Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 9. DESEMBER1995 39 Þreyttum er hvíldin þægur gestur svefninn vær eftir sólarlagið. Veit ég vinur að við þér blasir eilífð bjðrt í ódáins landi. (BJ.) Álfheiður Bjarnadóttir. Hann afi í Hlíðarholti er dáinn. Við höfum notið þess umfram flest hin barnabörnin hans afa að hafa hann hjá okkur á næsta bæ. Svo samgangur var nánast daglega á milli heimilanna. Það var ekki svo sjaldan sem afi kom á traktornum sínum til að bjóða okkur með niður í fjöru svo við gætum 'tínt af rekanum, eða út í hlíð að gá að kindum. Hann keyrði einnig með okkur niður að Búðum, en þangað fór hann oft að líta eftir kirkjunni eða vinna eitthvað í kirkju- garðinum. Afí hafði mikinn áhuga á kindum og þekkti allt sitt fé með nafni. Hann vissi líka hvar þær héldu sig á sumrin, því hvar sem afi var á ferðinni var hugurinn við búskapinn. Eitt er það sem verður okkur allt- af minnisstætt, en það var þegar afi fór fyrir þremur árum, þá orðinn nokkuð veikur, síðustu ferðina sína upp á fjall, til þess að sýna okkur barnabörnunum ýmsa sérstaka staði og segja okkur nöfn þeirra. Hann sýndi okkur líka tófugreni í fallegri klettaborg og margt fleira, síðan hlóðum við fallega litla vörðu áður en heim var haldið. Þetta var skemmtileg og fróðleg ferð fyrir okkur öll. Það má ekki gleyma að minnast á þær ótalmörgu stundir sem við áttum að Hlíðarholti með afa og ömmu, gjarnan sat afi við skrifborð- ið og var eitthvað að skrifa, og við krakkarnir að hamast í kringum hann, en aldrei virtist það setja hann út af laginu þó oft væri mikill gaura- gangur í okkur. Afa þótti vænt um fjölskylduna sína, sveitina, fjöllin, túnin og fló- ana. Það er sárt til þess að hugsa að fá ekki að sjá hann framar nú þegar hann er dáinn. En við vitum að núna líður afa vel og hann fylg- ist með okkur áfram. Sólveig Björk, Vigfús Þráinn, Guðmundur Grétar og Elísabet Ýr. Elsku afi, nú hefur þú verið leyst- ur þrautunum frá. Þú sem hélst áfram jákvæður og ótrauður þrátt fyrir sjúkdóminn sem nú hefur lagt þig að velli. Okkur systkinin langar með þess- um fátæklegu orðum að þakka þér fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Alltaf hlökkuðum við til að komast í sveitina þegar skóla lauk á vorin. Við sýndum þér stolt einkunnaspjöld- in og alltaf hrósaðir þú okkur. Störf- in í sveitinni á sumrin voru skemmti- leg. Sauðburðurinn, heyskapurinn og göngurnar, í öllu þessu tókum við þátt með þér og ömmu. Og ekki síst enda verður þess ekki freistað hér. Ég kynntist Hallgrími, eða Halla eins og hann var jafnan kallaður, fyrir um það bil 17 árum, en þá vorum við saman á sjó. Þrátt fyrir að allnokkur aldursmunur væri á okkur eignaðist ég þarna góðan vin. Stuttu seinna urðum við ná- grannar og kynntumst við hjónin þá Halla og Terry, konunni hans, enn betur. Þær eru margar góðar minning- arnar sem ég á um þau hjónin. Þar sem ég sit hér og rifja upp liðnar stundir þá er hvað skýrast í minningunni þegar hann Halli náði sér vel á strik við að segja sögur frá liðinni tíð, ekki hvað síst af sjónum. Augun tindruðu og hann blikkaði augnlokunum ótt og títt, allt andlit- ið talaði og svo lögðu hendurnar áherslu á það sem upp á vantaði. í mörgu hafði hann lent og mörgurri kynlegum kvistinum kynnst. Hann hafði róið með mörgum aflaskip- stjórunum, til dæmis Tryggva Ófeigssyni, og í slík skipsrúm kom- ust færri að en vildu, og í rauninni bara þeir bestu. lærðum við margt um lífið og tilver- una af því að taka þátt í búskapnum með ykkur. Litli langafastrákurinn, hann Björn Anton, mun alltaf eiga góðar minningar um hann langafa sem átti allar kindurnar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fenp að kynn- astþér. (Ingibj. Sig.) Elsku amma, megi góður Guð styðja þig og styrkja. Kristjana, Vilborg og Jón Þór. Mig langar til þess að biðja blaðið okkar fyrir örfá orð til að minnast þessa vinar míns og mæta drengs og þakka honum fyrir góða sam- fylgd, nú þegar hann hefir lokið lífs- göngu sinni. Ég kynntist honum fljótt eftir að ég kom hingað á Snæfellsnes. Hann varð mér strax góður félagi, enda lágu leiðir okkar saman um marga hluti, bæði í starfí og leik. Ég fann fljótt hvern mann hann hafði að geyma, hvernig framkoma hans var og eins hve drengilegur hann var í öllum samskiptum. Heimili hans í Böðvarsholti var gott að koma á, foreldrar hans og systkini settu sinn svip á mannlífið og þarf ekki um það að fara mörgum orðum. Honum voru snemma fengin mörg störf í þágu sveitarinnar og þar var hann ætíð með sama hugarfarinUj og þar kunni hann vel til verka. I forystu var hann lengi og aldrei heyrðist á annað minnst en þar hafi farsældin verið mikil og ég man vel fundina sem ég átti með honum á ýmsum vettvangi, hversu fijór hann var að hugmyndum og gat í tillögu- gerð gert svo augljósar skoðanir sín- ar, að ómögulegt var annað en líta til þeirra og fylgja þeim eftir. Á ég þar margar góðar minningar. Hann var farsæll fjölskyldufaðir og eignaðist góða konu og börn. Það mat hann vel og það sýndi sig best í erfiðum veikindum. Við vorum lengi saman í starfi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á ýmsum vettvangi þar og áhuginn og velvild- in leyndi sér ekki. Með honum var gott að starfa. Á vettvangi fréttarit- ara Morgunblaðsins hittumst við einnig og á fleiri starfssviðum. Fyrir þetta allt er ég svo þakklátur og vil nú á skilnaðarstund þakka af heilum hug fyrir hans tryggð við mig og mína, fullviss þess sem við báðir vorum, að þótt leiðir skiljist nú mun- um við mætast síðar á braut lífsins. Eiginkonu hans og börnum færi ég innilega samúð og bið þeim blessun- ar Drottins. Ámi Helgason. • Fleiri minningargreinar um Vigfús Þráin Bjarnason bíða birt■ ingar og munu birtast i blaðinu næstu daga. Hann Halli hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og var óragur að standa á þeim. Hann gat verið snöggur upp á lagið og það var ekki alltaf rósamál sem minn maður viðhafði þegar hvessti hjá honum. En slíkir eru líka margir okkar bestu manna. Terry mín, ég vissi að einn var sá atburður sem hann hlakkaði mikið til en það var að vera viðstaddur fermingu auga- steinsins ykkar, hennar nöfnu þinn- ar. Ég veit að hann verður þar þótt ekki verði hann sýnilegur okkur dauðlegum mönnum. Þá mun hann standa ykkur við hlið og gleðjast með ykkur. Terry mín, ég votta þér og þínum nánustu mína dýpstu samúð og bið góðan guð að styrkja ykkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibj. Sig.) Birgir Smári Karlsson. HALLDÓRA JÓNA VALDIMARSDÓTTIR + Halldóra Jóna Valdimarsdótt- ir fæddist í Meira- garði við Dýrafjörð 2. júlí 1913. Hún lést á Garðvangi 4. desember síðastlið- inn. Jóna ólst upp á Flateyri, en fluttist um fermingu að Krosseyri við Arnarfjörð. For- eldrar hennar voru Valdimar Guð- mundsson, f. 1879, d. 1944, og Guð- björg Friðriksdótt- ir, f. 1876, d. 1928. Hún átti fimm systkini sem öll eru látin. Jóna giftist 9. júní 1935 Ingvari Júlíussyni frá Bursthúsum, f. 5. desember 1912, d. 11. mars 1992. Þeim varð sjö barna auð- ið. Þau eru: Guðbjörn, f. 1935, kvæntur Sigríði Lúðvíksdóttur; Hafsteinn, f. 1936, kvæntur Hjördísi G. Traustadóttur; Ag- nes, f. 1938, ekkja, hennar maður var Tohmas Kohberger sem lést 1993; Sigurður, f. 1941, kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur; Kristjana, f. 1943, gift Jóhannesi Ág- ústssyni; Helgi, f. 1946, lést mánaðar gamaU; Matthildur, f. 1948, gift Magnúsi Þór Magnússyni. Jóna og Ingvar ólu upp tvo fóstursyni, þá Ingvar Jón, f. 1952, kvæntur Kar- en Pétursdóttur, og dótturson sinn, Ein- ar Jón, f. 1967, unn- usta hans er Hildur Hauksdóttir. Jóna og Ingvar byggðu sér hús í Garðinum sem þau nefndu Bjarg. Mestan hluta starfsævi sinanr vann Jóna að uppeldi barna sinna og við ýmis störf er til féllu utan heimilis- ins. Jóna átti átján barnabörn, eitt er látið, Sigurður Sigurðs- son, en langömmubörnin eru orðin fimmtán. Útför Jónu fer fram frá Út- skálakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. MÉR ER bæði ljúft og skylt að minnast tengdamóður minnar, Hall- dóru Jónu Valdimarsdóttur. Jóna, en það var hún kölluð, ólst upp á Flateyri fram að fermingu, en þar átti hún góða bernsku með systkin- um og foreldrum. En sorgin snart tengdamóður mína snemma á ævinni, móðir hennar lést árið sem hún fermdist og fluttist faðir henn- ar þá með þau systkinin að Kross- eyri við Árnarfjörð. Þessa jörð byggði faðir hennar upp með hjálp þeirra systkina og að sögn Jónu var lífsstritið oft æði erfítt á þessum árum. Jóna réð sig ung í vist suður á Hvalsnes og má segja að þá hafi örlög hennar verið ráðin. Þar kynnt- ist Jóna þeim manni er hún átti eftir að deila lífi sínu með, hét hann Ingvar Júlíusson, mikill sómamað- ur. Þau byggðu sér hús í Garðinum sem þau nefndu Bjarg og þar ólu þau upp böm sín með myndarbrag. Mér er það í fersku minni er ég kom fyrst að Bjargi hvað Jóna og Ingvar tóku vel á móti mér og gerðu allt til þess að mér liði sem best í návist þeirra og fjölskyldunnar. Jóna tengdamóðir mín var myndar- leg kona og hafði sterkan persónu- leika, var meðalmanneskja á hæð, svipsterk, með fallegt brúnt hár. Hún var hreinskilin og sagði skoð- anir sínar umbúðalaust, gat verið nokkuð hvöss ef svo bar til, en undir sló gott hjarta sem öllum vildi vel og stutt gat verið í brosið og glettnina hjá Jónu á góðum stund- um. Ó, góða sál, til friðar feginsheima far þú nú vel á Guðs þíns náðarfund, en minning þín veit að vinir geyma, þótt vegir skiljist hér um stund. (Gunnl. Gunnl.) Hjördís G. Traustadóttir. Hin langa þraut er liðin nú loksins hlaustu friðinn og allt er orðið rótt. Nú sæll er sigur unnin og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Það eru margar og dýrmætar minningar sem sækja á hugann nú þegar lífsljósið hennar Jónu tengda- móður minnar er slokknað, hin langa og stranga þraut er liðin og sólin björt upp runnin við hlið Ing- vars tengdaföður míns. Ég minnist þess er ég kom hálf- gerður krakki fyrst að Bjargi hvað mér var vel tekið frá fyrstu tíð, það munaði ekkert um einn krakkann í viðbót þar. í mínum huga var Jóna á Bjargi kvenskörungur, sem aldrei féll verk úr hendi á meðan heilsan leyfði. Ég hafði ekki vanist því að konur ynnu úti svona eins og Jóna gerði og undraðist oft á tíðum þrekið hjá henni, en hún vann í fískvinnu og síðan skúringum al- veg til 67 ára aldurs. Þó að Jóna væri svona útivinn- andi þá bitnaði það ekki á heimilinu því að myndarlegri húsmóður var held ég vandfundin. Einnig var tími fyrir handavinnu, að pijóna, hekla, sauma eða hvað sem var og ekki taldi hún eftir sér að liðsinna bæði mér og öðrum sem til hennar leit- uðu. Þá er ekki hægt annað en að minnast á fallega garðinn þeirra hjóna sem þau byijuðu reyndar að rækta komin á miðjan aldur. Hvílík elja og vinna sem þau lögðu á sig en árangurinn var þess örugglega virði ekki síður en ánægjan, enda fengu þau viðurkenningu fyrir hann. Jóna hafði mjög gaman af að ferðast og fór hún nokkrum sinn- um í heimsókn til dóttur sinnar sem þá bjó í. Flórída. í sína fyrstu för þangað fór hún alein og kunni ekki orð í ensku, en það var ekkert mál fyrir hana. Ekki má gleyma hvað ávallt var tekið vel á móti börnunum sem oft komu við á Bjargi á leið í eða úr skóla. Eins og ég gat í upphafi þá eru minningarnar margar og dýrmætar og munu lifa með okkur öllum sem hana þekktum. Megi algóður Guð varðveita tengdamóður mína og vaka yfír ástvinum hennar. Kristín. í dag verður borin til grafar föð- uramma mín, Jóna á Bjargi, eins og hún var alltaf kölluð eða amma á Bjargi. Nú er hún komin til afa Ingvars, sem hún er búin að sakna síðan hann lést fyrir rúmlega þrem- ur árum, og kallið kom daginn áður en hann hefði átt afmæli. Alltaf var gott að koma að Bjargi * til þeirra. Þá fengum við krakkarn- ir nýbakaða jólaköku og mjólk því ekki máttum við fara svöng út. Við amma vorum alveg einstak- lega góðar vinkonur, við gátum spjallað saman um alla skapaða hluti, en þó voru blómin hennar uppáhald og bar garðurinn þeirra þess merki. Ekki fannst henni mín blóm neitt fín og lét mig vita af því ef þurfti að vökva eða gefa áburð. Ég gæti endalaust haldið áfram að rifja upp stundimar sem við áttum saman en læt staðar numið hér. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fýlgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Missir okkar og sorg eru mikil en minningin er stærri. Ég vil þakka elskulegri ömmu minni þá vináttu sem við áttum. Megi hún hvíla í friði. Jóna Sig. Við Jóna áttum skap saman og fannst mér alltaf gott að leita til hennar, hún var úrræðagóð enda hefur hún eflaust oft þurft að treysta á sig og taka ákvarðanir þar sem Ingvar var oft í vinnu fjarri heimili þeirra. Marga fallega flíkina pijónaði Jóna á bamabörnin sín, allt lék í höndunum á henni sama hvort það vom hannyrðir, matar- gerð eða blómarækt en um miðjan aldur byijuðu tengdaforeldrar mínir að rækta blómagarð umhverfis hús- ið sitt sem var mörgum vegfarand- anum augnayndi. Jóna unni vorinu og var sumarbarn í sér. Margar stundina átti hún í garðinum sínum seinni árin meðan heilsan leyfði, en eftir að Ingvar lést fór heilsu Jónu að hraka og dvaldi hún á Garð- vangi í tæp tvö ár áður en hún lést. í sjóði minninganna er margt að finna, ekki síst nú þegar líður að jólum þá minnumst við fjölskyldan aðfangadagskvöldanna hjá tengda- foreldrum mínum, hve gott var að koma að Bjargi gleðjast þar saman og finna hina sönnu jólagleði. Að leiðarlokum vil ég þakka Jónu tengdamóður minni hlýhug alla tíð í minn garð og kveðja hana með þessum orðum: t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, Njálsgötu 80, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum 8. desember. Franz Jezorski, Sesselja Berndsen, Guðbrandur Jezorski, Barbara Haage, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, ÁSMUNDUR JÓNATANSSON, Birkiteigi 2, Mosfellsbæ, andaðst 6. desember. Sína Þorleif Þórðardóttir, Þórður Ásmundsson, Jóna María Ásmundsdóttir, Jónína Guðmundsdóttir, Jónatan Kristleifsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.