Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 21

Morgunblaðið - 30.05.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 21 '+ % 33 starfsstúlkur dagheimila hækka um tvo launaflokka eftir námskeið Morgunblaðið/Bjami Starfsstúlkumar, nýútskrifaðar af námskeiðinu. Myndin er tekin fyrir framan Miðbæjarskólann, en þar fór kennslan fram. FYRSTA námskeiðinu, sem haldið hefur verið á vegum borgarinnar fyrir starfsfólk á barnaheimilum, lauk i vikunni og útskrifuðust þá 33 starfs- stúlkur. Við það hækka þær um tvo launaflokka samkvæmt Sóknartaxta. Af tilefninu hélt borgarstjóri þeim boð i Höfða. „Þetta er langþráður draumur sem er að rætast,“ sagði Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir, formaður Sóknar, í samtali við blaðamann, „og geri ég fastlega ráð fyrir að áframhald verði á námskeiðunum ef marka má ummæli borgarstjóra í Morgunblaðinu 27. maí. Almenn ánægja ríkti meðal kvennanna með námskeiðahaldið og allt skipulag, sem var í höndum skóla- stjóra Námsflokka Reykjavíkur, Guðrúnar Halldórsdóttur." Námskeiðið hófst 28. apríl sl. Það stóð yfir í 100 tíma og er þar með lengsta námskeiðið sem hald- ið hefur verið fyrir Sóknarfólk. Aðalheiður sagði jafnframt að einnig væri þetta í fyrsta sinn sem starfsfólki væri boðið upp á nám- skeið í vinnutímanum, en annars hefðu námskeiðin á vegum borg- arinnar ævinlega verið haldin í frítíma starfsfólks og hefði megn óánægja ríkt með það fyrirkomu- lag. Starfsstúlkumar, sem lokið hafa námskeiðinu, hækka í laun- um um rúmlega 3.000 krónur og eru laun flestra þeirra nú um 27.800 krónur. Hæst geta þær farið sem hafa 15 ára starfsaldur og eru yfírmenn deilda - þær fá nú um 29.700 krónur í mánaðar- laun, að sögn Aðalheiðar. Valtýr Pétursson við málverk á síðustu sýningu sinni á Kjarvalsstöð- um. Listasafn Borgarness: 44 myndir eftir Valtý Pétursson á vorsýningu Borgarnesi. VORSÝNING Lástasafns Borgar- ness 1986 hefst klukkan 18 í dag, föstudaginn 30. maí, í Grunnskóia Borgamess og stendur til sunnu- dagskvölds 1. júní. Listasafnið sýnir að þessu sinni 44 myndir eftir hinn kunna listmálara Valtý Pétursson. Valtýr var á heiðurslaunum hjá Reykjavíkurborg 1985. Hann var síðast með sýningu á Kjarvalsstöð- um sem lauk þann 6. apríl síðastlið- inn. - TKÞ Minningarsjóður Sam- taka um kvennaathvarf SAMTÖK um kvennaathvarf hafa nýlega látið gera minning- arkort og mun það fé sem þannig kemur inn renna óskert til rekstrar Kvennaathvarfsins. Nokkrar gjafir hafa þegar bor- ist. Kortin eru afgreidd á tveim stöð- um, Reykjavíkurapóteki og á skrif- stofu samtakanna í Hlaðvarpanum á Vesturgötu 3, 2. hæð, sem er opin alla virka daga árdegis kl. 10—12 (og stundum lengur). Þeir sem þess óska geta hringt á skrif- stofuna og fengið senda gíróseðla fyrir greiðslunni. Síminn er 23720. (Fréttatílkynnmg) Shm premium bensín t

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.