Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 Afmælis- boð Amnesty Intemational varð 25. ára í fyrradag og ritaði ég í því tilefni smá ádrepu á fréttastofu sjónvarps vegna klaufalegrar myndatöku er starfsmenn Hafskips voru faerðir til gæsiuvarðhalds og einnig ræddi ég um einkennilegar yfirlýsingar rannsóknaaðila en þær yfirlýsigar hafa einkum heyrst í fréttatímum útvarps. Ég vil taka skýrt fram að ég er ekki að ásaka einn eða neinn um afglöp í starfi, Ijarri fer því, en þar sem ég er nú einu sinni ráðinn til að fj'alla um dagskrá útvarps og sjónvarps á sem víðustum grunni þá fínnst mér allt í lagi að benda fréttamönnum ríkis- fjölmiðlanna á víxlsporin. Frétta- menn eru í sviðsljósinu og verða að sætta sig við að náið sé fylgst með orðum þeirra og gjörðum. Þeir mega raunar þakka fyrir að njóta ríkulegs aðhalds. Þar með er ekki sagt að sá er hér mundar stflvopn sé boðberi sannleikans. Ég segi bara eins og mér býr í bijósti sem einstaklingur í fijálsu samfélagi. Ég hef ekkert frekar á réttu að standa en næsti maður þótt sá sé ekki sí- fellt að rífa sig í blöðunum. 25. ára í tileftii aldarfjórðungsafmælis hins stórmerka félagsskapar Amn- esty Intemational efndi sjónvarpið til afmælisveislu í sjónvarpssal og vom þeir Ögmundur Jónasson og Jón Gútavsson í hlutverki gestgjafa. Veisla þessi var í beinni útsendingu og tókst bara nokkuð vel. Einkum fannst mér þó sviðsmyndin glæsi- leg, en þannig vildi til að ég hafði litið hana augum fyrr um daginn niðrí upptökusal sjónvarps en fannst hún miklu glæsilegri í litla imbakassanum mínum síðar um kveldið. En svona er sjónvarpið á vissan hátt blekkingarvefur ofinn úr ljósperlum en samt fáum við þar mynd af raunveruleikanum af ver- öld allri ef svo má segja líkt og Zeifur forðum þá hann flatmagaði efst á Olympstindi og skyggndi hina lágu byggð. Heildarsvipurinn Hún er annars ekki mjög glæsi- leg sú veröld er blasir við af tindi Amnesty Intemational. Þeirri ver- öld var aðeins lítillega lýst í af- mælisboði þeirra Ögmundar Jónas- sonar og Jóns Gústavssonar. Þó fundum við fnykinn af myrkraverk- unum og skyggndumst ögn bakvið þá blóðugu dulu er Amnesty Intem- ational freistar að lyfta dag hvem. En á milli þeirra atriða var spilað og sungið eins og vera ber í af- mælisboði. Ég var þó ekki alveg sáttur við lagavalið og textana er fylgdu hljómunum. Að mínu mati verður ætíð að semja sérstaka tón- listardagskrá þá efnt er til slíkrar veislu í sjónvarpssal, þannig hefði verið mjög við hæfí að fá íslenska tónlistarmenn og ljóðskáld til að semja lag og ijóð er hæfði þama stað og stund. Islenskir myndlistar- menn hefðu síðan gjaman mátt spreyta sig á að myndskreyta tóna- galdurinn. Þannig hefði heildarsvip- ur afmælisdagskrárinnar orðið heil- steyptari og dagskráin öll markviss- ari. Það er góðra gjalda vert að létta yfirbragð alvarlegra gilda en þá tilefnið er jafii alvarlegt og hér um ræðir er ekki við hæfí að dagskáin minni á hversdagslegan skemmtiþátt. Næst þegar efnt verð- ur til slíkrar hátíðar í sjónvarpssal skal stilla saman strengi máls, tóns og myndar. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP / SJÓNVARP Ráseitt: Breytingar á tónlistardagskrá ■i Þær breytingar 03 verða á tónlist- “ arflutningi rás- ar eitt í sumar að milii kl. 11.03 og 12.00 verður út- varpað ijölbreyttri tónlist- ardagskrá í beinni útsend- ingu fjóra daga vikunnar, en á mánudögum verður á þessum tíma sjómanna- þátturinn, „Á frívaktinni". Bæði verður um að ræða þætti þar sem kynnt verður tónlist af plötum með áherslu á sígilda og þjóð- lega tónlist, svo og þætti með léttri tónlist og gestum í stúdíói. Ifyrstu tvær vik- umar í júní verða þættimir að sjálfsögðu undir sterk- um áhrifum frá Listahátíð í Reykjavík, og reynt verð- ur eftir megni að ná tali af þeim tónlistarmönnum sem fram koma, bæði er- lendum og innlendum. Umsjónarmenn þessara þátta verða bæði fastráðnir og iausráðnir dagskrár- gerðarmenn tónlistardeild- ar: Knútur R. Magnússon, Sigurður Einarsson, Ýrr Bertelsdóttir og Þórarinn Stefánsson. Þættimir hafa hlotið nafnið „Samhljóm- ur“ og sá fyrsti í röðinni verður á dagskrá þriðju- daginn 3. júní. Oöld í Oklahoma bandarískur vestri ■■■■ Óöld i Oklahoma OQ 20 (Oklahoma Kid), bandarísk- ur vestri frá 1939, er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Myndin er svart-hvít og fjallar um átök milli land- nema í Ameríku. Árið 1892 hófst nýtt landnám í Okla- homa. Nokkrar fjölskyldur setjast að og ætla að hefja uppbyggingu nýs bæjar en fljótlega kemur í ljós að flokkur ribbalda hefur tek- ið sér þama bólfestu. Land- nemamir gera samning við þá um að þeir megi reka spilavíti í bænum en þeir vinna þar mörg óhæfuverk auk þess sem spilavítið verður mörgum til ógæfu. Ástandið er bæjarbúum þungbært þar til þekktur ævintýramaður kemur þeim til hjálpar. Leikstjóri er Lloyd Bacon en með aðalhlutverk fara James Cagney og Humphrey Bogart. Kvikmyndahand- bókin gefur þessari mynd tvær stjömur og telur hana ágæta. Atríði í kvikmyndinni Ötfid í Oklahoma sem sjón- varpið sýnir i kvöld. Á myndinni má sjá James Cagney og Humphrey Bogart í hlutverkum sínum. Heimildarmynd um listmálarann Pablo Picasso er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld. Heimildarmynd um Pablo Picasso ■i Bresk-frönsk 50 heimildamynd um Pablo Pic- asso er á dagskrá sjónvarps í kvöld. Picasso (1881- 1973) var einhver áhrifa- mesti listmálari þessarar aldar. í myndinni er litið um öxl yfír langan og stór- brotinn feril Picassos á listabrautinni og skoðuð em verk frá hinum ýmsu skeiðum sem hann gekk í gegnum á langri lífsleið. ÚTVARP FÖSTUDAGUR 30. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Morgunvaktin. 7.20 Morgunteygjur. 7.30 Fréttir. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. 8.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttir á ensku 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barn- anna: „( afahúsi" eftir Guð- rúnu Helgadóttur. Steinunn Jóhannesdóttir les (5). 9.20 Morguntrimm. Tilkynn- ingar. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöldinu áður sem Siguröur G. Tómasson flytur. 10.10 Veöurfregnir. 10.25 Lesiðúrforustugreinum dagblaðanna. 10.40 Sögusteinn Umsjón: Haraldur Ingi Har- aldsson. (Frá Akureyri) 11.10 Fáein orö i einlægni ÞórirS. Guöbergsson talar. 11.30 Morguntónleikar. „Pét- ur og úlfurinn," svita eftir Sergej Prokofjeff. Sinfóníu- hljómsveit (slands leikur, Páll P. Pálsson stjórnar. Sögumaöur: Þórhallur Sig- urðsson. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „Fölna stjörnur" eftir Karl Bjarnhof Kristmann Guðmunasson þýddi. Arnhildur Jónsdóttir les (5). 14.30 Sveiflur — Sverrir Páll Erlendsson. (Frá Akureyri). 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síödegistónleikar a. Laurence Dale og Am- brosian-kórinn syngja lög eftir Albert Ketelby með Promenade-hljómsveitinni í Lundúnum; Alexander Faris stjórnar. b. Kiri Te Kanawa syngur lög eftir Kurt Weill og Rogers og Hammerstein með hljómsveit Nelsons Riddle. c. Jessye Norman syngur lög eftir Richard Rogers og Cole Porter með John Will- iams og Boston Pops hljóm- sveitinni; Arthur Fiedler stjórnar. 17.00 Helgarútvarp barnanna. Stjórnandi: Vernharður Linnet. 17.40 Úr atvinnulífinu - Vinnu- staöir og verkafólk. Umsjón: Hörður Bergmann. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.40 Tilkynningar. 19.16 Á döfinni. Umsjónar- maður Maríanna Friðjóns- dóttir. 19.25 Tuskutigrisdýriö Lúkas — 12.og 13. þáttur. (Tygtigeren Lukas) Finnskur barnamyndaflokk- ur í þrettán þáttum um ævintýri tuskudýrs sem strýkur að heiman. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Sögumaður Sig- mundur Örn Arngrimsson. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). 19.60 Fréttaágripátáknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dag- skrá. 19.50 Daglegtmál Örn Ólafsson flytur þáttinn. 20.00 Lög unga fólksins Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. a) Fjalliö mitt. Torfi Jónsson les hugleiðingu eftir Oddnýju Guðmundsdóttur. b) Skotist inn á skáldaþing. Ragnar Ágústsson fer með vísur um trúna eftir ýmsa höfunda. c) Skyggni Helga Sveins- sonar. Úlfar K. Þorsteinsson les þátt úr Grímu hinni nýju. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir tónverkið „Úr orðskviðun- um" eftir Jón Ásgeirsson. 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veöurfregnir. 22.20 Kvöldtónleikar. SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 30. maí 20.40 Reykjavíkurlag — Með þínu lagi. Fimmti þáttur. 20.60 Picasso Bresk/frönsk heimildamynd um Pablo Picasso (1881—1973), áhrifamesta listmálara á þessari öld. Litið er um öxl um langan og stórbrotinn feril Picassos á listabrautinni og skoðuð verk frá hinum ýmsu óliku skeiðum á langri lífsleið. Kvikmyndastjórn. Didie Baussy. Þýðandi Ólöf Pét- ursdóttir. 22.10 Borgarstjómarkosning- ar Hringborðsumræður um málefni Reykjavíkur. Um- a. „En sommernat" eftir Peter Heise. Bent Norup syngur. Tamás Vetö leikur á píanó. b. „Sommernight on the river" eftir Frederick Delius. Enska kammersveitin leikur; Daniel Barenboim stjórnar. c. „Sommernacht" eftir Othmar Schoeck. Studio- hljómsveitin i Genf leikur; FÖSTUDAGUR 30. maí 10.00 Morgunþáttur '7 ræðum stýrir Páll Magnús- son. 23.15 Seinni fréttir. 23.20 Óöld í Oklahoma (Oklahoma Kid) Bandariskur vestri frá 1939. s/h. Leikstjóri Lloyd Bacon. Aðalhlutverk James Cagney og Humphrey Bogart. Skömmu fyrir aldamótin síð- ustu hófst nýtt landnám í Oklahoma. Landnemaflokk- ur gerir málamiölun við ribb- alda sem vinna mörg óhæfuverk. Þá kemur til sögunnar maður sem þorir að bjóða þrjótunum birginn. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 00.05 Dagskrárlok. Othmar Schoeck stjórnar. 23.00 Heyrðu mig — eitt orð. Umsjón: Kolbrún Halldórs- dóttir. 24.00 Fréttir. 00.05 Djassþáttur -JónMúliÁrnason. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. Stjómendur: Páll Þorsteins- sonogÁsgeirTómasson. 12.00 Hlé 14.00 Pósthólfið í umsjá Valdísar Gunnars- dóttur. 16.00 Léttir sprettir Sigurður Sverrisson stjórnar tónlistarþætti með íþrótta- ívafi. 18.00 Hlé. 20.00 Hljóödósin Þáttur i umsjá Þórarins Stefánssonar. 21.00 Dansrásin Stjómandi: Hermann Ragn- arStefánsson. 22.00 Rokkrásin Stjórnendur: Snorri Már Skúlason og Skúli Helga- son. 23.00 Ánæturvakt með Vigni Sveinssyni og Þorgeiri Ástvaldssyni. 03.00 Dagskrárlok. Fréttir eru sagöar i þrjár minútur kl. 11.00, 15.00, 16.00 og 17.00. SVÆÐISÚTVÖRP REYKJAVÍK 17.03—18.10 Svæðisútvarp fyrir Reykjavik og nágrenni — FM 90,1 MHz. AKUREYRI 17.03—18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 MHz.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.