Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 15
Standist áætlanir reynir aldrei á launanefnd. Standist þær ekki hljóta menn að leita skýringa á því hvað hafi farið úrskeiðis. Þess vegna er ástæða til þess að ætla, að þessu nýja fýrirkomulagi fýlgi aðhald allt frá samningsgerð og út samningstímabil. Vissulega er það rétt, að ekki er víst að launanefnd úrskurði alltaf bætur ef verðlags- þróun fer úrskeiðis. En var gamla verðbótakerfið slík trygging? Alls ekki. Reynslan er ólygnust í þessu efni. Á meðan vísitölukerfíð var við líði var gripið inn í kjarasamninga á hveiju ári. Mikilvægt er að samstaða var í launanefnd um úrskurð nú. Ástæða er til að vona að svo geti einnig orðið ef aftur kemur til kasta nefnd- arinnar. Reyndar er það grundvall- arregla í starfí neftidarinnar, að sameiginlegrar niðurstöðu skuli leitað. Verði ágreiningur missir sá sem með oddaatkvæði fer það í hendur gagnaðila. Nái annar hvor aðilinn oddaaðstöðu með tilbúnum ágreiningi getur hann ekki vænst þess að halda þeirri aðstöðu næst er á reynir. Slík vinnubrögð myndu líka marka endalok þessa kerfis. Þetta fýrirkomulag er í eðli sínu viðkvæmt, en það stóðst frumraun sína. Margt hefur áunnist. Þótt vísital- an hafí farið lítillega fram úr við- miðun skulu menn gefa gaum þeirri staðreynd, að verðlag er nú að lík- indum 6-7% lægra en unnt var að reikna með í byijun árs. Um mitt árið verður þessi munur 10-12%. Víst er um það að þeir sem bera skuldabagga merkja nú þegar nokkum Iétti. Sá sem í ársbyijun skuldaði eina milljón skuldar nú 70 þúsund krónum lægri fjárhæð en ella. Matvöruliður vísitölunnar hækk- aði einungis um 0,4% frá 1. mars til 1. maí. Neytendur hafa átt færi á að öðlast verðskyn sem er ein forsenda stöðugs verðlags. Matar- reikningur fjölskyldunnar hefur ekki hækkað. Á öðrum liðum hafa hækkanir verið meiri en búast mátti við. Þannig hafa t.d. skór og fatnað- ur hækkað í verði töluvert umfram það sem ástæða er til, að teknu tilliti til gengisbreytinga. LJóst er að í þessum greinum verslunar er erfítt um samkeppni vegna tísku- sveiflna, en hana verður að efla eftir því sem tök era á. Horfiír. Nauðsyn aðhalds í kjarasamningunum var reiknað með því að hækkun verðlags á árinu yrði 7-7,5%. Miðað við núverandi aðstæður er líklegt að hækkun framfærsluvísitölu verði um 1% meiri. Kaupmáttur á fyrri helmingi ársins verður nánast sá sami og gert var ráð fyrir og ekkert bendir til þess að ekki sé unnt að ná því kaupmáttarmarki, sem að var stefnt í lok samningstímans. Megin- markmið samninganna að því er varðar þróun kaupmáttar og verð- Iags standa aldeilis óhögguð. Full ástæða er þó til þess að allir aðilar geri sér grein fyrir því, að enn rík- ari ástæða er til aðhalds í verðlags- málum en áður. Verðlagsstofnun, samtök launafólks og neytendafé- lög hafa unnið mikið starf á sviði upplýsingamiðiunar. í þessu efni má þó enn herða róðurinn. Mark- miðið á að vera að koma því til skila til neytenda og framleiðenda, að verðhækkanir af öllu tagi séu óeðlilegar og eigi að heyra til und- antekninga. Framleiðendur og seljendur vöra og þjónustu verða að gera sér grein fyrir því að þeir geta ekki vænst þess að velta rekstrarvanda út í verðlagið. Ifyrirtækin verða hvert fyrir sig að leysa vandamálin inná við með aðgerðum til spamaðar og aukinnar framleiðni. Vissulega er þetta erfítt. Kjarasamningamir reyna á fyrirtækin og stjómendur þeirra. En þeir reyna líka víða á launafólk og heimilin í landinu. Ákvarðanir stjómvalda á sviði verðlagsmála, ríkisfjármála og peningamála geta einnig reynst afdrifaríkar á næstunni. Neikvæð afkoma ríkissjóðs hlýtur að vera áhyggjuefni, einkum ef hallinn er ekki í vaxandi mæh' fíírrmonaður MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 með innlendu Iánsfé. Slík Qármögn- un getur þó auðvitað ekki gengið til lengdar og heldur raunvöxtum allt of háum. Verðbólgan í lýðræðisríkjum liggja efnahags- leg völd hjá stjómmála- og stjóm- skipulegum stofnunum, svo og í höndum fyrirtækja og einstaklinga og samtökum þeirra. Jafnvægi í efnahagslífinu byggir á því að þess- ir ólíku aðilar gæti tiltekins sam- ræmis í ákvörðunum sínum og farsæl efnahagsstjóm á því að leiða slfld samstarf á grandvelli gagn- kvæms trausts og tillitssemi. Á slíkt samstarf og traust hefur mjög skort. Verðbólguvandi undanfar- inna ára er öðra fremur afleiðing þessa. í febrúar tókst að samræma þýðingarmiklar ákvarðanir í efna- hagsstjóm. Nú í kjölfarið reynir á þettatraust. Um langt árbil hefur verðbólga verið helsta meinsemd á íslensku efnahagslífí og þjóðlífínu yfír höfuð að tala. Áhrifa langvinnrar og miklar verðbólgu gætir hvaraetna. Hún er sníkill á hveiju heimili og fyrirtæki í landinu. Hún raglar verðmætamat landsmanna en veitir slq'ól misvitrum stjómendum bæði í opinberam rekstri og í atvinnulífi. Hún grefur undan efnahag fjöl- skyldna á líðandi stund og drepur í dróma framtak og þróun á sviði atvinnustarfsemi. Af öllum þessum ástæðum er verðbólga hættuleg bæði í bráð og lengd. Nú reynir á hvort menn vilja hreinsa sig af óværanni. Næstu samningar Kjarasamningar era alltaf um- deildir. Verkamaður á áttræðisaldri sagði undirrituðum frá því að hann hefði verið viðstaddur nær hvem fund í sínu félagi í hálfa öld þar sem samningar hefðu verið til umfjöllunar. Ekki minntist hann þess að samningum hefði oft verið tekið með fögnuði. Stundum virðist svo sem gagnrýnendur líti hvem nýjan samning sem allra sfðasta samning en ekki áfanga á langri leið. Oftast nær deila menn lengur um síðasta samning en þeir veija til undirbúnings þeim næsta. I febrúarsamningunum var ákveðið að vinna að endurskoðun núgildandi launakerfa. Undirbún- ingsvinna er komin vel á rekspöl og þessa dagana er verið að senda út spumingalista fyrir umfangs- mestu launakönnun sem fram hefur farið meðal félagsmanna ASÍ til þessa. Könnun þessi er unnin á vegum samningsaðila og Kjara- rannsóknamefnd sér um alla fram- kvæmd. Treysta verður á að þeir sem lent hafa í úrtaki vegna þessar- ar könnunar bregðist vel við. í umræðum um fátækt á íslandi, sem urðu í kjölfar ráðstefnu um þetta efni, kom fram það viðhorf, að eiginlega væra allir launamenn á íslandi fátækir. Þetta sjónarmið varpar nokkra ljósi á það hvemig á því stendur, að til skuli fátækt fólk í jafn auðugu landi. Ef sá sem er með 50 til 100 þúsund króna mánaðartekjur hefur ekki skilning á því, að fátækt þess sem er með 20 þúsund krónur sé alvarlegra vandamál en eigin blankheit, er ekki við góðu að búast. Sá hluti þjóðarinnar sem býr við raunvera- lega fátækt er lítill minnihlutahóp- ur. Hlutur þessa fólks verður ekki réttur nema til komi skilningur þeirra sem betur era settir. Ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar í þessu efni er augljóslega mikil. Verka- lýðshreyfíngin verður að skapa samstöðu innan eigin raða og í þjóð- félaginu öllu um að hlutur þeirra tekjulægstu verði stórlega bættur. Fjölmargir hafa á síðustu áram fengið veralegar launahækkanir umfram kjarasamninga. Hinn hóp- urinn, sem ekki hefur notið launa- skriðs í neinum mæli, er líka stór og hann er ekki samstæður. í honum er fólk úr öllum starísgrein- um og félögum. Þessi hópur fólks, sem býr við taxtakaup fyrir dag- vinnu og lítið eða ekkert umfram það, á rétt á sérstakri leiðréttingu. Kröfur verkalýðshreyfíngarinnar fvrir síðustu kjarasamninga snera mjög að því að leiðrétta þetta mis- gengi á greiddum launum. Mikið starf er framundan í umskipan launakerfísins, en samhliða endur- skoðun launataxtanna sjálfra er knýjandi, að bónuskerfum verði breytt þannig að föst laun nái eðli- legu hlutfalli heildartekna. Öllum má vera ljóst, að full-' snemmt er að flalla um næstu samninga í einstökum atriðum umfram það sem hér er gert og beinlínis tiltekið í síðustu samning- um. Reynslan af þeirri tilraun sem nú stendur mun öðra fremur ráða stefnumótun í næstu kjarasamning- um. Tekjuskiptingin í þjóðfélaginu er ekki bara verkefni samtaka at-. vinnurekenda og launafólks, hún ræðst ekki alfarið við samninga- borðið. Tekjuskattskerfíð er úr sér gengið vegna undandráttar. Þegar svo er komið er full ástæða til uppsto’kkunar, en einnig kemur mjög til greina að tengja frekar en nú er gert tilfærslukerfí hins opin- bera og skattakerfíð. Á síðustu áram hefur verkalýðs- hreyfíngin smám saman verið að ijarlægast flokkakerfið í landinu. Hún lætur stjómmál líðandi stundar til sín taka en flokkamir hafa ekki sömu tök á „sínum mönnum" og „sínum félögum" og áður. Hrossa- kaup stjómmálaflokkanna innan hreyfíngarinnar tilheyra sögunni. Verkalýðshreyfingin er samtök fólks með ólíkar stjómmálaskoðan- ir. Ríkisstjómir koma og fara en verkalýðshreyfíngin verður að eiga samskipti við þær allar. Pólitískir flokkar sænga saman á víxl og ganga þess á milli í meydóm stjóm- arandstöðu. Verkalýðshreyfíngin verður á hveijum tíma að leggja raunsætt mat á stöðuna og vinna úr henni eftir því sem unnt er. Sú ríkisstjóm sem setið hefur að völdum hér á landi í rétt þijú ár _____________________________15 var í byijun ferils síns ósvífnari í árásum á verkalýðshreyfinguna en aðrar. Af þessum sökum fannst sumum að hreyfíngin ætti henni grátt að gjalda og ætti sem minnst að hafa saman við hana að sælda. Það er merki um styrkleika hreyf- ingarinnar en ekki veikleika að þessar skoðanir hafa vikið. Vilji stjómmálaöflin eiga sam- starf við hreyfinguna um framgang nýtra mála er hún tilbúin. Það sanna samningamir frá febrúar. Þar sem kosninga er að öllu óbreyttu ekki að vænta fyrr en á næsta vori er hins vegar augljóst, að erfitt getur verið að eiga við stjómmálaöflin í ólgu kosningabar- áttu og óvissu um samstarf að. kosningum loknum. Höfundur er hagfræðingur AI- þýðusambands Islands. VIÐIR boiliba! -h'S 198 Grillmatur - Grillpinnar.G,m'Íníiaéi! Lambalæri á OTRULEGA LÁGU VERÐI: ,00 pr.kg. ^St 19» með kjöthitamæli í kjötafgreiðslu krydda matreiðslumeistarar VÍÐIS lærin eftir vali kaupenda. ooGlæsilegur í Mjóddínni Síllíltt)£ir Agúrkur, ísl. Tómatar ísl. Ferskiur 00 Oö-oo Pr- kg. pr. kg. £0.00 y i/i dos Kaffi—kaffi 0 Co.s?s lEkkermsen!. appelsmur 36stk.Bleiur ^|Qm icn.oo _ . með plasti og teygju 1 ^ / * 69 395'°^ Perur79í^ Munið SRAR góðu vörukaupin. Opið til kl. 20 í Mjóddinni VIÐIR en til kl.19 í Austurstræti. Opið á laugardag frá kl. 9-16 í Mjóddinni en 9 —14 í Austurstræti AUSTURSTRÆTI 17 - MJÓDDINNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.