Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 13 FRETTIR Flateyri og Súðavík Styrkur tíl kennslu SAMTÖK norrænna kennarafélaga hafa veitt íslenskum kennurum 1,7 millj. kr. styrk til að greiða ferðakostn- að kennara, sem fara til Flateyrar og Súðavíkur. Styrknum er ætlað að styðja skólastarf á öllum skólastigum. Féð rennur til Félags íslenskra leik- skólakennara, KÍ og HÍK. Félögin, sem öll eru aðilar að Samtökum nor- rænna kennarafélaga, vinna að því að mynda stuðningshóp kennara til að fara til Súðavíkur og Flateyrar. Á fundi norrænu kennarafélaganna í Osló nýlega var Eiríkur Jónsson, formaður KI, kosinn formaður sam- takanna. Nýr doktor í erfða- fræði •VILMUNDUR Guðnason lækn- ir varði nýlega doktorsritgerð (Ph.D.) sína í erfðafræði við Lund- únaháskóla. Ritgerðin fjallar um áhrif á blóðfitu- styrk einstakl- inga af stökk- breytingum í geni sem skráir fyrir prótín sem hreinsar kólest- eról úr blóði. Ritgerðin er byggð á hluta af rannsóknum Vilmundar sem hafa fjallað um samband erfða og áhættuþátta kransæðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í mörgum tugum ritgerða í alþjóð- legum vísindatímaritum og að auki verið kynntar á fjölmörgum alþjóðlegum ráðstefnum. Vil- mundur hefur einnig skrifað yfir- litsgreinar um rannsóknir af þessu tagi, hvort tveggja í vís- indatímarit sem og í bækur um erfðafræði æðakölkunar og í bæk- ur um aðferðafræði í erfðafræði- rannsóknum. Vilmundur hefur átt sæti í fjöldamörgum alþjóðlegum vinnu- hópum um rannsóknir á erfða- fræði kransæðasjúkdóma og er meðlimur í Evrópska æðakölkun- arrannsóknafélaginu og Norræna æðakölkunarrannsóknarfélaginu, en hann situr einnig í vísindaráði þess. Vilmundur situr einnig fyrir hönd Bretlands og íslands í al- þjóðlegum vinnuhóp um rann- sóknir á arfbundinni kólesteról- hækkun, svokölluðum MEDPED hóp. En sá hópur hefur að markm- iði að greina slíka einstaklinga nógu snemma svo unnt sé að fyrirbyggja ótímabær dauðsföll vegna kransæðastíflu. Vilmundur er fæddur í Reykja- vík 15.1.1954 og er sonur hjón- anna Nínu Oddsdóttur (1926-) og Guðna Vilmundarsonar (1923- 1995). Hann lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1985 og einnig BS prófi í lækna- vísindum það sama ár og var fyrst- ur íslenskra læknanema til að ljúka slíku prófi. Jafnhliða náminu í læknadeild stundaði Vilmundur rannsóknir á krabbameini við Frumulíffræði- deild Rannsóknastofu Háskóla Is- lands og að loknu embættisprófi stundaði hann almennar lækning- ar ásamt rannsóknarstörfum á íslandi og hlaut almennt lækn- ingaleyfi 1988. Síðan 1989 hefur hann starfað við erfðafræðirann- sóknir í Lundúnum. Vilmundur er kvæntur Guðrúnu Nielsen og eiga þau þijá drengi; átta, þrettán og íjórtán ár.á- Ólögleg afritun á Svanfríði ÁHUGI á íslenskri rokktónlist frá áttunda áratugnum er mikill meðal safnara víða erlendis og gamlar plötur hafa selst á háu verði. Pétur Kristjánsson, tónlistar- og verslun- armaður, var á ferð í Bretlandi fyrir skömmu að búa gamlar upp- tökur undir útgáfu og komst þá að því að verið var að afrita plötu, sem hann á útgáfurétt á, meðal annarra, fyrir breskt fyrirtæki. Pétur segir að hann hafi verið staddur ytra við lokavinnslu á fyrstu plötu Pelican, Uppteknir, sem kom út snemma á áttunda áratugnum og hann hyggst gefa út á diski eftir áramót. „Þá var ég að spjalla við tæknimanninn og sagði honum að ég myndi koma með tvö verkefni til hans eftir áramót, Svanfríði og Paradís. Hann kann- aðist þá við nafnið Svanfríður og heiti plötunnar, sem var What’s Hidden There, og sagðist einmitt hafa verið að vinna upptökur með hljóm- sveit sem héti Svan- fríður. Mér fannst það Pétur Kristjánsson ólíklegt, en hann fletti því upp og þá sá ég að hann hafði verið að taka stafrænt afrit af vínylplötu, líkt og ég var að gera með Pelican, og hreinsa það upp fyrir útgáfu á vegum fyrirtækis sem gefið hefur út nokkra tugi platna," segir Pétur. Hann segist hafa fengið gef- ið upp nafn forstjóra fyrirtækisins, sem kom með plötuna í afritun, og nú bíði hann bara eftir því að platan verði gefin út á diski, til að geta gripið fyrirtækið glóðvolgt. „Ég ætlaði að gefa plötuna út sjálfur á næsta ári, og segja má að þessi náungi sé óafvitandi að spara mér nokkurn kostnað við að búa hana í útgáfuhæft form,“ segir Pétur, en hann seldi sænsk- um safnara síðasta vínyleintak sitt af Svanfríðarplötunni fyrir 25.000 kr. fyrir skemmstu. 13,4 milljónir í beinni útsendingu — klukkan 20.35 — Það er sannarlega ástœða til að fylgjast vel með Lottó-útdrœttinum í kvöld. Þá fá Katrín Ósk Þráinsdóttir og Þórir Erlingsson afhentan Lottó-vinning að upphæð 13.396.220 krónur, í beinni útsendingu. Nýjustu Lottó-milljónamæringarnir Katrín Ósk og Þórir fyrir framan veitingahúslð Lefolii á Eyrarbakka. Vet&amin í k&p £tiUd~miMjénamœxingu! -vertu viðbúinav vinningi Fáðu þér miða fyrir kl. 20.2° í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.