Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 Friðrik Brynleifs- son - Minning Fæddur 15. maí 1958 Dáinn 22. desember 1990 Þegar jólaundirbúningi var víðast hvar að ljúka lauk erfíðu sjúkdóms- stríði Friðriks Brynleifssonar, mágs Vníns. Honum varð að þeirri ósk sinni að baráttunni lyki áður en hann yrði með öllu ósjálfbjarga. Hann dvaldi á heimili sínu til hinstu stundar og naut þar frábærrar umönnunar Ólaf- ar, eiginkonu sinnar. Sjálfur bar hann sig mun betur en öll efni stóðu til og lagði sig fram um að gera vandamönnum sínum samvistirnar eins léttar og frekast var unnt. Friðrik fæddist á Kirkjubæjar- klaustri 15. maí 1958, sonur hjón- anna Brynleifs H. Steingrímssonar læknis og Þorbjargar Sigríðar Frið- riksdóttur. Hann var aðeins nokk- urra mánaða gamall þegar fjölskyld- an fluttist til Svíþjóðar þar sem hann óx úr grasi. í árslok 1968 fluttist fjölskyldan á nýjan leik til íslands er Brynleifur tók við stöðu héraðs- læknis á Selfossi. Friðrik lauk stúd- entsprófi frá öldungadeild MH 1983 og var langt kominn með nám í lyfja- fræði við Háskóla íslands er ytri aðstæður urðu til þess að hann hvarf frá námi. Var hann við verslunar- störf síðustu ár ævi sinnar. Árið 1980 kvæntist hann Ólöfu Halldórs- dóttur og gekk syni hennar, Halld- óri Guðmundssyni, í föður stað. Var samband þeirra sérstaklega náið og ástúðlegt. Uppvaxtaráranna í Svíþjóð minnt- ist Friðrik jafnan með mikilli ánægju, ogmyndasafn fjölskyldunn- ar staðfestir þá minningu hans, sýn- ir hann geislandi af gleði, sólbrúnan glókoll í áhyggjulausum leik í Hults- fred í Smálöndum, þannig að manni verður hugsað til Emils í Kattholti og annarra persóna í ævintýrum Astridar Lindgrens, sem einmitt gerðust á svipuðum slóðum. Það var í fullu samræmi við þessar ánægju- légu endurminningar að Friðrik skyldi leggja til að það yrði hluti af jólahaldinu í ár að systkinin kæmu saman til að skoða „slides" myndir frá Svíþjóðarárunum. Síðustu dag- ana fyrir jól var þó orðið ljóst að af því yrði varla því heilsu hans hrak- aði þá mjög ört. Fyrstu kynni mín af Friðriki tengdust því að ég var tekinn að venja komur mínar til Guðrúnar, elstu systur hans, en þau héldu þá heimili saman. Móðir þeirra var ný- látin, og þrátt fyrir að Friðrik bæri aldrei tilfinningar sínar á torg leyndi sér ekki hve mjög hann saknaði hennar. Friðrik var á viðkvæmum táningsaldri er hann upplifði erfitt sjúkdómsstríð móður sinnar, sem var um svo margt líkt því stríði sem hann átti eftir að heyja sjáifur. Minntist hann hennar enda oft í veikindum sínum og hafði á orði að hann væri nú að reyna það sem hún hafði upplifað áður og fannst það táknrænt að hann skyldi fá sjúk- dómsúrskurðinn á afmælisdegi hennar. Friðrik var góðum gáfum gædd- ur. En hann var dulur og hafði sig yfirleitt ekki í frammi. í samræðum í þröngum hópi vina eða innan ijöl- skyldunnar leyndi sér hins vegar ekki að hann var mjög vel að sér um ýmsa hluti. Hann las mikið og hann gerði það vegna innri þarfar á að tileinka sér fróðleik og að glíma við gátur tilverunnar en ekki vegna kvaðar skólaskyldunnar. Mér er sérstaklega minnisstætt að í eitt fyrsta skiptið er við sátum og áttum tal saman, að hann leiddi talið að trúmálum, þar sem ég, guðfræði- neminn, átti að vera á heimavelli. Kom hann mér þá á óvart með því að vitna í ýmis rit um þau efni og að hafa mótaðar skoðanir á mörgum gátum trúarinnar. Gat hann ekki leynt undrun sinni er hann varð þess var að ég hafði ekki lesið ritið „Sam- ræður um trúarbrögðin", þó það væri fjarri honum að reyna að gera lítið úr þeim sem hann ræddi við eða hreykja sjálfum sér. Eftir því sem ég kynntist Friðriki betur fannst mér hann vera efni í heimspeking. Las hann enda mikið í heimspeki og um skyld efni, t.d. bækur Páls Skúlasonar prófessors. Þótti honum sérstaklega vænt um að fá nýút- komna bók Páls, „Siðfræði", senda frá höfundi og áritaða af honum. Jól í návist dauðans eru frábrugð- in hinni fagnaðaríku hátíð, sem við höldum yfirleitt á jólum. Það hefur íjölskylda Friðriks reynt um þessi jól. En helgi jólanna er ekki minni í návist dauðans, því boðskapur jól- anna er einmitt um Ijósið sem lýsir í myrkrinu. Megi sá boðskapur reyn- ast Ólöfu og Halldóri, Brynleifí og systkinum Friðriks svo og öðrum ástvinum hans huggun harmi gegn. Gunnlaugnr A. Jónsson Þegar Friðrik Brynleifsson fékk að vita í sumar, þá nýlega orðinn 32 ára, að hann væri með banvæn- an sjúkdóm, hófst hjá honum þrot- laus barátta fyrir því sem flestum finnst svo sjálfsagt; að fá að lifa. Hann gladdist hveijum degT sem Þórhildur Hjaltalín Akureyri — Minning Fædd 17. desember 1904 Dáin 17. desember 1990 Þórhildur Hjaltalín fékk hægt andlát á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 17. desember sl. Þann sama dag varð hún 86 ára gömul. Hún hafði verið lögð inn til rannsóknar um mojguninn svo ekki varð sjúkrahúsdvöl hennar löng. Hún átti því láni að fagna að búa alla ævi við ágæta heilsu og þrátt fyrir háan aldur var hún sjálfbjarga og skýr í hugsun fram til hinstu stundar. Fullu nafni hét hún Sigurbjörg Þórhildur en notaði síðara nafnið. Meðal vina og ættingja var húri kölluð Hilda. Hún fæddist á Akur- eyri 17. desember 1904, yngst sjö bama þeirra Þóru Þórarinsdóttur frá Veigastöðum (1863—1941) og Bjarna Hjaltalín fiskimatsmanns á- Akureyri (1867-1943). Elstur systkinanna var Hans Friðrik (f. 1895) en hin voru: Ólafía Anna, Steindór Jónas, Gottfreð, Jörgen Eldjám og Jon. Þau eru öll látin. Hilda ólst upp í foreldrahúsum á Akureyri, fyrst í Norðurgötu 6 en fluttist um fermingu í húsið nr, 6 við Grundargötu. Þar bjó hún þar til fyrir nokkrum vikum að draumur hennar síðustu árin um að eignast sjálf litla íbúð rættist og hún flutt- ist að Víðilundi 29. Þar eru íbúðir sérhannaðar fyrir aldrað fólk og þar verður þjónustumiðstöð til húsa. I Grundargötunni bjó Hilda lengst af með Friðriki bróður sínum og Svövu konu hans og fjölskyldu þeirra. Friðrik lést 1963 og Svava vorið 1983 og uppfrá því bjó Hilda ein í húsinu. Hún var alla tíð ein- hleyp og barnlaus. Að loknu námi í Barnaskóla Ak- ureyrar fór Hilda til starfa utan heimilisins. Hún fékk starf sem straukona í þvottahúsi og var lengst af í þvottahúsinu Mjöll. Þessu hversdagslega en nauðsynlega starfi sinnti hún af alúð og skyldu- rækni. En hugur hennar dvaldi þó ekki aðeins við hversdagslega hluti. Bjarni faðir hennar var einn helstj frömuður bindindishreyfingarinnar á Akureyri og frá honum erfði hún brennandi áhuga á bindindismálum. Hún var ekki nema 9 ára gömul þegar hún gekk til liðs við IOGT á Akureyri. Hún starfaði síðan af lífi og sál fyrir hreyfingu templara allt til dauðadags. Á þeim vettvangi voru henni falin fjölmörg trúnaðar- störf, bæði í stúkunni Ísafold-Fjall- konan nr. 1 á Akureyri og á lands- vísu fyrir Stórstúku íslands. Hún var kjörin heiðursfélagi í stúku sinni og Stórstúkunni. Henni þótti mjög vænt um þá viðurkenningu sem í því kjöri fólst. Hilda tók einnig virkan þátt í kirkjulegu starfi. Hún var einn st'ofnfélaga Kvenfélags Akureyrar- kirkju og starfaði um árabil í Kristniboðsfélagi kvenna. Einnig lét hún til sín taka í starfi Kvennadeild- ar Slysavarnafélagsins í bænum. Hún hafði fastmótaðar skoðanir á þjóðmálum og var frá upphafi fé- lagi í Sjálfstæðiskvennafélaginu Vörn. Eg kynntist Hildu fyrir átta árurn, þegar ég tengdist fjölskyldu hennar. Hún kom mér ávallt fyrir sjónir sem virðuleg í fasi, greind, hæglát, trygg og ábyggileg. Eg var svo heppinn að Hilda hafði sérstak- ar mætur á Vöku konu minni, son- ardóttur Friðriks bróður hennar, og lét mig og börnin njóta þess. Sam- verústundir okkar í Grundargötunni voru allar ánægjulegar og tiihlökk- unarefni. Við höfðum um margt að skrafa, því Hilda var fróð og áhuga- söm um menn og málefni. Kom mér það oft á óvart hve vel hún fylgdist með málefnum h'ðandi stundar. Ég fann að hún var stolt af fé- lagsstörfum sínum. Minnisstæð er mér heimsókn til hennar í Frið- bjarnarhús, hið merkilega minja- safn templara á Akureyri, fyrir nokkrum árum, en þar starfaði hún öðru hverju sem gæslukona. Hún leiddi okkur Vöku um húsið, þar sem hver hlutur hafði merkingu og tengdist minningum hennar. Það fór ekki leynt að hér var hún á heimavelli, hér var líf hennar og yndi. Hilda var vinamörg ög oft gest- kvæmt á heimili hennar. Síðasta áratuginn eða svo var nánast sam- band hennar við tengdaforeldra mína, Rafn Hjaltalín og Sigrúnu Ágústsdóttur. Þau önnuðust mál hennar og á heimili þeirra í Vana- byggðinni var hún tíður aufúsu- gestur. Guð blessi minningu hennar. Guðmundur Magnússon Þórhildur andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri mánudag- inn 17. desember sl., en sá dagur var einmitt 86. afmælisdagur henn- ar. Hún fæddist á Akureyri og ól þar allan sinn aldur. Foreldrar hennar voru Bjarni Hjaltalín, ættaður úr Svarfaðardal, einn af frumheijum Góðtemplara- reglunnar á íslandi, sem vann ötul- lega að bindindismálum, allt til dauðadags, og Þóra Þórarinsdóttir frá Veigastöðum, Svalbarðsstrand- arhreppi, mikil sóma- og gæðakona. Þórhildur átti 6 systkini, Friðrik, Olafíu, Steindór, Jón, Jörgen og Gottfreð, sem öll eru látin. Þórhildur gekk snemma í Góð- templararegluna eða árið 1913 og starfaði alla ævi fyrir Regluna. Það var einmitt við inngöngu mína, þá 14 ára að aldri, í stúkuna ísafold Fjallkonan nr. 1, sem okkar kynni hófust. Reglan á Akureyri átti þá húsið Skjaldborg, og ég gleymi því aldrei, þegar ég kom þangað í fyrsta sinn. Það voru tvær konur, sem leiddu mig inn í stúkuna. Þær voru á peysufötum, mjög myndarlegar. Ég þekkti aðra konuna fyrir, Klöru Nielsen, æskuvinkonu móður minnar, en hin var Þórhildur Hjalt- alín, sem ég að vísu þekkti í sjón, Reykjavík: Neskjör, Ægissíðu 123 Söluturninn, Hringbraut 119b Bókaversl. isafoldar, Austurstr. 10 Gleraugnadeildin, Austurstr. 20 Steinar, Austurstræti Steinar, Laugavegi Sportval, Laugavegi 118 Steinar, Rauðarárstíg 16 .......... i 178 Álnabúðin, Suðurveri Frístund, Kringlan Kringlunni Hugborg bókaversl., Grímsbæ Lukku Láki, Langholtsvegi 126 Steinar, Mjóddinni Innrömmun og hannyrðir, Leirubakka 36 Söluturninn, Seljabraut 52 Veisluhöllin, Eddufelii 6 Straumnes, Vesturberg 76 Blómabúð Michaelsen, Hólagarði, Skalli, Hraunbæ Bitahöllin, Stórhöfða Rökrás, Bíldshöfða 18 Seltjarnarnes: Hugsel, Eiðistorgi Kópavogur: Tónborg, Hamraborg 7 Söluturninn, Engihjalla Garðabær: Sælgætis og Videóhöllin Garðatorgi Spesían, Iðnbúð 4 Hafnarfjörður: Skalli, Reykjavíkurvegi Söluturninn, Miðvangi Steinar, Strandgötu Versl. Þ. Þórðarsonar Hofsós: Ishnakkar, Bæjarhrauni 12 Söluskálinn, Sleitustöðum Mosfellssveit: Dalvík: Álnabúöin, Byggðarholti 53 Versl. Dröfn, Hafnarbraut 24 Akranes: Akureyri: Bókaskemman, Radíó-naust, Glerárgötu 26 Stekkjarholti 8-10 Húsavík: Borgarnes: Shell-stöðin Isbjörninn, Borgarbraut 1 Raufarhöfn: Hellissandur: Esso-skálinn Virkið, Hafnargötu 11 Egilsstaðir: 'Versl. Eyco, Tjarnarbraut 19 Ólafsvík: Grillskálinn, ÓLafsbraut Neskaupstaður: Stykkishólmur: Nesbær, Melagötu 2b Versl. Húsið, Aðalgötu 22 Höfn í Hornafirði: Búðardalur: Hvammur, Ránarslóð 2 Söluskáli Olís Hvolsvöllur: Bíldudalur: Hlíðarendi, Austurvegi 1 Veitingarst. Vegamót, Hella: Tjarnarbr. Bolungarvík: Videoleigan Flúðir: Versl. B. Eiríkssonar, Hafnargötu 1 Feröamiöstöðin Hvammstangi: Selfoss: Vöruhúsið Versl. ösp, Eyarvegi 1 Blönduós: Eyrarbakki: Esso-skálinn, Ásinn, Eyrargötu 49 Norðurlandsvegi Þorlákshöfn: Skagaströnd: Videoleiga Söluskálans Veitingarst., Duggan Hveragerði: Shell-skálinn, Austurmörk 22 Grindavík: Braut sf., Víkurbraut 31 Keflavík: Frístund, Hólmqaröi Frístund, Hringbraut. Garður: Ársól Njarðvík: Frístund, Holtsgötu Vogar, Vatns- leysuströnd: Söluskáli Esso Senduy1 í póstkmþ* Þú færð hana ÓKEYPIS Gæðafilma frá Konica fylgir hverri framkallaðri filmu. GXd}^riSni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.