Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 26

Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 26
26 sser aaaOTHO si imoAaaAouAj jgigAjanuagoM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTOBER 1986 Þjóðhagsáætlun fyrir 1987: Aðhald í þjóðarutgjöldum verður forgangsverkefni á næsta ári FORSÆTISRÁÐHERRA lagði sl. þriðjudag fram Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1987. í henni eru m.a. lögð fram markmið efnahagsstefnu ríkisstjóraarinnar fyrir árið 1987. Aðhald að þjóðarútgjöldum verð- ur forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar á næsta ári og er stefnt að því, að aukning þjóðarútgjalda verði í heild innan við 2%. Einnig stefnir ríkisstjórnin að „sem næst“ hallalausum viðskiptum við út- lönd, að hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu lækki, atvinna verði næg, hagvöxtur verði á bilinu 2-3% og verðbólga 4-5% frá upphafi til loka ársins. Sr. Bjarni Sigurðsson. Rit um ís- lenskan kirkjurétt VESTUR-ÞÝSK bókaútgáfa í borginni Köln, sem nýtur mikils álits fyrir útgáfustarfsemi sína, hefur gefið út í ritröð evrópskra háskólaritgerða doktorsritgerð sr. Bjarna Sigurðssonar frá Mos- felli, við Kölnarháskóla, um íslenska kirkjurétt, sögu hans og stöðu. í kynningarorðum í bókinni, en þetta er viðamikið rit á fímmta hundrað blaðsíður, er bent á að hér sé um að ræða gnindvallarrit, þar sem komið sé saman mikið sögulegt efni. Heimildir eru einkum ís- lenskar. Einnig er komið inn á rétt annarra Norðurlandaþjóða og þýsk- an kirkjurétt. í kynningarorðum er einnig bent á að íslenska kirkjan hafí tekið á sig svipmót lútherskrar siðbótar, sem sé í nánum tengslum við aðrar lútherskar kirlqur um Norðurlönd. Bókin sem heitir á þýsku Geschichte und Gegenwartsgestalt des Islándischen Kirchenrechts. Hún er komin í Bóksölu stúdenta. Hagvöxtur á þessu ári virðist ætla að verða mun meiri en fyrri spár gerðu ráð fyrir. í þjóðhags- áætlun er gert ráð fyrir að hagvöxt- ur á mælikvarða landsframleiðslu verði um 5% en fyrri spár gerðu ráð fyrir 3,5% hagvexti. Vegna batn- andi viðskskiptakjara munu þjóðar- tekjur einnig vaxa all mikið meira en gert var ráð fyrir, og er nú áætlað að þær muni vaxa um 7% í stað 5% áður. Hagvöxtur verður því samkvæmt þessum spám meiri hér á íslandi en í flestum öðrum Evrvópulöndum og þjóðartekjur jafnvel heldur hærri en þær voru í upphafí þessa áratugar. Laun hafa hækkað um 31% Góður árangur hefur einnig náðst í baráttunni við verðbólguna, segir í Þjóðhagsáætlun, þrátt fyrir að launahækkanir urðu meiri en áætl- að var þegar gengið var frá samningum í febrúar. Nú er gert ráð fyrir að laun hækki að meðal- tali um 31% frá því í fyrra, þegar tekið er tillit til launaskriðs og þess að vinnutími hefur almennt lengst. Þennan góða árangur í verðbólgu- málum má að miklu leyti þakka hagstæðum ytri skilyrðum, s.s. góð- um aflabrögðum og lækkun olíu- verðs og vaxta í heiminum, og er í þjóðhagsáætlun minnt á mikilvægi þess, að menn geri sér ljóst, að ekki er hægt að búast við slíkum búhnykk ár eftir ár. Kaupmáttur á mælikvarða at- vinnutekna hefur aukist um 8% að meðaltali á á milli áranna 1985-86, sem er meira en nokkru sinni fyrr. Ráðstöfunartekjur á mann hækka þó minna en atvinnutekjur vegna aukinnar skattbyrði, eða um 6,5% að meðaltali frá þvf í fyrra. Þjóðarútgjöld aukist ekki meira en 2% Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1987 byggist á því að útgjöld þjóðarbús- ins aukist ekki um meira en 2% á næsta ári. Til þess að það mark náist ætlar ríkisstjómin að halda aftur af útgjöldum ríkisins til íjár- festinga og samneyslu, en telur einnig að ráðstöfunartekjur heimil- anna megi ekki í heild aukast umfram þetta mark nema spamað- ur aukist vemlega. Stefnt er að því, að viðskipti við útlönd verði nánast í jafnvægi á næsta ári og halli innan við 0,5% af landsframleiðslu. Óbreytt gengisstefna Ríkisstjómin ætlar að halda áfram óbreyttri gengisstefnu, þ.e. sem mestum stöðugleika í gengi krónunnar. Þessi stefna getur þó komið til endurskoðunar ef veruleg- ar breytingar verða á skilyrðum þjóðarbúsins t.d. óvæntar breyting- ar á gengi erlendra gjaldmiðla á alþjóðagjaldeyrismarkaði. Á næsta ári er áætlað að stíga skref til að rétta við fjárhag ríkis- sjóðs með aðhaldi að útgjöldum, hóflegri skattastefnu ogtakmörkun á erlendum lánum. „Því er ljóst", segir í þjóðhagsáætlun, „að ekki verða eftii til þess að beita ríkis- Qármálaaðgerðum á sama hátt og gert var á síðastliðnum vetri". Að- hald að opinberum útgjöldum má þó, að mati ríkisstjómarinnar, ekki ganga svo langt „að félagslegar úrbætur stöðvist". Tryggt verði innlennt lánsfjármagn Stjóm peningamála á næsta ári mun miðast við það, að í sem ríkustu mæli tryggja atvinnulífinu og ríkinu fjármagn á innlendum peningamarkaði. Ríkisstjómin og Seðlabankinn munu reyna að stuðla að því, að raunvextir verði hóflega jákvæðir og vaxtaákvæði á lána- markaðinum verði í betra samræmi við innbyrðis stöðu lántakenda en verið hefur, þ.e. vextir á ríkis- skuldabrefum verði svipaðir og á ýmsum öðrum skuldabréfum og peningaeignum. Stefnt hefur verið að auknu frjálsræði í starfseminni á peninga- markaðinum á þessu ári og má segja að grundvallarlöggjöf úm peningamarkaðinn og lánamál hafí verið endumýjuð á þessu ári. Seðla- bankinn getur þó, með samþykki ráðherra, takmarkað útlánsvexti bankanna, til þess að raunvextir verði ekki hærri en í helstu viðskipt- alöndum íslendinga eða óeðlilegur munur sé milli inn- og útlána. Raun- vextir inn- og útlána hafa hækkað með lækkandi verðbólgu og eru nú hærri en verið hefur um langt skeið. Þannig er t.d. raunávöxtun nýrra, almennra skuldabrefa metin 3%, samanborið við +1% á sama tíma í fyrra. Afkomuhorfur Horfur virðast á, miðað við fyrir- liggjandi álit fískifræðinga, að sjávarafli geti aukist nokkur árið 1987 og næstu ár þar á eftir, þó að óhjákvæmilegajgeta orðið sveifl- ur í fískgengd. A næsta ári má ætla að sjávarafurðaframieiðslan geti aukist um 4-5% á næsta ári. í landbúnaðinum virðist sem framleiðslustjómun með búmarki muni bera árangur á þessu ári og því næsta. Gert er ráð fyrir 1% samdrætti í mjólkurframleiðslu og allt að 3% minni framleiðslu kinda- kjöts á verðlagsárinu 1986-87 en á undangengnu verðlagsári. Framkvæmdir við rafvirkjanir og hitaveitur em nú minni en áður og hefur þar af leiðandi dregið úr fjár- þörf til þeirra málaflokka. Einnig hefur hagur flestra orkufyrirtækja batnað og orkuverð lækkað. Raun- verð Landsvirkjunnar til almenn- ingsveitna hefur.svo dæmi sé tekið, lækkað um þriðjung frá því það var hæst 1983, og orkuverð hefur lækk- að til almennings vegna afnáms verðjöfnunargjalds og niðurfærslu orkuverðs í tengslum við kjara- samningana í febfuar. Takist að framfylgja þjóðhagsá- ætlun fyrir árið 1987 munu þjóðar- tekjur hafa vaxið um 17% samtals á ámnum 1984-1987 en á erfíð- leikaárunum 1982-83 drógust þær saman um rúmlega 5%. Á ámnum 1981-1985 nam við- skiptahallinn að meðaltali um 5% af landsframleiðslu en stefnir í 1,5% árið 1986 og gert er ráð fyrir „sem næst“ jöfnuði í utanríkisviðskiptum 1987. Skuldasöfnun hefur stöðvast en ekki verið snúið við. Hlutfall er- lendra skulda af landsframleiðslu var 55% í árslok 1985 en verður að öllum líkindum 51,5% í lok þessa árs og 49% í árslok 1987. Fékk 125 atkvæði í FRÉTT um úrslit i prestskosn- ingum í Hrunaprestakalli í gær féU niður atkvæðafjöldi HaUdórs Reynissonar sem flest atkvæði hlaut. HaUdór hlaut 125 atkvæði. Pjetur Maack, formaður SÁÁ, tekur við gjöfinni úr hendi Magnúsar Kjartanssonar í Gallerí Borg. Jón Axel Björnsson við eitt oUumálverka sinna. „Upphengi“ í Gallerí Borg GALLERÍ BORG heldur næstu dagana „upphengi" á verkum Magnúsar Kjartans- sonar og Jóns Axels Björnssonar. Magnús sýnir málverk, einþrykk og skúlptúr, en Jón Áxel olíumálverk. „Þetta er ekki formleg sýning. Við ákváðum þetta og undirbjuggum á tveimur dögum - þótti ekki stætt að láta okkar eftir liggja í þessum hasar kringum leiðtogafundinn," sagði Úlfar Þormóðsson, framkvæmdastjóri gaUerísins. Þegar upphengið var opnað almenningi af- henti Magnús Samtökum áhugamanna um áfengisvandamálið skúlptúrinn „Ahyggjur" að gjöf. Hann samanstendur af átta lóðum úr leir, og er bókstafur greyptur í hvert þeirra. Þau mynda saman heiti verksins. Myndir Magnúsar eru unnar með blandaðri tækni á pappír, en ein þeirra strekt á léreft. Einþiykkin eru máluð á gler og síðan þrykkt á pappa. Jón Axel sýnir fjögur olíumálverk á striga. Þau eru öll unnin á þessu ári. Upphenginu lýkur 28. október nk. Gallerí Borg er opið virka daga frá kl. 10.00- 18.00 og frá kl. 14.00-18.00 um helgar. Morgunblaðið/S.P.B. Umskipanir um höfnina aukast Húsavik. MIKLAR umskipanir hafa faríð um Húsavíkurhöfn á þessu ári og mun meiri en undanfarín ár. Rækjubátar vfðsvegar af landinu hafa landað á Húsavík og sjófrystri rækju umskipað í önnur skip til útflutnings og ferskri rækju verið landað til vinnslu hér eða flutninga á bílum til Kópaskers, Akureyrar og allt til Skagastrandar. Þegar meðfylgjandi mynd var tekin sl. þriðjudag var verið að umskipa til útflutnings sjófrystri rækju úr Hilmi SU og Sjávarborg GK yfír í Ljósafoss og Óskar Halld- órsson var að landa ferskri rækju sem flutt er á bflum til Akureyrar til vinnslu hjá K. Jónssyni. Heimabátar hafa séð Fiskiðju- samlaginu fyrir rækju og veitt það vel að þar hefur verið stöðug vinna. Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.