt? Stenst það grunnskólalög að gefa nemendum frí úr kennslustund til að sækja tónlistarnám? Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarsambands ís- lands, varpaði fram þessari spurn- ingu og sagði það gert allvíða og gengi ágætlega að því er hann best vissi. Taldi hann að nemendur þyrftu ekki að fá frí úr skólanum að jafn- aði meiri en 25 til 35 kennslustund- ir á ári ef hægt væri að leysa hluta vandans í hléum sem verða á stunda- skrá grunnskólanna. Þetta jafngilti um það bil einnar viku kennslu. Spurningin væri því sú hvort það væri meira lögbrot að gefa nemanda frí til að stunda tónlistarnám eða gefa nemanda frí í eina viku til að fara með foreldrum sínum til útlanda eða vegna annarra ástæðna. Eiríki var' tíðrætt um nauðsyn góðs samstarf grunnskóla og tónlist- arskóla og sagði að stundum hefði því verið varpað fram að það sam- starf myndi ganga betur ef tónlistar- skóli og grunnskóli heyrðu undir sama skólastjóra og jafnvel leikskól- inn líka. En þessar hugmyndir hefðu fyrst og fremst verið settar fram varðandi þá skóla sem eru mjög^ fá- mennir. Kvaðst hann hafa efsemdir um þessa leið og benti jafnframt á að hún stæðist ekki lög því grunn- skóla- og leikskólamenntun væri iög- vernduð. Öðru máli gegndi um skóla- stjórn í tónlistarskólum þar sem skólastjórastarfið væri ekki lög- verndað. Taldi Eiríkur afar mikil- vægt að skólastjóri væri faglegur leiðtogi stofnunarinnar því þyrfti hann að hafa fagmenntun. Hann sagði það svo annað mál hvort breyt- ingar á kennaramenntun í framtíð- inni gerðu það mögulegt að sameina þessi skólastig undir einni stjórn. Af hálfu samtakanna Heimili og skóli taiaði Rannveig Jónsdóttir. Ræddi hún um mikilvægi tónlist- arnáms í uppeldi barna. Sagði hún námíð æfa líkamlega færni þeirra og efla tilfinninga- og vitsmuna- þroska. Sem foreldri kvaðst hún hlynnt því að boðið væri upp á for- skólanám í tónmenntum i grunnskól- unum. Gæfi það fleirum tækifæri til að leggja stund á slíkt nám. Einnig kvaðst hún geta hugsað sér sérstakt húsnæði fyrir tónlistarkennslu í skól- unum innan veggja grunnskólans. Gætu nemendur valið tónlist í frjálsu vali. Nú væri lag til að breyta í þessa veru. hér safaríkt hlutverk hins verald- arvana Sommersets, og smjattar á því. Hann er éngum iíkur og einn magnaðasti leikari samtímans. Fram- an af fer ekki ýkja mikið fyrir Mills, hann kemur því meir inní ógeðfellt spilið eftir því sem á líður. Pitt er einn athyglisverðasti leikarinn af yngri kynslóðinni, gerir sína hluti vel og samleikur þeirra félaga nær hinum bráðnauðsynlegu tökum á áhorfend- um. Önnur hlutverk eru 'veigaminni og það fer ekki mikið fyrir sjálfum erki- óvininum, manndráparanum John Doe. Kevin Spacey er gæðaleikari en þarf ekki að taka á honum stóra sín- um. Vitaskuld má fínna margar sam- líkingar með Dauðasyndunum og Lömbin þagna, en hér er dráparinn ekki í fyrirrúmi eins og Hannibal Lechter, heldur er það nálægð hans sem er yfirþyrmandi. Spacey fær því ekki að sýna á sér sínar bestu hliðar, líkt og Hopkins. Hinsvegar eiga þeir ýmislegt sameiginlegt, fjöldamorðin- gjarnir. Báðir ójarðnesk afstyrmi, sambland þekkingar og djöfulskapar, fluggáfaðir geðklofar og víðlesnir. Að umfjöllunarefninu slepptu er einn- ig visst svipmót með myndunum, sem stafar ekki síst af því að tónskáldið Howard Shore undirstrikar viðbjóðinn og spennuna í báðum myndunum. Líkt og honum er einum lagið. Það er hægt að draga margar ályktanir af Dauðasyndunum, allar heldur óglæsilegar, Enda sigrar hið illa að lokum. Þrátt fyrir allan ljótleik- ann tekur hún mann engu að síður heljartökum og sleppir þeim ekki svo glatt. Sæbj'örn Valdimarsson LISTIR Námskeiðfyrir þá sem vilja lengra: Fjörug leiksýning unglinga í Hveragerði Hveragerði. Morgunblaðið. SÖNGLEIKURINN Líf og friður eftir Per Harling var sýndur í Hveragerði á dögunum. Það var kór stúlkna á efsta stigi grunnskólans sem flutti söngleik- inn undir stjórn Kristínar Sigfúsdóttur, tónmennta- kennara. I efnisskrá segir að söngleikurinn Lif og friður sé dýr(s)legur söngleikur um lífsbjörgina. Persónur leiksins eru dýr um borð í Örkinni hans Nóa. Söng- leikurinn fjallar síðan um væntingar þeirra til verald- arinnar, hvernig hún var, hvernig hún verði og hvernig dýrin sjá draumaheim sinn fyrir sér. Það var greinilegt á viðtökum áhorfenda á sýning- unni að flutningurinn féll í góðan jarðveg. Það sem gerði sýninguna ekki síst eftirminnilega voru skemmtileg gervi leikaranna, en stúlkurnar, sem allar léku dýr, voru farðaðar með það fyrir Morgunblaðið/Aldís SKEMMTILEG gervi stúlknanna settu svip sinn á sýninguna. augum að líkjast viðkomandi dýri sem mest. Malcolm Holloway sá um útsetningu tónlistar og tónlistarflutning, en það var sr. Jón Ragnarsson sóknarprestur Hvergerðinga sem þýddi söngleikinn. NútímaFoihtun VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Námskeið á fimmtudögum og laugardögum ■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjof • námskeið • utgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 960219 Raðgreiðslur Euro/VISA ■/> * wn 'M m ...blabib - kjami máisins! Skandia LAUGAVEGI 170 " SÍMI SS 1S 700 Hringdu í síma 5619 700ogfáóu tilboð - án skuldbindinga Tryggingar eru oft stór kostnaðarliður heimila. Með því að hringja í Skandia og fá tilboð í allar eða hluta trygginga þinna gætir þú lækkað útgjöld heimilisins. Skandia leggur sig fram við að bjóða víðtæka tryggingavernd á hagstæðu verði. Við bjóðum ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu ökutækja, heimilistryggingu og húseigenda- tryggingu auk annarra trygginga. Ef þú hefur þrjár af framantöldum tryggingum nýtur þú svokallaðrar bónustryggingar sem veitir sérskilmála og sérkjör á tryggingum. Hafðu samband og skoðaðu hvað við hjá Skandia getum boðið þér. Við gerum þér tilboð og veitum upp- lýsingar þér að kostnaðarlausu og án skuldbindinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.