Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 4
oeer sraaMaaaa .82 auoAnuTSoa aiaAjaviuoHOM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAÍÍUH 28. DESEMBER.l990 Átján ára piltur lést í flugslysi ATJÁN ára piltur, Erlendur Árnason, lést í flugslysi á Mel- gerðismelum í Eyjafirði á laugar- dag. Hann fæddist 27. maí 1972 og var til heimilis í Jörvabyggð 9 á Akureyri. Sex félagar úr Svifflugfélagi Ak- ui'eyrar voru við æfingar á Melgerð- ismelum í Eyjafirði, þar sem félagið hefur aðstöðu, er slysið varð. Erlend- ur var í síðasta æfingafluginu, en slysið var tilkynnt til lögreglu um kl. 14 á laugardag. Að sögn lögreglu fór annar væng- ur svifflugunnar af henni og vélin steyptist til jarðar úr nokkurri hæð. Ekki er vitað hvers vegna vængurinn fór af, en rannsókn málsins er í höndum Loftferðaeftirlits. Erlendur Árnason Jólaverslunin svipuð og á seinasta ári SVO ER að sjá sem jólaverslun hafi verið svipuð og í fyrra, jafn- vel eitthvað meiri, samkvæmt þeim upplýsingum sem borist hafa til Félags íslenskra stórkaupmanna og Kaupmannasamtaka Islands. Ekki lágu í gær fyrir neinar tölur um verslunina í jólamánuðin- um, en á báðum stöðum höfðu menn grennslast fyrir hjá félögum samtakanna og bar þeim saman um að verslunin hefði verið svipuð eða ívið meiri en í fyrra. Árni Reynisson framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna sagðist ekki hafa heyrt annað en að menn létu vel af versl- uninni fyrir jólin. „Svo krossa menn bara fingur hér og vonast eftir stöðugleika á næsta ári,“ sagði Árni. Stefnt að afnámi verðtryggingar fjárskuldbindinga: Menn eiga að geta valið um verðtryggða samninga Svifflugan var af gerðinni Sehleicher Ka-6 VEÐUR „ÉG ER sammála þeirri stefnu sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu viðskiptaráðuneytisins að það skuli vera fijálst val á fjár- / DAG kl. 12.00 VEÐURHORFUR I DAG, 28. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Norðaustur af landinu er víðáttumikil en minnk- andi lægð, en lægðardrag á Grænlandshafi. Skammt suður af Hvarfi er þriðja lægðín og mun hún þokast í norðaustur. SPÁ: Sunnan- og suðaustanátt — kaldi eða stinningskaldi. Snjó- koma austanlands en él á Suðvestur- og Vesturlandi — en úrkomu- laust um norðanvert landið. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Sunnan- og suðaustan- átt, fremur hæg, snjókoma um sunnan- og austanvert landið, en að mestu úrkomulaust norðan- og vestanlands. Frost 2-5 stig. TAKN: Heiðskírt x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -| o Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —{- Skafrenningur Þrumuveður / 1(EÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti vsður Akureyri +2 alskýjað Reykjavík 0 skafrenningur Bergen 3 skúr Helsinki +0 þokumoða Kaupmannahöfn 6 skýjað Narssarssuaq +17' léttskýjað Nuuk +15 snjókoma Osló 1 rigning Stokkhólmur 4 rigning Þórshöfn 1 hagféi Algarve 15 alskýjað Amsterdam 7 skúr Barcelona 12 skýjað Berlín 7 skýjað Chicago vantar Feneyjar 4 þoka Frankfurt 8 skýjað Glasgow 2 snjóél Hamborg 5 skýjað Las Palmas 18 skýjað London 7 léttskýjað Los Angeles 20 heiðskirt Lúxemborg 4 skúr Madríd 9 þokumóða Malaga 17 skýjað Mallorca 16 skýjað Montreal +15 skýjað New York -r5 skýjað Orlando vantar París 8 skúr Róm 13 alskýjað Vín 5 skýjað Washington vantar Winnipeg +17 (snálar magnsmarkaði en ekki lögþving- un að draga úr mikilvægi verð- tryggingar. Ég furða mig hins vegar á þeirri þversögn að í sömu tilkynningu skuli vera boðað að lámarkstími verðtryggðra útlána verði lengdur úr tveimur árum í þrjú um áramótin en með því er verið að þrengja möguleika inn- lánsstofna til að bjóða verðtryggð sparnaðarform, og að stefnt skuli að því að heimild til verðtrygging- ar fjárskuldbinda verði feljd úr gildi í byijun 1993,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson fram- kvæmdasljóri Landsbréfa hf., verðbréfamarkaðar Landsbank- ans, þegar leitað var álits hans á samkomulagi Seðlabankans og rikisstjórnar um að minnka vægi verðtryggingar í áföngum og að stefnt skuli að afnámi heimildar til verðtryggingar fjárskuldbind- inga frá ársbyrjun 1993. „Mér finnst að menn eigi nú og um alla framtíð að geta valið um það hvort þeir geri vísitölutryggða samninga sín á milli eða ekki,“ sagði Gunnar Helgi. „Það er af og frá að banna verðtryggingu, það er óvíða gert í öðrum löndum. Frelsi á að ríkja á þessu sviði. Það sýnir sig að þegar menn eru hættir að óttast verðhólgu kjósaþeir fremur að semja á grundvelli nafnvaxta en vísitölu.“ Gunnar Helgi sagði að í verð- bólguþjóðfélagi, eins og væri á á íslandi nú og hljóti að verða verða næstu árin, væri lánskjaravísitalan mikilvægt trúnaðarsamband á milli sparifjáreigenda og lántakenda, hún tryggði að raunávöxtun væri ekki fjárhættuspil. Á meðan hennar nyti við væru menn tilbúnir til að semja til lengri tíma við þær verðbólguað- stæður sem hér eru. „Ef hún verður bönnuð þýðir það að lánstíminn styttist til mikils óhagræðis fyrir atvinnulífið og sparifjáreigendum verður óljúft að veita lán. Þá mun kostnaður atvinnulífsins við lántökur aukast, framlengingarkostnaður margfaldast og atvinnulífið þarf að bera áhættuþóknun vegna verð- bólguóvissu sem sparifjáreigendur leggja á lánin. Eg sé ekki tilganginn með því að þröngva mönnum til að hætta að nota verðtryggingu. Það gerist af sjálfu sér ef menn fá trú á efnahags- málunum og að stjórn þeirra verði betri en verið hefur á undanförnum tveimur áratugum," sagði Gunnar Helgi. „Óverðtryggðu pappírarnir athyglisverð tilraun“ Stefán Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans sagði að út af fyrir sig væri vísitölubinding ónauðsynleg í viðvarandi lítilli verðbólgu. Hins veg- ar væri hún öryggisventill fyrir sparifjáreigendur. „Þeir hafa haft trú á henni og það hefur sýnt sig að sparnaðurinn hefur ekki brunnuð upp í verðbólgunni frá því hún var tekin upp,“ sagði Stefán. „Allir eru sammála um' að það er lífsnauðsyn- legt fyrir þjóðfélagið að efla innlend- an sparnað svo ekki þurfi að taka jafn mikið af erlendum lánum og annars þyrfti. Verðtryggingin hefur gengt veigamiklu hlutverki í því. Það sýnir sig á því að innlendur sparnað- ur sem hlutfall af þjóðarframleiðsiu hefur stóraukist frá því bankarnir fengu heimild til verðtryggingar," sagði hann. Stefán sagði að sú tilraun sem gerð verður, að bjóða upp á ný inn- lánsform, óverðtryggða pappíra, væri athyglisverð. „Spurningin er hvort þessir pappírar seljast á verð- bréfamarkaðnum. Ef svo er sýnir það að sparifjáreigendur telja vísi- tölubindinguna ekki nauðsynlega. Ef á hinn bóginn þessir pappírar seljast ekki verður að endurmeta stöðuna. Það er spurning hvað stórir spari- fjáreigendur, eins og til dæmis lífeyrissjóðirnir sem eru stærsta upp- spretta sparifjár í landinu, gera. Kaupa þeir þessa nýju pappíra. Þeir verða að ávaxta fé sitt þannig að þeir geti greitt iðgjaldagreiðendum sínum verðtryggðan lífeyri. Ef lítil verðbólga er og vextir fá að þróast í samræmi við hana er ekki ólíklegt að þessir stóru sparifjáreigendur fái trú á óverðtryggðu innlánunum, en það kemur auðvitað ekki í ljós fyrr en á reynir," sagði Stefán Pálsson. Stjórn Samtaka sparifjáriegenda samþykkti á fundi sínum í gær álykt- un, þar sem m.a. segir, að samtökin telji nauðsynlegt að aðilar á fjár- magnsmarkaði hafi alltaf fullt frelsi til að sema sín á milli um kjör - verðtryggð og óverðtryggð. Jafn- framt lýsa samtökin fullri andstöðu við hvers konar hugmyndir um þrengingu heimilda til verðtrygging- ar sparifjár. Dvelst við rætur Heklu í tíu daga HOLLENSKUR maður á þrítugs- aldri dvelst nú einn í tjaldi við rætur Heklu og hyggst hann halda þar fyrir í um tíu daga. Lögreglan á Selfossi bannaði manninum fyrir jól að beiðni Útlendingaeftirlitsins að leggja í útileguna þar sem hann var tal- inn illa undir slíka svaðilför bú- inn og ekki talinn hafa tilskilin leyfi. Dvaldist hann eina nótt á hóteli í Reykjavík. Daginn eftir hélt maðurinn í úti- leguna enda hafði lögreglan gengið úr skugga um að hann vaf mjög vel búinn til útivistar að vetrarlagi, með hitunartæki og vistir til hálfs mánaðar. Hann gaf þá skýringu á útivistar- þránni að hann væri hér í hvíldar- ferð, en hann er sprengjuflutning- asérfræðingur í hollenska hernum og hefur unnið að flutningum á sprengjum til Persaflóa. Þetta er í þriðja sinn sem maðurinn kemur til Islands og árið 1987 dvaldist hann einn síns liðs í tíu daga við Langjök- ul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.