Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 63 • Ásgeir Sigurvinsson er bjartsýnn fyrir leikinn f dag. Stuttgart og Kaiserslautern eru með jafn mörg stig f deildinni. Vestur-—þyska knattspyrnan: Stuttgart mætir Kaiserslautern Fri Jóhanni Inga Qunnaraayni, fróttarttara Morgunbiaðaina ( V-Þýakalandi. í DAG fœr Stuttgart Kaiserslaut- em f heimsókn í Bundesligunni f knattspyrnu, en liöin hafa jafn- mörg stig. Stuttgart byrjaði vel í haust og skoruðu leikmennirnir 11 mörk í þremur fyrstu leikjunum, en hafa aðeins skorað átta mörk í síðustu sjö leikjum. „Það er rétt, sóknar- menn okkar standa frammi fyrir þessum vanda að finna ekki réttu leiðina í markið, en við látum það ekki rugla okkur í ríminu" sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, I samtali við Kicker. „Klinsmann, Merkle og Bunk hafa ekki gleymt, hvernig á að skora mörk, en árangurinn hefur látið á sér standa" sagði Ásgeir. Leikurinn í dag leggst vel í fyrir- liða Stuttgart og telur hann að auðveldara sé að leika á móti sterkum liðum, en liðum sem talin eru veikari. Kicker segir að það lofi góðu fyrir næstu leiki, því Stuttgart leikur gegn sterkum lið- um næstu vikur. í fyrra vann Stuttgart Kaiserslautern 2:0, en Lothar Mattháus spáir 3:1 fyrir Stuttgart í dag. Atli Eðvaldsson og félagar í Uerdingen leika gegn Mönc- hengladbach og segir Feldkamp, þjálfari Uerdingen, að tími sé kom- inn til að framherjarnir sýni, hvað í þeim búi, en Heynckes, þjálfari Gladbach, vonast til að ná jafn- tefli, en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrra. Góður leikur en tap gegn Svíum' ÍSLAND tapaði fyrir Svíþjóð 21:25 f fyrsta leiknum á Noröurianda- móti pilta 20 ára og yngri, sem hófst í Asker f Noregi f gær. „Leikurinn var mjög góður. Vörn íslenska liðsins stóð sig vel, en sóknarleikurinn gekk ekki upp og það varð liöinu að falli" sagði Ólaf- ur Haraldsson, dómari, í samtali við Morgunblaðið, en Ólafur og Stefán Arnaldsson dæmdu tvo leiki á mótinu í gær. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og munaði aldrei meira en einu marki, en staðan í hálfleik var 10:10. í seinni hálfleik skriðu Svíarnir fram úr og náðu mest fjög- urra marka forystu í lokin. Markverðir beggja liða stóðu sig vel. Guðmundur A. Jónsson lék í íslenska markinu allan leikinn, en hjá Svíum var það Tomas Svens- son, sem vakti mikla athygli. Hann er 18 ára, en hefur leikið í sænsku 1. deildinni í þrjú ár. Sigurjón Sig- urðsson skoraði 5 mörk, Þórður Sigurðsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Frosti Guðlaugsson, Pétur Pet- ersen og Hálfdán Þórðarson 2 mörk hver, og Árni Friðleifsson, Jón Kristjánsson og Gunnar Bein- teinsson eitt mark hver. Danmörk vann Finnland 22:21 og Svíar burstuðu síðan Finna 46:14. í dag leikur (sland gegn Danmörku og Noregi, en gegn Finnlandi á morgun. • Guömundur A. Jónsson, markvörður, stóö sig best íslensku piltana en þaö dugöi ekki til sigurs. Islandsmótið íkörfuknattleik: Tveir leikir í . úrvalsdeildinni Miklir peningar söfnuðust íAfríku- hlaupinu ALLS söfnuöust um 32 millj- ónir punda í Afrfkuhlaupinu, sem Sport Aid stóð fyrir f maí og haldið var í 277 borgum. Bob Geldof, forsvarsmaður söfnunarinnar, greindi frá þessu í gær og sagði að þessi undraháa upphæð væri margf- alt hærri, en hann hefði dreymt um. Þegar hann fór af stað með hlaupið til að hjálpa bágstödd- um í Afríku og til styrktar barnasjóði Sameinuðu þjóð- anna, gerði hann ráð fyrir að safna í mesta lagi 5 milljón pundum en árangurinn varð rúmlega sexfaldur. TVEIR leikir veröa f úrvalsdeild- inni í körfuknattleik um helgina. í dag leika Haukar og KR f Hafnar- firöi og á morgun leika Valur og Njarðvík f íþróttahúsi Seljaskóla. Leikur Hauka og KR hefst kl. 14.00 í íþróttahúsinu við Strand- götu. Haukar unnu Fram í fyrstu umferð en töpuðu fyrir Njarðvík um síðustu helgi. KR-ingar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Það má því bútas við að KR-ingar reyni að vinna sinn fyrsta sigur en Haukar gefa örugg- lega lítið eftir. Leikur Vals og Njarðvík verður í Seljaskóla kl. 20.00 á morgun og er hann einn af úrslitaleikjum mótsins. í dag leika Haukar og ÍR í 1. deild kvenna kl. 15.30 í Hafnarfirði og ÍS og Þór leika í 1. deild karla í Hagskóla kl. 14.00. Hoía íhöggi EINN AF hinum ungu kyifingum Golfklúbbs Ness gerði sér Iftið fyrir á dögunum og fór holu f höggi. Það var Gfsli Hall, sem vann þetta afrek á sjöttu braut vallarins og notaðl 6-jám f högg- ið. Kylfingar á Nesinu hafa verið iðnir við koiann að undanfömu og hvergi látið deigan sfga þótt komið sá fram á haust, enda tfð verið góð. 1. deild kvenna í körfuknattleik: KR sigraði Keflavfk íslands- og bikarmeistarar KR í 1. deild kvenna í körfu- knattleik sigruðu iið ÍBK í Keflavík á fimmtudagskvöld- ið. Lokatölurnar urðu 47:50 eftir að staðan í hálfleik hafði Létt hjá stúdínum verið 21:29 fyrir KR. ÍBK-stúlkurnar byrjuðu vel í leiknum og höfðu frumkvæðið framanaf, en slæmur leikkafli í lok fyrri hálfleiks reyndist þeim örlagaríkur. Þá náðu KR-stúlk- urnar að jafna og komast síðan átta stigum yfir að loknum fyrri hálfleik. Sá munur hélst svo allt þar til á lokamínútunum að ÍBK- stúlkurnar voru mjög nálægt að jafna metin. KR-stúlkurnar voru mun hreyfanlegri í leiknum, en það sem réði eftilvill úrslitum var hversu slakar ÍBK-stúlkurnar voru í sóknarfráköstum. Flest stig KR skoruðu þær Linda Jónsdóttir 24 og Kristjana Hrafnkelsdóttir 9. Hjá ÍBK voru þær Björg Hafsteinsdóttir 12, Guðlaug Sveinsdóttir 10 og Anna María Sveinsdóttir 8 stiga- hæstar. B.B. Öskjuhlíðar- hlaup á morgun Stúdínur gerðu góða ferð til Grindavíkur í fyrrakvöld, þegar þær unnu UMFG 50:34 í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir að staðan hafði verið 26:14 íhátfleik. Lið UMFG, sem tekur nú í 1. skipti þátt í 1. deild kvenna, var auðveld bráð fyrir ÍS-stúlkurnar, sem tóku forystu strax í byrjun og voru með 12 stiga forystu í hálfleik. [ seinni hálfleik áttu Grindavíkur- stúlkurnar góða spretti af og til og tókst að halda í við stúdínurn- ar, en í lokin skildu 16 stig á milli. Stigahæstar í liði ÍS voru Anna Björk Bjarnadóttir með 15 stig, Hafdís Helgadóttir skoraöi 12 stig og Kolbrún Leifsdóttir 11 stig. Hjá UMFG skoruðu Marta Guðmunds- dóttir, Stefanía Jónsdóttir og Svana Káradóttir 10 stig hver. — Kr. Ben. Hið árlega Öskjuhlíðarhlaup ÍR verður haldið á morgun, sunnu- dag og er það tíunda árið f röð, sem hlaupið er háð. Hefst það og lýkur við Loftieiðahótelið. Alls hlaupa karlar 8 kílómetra, eða tvo hringi um hlíðina, og konur og sveinar 4 kílómetra. Jafnframt hlaupa skemmtiskokkarar 4 kíló- metra. Keppnin hefst klukkan 14 viö Loftleiðahótelið. Veittir verða verðlaunapeningar fyrstu í hverj- um flokki. Jafnframt verða veitt aukaverðlaun ýmiss konar, sem dregið verður um úr keppnisnúm- erum, og standa allir keppendur jafnt að vígi til þeirra. Hlaupið er hið fyrsta í keðju götu- og víða- vangshlaupa í vetur. Að hlaupi loknu verða verðlaun afhent á sal Loftleiðahótelsins. • Pressukeppnin f kellu fór fram f keilusalnum f öskjuhlfð f gær- kvöldi. 25 fulltrúar frá fjölmiðlunum mættu til keppni. Á myndlnni eru verðlaunahafar ásamt Guðnýu Guðjónsdóttur, mótsstóra. Frá vinstrí: Guðný, Bjami Eiríksson, Morgunblaðinu (nr.3), Valur Jónatansson, Morgunblaðinu (nr.1), Rúnar Gunnarsson, Sjónvarpinu (nr.2) og Hjördfs Árnadóttir, Tfmanum sem vann í kvennaflokki. HANDKNATTLEIKSÞJÁLFARI HSi óskar eftir að ráða þjálfara fyrir landslið drengja fædda 1970—71. Með umsókn skal fylgja hugmynd umsækjanda hvemig standa skuli að þjálfuninni. Upplýsingar um starfið veitir formað- ur unglingalandsliðsnefndar Friðrik Guðmunds- son. Umsóknum skal skilað fyrir 23. október nk. Handknattleikssamband íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.