Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 65

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 65 1 e g « o i t i € 4 4 4 4 . i 4 4 4 1 4 4 4 4 4 IMÝJAR HUÓMPLÖTUR Bubbi í skugga Morthens Fyrir skemmstu kom út geisladiskurínn í skugga Morthens þar sem Bubbi Morthens syngur lög sem Haukur föðurbróðir hans gerði fræg á sínum tíma. Á meðal laganna er eitt sem Bubbi syngur með Hauki, en hann segist hafa fundið fyrir því að Haukur væri nálægur í hljóðverinu. BUBBI Morthens segist ekki hafa þekkt Hauk meira en menn þekki eldri frændur sína yfirleitt. „Ég komst þó að því að hann fylgd- ist með mér þegar ég hitti hann eitt sinn í Múlakaffi þegar við vor- um byijaðir á ísbjamarblús. Við hittumst oft upp frá því og hann sagði mér frá því að það væru allt- af einhveijar stelpur að hringja og spyija um Bubba, síminn þagnaði ekki, en hann hafði mikið gaman af því. Ég pældi þó ekkert í honum sem söngvara fyrr en eftir 1985. Þá fóm leiðir okkar að liggja meira saman í söngnum og ég fór að pæla meira í honum sem söngvara. Það má reyndar heyra á Konuplöt- unni að ég er farinn að pæla í þess- ari tegund söngstíls. í Einni nótt í viðbót má heyra mikinn Hauk Mort- hens og það er meðvitað, enda stoppaði karlinn mig á götu eftir að það kom út og sagði að þetta væri það besta sem ég hefði gert. Nú veit ég ekki hvort hann hlustaði á plötumar mínar, en hann hefur eflaust heyrt þessi lög í útvarpinu í bílnum, því hann var á ferðinni allan daginn í vinnunni.“ Ekki frændrækinn Bubbi segist ekki vera frænd- rækinn og þrátt fyrir mikinn skyld- leika og það að þeir hafi báðir verið atvinnumenn i tónlist hafi hann ekki ræktað sambandið við Hauk að ráði fyrr síðustu fimm, sex árin sem hann lifði. „Þá fann ég að honum fannst sem ég hefði sloppið fyrir horn, ég réði við þetta. Hann talaði mikið um það hvað röddin þroskaðist mikið og hvað ég væri orðinn miklu betri söngv- ari,“ segir Bubbi og bætir við að í dag megi heyra greinileg áhrif frá Hauki á söngstíl hans. „Ég áttaði mig á því þegar ég var að taka upp Konu að við erum meira en frændur, við emm líka raddlega skyldir, við erum með Morthens- sönggenið," segir hann og hlær. „Ef menn hlusta á Simba sjómann á plötunni nýju, sérstaklega fyrstu Morgunblaðið/Kristinn orðin, þá er auðvelt að taka feil á okkur. Ég leyfði pabba að heyra prufuupptökur af plötunni og hann hélt að sum laganna væru með Hauki en ekki mér. Ég held að þegar upp er staðið hafi Haukur haft meiri áhrif á mig en mig grun- aði.“ „Hann var að bíða eftir mér“ Bubbi vann plötuna með þeim Þóri Baldurssyni og Jóni Kjell Selje- seth, en einnig komu við sögu ýms- ir hljóðfæraleikarar aðrir, aukin- heldur sem Bubbi syngur tvísöng með Hauki í einu lagi, O, borg, min borg, en Bubbi segir að þegar þeir félagar fóru að hlusta upprunalega upptöku með Hauki komust þeir að því að hann hafði sleppt einu erindi. „Hann var að bíða eftir mér,“ segir Bubbi og kímir. „Þegar við vorum að taka þessi lög upp í hljóðverinu þá var ég allt í einu kominn aftur til æskunnar, fann fyrir verðinu, fann gamla lykt og iðulega mundi ég ljóslifandi hvar ég var þegar ég heyrði lögin fyrst. Það má segja að ég hafi farið í ferðalag í gegnum æskuna í gegn- um þessi lög. Það segir sitt hvað þessi lög eru snar þáttur í æsku minni. Eg komst líka að því við þessar upptökur að ég hef túlkunar- hæfileika, _að minnsta kosti finnst mér það. Ég hef ekki sungið mörg lög eftir aðra, það fyllir ekki plötu, og það var erfitt að koma mér í þetta, mér fannst þetta svo fráleit hugmynd þegar ég heyrði hana að ég aftók það með öllu. Það tók Jón [Olafsson útgefanda] langan tíma til að fá mig til að gera hana, en ég sé ekki eftir þvi í dag, mér finnst platan betri í hver sinn sem ég heyri hana. Ég held bara að Hauk- ur hafi verið í hljóðverinu á meðan við vorum að taka upp,“ segir Bubbi og bætir við eftir smá Jiögn: „Svo lengi sem músík er á Islandi eiga lögin hans Hauks eftir að lifa.“ * Þetta er aðeins lítið brot af úrvalinu Baribal barnastóll 3 litir . Bigott karfa Orera 2 taukarfa Aveny 1 karfa Arnt stóll ólitaður Revelj 1 karfa Bilus karfa Mikið úrval af bastvörum með 30-70% afslætti um helgina Einnig bjóðum við lítið Útlits- gallaðar vörur á vildarkjörum. : Bassang regnhlífa í, standur Afgreiðslutími Laugardag: 10:00-22:00 Sunnudag: 13:00-17:00 rir Holtagöröum við Holtaveg / Póstkröfusími 800 &850 Bomsund stóll blár og grænn O

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.