Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 20

Morgunblaðið - 18.10.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1986 Fj ár lagafrumvarpið: Stefna í ríkisfjármálum stuðl- ar að þenslu og viðskiptahalla - segir Þorvaldur Gylfason, prófessor — Þröstur Olafsson telur tekjuhlið frum- varpins ofmetna en gjaldahlið vanmetna „Þegar allt er skoðað, virðist mér auðséð, að frumvörpin til fjárlaga og lánsfjárlaga, sem nú hafa verið lögð fyrir Alþingi, geta valdið þenslu í þjóðarbú- skapnum og þar með vaxandi verðbólgu og viðskiptahalla á næsta ári, ef ekki verður gripið í taumana," sagði Þorvaldur Gylfason, prófessor á ráðstefnu Félag^s viðskipta- og hagfræð- inga um fjárlögin og efna- hagslífið sem haldin var á fimmtudaginn. Á ráðstefnunni kom fram gagn- rýni á frumvarp ríkisstjómarinnar til fjárlaga fyrir næsta ár. Þannig hélt Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar því fram að tekjuhlið frumvarpsins væri of- metin og gjaldhlið vanmetin. Þannig vanti um 1.000 milljónir króna. Víglundur Þorsteinsson, for- maður Félags íslenskra iðnrekenda benti á þau vandamál sem skapast hefðu vegna misgengis gjaldmiðla. Hann sagði það höfuðatriði að ríkis- stjómin grípi til aðgerða til þess að halda gengi krónunnar stöðugu. Víglundur taldi að frumvarpið til fjárlaga væri ekki til þess fallið að treysta fastgengisstefnuna. Hann benti einnig á að ýmsar forsendur þjóðhagsáætlunar stæðust ekki. Kaupmáttur atvinnutekna verður í byijun næsta árs um 4% hærri en að meðaltali á þessu ári. Af þessu má draga þá ályktun að einka- neysla hækki um 3-3,5% á næsta ári en ekki 1,5% eins og reiknað er með í þjóðhagsáætlun. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri tók í svip- aðan streng og sagði að ýmsar V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðin! fttötgptttlilftfófr forsendur þjóðhagsáætlunar gengu ekki upp, s.s eins og um einka- neyslu og viðskiptajöfnuð. I erindi sem Þorvaldur Gylfason, prófessor flutti á ráðstefnunni, benti hann á að villandi væri að beina athyglinni eingöngu að rekstrarhalla ríkissjóðs, þar sem hann væri ófullnægjandi mæli- kvarði á heildarumsvif opinberra aðila og áhrif þeirra á efnahagslíf- ið: „Þessi halli nær aðeins til fjárhags ríkissjóðs sjálfs og ríkis- stofnana (þ.e. A-hluta íjárlaga), en skilur fjármál ríkisfyrirtækja (B- hlutann) og annarra opinberra og hálfopinberra fyrirtækja og sjóða (sem ég kalia C-hluta ríkisfjármála) út undan." Þorvaldur kemst þannig að því að lánsfjárþörf opinberra aðila á næsta ári sé samtals 12,400 milljónir króna, sem er 8% af áætl- aðri landsframleiðslu. Lánsfjárþörf- in sýnir hversu iangt útgjöld opinberra aðila er ætlað að fara fram úr tekjum. Þegar dregnar hafa verið frá afborganir, og vextir af erlendum lánum, og vextir af skuldum ríkis- sjóðs við Seðlabankann standa eftir 3,500 milljónir króna, sem Þorvald- ur kallar „þensluhalla". Þó „þenslu- hallinn" verði ekki nema 2% af áætlaðri landsframleiðslu er hann hættulegur að mati Þorvaldar, verði fjárlagafrumvarpið afgreitt frá Al- þingi með meiri halla en nú er gert ráð fyrir. Þetta hefur gerst nær undantekningalaust á undanfömum árum: „Þar að auki er margföld reynsla fyrir því að opinber útgjöld fara iðulega langt fram úr fjárlög- um.“ „í ljósi reynslunnar er þess vegna hætt við því, að þensluhallinn á búskap opinberra aðila verði miklu meiri en 3,5 milljarðar, þegar upp verður staðið í árslok 1987. Þannig virðist fjármálastefna ríkisstjómar- innar líkleg til að stuðla að vaxnadi þenslu og verðbólgu á næsta ári ef ekki verður gripið í taumana," sagði Þorvaldur Gylfason. innréttingahúsiö Háteigsvegi 3, S (91) 27344, Rvík. Hvað eru önnur eldhús, samanboríð við HTH? Þú kynnist eiginleikum HTH eld- húsinnréttinga ekki í gegnum síma. Svo einfalt er málið ekki. Nú hefur Innréttingahúsið gefið út vandaðan litprentaðan bækling með öllum nýjustu HTH innréttingunum. Bæk- lingurinn er á íslensku. Nú sem fyrr býður Innréttingahús- ið hagstæð greiðslukjör - eða allt að 12 mánaða greiðslufrest. Þú veist það kannski ekki að þú færð innréttinguna, skápana, hurðirnar, parket og eldhústækin hjá okkur i „einum pakka" á þessum einstöku greiðslukjörum. Við mælum hjá þér eldhúsið og gerum tilboð, þér að kostnaðar- lausu og án skuldbindinga. OPIÐ LAUGARDAGA Pantið fyrir 29. október TIL KL. 16:00 afgreiðsla fyrir jól

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.