Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 68
óoö <£mll & ákílfur Ö/f LMT.AVI-C.I AS • KKMvlAVIK • N Í(KiSI) Tll DAGUGRA NOTA LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Hafskip tekið til aaldþrotaskipta í gæn Tap Utvegsbankans ekki minna en 2á af eigin fé Seðlabankínn ábyrgist allar skuldbindingar Utvegsbankans SEÐLABANKI íslands mun sji til þess að Útvegsbankinn geti staðið við allar skuldbindingar sínar innanlands og utan, i meðan verið er að leita varanlegra lausna i fjirhagsvandamilum bankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Seðlabankans um milefni Útvegsbankans. Þar segir jafnframt að tap Útvegsbankans vegna Hafskips verði a.m.k. 350 milljónir króna. Morgunblaðið hefur heimildir fyrír því að tapið verði nær 400 milljónum króna. í frétt frá Útvegsbankanum segir að heildartap bankans geti numið um 350 milljónum króna, en það ráðist þó endanlega af því hvort bankinn fær hluta af kröfum sinum i þrotabúið greiddar þegar skiptum er lokið. Fram kemur að eigið fé bankans 30. ágúst sl. nam um 530 milljónum, þannig að bankinn hefur þá tapað um 66% eiginfjár, ef hann tapar 350 millj- ónum króna. Stjórn Hafskips bað í gær um að fyrirtækið yrði tekið til gjald- þrotaskipta. Eimskipafélag fs- lands lagði inn til fógeta kauptil- boð sitt í eignir Hafskips að upp- hæð tæpar 400 milljónir. Það verð- ur síðan skiptaráðanda, Markúsar Sigurbjörnssonar, að ákveða hvort tilboðinu verður tekið. Fastlega er gert ráð fyrir að skiptaráðandi taki tilboði Eimskips, þar sem Rambow-málið: Afrýjun Banda- ríkjastjórnar tekin fyrir 11. desember Áfrýjunardómstóll í Banda- ríkjunum mun taka fyrir ifrýj- un Bandaríkjastjórnar i úr- skurói undirréttar í Kainbow- milinu þann 11. desember nk. Búið er að leggja fram öll gögn beggja málsaðila. Að sögn Harðar Bjarnasonar í sendiráði íslands í Bandaríkj- unum má þó búast við að það líði einn til tveir mánuðir þar til úrskurður dómara liggi fyrir. Útvegsbankinn hefur fyrir sitt leyti samþykkt það. f greinargerð Seðlabankans með ofangreindri yfirlýsingu segir að lokamat á tjóni Útvegsbankans vegna viðskipta bankans við Haf- skip muni ekki liggja fyrir, fyrr en að loknu uppgjöri búsins af hálfu skiptaráðanda. Þar segir einnig að lausafjár- staða Útvegsbankans gagnvart Seðlabankanum hafi versnað mjög að undanförnu, en skammtima- skuldir bankans við Seðlabankann hækkuðu um 370 milljónir króna sl. mánuð og lausafjárstaðan rýrn- aði alls um 482 milljónir króna. „Af öllum þessum ástæðum er orðið óhjákvæmilegt að gripið verði til ráðstafana, er sannfæri innstæðueigendur í bankanum um öryggi innstæðna þeirra og tryggi jafnframt að bankinn geti haldið áfram eðlilegum lánsviðskiptum við þau fyrirtæki og einstaklinga, sem við bankann skipta." íslenskur sigur Morgunblaðið/ JúKus íslendingar signiðu Vestur-Þjóðverja, 28—27, í landsleik í handknattleik f Laugardalshöll í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 14—13 fyrir ísland. Leikurinn var mjög hraður og skemmtilegur og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Kristján Arason var atkvæðamestur íslensku leikmannanna og skoraði sjö mörk. Þetta var fyrsti landsleikurinn af þremur í þessari heimsókn Vestur-Þjóðverja til landsins. f dag mætast liðin á Akureyri. Sjá nánar á íþróttasíðu. Tryggingastofnun stöðvar greiðslur til lækna: Sérfræðingar hafa skilaÖ reikningum upp á 500 þús. Svo gæti farið ad samningum viö lækna yröi rift TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur nú stöðvað greiðslur til ákveð- ins hóps lækna, vegna þess að nú fer fram endurskoðun á sérfræði- töxtum lækna. Ástæður þessa eru þær að mánaðarlegar greiðslur til sérfræðinga hafa þótt vera ótrúlega háar en þess þekkjast dæmi sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins að þær hafi verið um og yfir hálf Tillaga um breytta afstöðu ís- lands hjá SÞ f undirbúningi Talið ólíklegt að hún verði samþykkt FULLVÍST má telja að fulltrúar stjórnarandstöðunnar muni eftir belgina leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu þess efnis að Islendingar breyti afstöðu sinni til tillögu Svíþjóðar og Mexíkó um frystingu kjarnorkuvopna. Hjörleif- ur Guttormsson þingmaður Alþýðu- bandalagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann befði kynnt fulltrúum þingflokka drög að slíkri tillögu og yrði unnið að full- mótun tillögunnar nú um helgina. Þorsteinn Pálsson fjármáiaráðherra og Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra telja þó ólíklegt að tillagan hljóti samþykki á Alþingi. Þorsteinn Pálsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ástæða þess að hann hefði snúið sér til Steingríms Hermannssonar og sagt honum að allir ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins myndu segja upp rðherradómi ef slík tillaga kæmi fram og væri samþykkt, væri sú að Páll Pétursson formaður þing- flokks framsóknarmanna hefði sagt á þingi að hann kynni að styðja tillögu Alþýðubandalagsins um breytta afstöðu íslendinga á þingi Sþ. „í ljósi þess að það var formaður þingflokks annars stjórnarflokk- anna, sem þannig talaði, vildi ég taka af öll tvímæli um það, að samþykkt tillögu stjórnarandstæð- inga í þessu efni stofnaöi stjórnar- samstarfinu í hættu,“ sagði Þor- steinn. Sjá nánar á bls. 4. milijón króna á mánuði, og gerði Kíkisendurskoðun tillögu um að samningar við lækna væru endur- skoðaðir, einkum sérfræðitaxtarnir. Það er samninganefnd sjúkratrygg- inga TR sem fer með málið af hálfu stofnunarinnar. Heimildir Morgun- blaðsins herma að svo kunni að fara að fjármálaráðuneytið rifti þessum samningum. „Það er verið að gera upp hvern- ig útkoman er á samningunum viö lækna og hvernig útkoman er á gjaldskrá læknanna," sagði Eggert G. Þorsteinsson, forstjóri Trygg- ingastofnunar í samtali við Morg- unblaðið um þetta mál. Hann sagði að einkum væri verið að kanna einstaka lækna, sem þættu vera háir í ýmsum sérgreinum. Eggert sagöi að þessi athugun færi fram í nánu sambandi og samstarfi við læknasamtökin. „Á meðan að rannsókn hjá ein- stökum aðilum fer fram, þá er greiðsla til þeirra stöðvuð,” sagði Eggert er hann var spurður hvort Tryggingastofnun hefði stöðvað greiðslur til lækna. Hann sagði að óvarlegt væri að nefna nokkrar tölur á þessu stigi, bæði hvað varðar fjölda þeirra lækna sem athugunin nær til, svo og launatöl- ur. Sagðist Eggert eiga von á því að niðurstaða þessarar athugunar myndi liggja fyrir á næstunni, en hann sagðist ekki geta sagt til um það hvort þessi athugun myndi leiða til riftunar á samningum ríkisins og læknasamtakanna. „Það er þó alls ekkert slíkt á dagskrá hjá okkur í dag,“ sagði Eggert. DAGAR ILJÓLA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.