Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 51

Morgunblaðið - 09.12.1995, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ í LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 51 I I j I I I FRÉTTIR -----1----------------- Jólapósturinn 1995 UPPLÝSINGARITI um jólapóst- inn hefur verið dreift til heimila og fyrirtækja í landinu. Er í því m.a. greint frá staðsetningu og afgreiðslutíma póst- og sím- stöðva, sölustaðir frímerkja á höf- uðborgarsvæðinu tíundaðir og listi er yfir póstburðargjöld og skilafrest á jólapóstinum, segir í frétt frá Pósti og síma. Á höfuðborgarsvæðinu verða póst- og símstöðvar opnar á virk- um dögum frá kl. 8.30 til kl. 18.00 frá 4. desember til jóla. Laugar- dagana 9. og 16. desember verður opið frá kl. 10.00-16.00 og á Þorláksmessu frá kl. 9.00-16.00. Póstafgreiðslan og söludeildin í Kringlunni verður opin lengur. Þar verður opið til kl. 18.00 laug- ardaginn 9. desember, 16. desem- ber til kl. 22.00, frá 18. til 22. desember verður opið frá kl. 8.30 til 22.00 og á Þorláksmessu frá kl. 10.00 til kl. 23.00. Utan höfuðborgarsvæðisins verður afgreiðslutími í desember auglýstur sérstaklega á hveijum stað fyrir sig. Rétt er að minna á að frímerki fást ekki aðeins í pósthúsum held- ur einnig í mörgum söluturnum, bókaverslunum og bensínstöðv- um. Póstburðargjald fyrir jóla- kortin (bréf undir 20 g) hefur verið óbreytt síðan 1. október 1991. Enginn formlegur frestur er á skilum á jólapósti innanlands. Bréfapósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir mánudaginn 18. desember og til annarra landa í Evrópu fyrir föstudaginn 15. des- ember. Síðasti skiladagur á bréf- um til landa utan Evrópu er þriðjudagurinn 12. desember. Þessar dagsetningar eiga við um A-póst. Bréfum sem eiga að fara í B-póst þarf að skila fyrstu dag- ana í desember og það sama gild- ir um bögglapóst. Frá 1.-23. desember er í gildi sérstakt tilboð fyrir jólapakka innanlands. Viðskiptavinum býðst að greiða 310 kr. fyrir sendingu á pakka innanlands og skiptir þyngd hans ekki máli. Eina skil- yrðið er að notaðar séu sérstakar umbúðir, sem innifaldar eru í verðinu, og fást á póst- og sím- stöðvum. EMS býður einnig sérstök kjör á pakkasendingum til útlanda. Mega pakkarnir vera allt að 5 kg að þyngd og skilyrði að umbúðir EMS séu notaðar. Tilboðið gildir til 16. desember og kostar t.d. 3.900 kr. að senda böggulinn til Evrópu. Póstur og sími vill minna fólk á að póstleggja jólagjafirnar og kortin tímanlega því mikið annríki er jafnan hjá póstþjónustunni í desember. Borðstoftihúsgögn frá M.S. Borð og sex stólar, verð kr. 198.000 stgr. Borðstofuborð 180 cm x 90 cm, steekkanlegt í 300 cm. Borðstofuskenkur, stærð 230 cm x 50 cm x 80 cm. Verð kr. 91.800 stgr. Borðstofuskópur, stærð 202 cm x 50 cm x 216 cm. Verð kr. 188.400 stgr. Opið I dag, laugardag, kl. 10-18 og á morgun, sunnudag, kl. 14-16. HUSGAGNAVERSLUN Síðumúla 20, sími 568 8799. Chateau d'Ax, teg. 404,3ja sæta sófi og tveir stólar með Dinamica áklæði, kr. 259.500 stgr. Opið í dag, laugardag, kl. 10-18 HÚSGAGNAVERSLUN og á morgun, sunnudag, kl. 14-16. Síðumúia 20, sími 568 8799. Odýrar hraösendingar SKIFA-N Drelfing: Skffan h.f. HÆRRA TIL ÞIN ER KOMIN ÚT! Björgvin Halldórsson liefur framleitt nýja geislaplötu fyrir Krossgötur sem kemur í kjölfar metsöluplötunnar „Kom heim“ sem kom út árið 1993. „Hærra til þín“ inniheldur gullfallega tónlist flutta af hinum frábæru listamönnum Björgvini Halldórssyni, * Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Bjarna Arasyni. Þetta er plata sem lætur engan ósnortinn. KROSS GÖTUR l om gcgn imnu Úgáfa: Krossgötur til styrktar byggingu áfangaheimilis fyrir stúlkur. til útlanda fyrir jólin Fommmm >sr. Vinir og ættingjar erlendis þurfa ekki að fara í jólaköttinn, þó jólagjöfin til þeirra sé sein fyrir. EMS Forgangspóstur er á hraðferð um allan heim, nætur og daga, fyrir jólin. Póstur og sími býður sérstakt EMS jólatilboð á pakkasendingum, allt að 5 kg, til útlanda. Skilyrði er að pakkinn sé sendur í EMS umbúðum. Tilboðið gildir frá 1.-16. desember, á öllum póst- og símstöðvum og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík. Allar sendingar komast hratt og öruggiega á áfangastað sem EMS Forgangspóstur. Alþjóðlegt dreifikerfi TNT í yfir 200 löndum eykur enn á öryggi og hraða EMS Forgangspósts. Sendingar eru bornartil viðtakanda í ákvörðunarlandi. Viðtökustaðir EMS hraðsendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutningsdeildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300. T N T Express Gjatdskrá Evrópa: N-Ameríka og Asía: Önnur lönd: WBKBki ■ kr. 3.900,- kr. 4.900,- kr. 5.900,- Opið daglega kl. 8:30-18:00, laugardaginn 9/12, kl. 9:00-16:00, Iaugardaginn16/12, kl. 9:00-16:00. Umbúðir eru innifaldar í verði sendingar. PÓSTUR OG SÍMI HRAOFLUTNINGSDEILD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.