Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 51

Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 51 Sendiboði úr fortíðinni Myndbönd Árni Þórarinsson Breska kvikmyndin The Go- Between eða Sendiboðinn er ein af þeim myndum sem við upprifj- un á myndbandi stenst svo vel tímans tönn að hún virðist komin í hóp klassíkera síðustu áratuga. Myndin er gerð árið 1971 af bandaríska leikstjóranum Jos- eph Losey sem lést fyrir nokkr- um mánuðum. Losey hóf störf í heimalandi sínu en lenti eins og fleiri framsæknir listamenn á svarta listanum svokallaða við kommúnistaofsóknir McCarthy- ismans. Hann gerði þó nokkrar myndir undir dulnefni en hélt síðan til Bretlands, þar sem hann hóf samstarf við leikritaskáldið Harold Pinter. Þeir gerðu nokkr- ar afbragðsmyndir í sameiningu og trúlega er The Go-Between einna þroskaðasti ávöxtur þess samstarfs. Pinter skrifar hið sérlega vel heppnaða handrit sitt eftir skáldsögu L.P. Hartley sem að hluta til er sjálfsævisöguleg. Hún gerist á heitu sumri í sveita- sælu meðal enskrar yfirstéttar í Norfolk. Árið er 1904. Söguhetj- an er tólf ára gamall drengur, Leo að nafni, sem dvelur þetta sumar hjá vinafólki móður sinnar, fátækrar ekkju, á stórum, ríkmannlegum herragarði. Þetta verður afdrifaríkt sumar fyrir Leo sem Pinter og Losey koma til skila með vel skipulögðum framhvörfum (flashforwards) sem sýna Leo snúa aftur á þessar slóðir, roskinn og ráðsettan en ennþá heltekinn af þeirri reynslu sem fortíðin geymir. Myndin hefst reyndar á þessum orðum hins fullorðna Leos: „Fortíðin er framandi land. Þar er allt gert öðru vísi.“ Sú skynjun sem mynd- in birtir á liðinni tíð er blæ- brigðarík og launfyndin; sveita- aðallinn malar um allt og ekkert í siðmenntuðu aðgerðarleysi úti á velsnyrtri grasflötinni eða við krásum hlaðið matborðið, geðugt en fordekrað lið, fullt af háttvísi en bælt og innantómt. 1 þessu framandi umhverfi er Leo ein- angraður og einmana, þrátt fyrir yfirborðsvinsemd fólksins, uns hann fær ákveðið hlutverk. Þetta hlutverk veitir honum um hríð lífsfyllingu en brennimerkir hann tilfinningalega fyrir lífstíð áður en yfir lýkur. Hann verður leynilegur sendiboði, milligöngu- maður í bannfærðu ástarsam- bandi ungu hefðarfraukunnar á staðnum og bóndans á nærliggj- andi hjáleigu. The Go-Between er sérlega nærfærnislega unnin mynd, jafnt í sköpun stemmningsríkr- ar, sólbakaðrar umhverfislýsing- ar sem persónudramatíkurinnar í forgrunninum. Myndataka Gerry Fischers er algjört augna- yndi og, með aðstoð óvenju til- finningaríkrar tónlistar Michel Legrands, upplifir áhorfandinn sviptingarnar í hugaheimi drengsins. 1 handriti Pinters og leikstjórn Loseys spila góður texti og góðar þagnir saman með eftirminnilegum hætti og leikar- arnir eru óaðfinnanlegir, jafnt í aðalhlutverkunum þremur, þar sem eru Dominique Quard sem Leo, og Julie Christie og Alan Bates sem elskendurnir, og hin- um vel dregnu aukahlutverkum. The Go-Between er lítil, sígild perla sem kvikmyndaunnendur ættu að skoða hér á myndbandi á merki EMI-Videogram. Stjömugjöf: The Go-Between * * * * Ungur milligöngumaður fyrir ást í meinum — Guard og Julie Christie í The Go-Between. Alan Bates, Dominique Starfsfólk verslunarinnar, Viðar Halldórsson og Hallfríður Gunnarsdóttir. Þaö jafnast ekkert á viö gott rúm frá Vatnsrúm s/f. Classique 40 mm massíf fura. Glær og hvítlökkuð, einnigtil íeik. KOMIÐ I 1. ÁRS AF- MÆLISKAFFIÁ LAUGAR- DAGINN. Valensía 44 mm massíf fura. Vírburstuö og hvít- kölkuö. Napoli 44 mm massíf fura lökkuö eöa lútuö. OPIÐ LAUGARDAGINN TIL 16.00. VATNSRÚM S/F BORGARTÚNI29 SÍMI621622 W h0,Um!:Tr "TITZmoMúst6inum. Verslunin Búbót opnar í Lækjargötu ÚTIBÚ verslunarinnar Búbót á Búbót er sérverslun með eldhús- Nýbýlavegi 24, í Kópavogi, hefur og borðbúnað og eigandi hennar nú verið opnað í Lækjargötu 2. er S. Magnússon hf. í Kópavogi. (FrétUtilkynning) O KRISTJfiO SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEGi 13. REYKJAVtK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.