Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.12.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1990 Fjárlagahallinn 1991 rúmlega 4 milljarðar: Hallínn jókst um 11% í meðförum Alþingis Ríkissjóður rekinn með 5,5 til 6 milljarða halla í ár FJÁRLÖG ársins 1991 voru samþykkt með 4.069 milljóna króna haila. Tekjur rikisins verða 101.698 milljónir og útgjöld 105.767 millj- ónir samkvæmt frumvarpinu og hækkuðu útgjöld um 2,5% og tekjur um 2,1% frá fjárlagafrumvarpi í meðferð Alþingis. Halli jókst um 400 milljónir eða um rúm 11%. Á árinu 1990 er gert ráð fyrir að rikissjóður verði rekinn með milli 5,5 og 6 milljarða halla, en sam- kvæmt fjárlögum ársins átti hallinn að vera 3,7 milljarðar. Samkvæmt íjárlögum fyrir árið 1991, sem samþykkt voru fyrir jóla- leyfi þingmanna, verða tekjur ríkis- sjóðs 101.698 milljónir króna alls. Utgjöld ríkissjóðs verða hins vegar 105.767 milljónir króna samkvæmt frumvarpinu, þannig að hallinn á ríkissjóði er áætlaður 4.069 milljón- ir króna. Á undanförnum þremur árum hefur endanlegur halli á ríkissjóði orðið meiri heldur en gert hefur verið ráð fyrir í ijárlögum. Fjárlög fyrir árið 1990 voru samþykkt með 3,7 milljarða halla, en samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneyt- inu er nú gert ráð fyrir að endanleg- ur halli verði milli 5,5 og 6 milljarð- ar króna. Árið 1989 gerðu ijárlög ráð fyrir að tekjur ríkisins yrðu meiri en gjöld og rekstrarafgangur yrði um 600 milljónir. Endanleg útkoma var hins vegar halli upp á 6,1 milljarð. Fjárlög ársins 1988 voru samþykkt hailalaus, en sam- kvæmt ríkisreikningi varð hallinn það ár 7,2 milljarðar. Árið 1987 bar hins vegar svo við, að gert var ráð fyrir meiri halla í fjárlögum en raun varð á. Fjárlög voru þá samþykkt með 2,8 milljarða halla, en útkoman varð 2,7 milljarða halli. Árið 1987 var gert ráð fyrir í fjár- lögum að tekjur ríkissjóðs yrðu 43 milljarðar króna og gjöld 45,9 millj- arðar. Endanleg útkoma varð, sam- kvæmt ríkisreikningi, 49 milljarða tekjur og 51,7 milljarða útgjöld. í fjárlögum ársins 1988 var gert ráð fyrir að bæði tekjur og gjöld ríkissjóðs myndu nema 63,1 millj- arðum króna, en raunin varð sú, að tekjurnar urðu 64,4 milljarðar en gjöldin 71,6 milljarður. I Ijárlögum ársins 1989 voru tekj- urnar áætlaðar 77,1 milljarður en gjöldin 76,5 milljarður. Samkvæmt ríkisreikningi urðu tekjur ríkisins hins vegar 80 miiljarðar króna, en gjöldin 86,1 milljarður. I fjárlögum ársins, sem nú er að líða, var gert ráð fyrir að tekjur ríkisins yrðu 91,5 milljarðar króna og gjöldin 95,2 milljarðar. Endan- legar tölur liggja ekki fyrir vegna þessa árs en miðað við ijáraukalög, sem voru samþykkt í desember, verða tekjurnar 92,6 milljarðar og gjöldin 97,7 milljarðar. Síðustu áætlanir ijármálaráðuneytisins gera hins vegar ráð fyrir því að tekjurnar verði minni en þar var áætlað, þann- ig að hallinn á ríkissjóði árið 1990 verði á bilinu 5,5 til 6 milljarðar króna. Morgunblaðið/Þorkell Dr. Sturla Friðriksson formaður sjóðsstjórnar afhendir Halldóri Halldórssyni fyrrverandi prófessor, heiðursverðlaun úr Verðlauna- sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright: Yiðiirkemiing fyrir íslenskurannsóknir DR. HALLDÓR Halldórsson fyrrverandi prófessor, hlaut heiðursverð- laun úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright, fyrir árið 1990. Eru þau veitt fyrir rannsóknir Halldórs á íslensku máli og fyrir að stuðla að varðveislu íslenskrar tungu og bættri notkun móðurmálsins. „Ég er tekinn að reskjast og lít á þessi verðlaun sem viðurkenningu á fyrri störfum en ekki sem hvatningu til nýrra afreka,“ sagði Dr. Halldór Halldórsson í þakkarávarpi sínu og sagðist jafnframt telja viðurkenninguna jafngilda akademískri gráðu. „Islensk tunga hefur reynst far- sæll samnefnari fyrir þá sem byggðu þetta land,“ sagði Dr. Sturla Frið- riksson formaður sjóðsstjórnar með- al annars við verðlauna afhending- una. „Varðveisla íslenskrar tungu stuðlaði að því, að landsmenn litu á sig sem eina, sámstofna heild, sér- stæða norræna þjóð, sem átti rétt á því a’ vera sjálfstæð. Með því að viðhalda tungunni, tryggjum við öflugustu stoð íslenskrarmenningar. Einn dugmesti liðsmaður í þeirri baráttu á þessum tímum og einn af okkar fremstu málræktarmönnum er Halldór Halldórsson, sem hefur verið afkastamikill fræðimaður og kennari í íslensku og íslenskri mál- fræði.“ Halldór Halldórsson er fæddur á ísafirði 13. júlí 1911. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason verkstjóri og síðar kaupmaður og kona hans Elísabet Bjarnadótti. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Ak- ureyri 1932 og hóf síðan nám við Háskóla íslands í íslenskum fræðum, með málfræði sem aðalgrein. Lauk þaðan magisterprófi 1938. Eitt af höfuðverkefnum Halldórs hafa verið rannsóknir hans á orðum, orðtökum og sögu þeirra. Varði hann doktors- ritgerð við Háskóla íslands 1954 um íslans orðtök, en síðar fullkomnaði hann það verk og samdi nýtt rit, Islenskt orðtakasafn í tveimur bind- um sem Almenna bókafélagið hefur gefið út. „Úr myndabók Jón- asar“ á Litla sviði Þj óðleikhússins LEIKGERÐ Halldórs Laxness á sögum og kvæðum Jónasar Hallgríms- sonar við tónlist eftir Pál ísólfsson verður frumsýnd á Litla sviði Þjóðleikhússins í dag, föstudaginn 28. desember. Leiksýningin „Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar" var frumflutt í leikstjórn Lárus- ar Pálssonar á Listamannaþingi í Trípolíbíói árið 1945 á hundrað ára ártíð Jónasar Hallgrímssonar. Nú er Guðrún Þ. Stephensen leik- sljóri sýningarinnar og Þuríður Pálsdóttir tónlistarstjóri en hún söng í fyrsta skipti opinberlega er hún söng Kossavísur í sýningunni 1945. Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá afhendingu styrks úr Minningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents. Styrkur úr Mmningar- sjóði Þorvalds Finn- bogasonar stúdents FRÚ VIGDÍS Finnbogadóttir forseti íslands afhenti Steingrími Páli Kárasyni verkfræðinema námsstyrk að upphæð 65.000 krónur úr Miriningarsjóði Þorvalds Finnbogasonar stúdents 21. desember sl. Afhendingarathöfnin átti sér stað í Skólabæ, móttökustað Háskóla íslands, að viðstöddum foreldrum styrkþegans, rektor og konu hans, föstum kennurum verkfræðideildar, mökum þein’a og öðrum gestum. Handritið að þessari sýningu var komið í glatkistuna en í tilefni Jón- asarþings er haldið var á Kjarvals- stöðum í júní fóru þær listakonurn- ar, Guðrún og Þuríður, á stúfana og tókst að finna handritið og bættu síðan við það nokkrum atriðum í samráði við Halldór Laxness. Fhr- sýning var á verkinu á Kjarvalsstöð- um 16. og 17. júní í sumar. Leiksýn- ingin er einkum byggð upp á leik- gerð af ævintýrum Jónasar, en inn í sýninguna tvinnast ljóð, söngur, ballettar og látbragðsleikur. Ramm- inn um leikgerð Halldórs er Grasa- ferð Jónasar. Pilturinn og stúlkan eru á grasafjalli og hann látinn segja henni sögurnar sem kvikna síðan til sjálfstæðs lífs í leik. Af þeim má nefna Legg og skel, Stúlkuna í turn- inum og gamansöguna um heim- sókn Viktoríu Englandsdrottningar til Filippusar Frakkakonungs úr sendibréfi Jónasar til Konráðs Gísla- sonar. Leikmynd og búninga „Mynda- bókarinnar" hannaði Gunnar Bjarnason, danshöfundur er Lára Stefánsdóttir og ljpsahönnuður Ás- mundur Karlsson. í sýningunni leika þau Katrín Sigurðardóttir óperu- söngkona, sem- leikur stúlkuna, Torfi F. Ólafsson, 15 ára, sem leik- ur piltinn, og Þjóðleikhúsleikararnir Gunnar Eyjólfsson, Jón Símon Gunnarsson, Hákon Waage, Þóra Friðriksdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Listdansarar í sýn- ingunni eru Sigurður Gunnarsson, Lilja ívarsdóttir, Margrét Glsladótt- ir, Pálína Jónsdóttir, Ingibjörg Agn- es Jónsdóttir og Hrefna Smáradótt- ir og hljóðfæraleikararnir úr Kamm- ersveit Reykjavíkur, þau Hlíf Sigur- jónsdóttir, Lilja Hjaltadóttir, Ses- selja Halldórsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Krzysztof Panus. Að þessu sinni verða nokkrar helstu ljóðaperlur Jónasar fluttar fyrir hlé af sömu leikurum og taka þátt í sýningunni auk heiðursgesta úr hópi þekktustu leikara Þjóðleik- hússins. Heiðursgestir ljóðalestrar á frumsýningu verða Herdís Þorvalds- dóttir og Róbert Arnfinnsson og á 2. sýningu Bryndís Pétursdóttir og Baldvin Halldórsson. Þá syngur Katrín Sigurðardóttir einsöng. A_ð- eins verða fimm sýningar á „Úr myndabók Jónasar Hallgrímssonar" á Litla sviði Þjóðleikhússins og verða þær 28. og 30. desember og 4., 6. og II. janúar. (Fr é ttati 1 ky n n i ng) Minningarsjóður Þorvalds Finn- bogasonar stúdents var stofnaður af Finnboga Rúti Þorvaldssyni pró- fessor og konu hans, Ástu Sigríði Eiríksdóttur, til minningar um son þeirra, sem lést á tuttugasta aldurs- ári. Tilgangur sjóðsins er að styrkja stúdenta til náms við verkfræðideild Háskóla íslands eða til framhalds- náms \ verkfræði við annan há- skóla. Á undanförnum árum hefur styrkþegi sjóðsins verið sá verk- ■ fræðinemi á fjórða námsári, sem náð hefur bestum heildarárangri. Steingrímur Páll Kárason er Þingeyingur að uppruna, en faðir hans var bóndi í Pálmholti. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1987 og hóf verkfræði- nám við Háskóla íslands þá um haustið. Leggur hann stund á véla- verkfræði og hefur náð þeim ár- angri að meðaleinkunn hans er um 9 að loknum 95 námseiningum af þeim 120, sem þarf til að ljúka loka- prófi í verkfræði. Af þeim 543 verk- fræðingum, sem þegar hafa útskrif- ast með lokapróf frá Háskóla ís- lands, hafa aðeins tveir hlotið með- aleinkunn yfir 9. Foreldrar Steingríms eru Kári Steingrímsson bóndi og kona hans, Sigríður Guðjónsdóttir. Reykjafoss: Missti útbyrð- is sjö gáma REYKJAFOSS, skip Eimskipafé- lagsins, missti sjö gáma útbyrðis er skipið fékk á sig brotsjó aðfara- nótt laugardagsins 22. desember. Að sögn Þórðar Sverrissonar framkvæmdastjóra, hallaðist skipið þegar sjórinn reið yfir og féllu út fjórir 40 feta fystigámar og þrír flutningagámar. Skipið var á leið til landsins og var statt í vondu veðri og ellefu vindstigum í um 400 sjómíl- um suð- vestur af landinu. í frystigá- murium var fisku frá Nýfundnalandi á leið til Evrópu og innflutningsvara í hinum. „Þetta gerist sem betur fer mjög sjaldan og eru mörg árs síðan við höfum lent í að missa gám útbyrð- is,“ sagði Þórður. „En þetta gerist um hávetur á slæmu hafsvæði fyrir sunnan Grænland og minnir mann á hvar við búum.“ Morgunblaðið/Björn Blöndal Við komu Reykjafoss til Keflavíkur á Þorláksmessu, var reynt að hagræða vörum í gám- um, sem farið höfðu á hliðina þegar skipið fékk á sig brotsjó suð-vestur af landinu en þá féllu sjö gámar útbyrðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.