Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1.995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís FRÁ AFHENDINGU tækjanna, f.v. Signrður Þorgrímsson, Jó- hannes Jónsson í Bónus, Ásgeir Haraldsson yfirlæknir, Þráinn Rósmundsson og Leifur Bárðason. Bónus færir barnaspít- ala Hringsins tækjagjöf Stjórnarandstæðingar gagnrýndu frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum í umræðum á Alþingi í gær Grundvallarbreyting á velferðarkerfinu FORRÁÐAMENN Bónuss sf. hafa ákveðið að styrkja Barnaspítala Hringsins til tækjakaupa og mun svokallaður pokasjóður verslananna renna til þessa verkefnis. Nýlega færði fyrirtækið fyrstu gjafirnar. Um er að ræða ýmis tæki til skoðunar á eyrum og augum barna og til mælinga á þrýstingi í miðeyra. Heildarverðmæti gjafar- innar er 500-600 þús. kr. Þá hefur fyrirtækið í samstarfi við Lionsklúbþinn Fjörgyn ákveðið að styrkja Barnaspítalann til kaupa á heilasírita til notkunar á Barna- • • • Opið í dag kl. 10-14. Góð 3ja herb. íb. óskast við Bogahíð eða nágrenni. spítala Hringsins. Tækið mun eink- um nýtast börnum með flogaveiki sem og fyrirburum á gjörgæslu nýbura - vökudeild. Tæki þetta mun væntanlega verða afhent í upphafi næsta árs. Barnaspítali Hringsins þakkar forráðamönnum Bónuss sf. rausn- arlega gjöf og myndarlegan stuðn- ing. Engum blöðum er um það að fletta að gjafir þessar eru kær- komnar og nauðsynlegar. Þá er stuðningur fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka starfsfólkinu ómetanleg hvatning. ALMENNA FASTEIGNASALAN L<iUB*VE6l 18 S. 552 1158-552 1371 Frumvarp um ráð- stafanir í ríkisfjár- málum, bandormurinn svonefndi, fékk kaldar kveðjur stjómarand- stæðinga á Alþingi í gær. Guðmundur Sv. Hermannsson fylgdist með umræð- um á Alþingi. FRUMVARPIÐ um ráðstafanir í ríkisfjármálum er í 62 greinum og kveður á um breytingu á 33 laga- köflum af ýmsu tagi til að tryggja forsendur ijárlagafrumvarpsins. Davíð Öddsson forsætisráð- herra mælti fyrir frumvarpinu í gær og sagði að þar væri m.a. lagt til að nokkur lagaákvæði um sjálfvirk framlög ríkisins verði af- numin en í stað þeirra ákveðist framlögin í fjárlögum hverju sinni. Um langt skeið hafa framlög ár hvert verið felld niður eða skert með lögum. Sá háttur gæti ekki talist eðlilegur til lengdar og því hefði ríkisstjórnin samþykkt að leggja til varanlega breytingu á umræddum lögum. Sem dæmi um þetta má nefna framlög til Kvikmyndasjóðs, List- skreytingarsjóðs, húsafriðunar- sjóðs, Stofnlánadeildar landbúnað- arins og kirkjubyggingarsjóðs. Af öðrum atriðum í frumvarpinu má nefna breytingar á lögum um stjórn fiskveiða þannig að inn- heimt verður veiðieftirlitsgjald af krókaleyfisbátum eins og af öðrum skipum. Þar eru einnig lagabreyt- ingar sem fela það í sér að sýslu- mannsembættin í Bolungarvík og Ólafsfirði verði lögð niður. Þá er lagt til að fresta gildis- töku laga um greiðslu bóta til þolenda afbrota og lækka verulega þak á bótafjárhæðum. Lagt er til að tenging atvinnuleysisbóta og annarra bóta almannatrygginga við laun verði afnumin en framlag til þeirra ákveðin á fjárlögum hveiju sinni. Tillögur eru um að tengja greiðslu ellilífeyris við fjár- magnstekjur, lagt er til að mæðra- og feðralaun með 1. barni verði aflögð, að ekkjulífeyrir verði af- lagður. Þá eru tillögur um skert framlög til flugmála og vegamála. Samtals er áætlað að sparnaður vegna tillagnanna nemi um 922 milljónum á næsta ári miðað við fjárlög þessa árs. Ógeðfelldur bandormur Stjórnarandstæðingar tóku frumvarpinu afar illa og sagði Steingrímur J. Sigfússon þing- maður Alþýðubandalags að það væri ógeðfelldasti bandormur sem hann hefði lengi séð. Gagnrýnin beindist einkum að skerðingar- ákvæðum við lög um bætur til tjónþola vegna afbrota og ákvæð- um um að tengja upphæðir bóta, svo sem atvinnuleysisbóta og bóta almannatrygginga, við laun heldur ákveða með fjárlögum hveiju sinni hvernig bæturnar skuli breytast á næsta almanaksári. Jafnframt fái viðkomandi ráðherrar heimild til að breyta bótafjárhæðum allt að 3% frá forsendum fjárlaga, breyt- ist þjóðhagsforsendur verulega. Jón Baldvin Hannibalsson þing- maður Alþýðuflokks sagði að Al- þýðuflokkurinn myndi fýrst og fremst taka þessi tvö atriði til rækilegrar skoðunar í efnahags- og viðskiptanefnd þingsins. Jón Baldvin sagði meðferð laganna um greiðslur bóta til þolenda afbrota smánarbiett á ríkisstjórninni og niðurstöðuna hneýksli sem hann tryði ekki að Alþingi léti bjóða sér. Grundvallarbreyting Steingrímur J. Sigfússon sagði að það markmið ríkisstjórnarinnar að ijúfa sjálfvirka tengingu út- gjalda og skatta við vísitölur og laun væri grundvallarbreyting á velferðarkerfínu og mestu ótíðind- in í frumvarpinu. Um væri að ræða grundvallarspurningu um hvernig velferðarkerfi og velferð- arsamfélag menn vildu hafa hér á landi og lagabreytingarnar þýddu að þeim þjóðfélagshópi, sem hefði sennilega lakari aðstöðu en aðrir til að knýja á um eigin kjarabæt- ur, væru ekki lengur tryggð lífs- kjör í takt við þróun lífskjara al- mennt í þjóðfélaginu. Hann sagðist telja að með þess- um breytingum væri ríkisstjórnin að bjóða upp á átök eða stríð um þetta mál á hveiju einasta ári því tilraunum ríkisvaldsins til að skerða þessar bætur yrði aldrei tekið þegjandi. Svavar Gestsson flokksbróðir Steingríms tók undir þetta og minnti á að verkfallsátök- in sem nú eru í Frakklandi sner- ust um mál af nákvæmlega sama tagi. Svavar og fleiri þingmenn gagnrýndu að verið væri að leggja fram jafn viðamikið frumvarp og raun bæri vitni á síðustu dögunum fyrir jól, og mæltist til þess að ýmsum liðum þess yrði frestað fram yfir ára- mót. Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir þingmað- ur Þjóðvaka sagði að með frumvarpinu væri verið að ráðast á það fólk sem ekki gæti barist fyrir rétti sínum, atvinnu- lausa öryrkja, aldraða, ogþolendur afbrota. Ásta Ragnheiður sagðist síst geta trúað því að Framsóknar- flokkurinn, sem hefði gagnrýnt árásir síðustu ríkisstjórnar á vel- ferðarkerfíð, skyldi standa fyrir þessum aðgerðum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að það lægi í augum uppi að allar skerðingar í fjárlaga- frumvarpi væru sárar og það vissu allir þingmenn þótt stjórnarand- stæðingar á hveijum tíma töluðu stundum öðruvísi. En enginn hefði í umræðunni talað um að ríkissjóð- ur væri enn rekinn með verulegum halla og með því væri verið að hlaða upp skuldum á framtíðina. Því neyddust menn til þess að taka til hendinni í ríkisfjármálunum og því væri það dyggð allra flokka að tala ekki eins og sífellt væri hægt að eyða meiru en aldrei bent á aðrar lausnir í staðinn hvar sækja ætti peningana. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra sagði að kröfur stjórn- arandstæðinga í umræðunni næmu samtals 30 milljörðum króna. Þetta sagði Steingrímur J. vera fleipur. Mikilvæg markmið Kristín Ástgeirsdóttir þingmað- ur Kvennalista sagðist ekki eiga orð yfír tillögunni um skerðingu upphæða bóta til tjónþola afbrota. „Það ná engin orð yfir það að hæstvirtur dómsmálaráðherra skuli leyfa sér að leggja þetta fram með þessum hætti, eftir þá bar- áttu og samstöðu sem náðist um þetta mál,“ sagði Kristín. Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra sagði að horfast yrði í augu við ákveðinn veruleika í tengslum við , fjárlagagerðina. Menn hefðu átt að sjá það betur fyrir þegar lögin um bætur til tjón- þola voru samþykkt í byijun árs- ins, en þá hefðu verið bundnar vonir við að fjárlagarammi dóms- málaráðuneytisins yrði rýmri. Þorsteinn minnti á að í lögunum um bætur til tjónþola fælust tak- markanir á bótum, en þær væru hertar nú, til að dómsmálaráðu- neytið gæti tekið þátt í að ná heild- armarkmiðum í ríkisfjármálum. „Það markmið að ná hallalaus- um fjárlögum skiptir þá sem njóta greiðslna frá ríkissjóði miklu máli. Því ef við náum ekki þeim mark- miðum erum við kannski fyrst og fremst að veikja stoðir þeirra sem virkilega þurfa á fjárhagsað- stoð ríkisins að halda,“ sagði Þor- steinn. Stjórnarandstæðingum þóttu þetta ekki gild rök og bentu á ýmsa aðra kostnaðarliði í fjárlög- um sem mætti spara á hundruð milljóna, svo sem ferðalög og risnu. Össur Skarphéðinsson þing- maður Alþýðuflokks sagði að fórn- arlömb nauðgara og annarra of- beldisverka væru ekki að hugsa um fjárlagahalla heldur að reyna að koma lífí sínu aftur á réttan kjöl og umræddar bætur ættu að hjálpa þeim til þess. Einbýlishús í Fossvogi Til sölu er nýlegt, vel staðsett hús á tveimur hæðum. í húsinu er eldhús, 4 svefnherbergi, húsbóndaher- bergi, stofa, borðstofa og garðstofa. Bílskúr. Þeir, sem vilja fá frekari uppl., vinsamlegast sendi nafn og símanúmer til afgreiðslu Mbl., merkt: „Vandað - 17638“, fyrir 14. desember. YALHÖLL IFASTEIGNASAL ~~A~l Mörkin 3. 108 Reykjavík sími 588 - 4477. Fax 588 - 4479 Bárður H. Tryggvason, Bergljót Þórðardóttir, Ingolfur G. Gissurarson, Margrét B. Svavarsdóttir, Þórarinn Friðgeirsson_Kristinn Kolbeinsson lögg. fss. j Félag fasteignasala (f 11ÍI1 19711 LÁRUS Þ VALDIMARSSON, fkamkvamdasiíORí Uul I luU'vUí. lu/U KRISTJAN KRISTJANSSON, ioggiliur fasieignasaii Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Vesturborgin - lyftuhús - eignaskipti Stór, sólrík 4ra herb. íb. um 120 fm á 4. hæð í vinsælu lyftuh. 3 rúmg. svefnherb. Tvennar svalir. Fráb. útsýni. Skipti æskil. á 3ja herb. íb. Séríbúð - Garðabær - langtímalán „Stúdíó“-íb. á 3. hæð og í risi rúmir 100fm. Allt sér. 40 ára húsnlán kr. 5,1 millj. Vinsæll staður. Tilboð óskast. Lyftuhús - suðuríbúð - frábært verð Suðuríb. 3ja-4ra herb. v. Æsufell. Öll sameign eins og ný. Vinsæll stað- ur. Frábært útsýni. Fyrir smið eða laghentan Sólrík 3ja herb. íb. tæpir 80 fm v. Grensásveg. Nýtt eldh. Gólfefni, máln. o.fl. þarf að endurn. Góð sameign. Vinsæll staður. Traustir kaupendur óska m.a. eftir: 2ja herb. íb. á svæðinu Grensásv. - Hlíðar. í pen. v. kaupsamn. kr. 2,0 m. Einbhús eða raðhús helst í Smáíbúðahverfi eða Vogum m.a. fyrir iðnað- armann utan af landi. Góðar eignir í Vesturborginni, í gamla bænum, Hlíðum og víöar. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Veiðieftirlits- gjald á króka- leyfisbáta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.