Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 57

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 57
57 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 „Bhía stúlkan“ færgóða dóma í norskum dagblöðum að er alltaf frásagnarvert ef landarnir gera garðinn frægan í útlandinu. Fyrir rúmlega tveimur árum var frumsýndur á Kjarvalsstöðum brúðuleikurinn „Bláa stúlkan" eftir Messíönu Tómasdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Á sínum tíma hlaut Messíana sex mánaða starfs- laun hjá Reykjavíkurborg til að vinna verkið og Karólína Eiríksdóttir sá um tónlistina. Seinna var verkið tekið upp í sjónvarpi undir stjórn Viðars Víkingssonar, og nú er að minnsta kosti búið að selja það þremur sjónvarpsstöðum. Nýlega var það sýnt í norska sjónvarpinu við Ljósm. Ragnsr Th. Sig. Svipmynd úr Bláu stúlkunni er Strengjaleikhúsið sýndi. Höfundur verksins „Bláa stúlkan" Messíana Tómas- dóttir. mjög góðan orðstír ef dæma má af úrklippum er birtust í norskum blöðum. í einu dagblaðanna segir m.a. að brúðuverkið sé tjáð í einkar einföldu látbragði við tónlist Karólínu, sem sé rík af sterkum áherslum en um leið merking- arauðug og áhrifamikil. „Á viðkvæman hátt reynir stóreygð, sálugædd brúðustúlka að komast í snertingu við aðra brúðu- stúlku, lítinn fugl og tré sem var ríkt af ást. Fágætt lítið íslenskt myndljóð með ljóðrænu sem næstum stóð kyrr.“ LAGJAFAVERH tækjum Þau heföu átt aö hækka um síðustu mánaðamót, en við frestum því fram yfiráramót. Við höfum ákveðið að hafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.