Morgunblaðið - 09.12.1995, Page 53

Morgunblaðið - 09.12.1995, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 53 Jólin á Lauga- veginum JÓLADAGSKRÁ verður á Lauga- veginum og í Bankastræti í dag, ( laugardag, og á morgun, sunnu- | dag sem hér segir: A laugardeginum frá kl. 14-17 ' bregða jólasveinar á leik, Barna- kór Melaskóla gengur niður Laugaveg og Bankastræti með jólalög á vör frá kl. 14-15, pör úr Danssmiðju Hermanns stíga dans víða um Laugaveg og Banka- stræti við jólalög frá kl. 15-16, félagar úr Harmonikufélaginu i leika jólalög frá kl. 15-17 og Lúðrasveit verkalýðsins verður I með jólasveiflu frá kl. 16-18. ( Á sunnudeginum syngur Ála- fosskórinn jólalög frá kl. 14.30- 15.30 og jólasveinar bregða á leik miili kl. 14 og 17. Basar kristilegs samfélags KEFAS, kristilegt samfélag, verð- I ur með basar sunnudaginn 10. desember kl. 14-17 að Dalvegi 24, Kópavogi. Þar verða til sölu fallegir munir til jólagjafa, t.d. bækur, sér- hannaðir glermunir, pijónavörur, kökur og ýmsar gjafavörur. Barnagæsla verður á staðnum, aðstaða fyrir borðtennis og lof- 1 gjörðartónlist leikin og sungin. I Boðið verður upp á kaffi og með- j læti á 200 kr. Jólatónleikar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar FYRSTU jólatónleikar Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar verða laugar- daginn 9. desember kl. 17 í Víði- staðakirkju þar sem Kammersveit skójans leikur. Á efnisskránni eru m.a. Sinfón- ía nr. 1 eftir L. v. Beethoven, L’Arliesienne svítan eftir G. Bizet og Valse Triste eftir J. Sibelius. Rúmlega .fjörutíu nemendur eru í hljómsveitinni en stjórnandi er Óliver Kentish. Mánudaginn 11. desember verða jólatónleikar yngri deildar í Víðistaðakirkju og hefjast þeir kl. 20. Þar koma fram nemendur úr öllum deildum skólans og leika og syngja. Miðvikudaginn 13. desember verða síðan tónleikar eldri deildar skólans í Hafnarborg og hefjast þeir kl. 20. Á tónleikunum koma fram nemendur sem lengst eru komnir í námi í skólanum. Efnis- skrá þessara tónleika er jafnan metnaðarfull og skemmtileg. Auk þessara tónleika verða jóla- tónleikar strengjasveitanna í Strandbergi, Safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, sunnudaginn 10. desember kl. 17 og tónleikar söngdeildarinnar í Hafnarborg mánudaginn 18. desember kl. 20. PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnið ÞUMALÍNA Pósthússtríeti 13-S. 551 2136 -leikur að lœra! \ a Vinningstölur 8. des. 1995 2*9 «10« 16« 18*25 »30 Eldri úrslit á símsvara 568 1511 FRETTIR Ályktanir frá VR og Félagi járniðnaðarmanna Félögin höfðu ekki rétt til uppsagnar Jólabasar Kattholts KATTHOLT, Stangarhyl 2, Reylqavík, heldur jólabasar og flóamarkað í dag, laugardag, og sunnudag og hefst það kl. 14 báða dagana. Jólabasar og flóamarkaðurinn er haldinn til styrktar rekstri Kattholts og þess má geta að mikið er af óskiladýrum þessa stundina. Suður-amerísk- ir slagverks- tónleikar SLAGVERKSLEIKARINN Birger Sulbrúck, einn helsti sérfræðingur Dana í kúbverskri og brasilískri tónlist, heldur tónleika í sal Tón- listarskóla FÍH í dag kl. 17. Með honum leika Kjartan Valdimars- son, píanó, Árni Scheving, víbra- fónn, Sigurður Flosason, saxó- fónn, Gunnar Hrafnsson, bassi, og Einar Valur Scheving, trommur. Birger Sulbrúck hefur undan- farna daga dvalið hér á landi og haldið námskeið í suður-amerísk- um slagverksleik við Tónlistar- skólann á Akureyri og Tónlistar- skóla FÍH. Sulbrúck, sem kemur hingað á vegum NORD-jazz, Ieik- ur á conga- trommur, bongo- trommur og önnur slagverkshljóð- færi. Á tónleikunum í dag stjórnar hann einnig slagverkshóp nem- enda í brasilískum sömburytmum. ■ FÉLAG einstæðra foreldra heldur jólaball sitt sunnudaginn 10. desember kl. 14-17 í Skeljanesi 6. Jólasveinninn lítur inn. Aðgangs- eyrir og veitingar 100 kr. Fornleiðir í landnámi Ingólfs ÁHUGAHÓPUR um skráningu og notkun fornleiða verður með rabb- fund við Íslandslíkanið í Tjarnar- salnum í Ráðhúsi Reykjavík laugardaginn 9. desember kl. 14. Rædd verður hugmynd um skráningu fornleiðar sem gangi í gegnum öll sveitarfélögin í land- námi Ingólfs (Gullbringu- og Kjós- arsýslu og hluta Árnessýslu). Þetta verður gert með því að áhugasamir íbúar sveitarfélag- anna taki að sér að leita uppi og skrá hluta leiðarinnar sem liggur í gegnum þeirra sveitarfélag. Síð- an verði sameiginlega staðið að merkingu leiðanna, varðveislu og notkun í samvinnu við stofnanir sem þetta varðar og stjórnir sveit- arfélaganna. Allt áhugafólk um skráningu og notkun fornleiða er hvatt til að mæta. Jólaskemmtun hjá Dante Alighieri STOFNUN Dante Alghieri á ís- landi heldur sínar árlegu jóla- skemmtun sunnudaginn 10. des- ember kl. 19 á veitinstaðnum Pasta Basta. Forseti félagsins, Thor Vil- hjálmsson, rithöfundur, býður gesti velkomna. Paolo Turchi, rit- ari félagsins, segir frá starfí fé- lagsins og Ólafur Bjarnason, te- nór, skemmtir gestum með söng. Sigurður Demetz verður heiðraður um kvöldið fyrir hálfrar aldar öt- ult starf í þágu tónlistarinnar á Islandi. ■ SELKÓRINN syngur jólalög í verslun Ellingsen, Grandagarði 2, laugardaginn 9. desember kl. 13, en þá er verslunin opin til kl. 18. Selkórinn á Seltjarnarnesi er 45 manna blandaður kór sem stofnaður var sem kvennakór árið 1968 en .varð síðar blandaður kór. Stjórnandi kórsins síðustu 5 árin er Jón Karl Einarsson, skóla- stjóri Tónlistarskóla Seltjarnar- ness. Sérstök kynning verður þennan dag hjá Ellingsen á ekta norskum ullarpeysum, nýjum frönskum peysum, nýkomnum loftvogum og arinsettum. FUNDUR í Félagi járniðnaðar- manna telur að ákvörðun um að losa kjarasamninga nú um áramót hafi eingöngu verið á hendi launa- nefndar ASI eins og fram kemur í kjarasamningi frá 21. febrúar. Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur einnig sent frá sér ályktun sem er efnislega sam- hljóða. í ályktun frá fundi járniðnaðar- manna segir að með samráði við landssambönd ASÍ hafi launa- nefnd verið með fullt umboð til að tryggja með samkomulagi, við atvinnurekendur og með því að fá fram yfírlýsingu ríkisstjórnarinn- ar, að samningsforsendur í kjara- samningum standist. „Eftir stendur að sú stefna sem lögð var fram með samningnum 21. febrúar um jöfnun lífskjara hefur brugðist m.a. vegna úr- skurðar kjaradóms um laun þing- og embættismanna. Það er því brýnasta verkefni verkalýðshreyf- ingarinnar að ganga til verka með nýja stefnumótun í launajöfnun og sókn til betri lífskjara fyrir fé- lagsmenn í Alþýðusambandinu og koma þeirri stefnu til fram- kvæmda við lok samningstímans." Hækkun þingmanna undirrót óánægju í ályktun VR segir að það sé alveg ljóst að heimild til uppsagn- ar samninga hafi ekki verið í hönd- um einstakra félaga heldur launa- nefndarinnar. Launanefndin hafí komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri samningsleg forsenda fyrir uppsögn. Brot á jafnlauna- stefnunni hafí ekki nægt til að segja upp samningum vegna þess að jafnlaunastefnan hafi ekki ver- ið í skrifuðum forsendum samn- inganna. „Við samningagerðina í febrúar fékk verkalýðshreyfingin skýr skilaboð frá alþingismönnum og stjórnvöldum, þar sem höfðað var til ábyrgðar verkalýðshreyfingar- innar, að launahækkanir yrðu inn- an þeirra marka að stöðugleikinn héldist í þjóðfélaginu og þeir sem lægst launin hafa fengju mest af því sem til skiptanna var. Síðar hafa stjórnvöld gert marga kjarasamninga, sem bijóta þvert gegn þeirri jafnlaunastefnu, sem mörkuð var í febrúarsamning- unum og stjórnvöld höfðu sagt að ætti að vera fyrirmynd þeirra sem á eftir semdu. Engir hafa þó gengið jafn hart fram í að bijóta jafnlaunastefnuna niður og alþingismenn, sem kepp- ast við að réttlæta margfalda launahækkun sér til handa miðað við aðra þegna þjóðfélagsins auk áforma um sérstök skattfríðindi fyrir alþingismenn. Þetta hefur vakið þjóðarreiði og er undirrót þess óróleika sem nú ríkir á vinnu- markaðinum.“ VR hvetur til þess að þegar í stað verði hafínn undirbúningur að kröfugerð sem miði að því að tryggja að launakjör á Islandi verði sambærileg við það sem ger- ist í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Jólatilboð ó hreinlætistækjum l’nfry.VJ Miki& úrval af sturtuklefum sturtuhornum og hurðum. /tthuýaðu i/ehðið! Baðkör 17 gerðir. Stærðir: 100-190 cm. Handlaugar 17 gerðir ó vegg og borð. í allt ab 24 mánuði TIL ALLT AO M MANAÐA Verslíó þpr sem urvplid er Opib í dag til kl. 16.00. iJJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.