Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.1995, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Flugvöllur vígður ALÞJÓÐAFLUGVÖLLUR var vígður í gær við hátíðlega at- höfn í borginni Macau sem er portúgölsk nýlenda á suður- strönd Kína. Mario Soares, for- seti Portúgals, var viðstaddur. Á myndinni sést ungur dans- ari í yónsgervi taka sér hvíld. Vöilurinn er sá fyrsti sinnar tegundar í borginni og kostaði um 65 milljarða króna, sex ár tók að leggja hann. Macau verð- ur eign Kína á ný innan fárra ára. BMW 316i, qlæsileq bifreið frá B&L að verðmæti kr. 2.482.000. Staðlaður búnaður: ABS hemlalæsivörn, driflæsing 25%, Bavaria útvar og 4 hátalarar, hraðatengt vökvastýri, innby þjónustutölva, samlæsingar, litað gler, rafd útispeglar, rafdrifnar rúður að framan, ryðvörn og skráning. - Taktu þátt í 00" * " Þátttökuseðlar B&L, Háskólabíó Sambíóunum og F 957. Allar upplýs- ingar um leikinn eru á þátttökuseðlinum. Vinningar eru: BMW 316i, árg '96, frá B&L, Smirnoff ævintýra ferð og 007-snyrtivörur Yves Saint ent, James nd mynd- nd og miðar á kvikmyndina jí Golden Eye Lýðræðið enn langt undan í Egyptalandi Þingkosningar eru afstaðnar í Egyptalandi og ekki verður sagt að niðurstöður þeirra hafí komið á óvart, segir Jóhanna Kristjónsdóttir í þessari grein frá Kairó. NÚ AÐ loknum þingkosningum hér í Egyptalandi þar sem flokkur Hosni Mubaraks forseta, Lýðræðislegi þjóðarflokkurinn, vann stærri „sig- ur“ en nokkur hafði reiknað með, velta menn fyrir sér hvort ekki sé að verða tímabært að taka alla kosn- ingalöggjöf landsins til endurskoðun- ar. Það vita allir að „sigur“ LÞF er meira og minna tilkominn vegna þeirra laga sem gera ráð fyrir að stjórnarflokkurinn hafi alltaf tvo þriðju hluta þingsæta. Á meðan svo er verður tal Mubaraks og félaga um lýðræðislega kjörið þing landsins fjarska innihaldslaust. Eins og kom fram í grein fyrir kosningarnar var lítill áhugi á þeim, umfram allt meðal ungra kjósenda. Þeir sem kjósa samviskusamlega eru ríkisstarfsmenn sem fá frí á kjördag en dregið er af launum þeirra ef þeir kjósa ekki. Þar sem öll yfirstjóm er í höndum LÞF kjósa ríkisstarfs- menn auðvitað rétt. Málpípur forsetans í skoðanakönnun meðal egypskra menntamanna innan einkageirans kom fram að þeir eru teljandi innan þessa hóps sem skipta sér af kosning- um og mundu láta sér detta í hug að greiða atkvæði. Þeir telja að það skipti ekki máli því hvernig sem menn kjósi vinni LÞF alltaf stórkost- legan sigur. Þeir hafa lítið álit á þing- mönnum og eru á því að þeir hafi svo sem ekkert vald, þeir séu bara málpípur forsetans og innsta hrings- ins umhverfis hann. Margir eru á því að senn sé tíma- bært fyrir Mubarak að íhuga þetta af fullri alvöru. Forsetinn geti ekki endalaust látið eins og allt sé í góðu og lýðræðislegu lagi. Ef hann vilji í alvöru að hér ríki þetta lýðræði sem honum verður mjög tíðrætt um verði fólk að finna hjá sér hvöt til að kjósa af því að þar með geti það haft áhrif. Vaxandi óánægja með þetta „plast- lýðræði" sé til þess eins fallið að ýta undir stuðning við öfgasinna með hinum ferlegustu afleiðingum. Mubarak vandar valið Það var í raun grátbroslegt að horfa á það á fyrri kosningadaginn þegar Mubarak forseti kom á kjör- stað í Heliopolis. Öll pressan var mætt til að mynda forsetann. Hann fór ekki á bak við tjald til að kjósa heldur fékk kjörseðilinn og gekk að púlti og hugsaði sig svo vel og vand- lega um áður en hann merkti við á seðlinum. Sumir egýpsku frétta- mennimir hlógu - en þó ekki fyrr en hann var farinn af staðnum. „Hann sendir Clinton ábyggilega þessa mynd áritaða svo Bandaríkja- forseti sjái hvað hann er yfirvegaður og flani ekki að neinu," sagði sjón- varpsfréttakona við mig og gretti sig. Ég spurði hvort hún ætlaði að kjósa. „Auðvitað geri ég það,“ sagði hún. „Allar sjónvarpsrásirnar eru ríkis- reknar. Ég má ekki við að missa neitt af kaupinu mínu. Hvað ég kýs? Ja, ég fer auðvitað að dæmi forset- ans og hugsa mig vandlega um áður en ég merki við - frambjóðanda Lýðræðislega þjóðarflokksins..." Og eins og sagði í blaðagrein eftir kosningamar: „Ef meirihluti Egypta lítur á kosningarnar eins og hvem annan farsa er það á ábyrgð ríkis- stjómarinnar að fá þá til að skipta um skoðun svo að menn geti trúað því að atkvæði þeirra sé ekki bara í plati.“ adidas íþróttagollor Skór, úlpur, húfur og töskur í miklu úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.