Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 20

Morgunblaðið - 30.05.1986, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1986 Fella- og Hólahverfi: Fjallkonur selja blóm KVENFÉLAGIÐ Fjallkonurn- ar í Fella- og Hólahverfi efnir til blómasölu til ágóða fyrir Fella- og Hólakirkju í dag og á morgun. Síðdegis í dag ganga kon- urnar í hús til að selja blóm og á morgun, kosningadag, verða þær við Fellaskóla og bjóða blóm sín til sölu. Blómasala kvenfélagsins er nú orðin árlegur viðburður í starf- semi þess í sambandi við fjáröflun fyrir kirkjuna. En kvenfélagskon- ur hafa, eins og íbúar hverfisins vita, unnið ötullega að því að Fella- og Hólakirkja megi verða fullbúin sem fyrst. Eiga þær mikla þakkir skilið fyrir það. Ég hvet alla sem til verður leitað að taka vel á móti konunum og sömuleiðis hvet ég þá er til kosninga ganga að kjósa nú um leið gott málefni með því að kaupa blóm til ágóða fyrir kirkju sína. Hreinn Hjartarson "f Fyrstu vistmenn flytja inn í dvalarheimilið Seljahlíð FYRSTU vistmenn á dvalar- heimilinu Seljahlíð við Hjallasel 55 flytja inn 1. júní næstkomandi. María Gísladóttir, forstöðumað- ur heimilisins, sagði að vistmenn yrðu 79 og munu búa i 60 ein- staklingsíbúðum og 10 hjóna- íbúðum. Guðmundur Pálmi Kristinsson, hjá borgarverkfræðingi, sagði að einstaklingsíbúðimar væru 24 fer- metrar að stærð en hjónaíbúðimar 58 fermetrar. Á fyrstu hæð og í kjallara er þjónustumiðstöð með mötuneyti, sjúkraþjálfun, fótsnyrt- ing, hjúkran, setustofa og fleira. í garðinum er heitur nuddpottur. í Hjallaseli 19—53 era 18 þjón- ustuíbúðir sem Reykjavíkurborg hefur látið smíða og selja. íbúar eiga kost á sömu þjónustu frá Selja- hlíð og vistmenn þar. Fyrsta íbúðin var afhent í þessari viku. Hjörtur Hjartarson, deildar- stjóri á skrifstofu borgarinnar, sagði í gær að verið væri að ganga frá öðram samningum. Þetta era 9 parhús við Hjallaveg 19 til 53 og er hver fbúð 70 fermetrar; stofa, svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og geymsla. Kaupverð er 3,2 millj- ónir. Húsnæðisstofnun veitir kaup- endum 916 þúsund króna lán, en 250 þúsund eru greiddar við undir- ritun samnings, 1860 þúsund era greiddar á 16 mánuðum og er lánið vaxtalaust. Það sem eftir stendur lánar Reykjavíkurborgtil sex ára. Þeir þekkjast sem fremstir fara

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.