Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 + Ástkær eiginmaöur minn, sonur, faöir, tengdafaöir og afi, PÁLL ÞORLÁKSSON, rafverktaki, Fífuhvammsvegi 39, Kópavogi, varð bráökvaddur aðfaranótt miövikudagsins 28. maí sl. Ásthildur Pétursdóttir, Þorlákur J. Jónsson, Björgvin Pálsson, Sigrún S. Karlsdóttir, Margrét Pálsdóttir, Sverrir E. Bergmann, Júlía, Ásthildur og Elfsabet. t FRIÐÞJÓFUR SIGURÐSSON, Auðshaugi, V-Barðastrandarsýslu, veröur jarösettur frá Brjánslækjarkirkju, Baröaströnd, föstudaginn 30. maíkl. 14.00. Vandamenn. + Útför fööur okkar, vinar og bróöur, HRAFNS PÁLSSONAR frá Vestmannaeyjum, ferfram föstudaginn 30. maí kl. 13.30 frá Fossvogskapellu. Sigrún Hrafnsdóttir, Hrönn Hrafnsdóttir, Guðmundur Berg Hrafnsson, Dóra Marfa Aradóttir, Þorbjörn Pálsson, Arndfs Pálsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðrún Pálsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, DÝRFINNU JÓNSDÓTTUR, Eyvindarhólum, A-Eyjafjöllum. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar ÁRNA ÞÓRHALLS BJÖRGVINSSONAR fré Áslaugarstöðum. Guö blessi ykkur öll. Systkini hins látna. + Þökkum innilega auðsýnda samúö og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar PÉTURS BRANDSSONAR, loftskeytamanns, Vatnsstfg 4. Jón Pétursson, Sigrfður Guðmundsdóttir Guðmundur P. Jónsson, Hanna Björk Jónsdóttir, Viktor Ingi Jónsson. + Innilegar þakkir öllum þelm er sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður og mágs, SVEINBJÖRNS BREIÐFJÖRÐ EIRÍKSSONAR, Hallveigarstfg 10, Reykjavfk. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og starfsfólki á deild 2B Landakotsspítala og öllum þeim er sýndu honum og aðstand- endum hans einstaka umhyggju og vinsemd í veikindum hans. Guö blessi ykkur öll. Eirfkur Guðmundsson, Rakel Sveinbjörnsdóttii, Guðmundur Eirfksson, Guðflnna Jóhannsdóttir, Jón Eirfksson, Þórunn Þórisdóttir. Indíana G. Bjama- dóttir — Minning Fædd 29. ágúst 1909 Dáin 21. mai 1986 Indíana G. Bjamadóttir fæddist að Gerði, Innra-Akraneshreppi, þann 29. ágúst 1909. Foreldrar hennar voru þau sæmdarhjón, Sig- ríður Jónsdóttir og Bjami Jónsson, er þar bjuggu. I Gerði ólst hún upp, ásamt systkinum sínum, þeim Ástu og Böðvari. Ekki gerði Indiana víðreist í uppvextinum, heldur byijaði fljótt að aðstoða við bústörfin heima fyrir og tók að mestu ieyti að sér innan- hússtörf á bænum, er hún giftist manni sínum, Guðna Eggertssyni frá Miðhúsum, Innra-Akranes- hreppi, í júní 1935 Guðni lést í apríl 1971. Eignuðust þau tvö böm, Sigríði, gift Skafta Guðjónssyni og eiga þau ijórar dætur, og Sigur- bjama, giftur Huldu Friðriksdóttur og eiga þau tvö böm. Bæði búa þau í Reykjavík. Veit ég, að bamabömin urðu henni mikill yndisauki á efri ámm. Að Gerði var allajafna mjög margt fólk í heimili og mikill gesta- gangur mikinn hluta ársins. Auk bama sinna ólu þau hjón, Sigríður og Bjami, upp §ögur fósturböm og er undirritaður eitt þeirra. Mér er bæði ljúft og skylt að minnast Indu frænku, því það veit ég að hennar vinnudagur var oft langur í Gerði, og ekki vom þá þau þægindi til allra hluta eins og síðar er orðið og hvíldi mestur hluti á hennar herðum. Alltaf var hægt að leita til Indu frænku, ef eitthvað á bjátaði, hjá yngra fólkinu jafnt sem því eldra. En þrátt fyrir allt sitt annríki átti Inda sínar stundir. Hún var mjög bókelsk, las mikið og ekki síst ljóð, enda gat hún vel komið saman vísu á góðri stund, þó hljótt hafí farið um þann eiginleika hennar. Inda var mjög hlédræg í eðli sínu og hugsaði alltaf fyrst um aðra, svo kom hún sjálf á eftir. Hún annaðist foreldra sína er aldurinn færðist jrfír þau og bjó með þeim, ásamt Guðna, að Gerði þar til ævi þeirra lauk. Nokkur ár eftir lát gömlu hjón- anna búa þau áfram að Gerði, en flytjast síðan til Reylq'avíkur 1958 og festa kaup á íbúð í Barmahlíð, þar sem hún bjó þar til fyrir ári síðan að hún flyst að Hrafnistu. Inda vann ýmiss störf utan heim- ilis eftir að þau fluttu til Reykjavík- ur. Síðustu ár hefur heilsu hennar verið að hraka og lést hún í Landa- kotsspítala eins og áður sagði þann 21. apríl sl. Inda var mjög trúuð kona og efaðist aldrei um líf eftir þetta líf og er ég þess fullviss, að ástvinir hennar handan við landa- mærin, sem við öll eigum eftir að fara yfír, em þar komnir til að taka á móti henni. í síðustu heimsókn minni til hennar sagðist hún vona, að Guðni væri ekki langt undan til að taka á móti sér. Þá var hún orðin mikið veik og hefur fundið að hvetju dró. Um leið og ég þakka Indu frænku allt, sem hún hefur gert fyrir mig öll mín ár, þá sendi ég ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur og minningin um mæta konu mun lifa. Útför hennar fer fram í dag, föstudag, frá Innra-Hólmskirkju. Geir R. Gíslason Hvers vegna minningarorð um konu sem engin afrek vann sem á bækur verða færð? Æviferill Guðríðar Indíönu Bjamadóttur, föðursystur minnar, var fáskrúðugur. Hún var í hópi fjölmargra kvenna á þessari öld sem fæddust og dvöldust í sveit framan af, giftust, ólu böm sem fóm suður og síðan lá leið mæðranna einnig til Reykjavíkur. Inda frænka mín fæddist að Gerði í Innra-Akranes- hreppi 29. ágúst 1909, giftist Guðna Eggertssyni, vel hagorðum mjmdar- og gleðimanni, eignaðist með honum tvö böm, Sigurbjama, tæknifræðing, og Sigríði Erlu, hús- freyju. Þau hjón bjuggu í Gerði ásamt foreldrum hennar, Sigríði Jónsdóttur og Bjama Jónssjmi, uns gömlu hjónin dóu — og tóku smám saman við búrekstri öllum. Gerði er lítil jörð sunnan við Háahnúk í Akrafjalli og forðum voru gjöful fískimiðin framundan strönd í Hvalfjarðarmynni — en af er sú tíð. Bömin fóm og Guðni gerðist heilsu- veill. Því létu þau jörðina og hlutu í staðinn kjallaraíbúð við Barmahlíð í höfuðstaðnum. Þar hlúði hún að manni sínum af sömu alúð og hún sinnti foreldmm sínum fyrmm, uns hann lést, vann fyrir sér með ræst- ingarstörfum og bamagæslu, fékk víst á Hrafnistu þar sem Háihnúkur blasir við í norðri og dó þar í vor- blíðunni. Þessi hægláta alþýðukona var í vitund minni mikil andstæða for- móður sinnar og nöfnu, Tyrlq'a- Guddu, sem fólki hefur verið einna hugleiknust íslenskra kvenna á síð- ari öldum. En engar deilur spunnust um Guðríði Indíönu Bjamadóttur. Fáir vissu hvað hún hét fullu nafni en Inda var hvers manns hugljúfí: vinnusöm, dugleg og óvenju hjálp- söm — bjarg sem á mátti treysta enda mjög til hennar leitað. Bömum leið vel í návist Indu. Það reyndi ég sjálfur. Hún ræddi við mig ungan um skáldskap, fór með vísur og kvæði af þeirri hjart- ans gleði að ljóst varð að þar fóm verðmæti' meiri en veraldlegur auður: Hrefnukvæði eða Sáuð þið hana systur mína meðan við dund- uðum við að setja niður kartöflur og hrossagaukur flutti allt annað ljóð af miklum raddstyrk. En Davíð Stefánssyni hélt hún mest fram: Eg finn það gegnum svefninn aðeinhverlæðistinn með eldhúslampann sinn... Ekki kunni ég við annað en lesa vandlega allar ljóðabækur Davíðs Hörður Guðlaugs- son — Minning Fæddur 17. mars 1946 Dáinn 22. maí 1986 „Hröðerförin örskömmdvöl ááningarstað verum því hljóð hversnerting erkveðja í hinzta sinn.“ (Birgir Sigurðsson) Að kveðja er ekki að deyja, að deyja er ekki að kveðja fyrir fullt og allt. Minningin lifír um ókomna tíð. Hörður vinur okkar kvaddi nú fyrir fáeinum dögum, f síðasta skipti hér á jörð. Hann er lagður af stað í sitt síðasta stóra ferðalag. Hvað er handan móðunnar miklu? Þegar stórt er spurt er jafn- an fátt um svör. Svarið fáum við dauðlegir varla fyrr en Karon feiju- maður heilsar okkur í fyrsta og eina sinn. Þá fáum við líka svarið við stærstu spurningu lífsins. Þá ráðum við lífsgátuna og allar aðrar spum- ingar sem við höfum spurt gegnum tfðina verður hjóm eitt. Þess vegna eigum við ekki að hræðast dauðann heldur taka honum sem siálfsöcrð- sem faðir minn átti en af meðfæddri þrætugimi tefldi ég Einari Ben. fram á móti. Ólík fannst mér þau systkin. Hún flutti og fræddi, hann sagði fátt en áminnti með svipbrigðum væri rangt með farið. Hvomgt fór með sínar vísur þótt hagorð væm en kenndu litlum dreng að skynja hrynjandi bundins máls. í raun skildi ég ekki fyrr en nú að ævi frænku minnar var sýnikennsla í manngæsku og menningu. Á kon- um sem henni hvíldi íslensk al- þýðumenning. Aldrei fannst mér hún eiga heima annars staðar en í Gerði og nú verður hún jarðsett í Innra-Hólmskirkjugarði undir hnúknum. Ég kveð hana með erindi eftir Einar: Mitt verk er þá ég fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið; mín söngvabrot, sem býð ég þér, eitt blað í Ijóðasveig þinn vafið. En innsta hræring hugar míns, hún hverfa skal til upphafs síns sem báran—endurheimt í hafið. Jón Böðvarsson í dag er til moldar borin elskuleg tengdamóðir mín, Indíana Bjama- dóttir frá Gerði, Innri-Akranes- hreppi. Hún lést í Landakotsspítala 21. þ.m. eftir stutta legu þar. Eiginmaður Indu, en svo var hún ætíð kölluð, var Guðni Eggertsson. Þau hjón eignuðust 2 böm, Sigur- bjama, byggingafræðing, og Sigríði Erlu, húsmóður. Bamabömin em orðin 6 og bamabamabömin 2. Þegar Helga, yngsta bamabam hennar, var fermd 20. apríl sl. var hún tæplega búin að ná sér eftir slæma inflúensu, sem hún hafði fengið. Þrátt fyrir að hún væri sár- lasin lagði hún það á sig að vera viðstödd. Ég ætla ekki að fara nánar út í að rekja æviágrip Indu, því þar mupu aðrir þekkja betur til en ég. Ég læt hugann reika aftur til haustsins 1959. Einkasonurinn kemur með unnustu sína til foreldra sinna í Barmahlíðinni til þess að kynna hana fyrir þeim. Unnustan er dálítið kvíðin. Hún veit ekki hvemig tilvonandi tengdaforeldrar munu taka henni. Fljótt kemur í um hlut. Eitt sinn skal hver maður deyja. En stundum fínnst okkur að dauðinn komi of fljótt. Vorið sé varla tími til að deyja, þegar allt er að vakna til lífsins, tré að laufg- ast, blóm að springa út, fuglar himins að gera sér hreiður. Hér á Kópavogshæli er þetta allt einmitt að gerast. Fuglasöngur er mikill og fallegur hér í garðinum hjá okkur. Grasið grænt. Hversvegna er þá einn af okkur kallaður burt? Því getum við, einsog svo mörgu öðm, ekki svarað. Líklegast er það kannski ekki svo slæmt að leggja af stað í ferðalag við fuglasöng og hækkandi sól. Trúlega ekki. Við sendum á eftir Herði okkar bestu kveðjur og þökkum honum þá tíma er við áttum saman. Hvíli hann í friði. Vistfólk og starfsmenn deildar tvö á Kópavorrshælí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.