Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.12.1995, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 9. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Guðmund- ur J. íhugar að hætta GUÐMUNDUR J. Guðmunds- son, formaður verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, íhugar að gefa ekki kost á sér í stjómar- kjöri í félaginu sem verður síð- ari hluta janúarmánaðar. „Ég hef ekki tekið ákvörðun en hef verið með hugleiðingar tvö síðastlið- in ár um að hætta,“ sagði Guðmundur. Hann seg- ir að upp- hlaupið sem varð á fé- lagsfundi Dagsbrúnar í Bíóborginni sl. fimmtudag hafi þó ekki verið til þess fallið að örva hann til þess að hætta. „Það gæti þá litið út eins og flótti. En á hitt er að líta að ég verð 69 ára í janúar og ég þykist háfa verið nógu lengi í þessu,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur hefur verið for- maður Dagsbrúnar í 13 ár, frá 1982, og varaformaður var hann í 21 ár, eða frá 1961 til 1982. Guðmundur J Fimm fluttir á slysadeild TVEIR mjög harðir árekstrar urðu í gærkvöldi og þurfti að flytja fimm manns á slysadeild eftirþá. í Ártúns- brekku slösuðust þrír þegar ekið var aftan á kyrrstæðan bíl og tveir slös- uðust í árekstri sem varð á Fjarðar- hrauni í Hafnarfirði. Að söjgn lögreglunnar.varð árekst- urinn í Artúnsbrekku með þeim hætti að jeppi með kerru stoppaði til að gæta að vamingi sem var að íjúka af kerrunni. Þrír bílar stöðvuðu fyrir aftan jeppann og kom þá fjórði bíllinn og ók af miklu afli aftan á þann sem aftastur var í röðinni, en allir bílam- ir urðu fyrir skemmdum. Ökumenn tveggja öftustu bílanna vom fluttir á slysadeild og farþegi sem var í bíln- um sem ekið var aftan á. Áreksturinn á Fjarðarhrauni varð með þeim hætti að öðmm bílnum var ekið inn á ranga akrein á móti umferð, en umferðareyja skilur ak- reinamar að. Að sögn lögreglunnar var vonskuveður þegar áreksturinn varð, rok og rigning, og akstursskil- yrði mjög slæm. Ökumenn vom ein- ir í bílunum og vom þeir báðir flutt- ir á slysadeild og að sögn lögregl- unnar í Hafnarfírði reyndist annar þeirra mikið slasaður. Báðir bílamir eru mikið skemmdir eftir árekstur- inn. MEÐ blaðinu í dag fylgir tólf síðna auglýsingablað, „Jóla- bragur í miðborginni". “'JIÓL IW»W* £l Utfi FRÉTTIR Bryndís Kristinsdóttir segir mannréttindabrot framin á tannsmiðum Ætlar að auglýsa eftir þjónustu tannlækna BRYNDÍS Kristinsdóttir tannsmiður segir að dómur Hæstaréttar, þar sem kveðið er upp úr um að tannsmiðum sé óheimilt að vinna í munn- holi manna, sé áfall fyrir stétt tannsmiða, alla sem þurfa á þessári þjónustu að halda og Trygg- ingastofnun. Hún segir að tannlæknar.hafí bund- ist samtökum um að veita sér ekki þjónustu. Hún hyggst auglýsa eftir þjónustu tannlækni^ í dagblöðum eða leita til útlanda eftir tannlækni ef í harðbakka slær. Tryggingastofnun hafði gert samning við þrjá tannsmiði auk Bryndísar en þeim hefur öllum verið sagt upp. „Við verðum að knýja á um að breytingar verði gerðar á lögum. Það gengur ekki að ein stétt geti kúgað aðra,“ sagði Bryndís. Segir sinn taxta 35% lægri Bryndís segir að aðstoðarmenn tannlækna sjái um að taka mót af tönnum á tannlæknastof- um. Af dómi Hæstaréttar megi ráða að tann- læknar einir megi vinna í munnholi manna og því ljóst að aðstoðarmenn á tannlæknastofum hafí ekki heimild tij þess. „Það er brot á mannréttindum að fá ekki að Tryggingastofnun segir umtalsverðan sparnað af því að skipta við tannsmiði vinna að sínu starfí. Tannsmiðir hafa flúið af landi brott vegna samtaka tannlækna um að sniðganga þá. Nú hafa þeir tannsmiði gjörsam- lega á sínu valdi,“ sagði Bryndís. Bryndís segir að sinn taxti í uppsettum góm- um sé 35% lægri en lágmarkstaxtar hjá tann- læknum og kveðst hún hafa sparað Trygginga- stofnun miklar íjárhæðir. Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar, segir að ljóst sé að töluverður kostnaðarauki verði fyrir Tryggingastofnun vegna dóms Hæstaréttar en mestur verði kostn- aðaraukinn þó fyrir tannþega, sem einkanlega eru ellilífeyrisþegar. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofn- un er sparnaður stofnunarinnar frá því samning- urinn var gerður við Bryndísi í ágúst 1992 til dagsins í dag hátt í tvær milljónir króna og spamaður sjúklinga hátt í ein milljón króna. Farið inn á verksvið tannlækna „Það er grundvallaratriði að lögin verndi þau störf sem verið er að mennta fólk til að gegna. Fólkið í landinu á líka skilið að fá þjónustu menntaðra stétta en ekki einhvers fólks sem hefur æft sig úti í bæ og er að fúska,“ sagði Helgi Magnússon, formaður Tannlæknafélags Islands. „Bryndís er að sjálfsögðu búin að skjóta sig í fótinn með því að fara inn á verksvið tann- lækna og bijóta lög á þeim. Ég held hún hafí ekki mikla samúð hjá tannlæknum og ég hef ekki trú á því að margir leiti eftir hennar starfs- kröftum," sagði Helgi. Hann segir að kostnaður aldraðra hafí aukist vegna þess að Tryggingastofnun hafi skorið nið- ur endurgreiðslur til ellilífeyrisþega og niður- skurður í tannlækningum hafí komið illa niður á þeim. „Ég held að tannlækningar séu ekki dýrar miðað við það sem í þær er lagt,“ sagði Helgi. Samkomulag’ um HAB staðfest Gjaldskrá lækkar um 10% Akranesi. Morgunblaðið. GÍSLI Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, segir að bæjarsjóður muni tryggja að gjaldskrá fyrir húshitun á Akranesi verði lækkuð um 10% um áramót líkt og lofað var þegar ákvörðun var tekin um breytt eign- arform Hitaveitu Akraness og Borg- arfjarðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu stjórnvöld hafa sett fram kröfu um að lækkun- in yrði ekki nema 8%. Gísli segir að með stofnun Að- veitu HAB, en samningar um fyrir- tækið voru nýlega samþykktir sam- hljóða í bæjarstjórn Akraness, hafí verið stigið stórt skref 1 endurskipu- lagningu orkumála í Borgarfjarðar- héraði sem samið var um. sl. vor. „Með stofnun Aðveitu HAB, kaupum Akraneskaupstaðar á hluta Anda- kílsárvirkjunar og stofnun dreifí- veitu á Ákranesi, er um að ræða eina mestu tilflutninga fjármuna í héraðinu sem um gelur. Megintil- gangur þessara aðgerða er að ffyggja fjárhagslegan grundvöll veitufyrirtækja í eigu Akraness, Borgarbyggðar, Andakílsárhrepps og ríkisins og að stíga varanlegt skref til lækkunar orkukostnaðar á orkusvæði Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, en allir eru sammála um að sá kostnaður hefur verið óheyrilega mikill. Lækkað um 15% í tilefni af þeirri vinnu, sem átt hefur sér stað að undanfömu og útfærslu á því samkomulagi sem gert var við ríkið i apríl, er ákveðið afbæjarstjórn Akraness að staðfesta tillögur um lækkun gjaldskrár hita- veitunnar um 8%, en jafnframt mun bæjarstjórn Akraness tryggja bæj- arbúum á Akranesi að staðið verði við fyrirheit um 10% lækkun gjald- skrárinnar. Með þessum aðgerðum hefur gjaldskrá hitaveitunnar lækk- að að raungildi rétt um 15% frá því hún var síðast hækkuð 1. september 1993. I því samkomulagi sem gert hefur verið er einnig ákveðið að lækka gjaldskrána um 5% 1. janúar 1998.“ Morgunblaðið/Ásdís ÞRÍR voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur við slæm akstursskilyrði í Artúnsbrekku í gærkvöldi, og þurfti að fjarlægja tvo bíla með kranabil. Verslunarmannafélag Reykjavíkur lætur gera launasamanburð Samanburður á launum hér og í Kaupmannahöfn VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur ákveðið að láta gera samanburð á kjörum verslun- armanna í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Magnús L. Sveinsson, formaður félagsins, segir að niður- staða könnunarinnar verði m.a. notuð við mótun kröfugerðar fyrir næstu kjarasamninga. Draga verði markvisst úr þeim mun sem sé á kjörum launafólks á íslandi og í nágrannalöndum okkar. Forystumenn verslunarmanna- félaga í höfuðborgum Norðurland- anna komu saman til fundar í Reykjavík í dag til að ræða hags- munamál verslunarmanna á Norð- urlöndum. í tengslum við fundinn fóru fram viðræður milli VR og HK í Kaupmannahöfn um ýmsa þætti kjaramála verslunarmanna í Reykjavík og í Kaupmannahöfn. Upplýsingarnar verða notaðar í könnun sem Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur er að vinna um sam- anburð milli kjara verslunarmanrla í þessum tveimur borgum. Jafna þarf launamuninn Magnús sagði að lögð yrði áhersla á að vinna þetta faglega og að samanburðurinn næði til allra þátta, sem áhrif hafa á kjör fólks. Þannig yrði ekki eingöngu horft á sjálfa launataxtana. Hann sagði að til greina kæmi að gera samanburð á kjörum verslunar- manna í fleiri löndum. „I allri umræðu um kaup og kjör segja vinnuveitendur að það verði að tryggja að fyrirtæki hér búi við svipuð kostnaðarleg skil- yrði og fyrirtæki sem þeir þurfí að keppa við í öðrum löndum. Þetta er alveg rétt hjá þeim. En það er ekki nóg að horfa bara á skatta, orkumál og annan kostnað og sleppa laununum. Launin skipta ekki síður máli. Ef það kemur á daginn að laun hér séu með því lægsta sem gerist í Evrópu, eins og vísbendingar hafa komið fram um, þá verðum við að setja okkur það markmið að jafna þetta bil á sem skemmst- um tíma,“ sagði Magnús.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.