Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 56

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 56
56 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ábendingar á mjólkununbúdum, nr. 45 af 60. Hvað veldur? . Sögnin að valda er sér á báti og þess vegna kemur fyrir að fólk ruglast í beygingu hennar. Hún er að réttu lagi eins og sýnt er í þessum dæmum: Óveðrið olli erfiðleikum. Óveðrið hafði valdið erfiðleikum. Þjófamir ollu skemmdum. Þjófamir höfðu valdið skemmdum. ,,v»'ro*V Höfúm vald á beygingum. MJÓLKURSAMSALAN íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samstarfsverkefni Mjólkursamsölunnar, Islenskrar málnefndar og Málrœktarsjóðs. I DAG SKÁK Umsjón Margcir Pétursson Svartur Ieikur og vinnur. STAÐAN kom upp á opnu móti á sumardvalarstaðn- um Portoroz í Slóveníu í ár. Heimamaðurinn Bostjan Sirnik (2.135) var með hvítt, en hollenski alþjóðlegi meistarinn Al- bert Blees (2.420) var með svart og átti leik. 19. - Hxg2+! 20. Kxg2 - Hg8+ 21. Khl - e3+ 22. f3 - Dg4 (Hvítur verður nú að gefa drottn- ingu fyrir hrók til að forð- ast mát. Þar með eru úr- slitin ráðin en við skulum samt skoða skákina til enda:) 23. Df8+ - Hxf8 24. Bxf8 - Re4! (Skondinn leikur. Svartur býður upp á drottningarfóm. Eftir 25. fxg4 - Rf2++ 26. Kgl - Rh3 er hann mát.) 25. c4 - Rf2+ 26. Hxf2 - exf2 27. d5 - Dd4 28. Hfl - De3 29. Bdl - Ba6 30. Kg2 - Bxc4 31. Hxf2 - Dg5+ og nú loksins gafst hvítur upp. Albert Blees- kemur til íslands í næstu viku ásamt fimm öðram er- lendum alþjóðlegum meisturam og keppir á Guðmundar Arasonar mótinu. Menn bíða spenntir eftir að sjá hvernig komungum ís- lenskum skákmönnum vegnar í baráttu við harðsnúið lið alþjóðlegra meistara. Okkar piltar verða að minnsta kosti dýrmætri reynslu ríkari. HÖGNl HREKKVÍSI *Jfypjaðu þtg burtf" Áður en við ákveðum nafnið, langar mig að fara heim og heira hann orga nokkrum sinnum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Ábending iEmM-in KONA hringdi og vildi koma með þá ábendingu til fólks að merkja jóla- kortin vel, bæði með nafni viðtakanda og sendanda, til þess að þau komist örugglega á leið- arenda, eða þá til baka til sendanda ef viðtak- andi finnst ekki. Leiðin- legt er ef fólk er að senda fallegar myndir, eins og margir gera, sem ekki komast til réttra aðila. Eins þarf að skrifa rétt póstnúmer, t.d. að Sel- tjamarnesið er ekki Reykjavík og hefur sér póstnúmer. Leðurhanskar töpuðust BRÚNIR leðurhanskar töpuðust í neðra Breið- holti fyrir u.þ.b. tveimur vikum. Skilvís finnandi hringi í síma 557-3570. Eyrnalokkur tapaðist GULLEYRNALOKKUR tapaðist föstudagskvöld- ið 1. desember í miðbæn- um. Eymalokkurinn er lagaður eins og dropi og er með skrúfufestingu. Eigandi saknar hans sárt. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 551-0099. Farsi Mér fannst mjólkin svolítið þunn, svo að ég ákvað að senda hana í gegn einu sinni enn. Víkveiji skrifar... VÍKVERJI er í hópi þeirra, sem fínnst jólaundirbúningurinn byija helzt til snemma. Það er ógeð- fellt, hversu greinilega það skín í gegn hjá seljendum margs konar vöra og þjónustu, að jólin séu fyrst og fremst söluvara og gróðalind — vegna þess að boðskapur jólanna er nú einu sinni fyrst og fremst andlegur og trúarlegur, eins og suma kann að ráma í. xxx > ISEINASTA mánuði, þ.e. í nóv- ember, pantaði Víkveiji borð á virtum og vinsælum veitingastað fyrir hönd nefndar, sem hann situr í o g hefur oft hitzt yfír súpu í hádeg- inu, meðal annars á þessum veit- ingastað. Víkveija rak satt að segja í rogastanz þegar hann gekk inn í ofskreytt jólaland í lok nóvember. Ekki tók betra við þegar engir hinna hefðbundnu rétta á matseðlinum reyndust vera í boði, heldur spurði þjónninn með bros á vör: „Ætla ekki allir í jólahlaðborðið?" Þegar það hafði verið upplýst að það kost- aði tæplega tvö þúsund krónur að fá sér af jólahlaðborðinu afþökkuðu Víkverji og samnefndarmenn hans boðið, við lítinn fögnuð þjónsins. Loks tókst að fá skammt af súpu dagsins (á innan við þúsund krón- ur), sem þjónninn bar á borð með hundshaus, greinilega fúll yfir því að gestirnir vildu ekki taka þátt í jólaævintýri veitingahússins. Vík- veija sýnist að þau veitingahús séu að verða vandfundin, sem ekki bjóða upp á jólahlaðborð í heilan mánuð fyrir jól eða jafnvel lengur. xxx NÚ HEFUR skrifari komið því í verk að heimsækja írsku krána The Dubliner — tvisvar — og hefur ekki orðið fyrir vonbrigð- um með Guinness-bjórinn, sem þar er að fá beint úr krananum. Hins vegar fór hrollur um Vík- veija, þegar honum var sagt af því uppátæki nokkurra viðskiptavina staðarins að reyna að búa til ,jóla- Guinnes" með því að blanda ölið með Egils-appelsíni! Ojbarasta, var það fyrsta sem Víkveiji sagði við þessum fréttum — en misjafn er smekkurinn. XXX AUÐVITAÐ reyna menn að græða peninga á öllum fjáranum með því að setja jóla- stimpil á vöruna. Veitingastaður í Reykjavík selur nú ,jóla-pitsur“ — væntanlega með einhveijum ægi- legum samsetningi af ís|enzkum jólamat undir ostinum — og ÁTVR býður upp á franskan rauðvíns- rudda með væmnum miða sem ,jólavínið“. Er þetta ekki komið út í öfgar fyrir löngu?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.