Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR TGVlúMD Segður hr. Clinton að hann geti reitt sig á okkur ef þingið verður með einhvern derring um að senda her til Bosníu . . . Þorláksmessa Allar búðir ÁTVR opnar ÁKVEÐIÐ hefur verið að allar verslanir ÁTVR á höfuðborg- arsvæðinu verði opnar laugar- dagana 23. og 30. desember. Vínbúðir annars staðar á land- inu verða opnar í samræmi við almenna opnunartíma verslana á stöðunum. Hös- kuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, sagði þetta gert til að koma til móts við óskir margra viðskiptavina ÁTVR um rýmri opnunartíma. Þtjár verslanir ÁTVR; í Austurstræti, Heiðrún á Stuðlahálsi og vínbúðin á Ak- ureyri, hafa verið opnar síð- ustu þrjá laugardaga kl. 10-12. Höskuldur sagði að reynslan af þessu hefði al- mennt verið góð. Ekki væri hægt að greina að vínsala hefði aukist á þessum tíma. Hann sagði ekki áformað að hafa fleiri vínbúðir opnar á laugardögum m.a. vegna þess að sjáanlegt væri að það myndi auka reksturskostnað ÁTVR. Hins vegar hefði verið ákveðið að hafa vínbúðimar opnar kl. 10-12 síðustu tvo laugardagana í desember. Morgunblaðið/Ásdís JÓLASVEINNINN í Aðalstræti 6 áður en götulýs- ingardeildin tók hann niður. Jólasveinn í reiðileysi GOTULYSINGARDEILD Raf- veitu Reykjavíkur annaðist upp- setningu jólaskrautljósa í borg- inni eins og undanfarin ár. Með- al skrautmuna í eigu borgarinn- ar er jólasveinn á sleða sem dreginn er af hreindýri. Á árum áður var þessijóla- sveinn jafnan hafður utan á húsi Útvegsbankans á Lækjar- torgi þar sem nú er Dómhúsið. Svo var einnig nú. Götulýsing- ardeildinni barst hins vegar beiðni frá Dómhúsinu um að skrautið yrði fjarlægt þar sem viðgerð stæði yfir á húsinu. Brugðu starfsmenn götulýsing- ardeildarinnar þá á það ráð að koma jólasveininum á sleðanum fyrir á Aðalstræti 6, en borgin á hluta hússins. Þar fékk hann að dvelja í einn dag á skyggni hússins eða allt þar til beiðni kom frá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, sem einnig er í húsinu, um að fjarlægja skrautið þar sem til stæði að hengja þar upp jólatré. Jólasveinninn er því aftur kominn í geymslu götulýsingar- deildar Rafveitunnar og hafa starfsmenn deildarinnar Iýst eftir hentugum samastað fyrir sveinka yfir jólin. Lögreg’lan fylgist með ölvunarakstri LÖGREGLAN á Suðvesturlandi mun í desembermánuði fylgjast sérstaklega með ökumönnum með tilliti til ölvunaraksturs, segir í til- kynningu frá samstarfsnefnd lög- reglunnar. Áhersla er lögð á þetta eftir- lit jafnt að degi sem á nóttu. Reynslan hefur sýnt að full þörf er að gefa þessum þætti umferð- armálanna sérstakan gaum. Bæði er það vegna þess siðar er lýtur að því að einstaklingar og fyrirtæki bjóða viðskiptavin- um sínum og starfsfólki upp á svonefnda jólaglögg síðustu dagana fyrir jól og ekki síður vegna áfengisneyslu fólks um helgar sem og um jól og áramót. I desembermánuði í fyrra voru 136 ökumenn sem stöðvað- ir voru í akstri grunaðir um ölv- unarakstur á starfssvæði lög- reglunnar á Suðvesturlandi. Af þeim höfðu 19 lent í umferðar- óhöppum og slysum áður en til þeirra náðist. Nýr skipstjóri í Guðbjörginni ÍS Bara svo gaman aðveiðafisk ÞAÐ má með sanni segja að í Guðmundi Einarssyni samein- ist togarajaxlinn og trillu- karlinn því frá árinu 1990 hefur hann skipt árinu hníf- jafnt milli togarasjó- mennskunnar og , trilluút- gerðarinnar, sem hann stundar af kappi yfir sum- artímann enda á hann þijár trillur með tveimur félögum sínum öðrum. Þetta eru allt krókaleyfisbátar, tveir sex tonna og einn tveggja og hálfs tonns, sem samanlagt hafa 116 tonna þorskafla- mark. En hvort finnst hon- um skemmtilegra? „Eiginlega hvort tveggja. Mér finnst rosa- lega gaman að vera einn með sjálfum mér, rúllunum og múkkunum á skaki á sumrin," segir Guðmundur. „Það er vissu- lega hægt að sameina togara- og trillustarfið með ágætum með því að gera það eins og ég hef gert og þetta á mjög vel við mig. Um leið og ég kem í land af togar- anum, fer ég að huga að trillunni og fer svo á skak eftir einn til tvo daga, svona rétt eftir að ég er búinn að kyssa konuna. Ég gleymi því náttúrulega ekki. Ég fer á morgnana og kem yfirleitt heim aftur á kvöldin en stundum er leg- ið úti yfír nótt, en þá erum við yfírleitt tveir um borð.“ Guð’mundur segist hafa byijað sjómennsku á unglingsárum á línubátum frá Bolungarvík. Hann segist jafnframt alltaf hafa verið staðráðinn í að gera sjómennsku að ævistarfi. „Þetta var lífið og það kom ekkert annað til greina enda ekki talað um annað í pláss- inu á sínum tíma meðal ungra stráka.“ Nýi skipstjórinn segir þetta vera sinn fyrsta túr sem afleysingaskip- stjóri og kannski sé von um fleiri ef hann standi sig nú i stykkinu. Hann er alfarið á móti veiðileyfa- gjaldi og telur að almennt gangi sjómenn nú betur um auðlindina en áður. Skoðun hans er jafnframt sú að búið sé að skerða þorsk- kvóta togaranna allt of mikið. „Það er miklu meira til af þorski í sjón- um en menn vilja vera láta. Það er alveg greinilegt. Menn eru farn- ir að tala um að þorskurinn sé farinn að gera árás á togarana á Halanum til dæmis og skipin forða sér í burtu. Ég var að síma áðan í einn, sem hafði dregið í klukku- tíma og fékk fímmtán tonn af þorski, og þeir hafa verið að fá alveg upp í 20-30 tonn eftir 25 mínútur. Það er bara enginn í þorski enda má ekkert veiða þorsk. Þetta er komið út í tóma vitleysu." Guðbjörgin var stödd norðaust- ur af Horni þegar ---------------- blaðamaður náði tali af skipstjóranum og er hún nú á rækjuveiðum. „Það er frekar tregt hérna eins og er, helvít- is bræla,“ segir Gummi, eins og hann er kallaður venju- lega. Hann neitar því ekki, að- spurður, að vera dálítið smeykur um að standast ekki samjöfnuð við þá feðga, Ásgeir og Guðbjart, á þessu fræga aflaskipi, sem Guð- björgin er. „Það er þó enginn rosa- legur hnútur í maganum vegna þessa enda hef ég verið svo lengi með þeim feðgum til sjós og ég vona að ég hafi í það minnsta lært eitthvað af þeim á þessum langa tíma.“ „Það sorglega er að þetta snýst ekkert lengur um að vera aflamað- ur,“ segir Guðmundur ákveðinni röddu. „Við megum ekki veiða Guðmundur Einarsson ►Fyrir rétt rúmri viku, eða sl. laugardagskvöld,lét Guðbjörg- in IS 46 úr höfn á ísafirði sem er ekki í frásögur færandi nema fyrir það eitt að í 30 ár hefur ekki verið annar skipstjóri um borð nema annaðhvort Ásgeir Guðbjartsson eða sonur hans Guðbjartur. Guðmundur Ein- arsson, sem er fæddur og upp- alinn Bolvíkingur, er karlinn í brúnni að þessu sinni á nýjasta og stærsta frystitogara íslenska flotans. Guðmundur er fæddur 16. febrúar 1957 og því 38 ára að aldri. Að loknu gagnfræða- prófi fór hann í Sjómannaskól- ann, þaðan sem hann útskrifað- ist vorið 1977 eftir tveggja ára nám. Guðmundur hefur verið meðal skipveija Guggunnar sl. sautján ár, þar af fyrsti stýri- maður í tólf ár og því orðinn hagvanur um borð. Eiginkona hans er Ásgerður Jónasdóttir og eiga þau þijú börn. físk, sem er til í sjónum, heldur aðeins fisk, sem er ekki til. Þorsk- urinn er við bæjardyrnar og okkur finnst lélegt að fá ekki að veiða ineira af honum. Það er örugglega hægt að leyfa veiði á 100 þúsund tonnum af þorski til viðbótar. Mikið svindl hefur viðgengist í veiðunum á undanförnum árum og er það neyðarbrauð hjá þeim, sem það stunda. Þeir, sem lítinn kvóta eiga, verða að henda físki. Við höfum hinsvegar ekki tekið þátt í því enda erum við svo heppn- ir að eiga nógan kvóta, til þess að gera, miðað við aðra.“ I áhöfn Guðbjargarinnar nýju eru 26 manns, mun fleiri en voru á gömlu Guðbjörginni. Mann- skapnum er skipt á tvær vaktir og eru vaktaskipti á sex tíma fresti hjá hásetunum. Útivera er allt frá 20 dögum og upp í 35. Guðmundur segir að sami kjarn- -------- inn hafi verið viðloðandi Gugguna svo árum skipti og því lítið um laus pláss. Þrátt fyrir að Guggan sé frægt aflaskip, segir hann að því fari fjarri að hægt sé að tala um milljónamæringa um borð, enda passi skattmann upp á sitt. „Það fer hinsvegar alveg rosa- lega vel um okkur skipsfélagana hér um borð í nýja skipinu. Allur aðbúnaður er til fyrirmyndar og greinilegt er að ekkert hefur verið til sparað í því efni af hendi út- gerðarinnar. Á frívöktum trimm- um við á færibandi í litlum íþrótta- sal, sem er um borð, lyftum lóðum og förum svo í ljós og gufubað. Sumir eru svo kaffibrúnir þegar þeir koma í land að halda mætti að þeir væru að koma frá sólar- löndum.“ „Þetta snýst ekki lengur um að vera aflamaður,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.