Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 18.10.1986, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Fj ár lagafrumvarpið: Stefna í ríkisfjármálum stuðl- ar að þenslu og viðskiptahalla - segir Þorvaldur Gylfason, prófessor — Þröstur Olafsson telur tekjuhlið frum- varpins ofmetna en gjaldahlið vanmetna „Þegar allt er skoðað, virðist mér auðséð, að frumvörpin til fjárlaga og lánsfjárlaga, sem nú hafa verið lögð fyrir Alþingi, geta valdið þenslu í þjóðarbú- skapnum og þar með vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla á næsta ári, ef ekki verður gripið í taumana," sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor á ráðstefnu Félag^s viðskipta- og hagfræð- inga um fjárlögin og efna- hagslífið sem haldin var á fimmtudaginn. Á ráðstefnunni kom fram gagn- rýni á frumvarp ríkisstjómarinnar til fjárlaga fyrir næsta ár. Þannig hélt Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar því fram að tekjuhlið frumvarpsins væri of- metin og gjaldhlið vanmetin. Þannig vanti um 1.000 milljónir króna. Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags íslenskra iðnrekenda benti á þau vandamál sem skapast hefðu vegna misgengis gjaldmiðla. Hann sagði það höfuðatriði að ríkis- stjómin grípi til aðgerða til þess að halda gengi krónunnar stöðugu. Víglundur taldi að frumvarpið til fjárlaga væri ekki til þess fallið að treysta fastgengisstefnuna. Hann benti einnig á að ýmsar forsendur þjóðhagsáætlunar stæðust ekki. Kaupmáttur atvinnutekna verður í byijun næsta árs um 4% hærri en að meðaltali á þessu ári. Af þessu má draga þá ályktun að einka- neysla hækki um 3-3,5% á næsta ári en ekki 1,5% eins og reiknað er með í þjóðhagsáætlun. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri tók í svip- aðan streng og sagði að ýmsar V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðin! fttötgptttlilftfófr forsendur þjóðhagsáætlunar gengu ekki upp, s.s eins og um einka- neyslu og viðskiptajöfnuð. I erindi sem Þorvaldur Gylfason, prófessor flutti á ráðstefnunni, benti hann á að villandi væri að beina athyglinni eingöngu að rekstrarhalla ríkissjóðs, þar sem hann væri ófullnægjandi mæli- kvarði á heildarumsvif opinberra aðila og áhrif þeirra á efnahagslíf- ið: „Þessi halli nær aðeins til fjárhags ríkissjóðs sjálfs og ríkis- stofnana (þ.e. A-hluta íjárlaga), en skilur fjármál ríkisfyrirtækja (B- hlutann) og annarra opinberra og hálfopinberra fyrirtækja og sjóða (sem ég kalia C-hluta ríkisfjármála) út undan." Þorvaldur kemst þannig að því að lánsfjárþörf opinberra aðila á næsta ári sé samtals 12,400 milljónir króna, sem er 8% af áætl- aðri landsframleiðslu. Lánsfjárþörf- in sýnir hversu iangt útgjöld opinberra aðila er ætlað að fara fram úr tekjum. Þegar dregnar hafa verið frá afborganir, og vextir af erlendum lánum, og vextir af skuldum ríkis- sjóðs við Seðlabankann standa eftir 3,500 milljónir króna, sem Þorvald- ur kallar „þensluhalla". Þó „þenslu- hallinn" verði ekki nema 2% af áætlaðri landsframleiðslu er hann hættulegur að mati Þorvaldar, verði fjárlagafrumvarpið afgreitt frá Al- þingi með meiri halla en nú er gert ráð fyrir. Þetta hefur gerst nær undantekningalaust á undanfömum árum: „Þar að auki er margföld reynsla fyrir því að opinber útgjöld fara iðulega langt fram úr fjárlög- um.“ „í ljósi reynslunnar er þess vegna hætt við því, að þensluhallinn á búskap opinberra aðila verði miklu meiri en 3,5 milljarðar, þegar upp verður staðið í árslok 1987. Þannig virðist fjármálastefna ríkisstjómar- innar líkleg til að stuðla að vaxnadi þenslu og verðbólgu á næsta ári ef ekki verður gripið í taumana," sagði Þorvaldur Gylfason. innréttingahúsiö Háteigsvegi 3, S (91) 27344, Rvík. Hvað eru önnur eldhús, samanboríð við HTH? Þú kynnist eiginleikum HTH eld- húsinnréttinga ekki í gegnum síma. Svo einfalt er málið ekki. Nú hefur Innréttingahúsið gefið út vandaðan litprentaðan bækling með öllum nýjustu HTH innréttingunum. Bæk- lingurinn er á íslensku. Nú sem fyrr býður Innréttingahús- ið hagstæð greiðslukjör - eða allt að 12 mánaða greiðslufrest. Þú veist það kannski ekki að þú færð innréttinguna, skápana, hurðirnar, parket og eldhústækin hjá okkur i „einum pakka" á þessum einstöku greiðslukjörum. Við mælum hjá þér eldhúsið og gerum tilboð, þér að kostnaðar- lausu og án skuldbindinga. OPIÐ LAUGARDAGA Pantið fyrir 29. október TIL KL. 16:00 afgreiðsla fyrir jól
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.