Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 27

Morgunblaðið - 09.12.1995, Síða 27
Morgunhlaðið/Þorkeil ALVEG EINS - Gunnar og Ásmundur Helgasynir. LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 27 Stórglæsilget úrval af sófasettum í lebri og áklæði á hreint frábæru verbi. Opið í dag kl. 10-18 • Sunnud. kl. 14-16 ARMULA 8, SIMAR 581 2275 og 568 5375 Ekki alveg eins og ég UM ÞESSAR mundir kemur Ásmundur, klæddur sem bandarískur jólasveinn, fram í nýrri sjón- varpsauglýsingu fyrir Mál og menningu þar sem helstu barnabækur út- gáfunnar fyrir þessi jól eru kynntar. Til stóð í upphafi að Gunnar, sem líka er höfundur barnabókarin- nar Goggi og Grjóni vel í sveit settir, tæki það að sér. Einnig talaði Ás- mundur yfir gamla upptöku með Gunnari og kom í hans stað í Stundinni okkar í októ- ber vegna veikinda þess síðarnefnda. Bannað að leika í auglýsingu „Forsvarsmenn Máls og menningar vildu fá mig til að leika í sjónvarpsauglýsingu þar sem barnabækurnar þeirra eru kynntar. Ég var til í það en yfirboðarar mínir hjá Sjónvarpinu bönnuðu mér það á þeim forsendum að ef umsjónarmaður Stundarinnar okkar auglýsti bækur væri komið fordæmi fyrir að auglýsa aðrar vörur, til dæmis gosdrykki eða þess háttar. Það drægi úr trúverðugleika stjórnandans og þáttarins. Ég skildi það þótt ég væri reyndar örlítið fúll,“ segir Gunnar. Þegar hann síðan greindi starfsmönnum Máls og menn- ingar frá banninu varð úr að Ásmundur yrði fenginn í staðinn. „Það var útilokað fyrir Sjónvarpsmenn að banna það,“ segir Gunnar og bætir við aðspurður að honum sé ekki kunnugt um hvort fólk haldi að hann sé jólasveinninn í auglýsing- unni. Sýningin stöðvuð Frumraun Ásmundar í Gunnars stað opinberlega var í Stundinni okkar vegna veikinda leikarans, sem fékk vírussýkingu í raddböndin. „Ég fer með hlutverk í Himnaríki Árna Ibsens og kom fram í sjö skipti þrátt fyrir veikindin þangað til ég missti röddina í miðju kafi. Það varð að stoppa sýning- una þegar tíu mínútur voru liðnar. Gestirnir voru beðnir af- sökunar, þeim boðinn bjór og gefinn kostur á því að koma seinna. Þvl var bara vel tekið. Ég missi röddina á föstu- dagskvöldi og á sunnudegi fer ég upp í Sjónvarp. Ég gat alls ekki talað, bara rétt hvíslað. Þá voru góð ráð dýr og sú hugmynd kom í raun upp hjá þremur manneskjum samtímis, það er mér, Felix Bergssyni og Ragnheiði Thorsteinsson að fá Ásmund bróður minn til þess að hlaupa í skarðið og hann var til í það.“ ÁsmuntJur betri? Hallgrímur Helgason, bróðir tvíburanna, sagði í við- tali nýverið að Ásmundur, sem er viðskiptafræðingur, væri betri leikari en Gunnar. Hann hefði aftur meira við á fjármálum. „Þeir sem sáu Stundina okkar þar sem hann kom í staðinn geta best dæmt um það,“ segir leikarinn. Ás- mundur talaði líka inn á eldri upptöku fyrir bróður sinn viku áður vegna þverrandi raddstyrks og segir Gunnar að raddir þeirra séu býsna líkar. Hent út úr stúdíúinu Þátturinn var síðan tekin upp þannig að tvíburarnir komu báðir inn í stúdíóið og Felix, hinn umsjónar- maðurinn, kynnti Ásmund fyrir áhorfendum. „Ási skýrði frá vandræðum mínum og spurði Felix hvort ég mætti ekki sleppa við Stundina okkar að þessu sinni því ég væri svo veikur. Felix samsinnir og þá spyr Ási hvort hann megi ekki bara vera með í staðinn. Ég mótmæli en Felix er samþykkur og hendir mér út. Mér leist bara vel á útkom- una, þetta var fínn þáttur. Mér fannst Ási að vísu ekki alveg eins og ég, en það fannst mörgum öðrum.“ Ásmundur Helgason markaðsstjóri Húsasmiðjunnar og tvíburaóróðir Gunnars Helgasonar, leikara og annars umsj ónarmanns Stundarinnar okkar, er að verða helsti staðgöngu- maður bróður síns á opinberum vettvangi, þótt hann sé ekki alveg eins. mandarínur Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.