Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAl 1986 Vestrænum ríkjum vandara gert en öðrum Hér fer á eftir setningarræða Matthíasar Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra á fundi utanrfkisráðherra Atlantshafsbandalagsins i Halifax í Kanada í gær. Matthías Á. Mat- thiesen hefur undanfama mánuði verið heiðursforseti Atlantshafs- bandalagsins: Fyrir hönd utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins færi ég Kanadamönnum þakkir fyrir að bjóða til þessa vorfundar á hinni fögru strönd Nýja Skotlands. Það er mér mikil ánægja að sækja þennan fund hér, þar sem stærsta þjóðarbrot íslendinga á erlendri grund er búsett í Kanada. Víkingar, er numu land á Grænlandi á 10. öld, voru ströndum þessum kunnug- ir og völdu þeim fögur og framand- leg heiti. Hugsanlega erum við einmitt nú í Vínlandi hinu góða. Þetta var fyrir eitt þúsund árum. Fimm hindruð árum síðar sigldi Giovanni Caboto meðfram Ný- fundnalandi og inn á Flóa heilags Lárentíusar, og endumýjaði þar með þau tengsl, sem nú skipta þjóð- ir okkar svo miklu máli. Kanadamenn hafa frá öndverðu verið traustir liðsmenn Atlantshafs- bandalagsins. Samkvæmt skoðana- könnunum kanadíska utanríkis- ráðuneytisins fyrir tveimur árun eru meira en Qórir af hverjum fimm Kanadamönnum hlynntir aðildinni að NATO. Könnunin leiddi einnig í ljós, að friður og öryggi, auk fá- tæktar í þriðja heiminum, em þau alþjóðamál, sem Kanadamönnum er mest umhugað um. Það er skoð- un mín, að Atlantshafsbandalagið sé og hafí verið öflugasta tækið, sem þjóðir okkar hafa yfir að ráða til að gera frið og öryggi að vem- leika. Ég vil leyfa mér að hefja mál mitt með því að fara nokkmm orðum um veigamestu rökin fyrir vamarsamstarfi vestrænna þjóða eins og þau koma mér fyrir sjónir. Síðan mun ég vikja að þeim hætt- um, sem einkum steðja að ríkjum Atlantshafsbandalagsins um þessar mundir. Skjaldborg’ um hugsjónir Eftir síðari heimsstyijöldina sáu vestrænar lýðræðisþjóðir sig til- neyddar til að sameinast gegn þeirri hættu, sem þeim stafaði af út- þenslustefnu einræðisríkja. Til- gangurinn með stofiiun Atlants- hafsbandalagsins var að slá skjald- borg um hinn siðmenntaða heim ogundirstöður hans, þ.á m. lýðræði, einstaklingsfrelsi, lög og rétt. Frá upphafi var bandalaginu því ekki aðeins ætlað að standa vörð um friðinn sem slfkan, heldur mun fremur um grundvaílarhugsjónir. í þessu felst að frelsi og sjálfsákvörð- unarréttur þjóða eru skilyrði þess friðar, sem við æskjum. Skilningur þessi endurspeglast að mínu mati í samspili orðanna „friður og ör- yggi“ í Sáttmála hinna Sameinuðu þjóða. Tenging orðanna felur í sér að skilyrði öryggis séu ekki ávailt hin sömu og skilyrði friðar og að ekki sé víst að hið síðamefnda vegi ávallt þyngra á metunum, ef velja þarf á milli. Svo sem kunnugt er, hefur Atlantshafsbandalagið marg- lýst því yfir að það muni aldrei ráðast gegn öðrum ríkjum, nema á það hafi verið ráðist að fyrra bragði. Eigi að síður er stöðug árvekni og öflugur vamarviðbúnaður nauðsyn- legforsenda raunvemlegs friðar. í krafti fælingarstefnu sinnar hefur Atlantshafsbandalagið gert öllum ríkjum hins vestræna heims kleift að njóta frelsis til efnahags- legrar og félagslegrar uppbygging- ar. Vert er að minnast þess einnig, að ftjáls alþjóðaviðskipti, sem og önnur samskipti ríkja, hafa dafnað í skjóli öflugra vama. Þjóðir Vest- ur-Evrópu, sem ekki eru í Atlants- hafsbandalaginu, hafa einnig notið góðs af tilvist bandalagsins. Atlantshafsbandalagið gegnir og öðm hlutverki, sem flallað var um í Harmel-skýrslunni 1967. Hér á ég við tilraunir til að koma á stöðug- leika í samskiptum austurs og vest- urs, sem nauðsynlegur er til að unnt sé að ráða við hin fjölþættu stjómmálalegu vandamál, sem ein- kenna þau samskipti. Atlantshafs- bandalagið hefur leitast við að skapa jafnvægi með sem minnstum vígbúnaði beggja aðila og hvílir sú viðleitni á því tvíþætta hlutverki, seméghefnúlýst. Pólitísk ofbeldisverk Það em einkum tvenns konar hættur, sem ógna öryggi aðildar- ríkja Átlantshafsbandalagsins nú. Matthías Á. Mathiesen „Það er ekki ætlun mín að halda þvi fram að vestræn siðmenning horfist í augu við örlög sín þar sem hryðjuverk eru annars vegar. Sem betur fer er vandinn ekki svo ógnarlegur. Á hinn bóginn verða Vest- urlönd oft fyrir barðinu á árásum hugleysingja, sem ekki verður svarað í sömu mynt, þar sem siðmenntuðum þjóðum er „vandara gert en öðrum“. Sú fyrri lýtur að innra, en hin síðari að ytra öryggi. Vestrænum lýðræðisrflg'um stafar vaxandi hætta inn á við af ofbeldi pólitískra hryðjuverka- manna. Pólitískt ofbeldi er af marg- víslegum toga spunnið, en ekki er að efa að einna mest hætta stafar af því ofbeldi, sem rfki, fjandsamleg Vesturveldunum, kynda undir beint og óbeint. Nokkrar umræður hafa orðið innan Atlantshafsbandalagsins um leiðir til að mæta þessari ógn. Mikils er um vert, að lýðræðisríki rasi ekki um ráð fram í viðbrögðum sínum. Við breytum ekki þjóðfélög- um okkar í lögregluríki, þótt afbrot séu framin. Nauðsynlegt er að við áttum okkur á, að lýðræðisríki tryggja innra öryggi sitt með öðrum hætti en alræðisríki. í Njáls sögu varð heimafólki á Bergþórshvoli mikið um þegar Njáll lýsti því, er hann sá brennuna fyrir. Skarphéðinn brýndi þá fyrir fólki að syrgja ekki, né láta öðrum látum, svo að orð mætti á gera, „mun oss vandara gert en öðrum, að vér berum oss vel, og er það að vonum,“ sagði hann. Það er ekki ætlun mín að halda því fram að vestræn sið- menning horfist í augu við örlög sín þar sem hryðjuverk eru annars vegar. Sem betur fer er vandinn ekki svo ógnarlegur. Á hinn bóginn verða Vesturlönd oft fyrir barðinu á árásum hugieysingja, sem ekki verður svarað í sömu mynt, þar sem siðmenntuðum þjóðum er „vandara gert en öðrum". Hverra úrkosta er völ? Árið 1949 brugðust vestrænar lýðræðisþjóðir við með viðeigandi hætti gegn út- þenslu kommúnista. Þær sameinuð- ust um vamir í bandalagi. Kjami Atlantshafsbandalagsins hefur frá upphafí verið hið öfluga og nána samstarf þjóða Evrópu og Norður- Ameríku. Hvað eftir annað hafa andstæðingar okkar reynt að ijúfa þessa samstöðu en ekki tekist. Vestræn lýðræðisríki eiga nú á líkan hátt að sameinast um við- brögð gegn vandanum. Þau verða að koma sér saman um ákveðnar öryggisreglur, sem mæla fyrir um hvemig brugðist skuli við óöld þessari. Gaumgæfa skyldi mark- vissar og árangursríkar aðgerðir gegn ríkjum, sem uppvís verða að stuðningi við hryðjuverkamenn. Markmiðið er að halda ógninni í skefjum, án þess að ijúfa þær hefð- ir, sem siðmenningin helgast af. Hernaðaruppbygging Sovétmanna Sú ytri ógn, sem öðmm fremur vofir yfir Atlantshafsbandalaginu, er linnulaus hemaðamppbygging Sovétmanna. Reynslan sýnir, að þeir em reiðubúnir til að hóta og beita hervaldi utan landamæra sinna. Síðasta dæmi um slfld er innrásin í Afganistan fyrir nær 7 ámm. Sovétmenn veija vemlegum hluta þjóðarauðs síns til hemaðar — mun stærri hluta en nauðsjm krefur með tilliti til landvama. Setningarræða Matthíasar Á. Mathiesen á fundi utanrikisráðherra Atlantshafs- bandalagsins í Halifax í gær Selfoss: Góð þátttaka í Afríkuhlaupinu Selfoaai. Það voru rúmlega 300 manns sem tóku þátt í Afrikuhlaupinu á Selfossi 25. maí sl. I boði voru tvær vegalengdir 4 og 10 km. Flestir kusu styttri vegalengdina og ýmist hlupu, gengu eða hjóluðu. Vel viðraði til hlaupsins og þátttakendur almennt ánægðir með daginn eftir hressilega áreynslu. — Sig. Jóns Þetta sýnir hvað fyrir Sovétmönn- um vakir. Heimsyfirráð em sem fyrr aflvaki tilrauna Sovétmanna til að kljúfa samstarf vestrænna ríkja og auka áhrif sín í þriðja heiminum. Flotauppbygging Sovétmanna á norðurslóðum, sem er liður í alhliða vígbúnaði þeirra, hefur ekki farið framhjá íslendingum fremur en öðmm. Á undanfömum 20 ámm hefur sovéski flotinn breyst úr til- tölulega veikum strandvamaflota í mesta flotaveldi nútímans. _ Þetta er ein af ástæðunum fyrir að íslend- ingar hafa ákveðið að taka aukinn þátt i eftirlits- og vamarstarfí Atl- antshafsbandalagsins. Undanfama mánuði hefur Mik- hail Gorbachev lagt fram tillögur, sem margir hafa túlkað sem merki um breytt viðhorf í forystu Sovét- ríkjanna. En meðhöndlun Sovét- manna á kjamorkuslysinu í Úkra- ínu hefur dregið úr þessum vonum. í ljós kom, að lítið hefur breyst í afstöðu þeirra hvað varðar þarfir og tilfinningar einstaklinga. Tilraun var gerð til að breiða yfir þetta hörmulega slys og lítil umhyggja sýnd fyrir öryggi og almannaheill. Slflct vekur óneitanlega efasemdir um, hvort stjómvöldum, sem sýna iífí eigin borgara jafn mikið virðing- arleysi, sé treystandi í samskiptum þeirra við önnur ríki. Leiðtogar Sovétríkjanna eiga í vök að veijast. Auk þess að hafa beðið álitshnekki vegna slyssins í Chemobyl standa þeir frammi fyrir alvarlegri félagslegri og efnahags- legri stöðnun, svo framarlega sem þeir snúa ekki af braut marxískrar rétttrúarstefnu. En þeir glíma við erfíða mótsögn. Efnahagsvandi Sovétríkjanna verður ekki leystur nema með því að losa um hömlur og draga úr miðstýringu. Það hefur aftur á móti í för með sér minni völd fyrir Kommúnistaflokkinn. Það lætur þvi að líkum að hin nýja foiysta Sovétríkjanna muni ieggja áherslu á lagfæringar fremur en róttækar breytingar. Skipulagð- ar verða herferðir gegn ýmsum þjóðfélagsvandamálum, sem í raun em afleiðing fremur en orsök vand- ans. Leiðtogamir munu aldrei við- urkenna að kerfíð sjálft hafi brugð- ist. Stjórnmál og eðlisfræði Hvað Atlantshafsbandalagið varðar er spumingin þessi: Hvaða áhrif koma breyttar aðstæður til með að hafa á utanríkisstefnu Sovétríkjanna? Verður hún friðvæn- legri eða mun hún í auknum mæli þjóna því markmiði að dreifa athygli frá vandanum innan Sovétríkjanna? Spumingar sem þessar em við- fangsefni alþjóðastjómmála. Albert Einstein var eitt sinn spurður, hvemig á því stæði að menn hefðu haft hugvit til að smíða kjamorku- sprengju, en virtust ekki hafa skerpu til að koma stjómmálum sínum í gott horf. Svarið er einfalt, sagði þessi mikli vísindamaður: „Stjómmál em flóknari en eðlis- fræði." Víst er, að stjómmálamenn geta ekki stuðst við lögmál vísinda til að útskýra flókin þjóðmál. í stað þess verða þeir að reiða sig á eigið hyggjuvit og vega og meta málin eftir efni þeirra og umfangi. Aldrei hefur verið meiri þörf djúphygginna stjómmálaleiðtoga en nú á tímum kjamorkunnar, tímum, sem að sönnu em afsprengi stjómmála og eðlisfræði. Tilraunir til að bæta sambúð austurs og vesturs hafa forgang á sviði alþjóðastjómmála. Á síðasta ári urðu þáttaskil, er Sovétmenri settust að samninga- borðinu f Genf á ný og leiðtogar risaveldanna hittust að máli í fyrsta sinn síðan á árinu 1979. Á ráð- herrafundinum í desember á síðasta ári lét Atlantshafsráðið í ljós von um að leiðtogafundurinn myndi verða til að auka samskipti og efla samvinnu á sem flestum sviðum. Enn er von til að það megi takast. Vesturlönd hafa að mínu viti sterka málefnalega stöðu í viðræð- um við Sovétríkin. Þessa stöðu ber að nota til að telja Sovétmenn á að draga úr birgðum kjamavopna, efnavopna og öðmm vígbúnaði, og fá þá til að efna gefin fyrirheit um aukin mannréttindi. Slíkt verk út- heimtir lagni og þolinmæði. Það er jafnframt viðfangsefni, sem krefst einurðar og festu af hálfu Atlants- hafsríkjanna. Ég vil ljúka máli mínu með því að lýsa þeirri einlægu von minni, að þessi fundur hér í Halifax megi verða til að treysta þau bönd, sem sameina okkur, og auðvelda okkur lausn þeirra erfiðu verkefna, sem framundan em.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.