Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 63

Morgunblaðið - 18.10.1986, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 63 • Ásgeir Sigurvinsson er bjartsýnn fyrir leikinn f dag. Stuttgart og Kaiserslautern eru með jafn mörg stig f deildinni. Vestur-—þyska knattspyrnan: Stuttgart mætir Kaiserslautern Fri Jóhanni Inga Qunnaraayni, fróttarttara Morgunbiaðaina ( V-Þýakalandi. í DAG fœr Stuttgart Kaiserslaut- em f heimsókn í Bundesligunni f knattspyrnu, en liöin hafa jafn- mörg stig. Stuttgart byrjaði vel í haust og skoruðu leikmennirnir 11 mörk í þremur fyrstu leikjunum, en hafa aðeins skorað átta mörk í síðustu sjö leikjum. „Það er rétt, sóknar- menn okkar standa frammi fyrir þessum vanda að finna ekki réttu leiðina í markið, en við látum það ekki rugla okkur í ríminu" sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, I samtali við Kicker. „Klinsmann, Merkle og Bunk hafa ekki gleymt, hvernig á að skora mörk, en árangurinn hefur látið á sér standa" sagði Ásgeir. Leikurinn í dag leggst vel í fyrir- liða Stuttgart og telur hann að auðveldara sé að leika á móti sterkum liðum, en liðum sem talin eru veikari. Kicker segir að það lofi góðu fyrir næstu leiki, því Stuttgart leikur gegn sterkum lið- um næstu vikur. í fyrra vann Stuttgart Kaiserslautern 2:0, en Lothar Mattháus spáir 3:1 fyrir Stuttgart í dag. Atli Eðvaldsson og félagar í Uerdingen leika gegn Mönc- hengladbach og segir Feldkamp, þjálfari Uerdingen, að tími sé kom- inn til að framherjarnir sýni, hvað í þeim búi, en Heynckes, þjálfari Gladbach, vonast til að ná jafn- tefli, en liðin gerðu 1:1 jafntefli í fyrra. Góður leikur en tap gegn Svíum' ÍSLAND tapaði fyrir Svíþjóð 21:25 f fyrsta leiknum á Noröurianda- móti pilta 20 ára og yngri, sem hófst í Asker f Noregi f gær. „Leikurinn var mjög góður. Vörn íslenska liðsins stóð sig vel, en sóknarleikurinn gekk ekki upp og það varð liöinu að falli" sagði Ólaf- ur Haraldsson, dómari, í samtali við Morgunblaðið, en Ólafur og Stefán Arnaldsson dæmdu tvo leiki á mótinu í gær. Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og munaði aldrei meira en einu marki, en staðan í hálfleik var 10:10. í seinni hálfleik skriðu Svíarnir fram úr og náðu mest fjög- urra marka forystu í lokin. Markverðir beggja liða stóðu sig vel. Guðmundur A. Jónsson lék í íslenska markinu allan leikinn, en hjá Svíum var það Tomas Svens- son, sem vakti mikla athygli. Hann er 18 ára, en hefur leikið í sænsku 1. deildinni í þrjú ár. Sigurjón Sig- urðsson skoraði 5 mörk, Þórður Sigurðsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Frosti Guðlaugsson, Pétur Pet- ersen og Hálfdán Þórðarson 2 mörk hver, og Árni Friðleifsson, Jón Kristjánsson og Gunnar Bein- teinsson eitt mark hver. Danmörk vann Finnland 22:21 og Svíar burstuðu síðan Finna 46:14. í dag leikur (sland gegn Danmörku og Noregi, en gegn Finnlandi á morgun. • Guömundur A. Jónsson, markvörður, stóö sig best íslensku piltana en þaö dugöi ekki til sigurs. Islandsmótið íkörfuknattleik: Tveir leikir í . úrvalsdeildinni Miklir peningar söfnuðust íAfríku- hlaupinu ALLS söfnuöust um 32 millj- ónir punda í Afrfkuhlaupinu, sem Sport Aid stóð fyrir f maí og haldið var í 277 borgum. Bob Geldof, forsvarsmaður söfnunarinnar, greindi frá þessu í gær og sagði að þessi undraháa upphæð væri margf- alt hærri, en hann hefði dreymt um. Þegar hann fór af stað með hlaupið til að hjálpa bágstödd- um í Afríku og til styrktar barnasjóði Sameinuðu þjóð- anna, gerði hann ráð fyrir að safna í mesta lagi 5 milljón pundum en árangurinn varð rúmlega sexfaldur. TVEIR leikir veröa f úrvalsdeild- inni í körfuknattleik um helgina. í dag leika Haukar og KR f Hafnar- firöi og á morgun leika Valur og Njarðvík f íþróttahúsi Seljaskóla. Leikur Hauka og KR hefst kl. 14.00 í íþróttahúsinu við Strand- götu. Haukar unnu Fram í fyrstu umferð en töpuðu fyrir Njarðvík um síðustu helgi. KR-ingar hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í deildinni. Það má því bútas við að KR-ingar reyni að vinna sinn fyrsta sigur en Haukar gefa örugg- lega lítið eftir. Leikur Vals og Njarðvík verður í Seljaskóla kl. 20.00 á morgun og er hann einn af úrslitaleikjum mótsins. í dag leika Haukar og ÍR í 1. deild kvenna kl. 15.30 í Hafnarfirði og ÍS og Þór leika í 1. deild karla í Hagskóla kl. 14.00. Hoía íhöggi EINN AF hinum ungu kyifingum Golfklúbbs Ness gerði sér Iftið fyrir á dögunum og fór holu f höggi. Það var Gfsli Hall, sem vann þetta afrek á sjöttu braut vallarins og notaðl 6-jám f högg- ið. Kylfingar á Nesinu hafa verið iðnir við koiann að undanfömu og hvergi látið deigan sfga þótt komið sá fram á haust, enda tfð verið góð. 1. deild kvenna í körfuknattleik: KR sigraði Keflavfk íslands- og bikarmeistarar KR í 1. deild kvenna í körfu- knattleik sigruðu iið ÍBK í Keflavík á fimmtudagskvöld- ið. Lokatölurnar urðu 47:50 eftir að staðan í hálfleik hafði Létt hjá stúdínum verið 21:29 fyrir KR. ÍBK-stúlkurnar byrjuðu vel í leiknum og höfðu frumkvæðið framanaf, en slæmur leikkafli í lok fyrri hálfleiks reyndist þeim örlagaríkur. Þá náðu KR-stúlk- urnar að jafna og komast síðan átta stigum yfir að loknum fyrri hálfleik. Sá munur hélst svo allt þar til á lokamínútunum að ÍBK- stúlkurnar voru mjög nálægt að jafna metin. KR-stúlkurnar voru mun hreyfanlegri í leiknum, en það sem réði eftilvill úrslitum var hversu slakar ÍBK-stúlkurnar voru í sóknarfráköstum. Flest stig KR skoruðu þær Linda Jónsdóttir 24 og Kristjana Hrafnkelsdóttir 9. Hjá ÍBK voru þær Björg Hafsteinsdóttir 12, Guðlaug Sveinsdóttir 10 og Anna María Sveinsdóttir 8 stiga- hæstar. B.B. Öskjuhlíðar- hlaup á morgun Stúdínur gerðu góða ferð til Grindavíkur í fyrrakvöld, þegar þær unnu UMFG 50:34 í 1. deild kvenna í körfuknattleik eftir að staðan hafði verið 26:14 íhátfleik. Lið UMFG, sem tekur nú í 1. skipti þátt í 1. deild kvenna, var auðveld bráð fyrir ÍS-stúlkurnar, sem tóku forystu strax í byrjun og voru með 12 stiga forystu í hálfleik. [ seinni hálfleik áttu Grindavíkur- stúlkurnar góða spretti af og til og tókst að halda í við stúdínurn- ar, en í lokin skildu 16 stig á milli. Stigahæstar í liði ÍS voru Anna Björk Bjarnadóttir með 15 stig, Hafdís Helgadóttir skoraöi 12 stig og Kolbrún Leifsdóttir 11 stig. Hjá UMFG skoruðu Marta Guðmunds- dóttir, Stefanía Jónsdóttir og Svana Káradóttir 10 stig hver. — Kr. Ben. Hið árlega Öskjuhlíðarhlaup ÍR verður haldið á morgun, sunnu- dag og er það tíunda árið f röð, sem hlaupið er háð. Hefst það og lýkur við Loftieiðahótelið. Alls hlaupa karlar 8 kílómetra, eða tvo hringi um hlíðina, og konur og sveinar 4 kílómetra. Jafnframt hlaupa skemmtiskokkarar 4 kíló- metra. Keppnin hefst klukkan 14 viö Loftleiðahótelið. Veittir verða verðlaunapeningar fyrstu í hverj- um flokki. Jafnframt verða veitt aukaverðlaun ýmiss konar, sem dregið verður um úr keppnisnúm- erum, og standa allir keppendur jafnt að vígi til þeirra. Hlaupið er hið fyrsta í keðju götu- og víða- vangshlaupa í vetur. Að hlaupi loknu verða verðlaun afhent á sal Loftleiðahótelsins. • Pressukeppnin f kellu fór fram f keilusalnum f öskjuhlfð f gær- kvöldi. 25 fulltrúar frá fjölmiðlunum mættu til keppni. Á myndlnni eru verðlaunahafar ásamt Guðnýu Guðjónsdóttur, mótsstóra. Frá vinstrí: Guðný, Bjami Eiríksson, Morgunblaðinu (nr.3), Valur Jónatansson, Morgunblaðinu (nr.1), Rúnar Gunnarsson, Sjónvarpinu (nr.2) og Hjördfs Árnadóttir, Tfmanum sem vann í kvennaflokki. HANDKNATTLEIKSÞJÁLFARI HSi óskar eftir að ráða þjálfara fyrir landslið drengja fædda 1970—71. Með umsókn skal fylgja hugmynd umsækjanda hvemig standa skuli að þjálfuninni. Upplýsingar um starfið veitir formað- ur unglingalandsliðsnefndar Friðrik Guðmunds- son. Umsóknum skal skilað fyrir 23. október nk. Handknattleikssamband íslands

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.