Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1986 Gyðingar eru uggandi vegna fólksfækkunar Tel Aviv. AP. MIKLAR umræður hafa orðið í ísrael upp á síðkastið uin nýjar tölur um gyðinga innan og utan ísraels. Mörgum þykja þær upplýsingar uggvænlegar. Það kemur í ljós að gyðingum um allan heim fer beinlinis fækk- andi og gyðingar halda ekki i við araba innnn ísraels og á herteknu svæðunum, hvað varðar fjölgun. Gætu arabar verið orðnir i meirihluta upp úr aldamótum, skv. spám. í þeim er sagt að gyðingar í ísrael séu að vísu enn í meirihluta, en óðum saxist á þann mun og hann gæti verið að engu orðinn innan fárra áratuga. Nú búa 2,2 milljónir araba og 3,5 milljónir gyðinga undir ísraelskri stjóm. Aröbum fjölgar langtum meira, arabísk hjón eiga oftast fimm til átta böm, en æ fleiri gyðingaQöl- skyldur eiga ekki nema tvö eða í mesta lagi þijú böm. Ríkisstjóm ísraels hefur látið málið til sín taka og rætt það og skiptar skoðanir meðal ráða- manna hvað valdi. Yosef Burg sem er trúmálaráðherra sagði að ein ástæðan lægi í þvi hversu auðvelt væri að fá fóstureyðingu og á síðasta ári hefðu 20 þúsund gyðingakonur f ísrael fengið fóstureyðingu. Yitzak Peretz inn- anríkisráðherra segir að skýringa sé einnig að leita í því, að ýmsir kristnir söfnuðir hafí hreiðrað um Roberto Bachi, prófessor. sig í ísrael og reyni að snúa fólki frá gyðingatrú. Sömuleiðis séu blönduð hjónabönd, bæði milli gyðinga og araba og gyðinga og kristinna, alltof algeng og ætti að grípa til ráðstafana sem banni slík hjónabönd. Peretz tók það djúpt í árinni að segja að nauðsyn- legt væri að skilja að arabísk böm og gyðingaböm og hefta allan samgang á milli þeirra strax í bemsku. Þeir sem em hvað lengst til hægri í sljómmálum, eins og til dæmis hinn umdeildi þingmaður Meir Kahne, rabbí, hefur skoraði á stjómvöld að leysa málið í eitt skipti fyrir öll með því að hefja fjöldabrottrekstur allra araba frá Israel og frá herteknu svæðunum. Skýrslu þessa, sem hefur komið r^ti á hugi manna f ísrael og víð- ar, vann prófessor Roberto Bachi og sagði að af 110 þúsund lifandi fæddum bömum f ísrael og á herteknu svæðnum árið 1985, hefðu 60 þúsund verið arabfsk og 50 þúsund gyðingaböm. Hann spáir því einnig í skýrslunni að gyðingum utan Israels muni einn- ig fara fækkandi á næstu áratug- um. Nú búa um 9,5 milljónir gyðinga utan ísraels og segir hann að tala þeirra muni varla verða hærri en 8 milljónir um aldamótin ef svo fari fram sem horfi. Ýmsir hófsamir þingmenn hafa langt til að hafin verði áróðurs- herferð innan ísraels fyrir því að fólk eignist fleiri böm og gert verði átak til að veita bammörg- um fjölskyldum aðskiljanlega fyr- irgreiðslu og styrki, meðal annars með það fyrir augum að konur sem hafa sérmenntað sig og vilja sinna starfi utan heimilis, fái nægilega aðstoð til að geta það en gefi sér einnig tíma til að eiga böm. Simon Peres hefur hvatt gyð- ingahjón til að eiga að minnsta kosti flögur böm. Hann er sjálfur alveg á mörkunum, hann og Sonja kona hans eiga þrjú. (Eínnig heimild: Jerusalem Post) íeggjandi sömbu í Óðinsvéum Kjötkveðjuhátíðahöldin í Óðinsvéum og Álaborg i Danmörku gengu mun friðsamlegar fyrir sig en í höfuðborginni, Kaupmannahöfn. Skínandi veður var i Óðinsvéum á laugardaginn og troðfullur mið- bærinn af dansandi fólki á öllum aldri, eins og sjá má á myndinni,. sem þar var tekin. Morgunblaðið hefur eftir íslenskum námsmönnum, sem tóku þátt í gamninu, að allir hafi verið í hátíðarskapi og dansað sig „fótalausa“ í eggjandi sömbu, klæddir í viðeigandi glysklœðnað af léttara taginu og prýddir skrautlegri andlitsmálningu. í Kaup- mannahöfn logaði hins vegar allt í slagsmálum helgina á undan og íhuga lögregluyfirvöld þar að flytja hátíðina úr miðborginni eða banna hana með öUu, ekki síst fyrir áskoranir frá tryggingarf élögum. --------------------------------------------i 15% afsláttur í tilefni kosninganna og sjómanna- dagsins veitum við 15% afslátt af öllum jakkafötum og stökum jökkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.