Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.10.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 51 Könnun NRON á unnum matvörum: Uppgefin þyngd á unnum matvörum stenst sjaldnast í KÖNNUN Neytendafélags Reykjavíkur og nágrennis og aðildarfélaga ASÍ og BSRB á þyngd nokkurra tegunda unn- inna matvara reyndust í 10 dæmum af 11 vanta upp á að uppgefin þyngd stæðist. í fréttatilkynningu frá NRON segir að könnunin hafi verið gerð þar sem borist hefðu kvartanir og ábendingar um að uppgefin þyngd unninna matvara staeðist ekki í öll- um tilfellum. Til að kanna þetta var Löggildingarstofan fengin til að vikta unnar matvörur frá nokkrum framleiðendum. Á umbúðum var- anna er ekki um það getið hvort uppgefin þyngd sé með eða án umbúða en í könnun NRON var gengið út frá því að framleiðendur gefí upp nettóþyngd, að öðrum kosti væru þeir að selja neytendum um- búðimar á sama kílóaverði og matvöruna sjálfa. Niðurstöður könnunarinnar sjást á meðfylgjandi töflu. NRON tekur fram að hér er ekki um tæmandi könnun að ræða né samanburð á milli framleiðenda. Fiskmarkaðir erlendis: 966 lest- ir seldar á 60 millj- ónir kr. 966 lestir af íslenzkum fiski voru í þessari viku seldar úr gámum í Bretlandi og fiskiskip- um í Bretlandi og Þýzkalandi. Verðmæti var alls rúmar 60 milljónir króna. Meðalverð var yfirleitt gott, eða i nær öllum tilfellum yfir 60 krónur fyrir þorsk, ýsu, kola og karfa. Á mánudag voru seldar 330 lestir úr gámum í Hull og Grims- by. Heildarverð var 20,2 milljónir króna og meðalverð 61,25. Ufsi og karfí fóru á um 38 krónur kfló- ið, þorskur á um 60, ýsa 63,40, koli á 60,35 og annað, aðallega annar flatfískur en skarkoli, á 83,27 krónur. Á þriðjudag voru með sama hætti seldar á sömu stöðum 105 lestir. Heildarverð var 6,9 milljónir króna. Meðalverð var 65,19 krónur. Fyrir þorsk og ýsu fengust rúmar 64 krónur, 38 og 41 fyrir ufsa og karfa, 55 fyrir kola og 88 fyrir aðrar tegundir að meðaltali. Fjögur fískiskip seldu 324 lest- ir, mest þorsk og ýsu í Hull og Grimsby. Heildarverð var 21,4 milljónir króna og meðalverð 66 krónur. Meðalverð hjá Skarfí GK var 62,119, Kambaröst SU 69,52, Krossanesi SU 68,94 og Ottó Wathne 63,67. ífyrir þorsk fen- gust að meðaltali 67 krónur, ýsu 69, ufsa 44, karfa 38, kola 76 og aðarar tegundir að meðaltali 53 krónur. Snorri Sturluson RE seldi f Bremerhaven 207,5 lestir, mest karfa. Heildarverð var 11,9 millj- ónir króna, meðalverð 57,32. Fyrir þorsk fékkst 71 króna, fyrir ýsu 83, ufsa 49, karfa 60 og aðrar tegundir 80 krónur að meðaltali. Heiti matvöru Framleiðandi Uppgefin þyngd Vegió innihald Frávik Skinkupylsa Búrfell 95 g 96,2 g + 1 2 g + 1,3 % Kindabjúgu Goói 410 g 399,5 g - 10 5 g - 2,6 % Fiskibollur Humall 470 g 459,5 g - 10 5 g - 2,2 % Kinciabjúgu Höfn hf 530 g 516,5 g - 13 5 g - 2,5 % Fr.hvitlaukspylsa Isl.Franskt eldh. 115 g 103,7 g - 11 3 g - 9,8 % Reykt sild Isl.þatvæli hf 132 g 120,0 g - 12 0 g - 9,1 % Kindabjúgu KEA 382 g 370,6 g - 11 4 g - 3,0 % Fiskibollur Mat sf 308 g 302,5 g - 5 5 g - 1/8 % Malakoff Msistarinn hf 85 g 77,4 g - 7 6 g - 8,9 % Ali-bjúgu Sild og Fiskur 442 g 434,1 g - 7 9 g - 1,8 % Kindabjúgu SS 382 g 368,9 g - 13 1 g - 3,4 % Handprjónafólk Höfum opnað að nýju peysumóttökuna að Vesturgötu 2. Opið verður mánudaga—föstu- daga kl. 9.00—12.00 og 12.30—14.00. Kaupum til að byrja með hvítar og gráar dömu- og herrapeysur. Mikið sérprjón framundan. A /fllafoss hf. OPNUM VIÐ NYTT BAKARI í HJARTA SEUAHVERFIS AÐ HÓLMASELI 2 Við hefjum starfsemina kl. 8.00 með glæsibrag í splunkunýju húsnæði, þar sem á boðstólum verða kynstrin öll af krásum: lostætar tertur, konditoríkökur og auðvitað rjúkandi brauð af öllu tagi. Og í tilefni dagsins bjóðum við öllum viðskiptavinum okkar upp á gómsæta rjómatertusneið! Verið velkomin! Bakaríið Krás, Hólmaseli 2, s: 79899 & 79874
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.