Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Tónlistarskólinn á Akureyri Jólatónleik- ar í Glerár- kirkju 120 nemendur í sjö hljómsveitum J ÓLATÓNLEIKAR hljómsveita Tónlistarskólans á Akureyri verða haldnir í Glerárkirkju á morgun sunnudag kl. 14. A tónleikunum koma fram um 120 nemendur í 7 hijómsveitum og hópum. Að tónleik- um loknum verða kaffiveitingar í safnaðarsal kirkjunnar í boði for- eldrafélaga. Leika fljótlega í hljómsveitum Tónlistarskólinn á Akureyri hefur um langt skeið haft forystu meðal íslenskra tónlistarskóla á sviði hljómsveitastarfsemi, segir í frétta- tilkynningu frá skólanum. Nemend- ur í blásaradeild og strengjadeild byija að leika í hljómsveitum fljót- lega eftir að nám þeirra hefst. Þjálf- Un nemenda í hljómsveitarleik heldur áfram meðan á námi stendur og fiytjast þeir úr einni sveit í aðra með aukinni fæmi. í Tónlistarskólanum eru nú starf- andi 3 blásarasveitir undir stjórn Sveins Sigurbjörnssonar og Jóns Halldórs Finnssonar. Auk þeirra kemur blásarasveit Oddeyrarskóla fram á morgun en sveitin er sam- vinnuverkefni Tónlistarskólans og Oddeyrarskóla og hófst nú í haust undir stjóm Jóns Halldórs Finnsson- ar. Þá koma fram tvær strengja- sveitir undir stjórn Guðmundar Ola Gunnarssonar og hópur Suzuki- fiðlunemenda. Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson KÓRSTARF er með miklum blóma í Hrísey, en myndin er tekin á tónleikum kirkjukórsins nýlega. Laxá vill lóðí Krossanesi FÓÐURVERKSMIÐJAN Laxá hef- ur farið þess á leit við bæjaryfirvöld að fyrirtækinu verði úthlutað lóð á athafnasvæði sínu í Krossanesi. Er- indi þessa efnis var kynnt í bæjar- ráði í gær. Núverandi lóðaréttindi Laxár ná aðeins til grunnflatar sumra af hús- um fyrirtækisins þar. Bæjarráð vís- aði erindinu. til bæjarverkfræðings og fól honum að leggja fram tillögu að lóðasamningum fyrir þau fyrir- tæki sern hafa lóðir á Krossanes- svæðinu. Tíundi hver Hríseyingur í kór Sunna Borg formaður leikhúsráðs Leikhúsráði leiðist ekki að hampa mér Hrísey. KIRKJUKÓRINN í Hrísey hélt nýlega aðra tónleika sína á vetr- inum og voru auk klassískra verka ýmis jólalög á dagskránni. Einstaklingar úr kórnum sungu einsöng við hljómsveitarundirleik auk þess sem kvennakór úr kórn- um söng einnig. Fyrri tónleikarnir voru í nóv- ember við góðar undirtektir og var fullt út úr dyrum á þeim seinni, sem haldnir voru í Hlein. Næsta átak er svo aðventukvöld í kirkjunni sem haldið verður annað kvöld, sunnudagskvöldið 10. desember, þar sem kirkjukór- inn kemur fram, barnakór leik- skólans Smábæjar auk kórs Grunnskólans í Hrísey. Einnig á að syngja á litlu jólunum í grunn- skólanum og við jólamessu. „ÞEIM leiðist ekki í leikhúsráði að hampa mér,“ segir Sunnu Borg for- maður ráðsins í kjölfar ummæla varaformanns ráðsins í blaðinu í gær þar sem vísað er á bug ummælum í yfirlýsingu Sunnu eftir að hún dró til baka umsókn sína um stöðu leik- hússtjóra og sagði ráðið hafa þyrlað upp moldviðri vegna málsins. Hreinn Pálsson varaformaður leikhúsráðs sagði í blaðinu í gær að ráðið hefði ekki vilja láta væna sig um að hafa ekki veitt hlutlausar upplýsingar. „Með öðrum orðum vænir leikhúsráð mig um að hafa ekki veitt hlutlausar upplýsingar varðandi þessa tvo umsækjendur sem ég talaði við sem formaður ráðs- ins áður en ég ákvað sjálf að sækja um leikhússtjórastöðuna. Eðlilegast hefði þá verið að leikhúsráð talaði við þessa tvo umsækjendur og leið- rétti þar með það sem ég hafði væntanlega missagt. Nei, „hreinleg- ast“ var að mati leikhúsráðs að rjúka í blöðin með loðna yfirlýsingu þar sem tvennt var a.m.k. vítavert. í fyrsta lagi að gefa upp nöfn umsækjenda áður en ákvarðanir voru teknar og nýr umsóknarfrestur var útrunninn. í öðru lagi að geta þess að um leið og ég tilkynnti umsókn mína, þá vék ég úr sæti í leikhúsráði þar til ráðið hefði ákveð- ið hver skyldi hljóta starf leikhús- stjóra. Þetta orsakaði moldviðrið." Morgunblaðið/Kristján Heim á verkstæðið FIVIIM Flutningamiðstöð Norðurlands ehf. Óseyri 1a - 603 Akureyri, s. 462 2624 - Gunnarsbraut 10 - 620 Dalvík, s. 466 1444 Fram að jólum býður FMN viðskiptavinum sínum sérstakt jólaverð á flutningi á öllum jólapökkum til vina og vanda- manna á Suður- og Norðurlandi. Verð pr. jólapakka upp aö 20 kg. kr. 300 m/vsk. Afgreiðsla FMN í Reykjavík er hjá Landflutningum hf., Skútuvogi 8, sími 568 5400. Ofangreint tilboð á einungis við um jólapakka. Óskar Jónsson & Co hf., Stefnir hf., Gunnarsbraut 10, 620 Dalvík, Óseyrí 1a, 603 Akureyri, sími 466 1444, simi 462 2624. Kanebo Art through Technology Snyrtivörur frá Japan sem njóta viröingar um víða veröld KYNNING ÍDAG Laugardag9- desember hjá snyrtivörudeild Hagkaups í Kringlunni Karl Berndsen förðunarmeistari farðar og aðstoðar við val á KANEBO snyrtivörum. ÞEIR hafa komið sér upp býsna skemmtilegu farartæki, strákarnir á vélaverkstæði Samherja í Oddeyrarskála. Sæþór Steingrímsson sem var að vinna um borð í Víði á dög- unum var ekki í vandræðum með að koma verkfærunum fyrir á hjólinu á leið heim á verkstæði. Messur AKURE YR ARPREST AKALL: Sunnudagaskólinn verður í Safnaðarheimilinu kl. 11 á morg- un, þar verður föndrað og fá börn- in að taka með sér hlutina heim. Messað í Akureyrarkirkju kl. 14. Arnaldur Bárðarson guðfræði- kandidat prédikar. Barnakór Ak- ureyrarkirkju syngur undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Bibl- íulestur á mánudagskvöld kl. 20.30. _ GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund í kirkjunni kl. 13 í dag, laugardag. Barnasamkoma á morgun kl. 11. Fundur æskulýðs- félagsins kl. 18. Aðventusamkoma eldri borgara verður í kirkjunni mánudaginn 11. desember kl. 15.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 13.30 á morg- un, almenn samkoma kl. 20. Heim- ilasamband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Vakningarsamkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30, vakningar- samkoma kl. 15.30 á sunnudag, biblíulestur á miðvikudag kl. 20.30 og bænasamkoma næsta föstudag kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26: Messa kl. 18 laug- ardag og kl. 11 á sunnudag. Aðventu- kvöld í kirkjunum AÐVENTUHÁTÍÐ verður í Akureyrarkirkju annað kvöld, sunnudagskvöldið 10. desem- ber, og hefst það kl. 20.30. Ræðumaður verður Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. Barnakór Akureyrar- kirkju flytur helgileik undir stjóm Hólmfríðar Benedikts- dóttur. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng. Æskulýðsfé- lagið verður með ljósahátíð og þá verður almennur söngur, en hátíðinni lýkur með því að sung- inn verður sálmurinn „Heims um ból.“ Aðventukvöld verður einnig í Glerárkirkju sunnudagskvöld- ið 10. desember og hefst það kl. 20.30. Valgerður Valgarðs- dóttir djákni flytur hugleiðingu, þá verður mikill söngur á að- ventuhátíðinni sem lýkur með ljósaathöfn. Tónlistarskóli Eyjafjarðar Fimm tónleikar framundan NEMENDUR og kennarar Tón- listarskóla Eyjafjarðar verða víðförlir sem fyrr á aðventunni, en þeir koma fram á ellefu að- ventukvöldum auk þess að heimsækja sjúkrastofnanir og fleiri staði. Helstu verkefnin eru jólatón- leikar skólans, þeir fyrstu verða í Gamla skólahúsinu á Grenivík næstkomandi mánudag, þá verða tónleikar í Þelamerkur- skóla á miðvikurdag, 13. des- ember, í Valsárskóla 14. desem- ber, í Freyvangi 15. desember og síðan aftur mánudaginn 18. desember en það eru tónleikar söngdeildar. Tónleikarnir hefj- ast allir kl. 20.30. Efnisskráin er fjölbreytt, fyrst og fremst þó jólalög. Aðgangur er ókeypis. Héraðsdómur Norðurlands eystra Stal úr far- gjaldakössum strætó TUTTUGU og sjö ára gamall maður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norður- lands eystra fyrir þjófnað. Hann fór síðasta vetur allt að 15 sinn- um inn í höfuðstöðvar Strætis- vagna Akureyrar við Árstíg og stal þaðan úr fargjaldakössum vagnanna, að jafnaði 5.000 til 7.000 krónum í hvert sinn. Við- urkenndi hann sakargiftir fyrir dómi og staðhæfði að heildar- fjárhæð þýfísins hafi verið um 70.000 krónur. Maðurinn hafði starfað hjá Strætisvögnum Akureyrar við afleysingar í skamman tíma og hafði lykil að húsinu. Ákærði skal greiða Akureyrarbæ skaða- bætur vegna verknaðarins. Þrettándi jólasveininn SÖGUSVUNTAN, brúðuleik- hús Hallgerðar Thorlacius, sýn- ir „Þrettánda jólasveininn" í Deiglunni í Kaupvangsstræti í dag, laugardag. Sýningamar verða tvær, sú fyrri hefst kl. 11 og hin síðari kl. 13. Sýning- in tekur um klukkustund og er aðgangseyrir 500 krónur fyrir börn en ókeypis er fyrir full- orðna í fylgd barna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.