Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 37

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 37 Fljót: Nýtt skólahús tekið í notk- un við hátíð- lega athöfn Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu á 70 ára afmæli mínu, 16. nóvember sl., með heillaóskum, gjöfum og heimsóknum. Guðs blessun fylgi ykkur. Hjörtur Jónsson, Stangarholti4, Reykjavík. Byggingavörulager Viljum kaupa góöan lager í byggingavörum. Ýmsar tegundir koma til greina. Áhugasamir sendi tilboð til augld. Mbl. fyrir 11. desember merkt: „ F-3476". B», Höfðaströnd, 5. desember. ÞÓ AÐ skammdegið sé nú komið hér í Skagafirði eins og víðar og dálítið hryðjusamt hafi verið frá mánaðamótum, þá hefur afbragðs tíð verið í haust og þaö sem af er vetri. Úr Fljótum er mér sagt að laug- ardaginn 29. nóvember hafi nýtt skólahús á Sólgörðum verið form- lega tekið í notkun við hátíðlega athöfn. Fljótamenn fjölmenntu til þessarar athafnar. Valberg Hann- esson setti samkomuna og rakti aðdraganda og gang bygginga- framkvæmda. Reynir Pálsson for- maður bygginganefndar skólans fjal fjármögnun verksins og séra Gísli Gunnarsson hafði helgi- stund. Meðal gesta var fræðslu- stjóri Norðurlands vestra, Guð- mundur Ingi Leifsson. Að loknum ræðuhöldum varöllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju. Bygging skólahúss þessa hófst haustið 1982 og er nú að mestu lokið. Það er rúmir 500 fermetrar að stærð, á einni hæð, vönduð bygging og glæsileg. Að byggingu skólans standa auk ríkisins Haga- ness- og Holtshreppur. Hið nýja skólahús leysir af hólmi gamalt og ófullkomið kennsluhús sem ekki stenst lengur þær kröfur sem nú til dags eru gerðar til slíkra bygg- inga. 22 börn stunda nám við skólann í vetur. Skólastjóri er Valberg Hannesson. Haustið hefur verið með ein- dæmum í Fljótum hvað tíðarfar varðar og má í því sambandi nefna að vegurinn um Lágheiði, á milli Fljóta og Ólafsfjarðar, var fær allt til síðustu mánaðamóta og mun slíkt fátítt. Heyfengur liðins sumars er mikill að vöxtum í Fljótum en eitthvað misjafn að gæðum, því að hey hröktust töluvert í júlímán- uði. Félagslíf er hér svipað og vanalega, bridsfélag er tekið til starfa, kvenfélag er öflugt og starfar vel og ungmennafélag er einnig starfandi. Mannlífið er heil- brigt og gott. Björn í Bæ. Herbert enn efstur á vinsælda- lista rásar 2 HERBERT Guðmundsson heldur sér enn í 1. sæti vinsældalista rásar 2, aðra vikuna í röð. í síðustu viku voru fimm íslensk lög á listanum en lagið This Is the Night með Mezzo- forte féll af listanum og þess í stað er lagið Say You Say Me með Lion- el Ritchie komið í 10. sætið. Vin- sældalistinn þessa vikuna er sem hér segir: 1. ( 1) Cari’t Walk Away .. Herbert Guðmundsson 2. ( 2) I’m Your Man ... Wham! 3. ( 7) T6ti tölvukarl .. Laddi 4. ( 3) Nikita ...... Elton John 5. ( 8) Into the Burning Moon .;.... Rikshaw 6. ( 4) Waitingforan Answer .. Cosa Nostra 7. ( 9) A Good Heart .. Feargal Sharkey 8. ( 5) The Power of Love .... Jennifer Rush 9. ( 6) We Built This City ... Starship 10. (19) SayYouSayMe .... Lionel Ritchie X-Jöföar til 11 fólks í öllum starfsgreinum! Félagsstarf aldraðra í Reykjavík Jólafagnaöur veröur haldinn á Hótel Sögu Súlnasal laugardaginn 14. des. kl. 13.30. Dagskrá: Einsöngur: Ingveldur Hjaltested óperusöngvari, viö hljóö- færiö Guöni Þ. Guðmundsson organleikari. Upplestur: Baldvin Halldórsson leikari. Danssýning: Helgileikur nemenda úr Vogaskóla. Fjöldasöngur, kaffiveitingar. Húsiö opnaö kl. 13.00. Aögöngumiöar seldir viö innganginn. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. BOSS KEIMUR FYRIR KARLMENN Clara Laugavegi 15 — Sævar Karl Ólason — Snyrtivörubúöin Glæsibæ — Elín Hafnarfiröi — Rakarastofan Suöurlandsbraut 10 — Apótek Keflavíkur. Gull ermahnappar og bindisnœlur fyrir herrann. Gull og demantar Kjartan Asmundsson. gullsmidur. Aðalstrceti 7.sfmi 11290. frumsýnir gamanmynd í úrvalsflokki: SIÐAMEISTARINN (PROTOCOL) Bráðfyndin, ný bandarísk gamanmynd í litum með einni vinsæl- ustu leikkonu Bandaríkjanna: Goldie Hawn Hún er ráðin siðameistari við utanrikisþjónustuna - flest fer úr böndum hjá henni - og margar hlægilegar og skringilegar verða uppákomurnar. □□iPOLBY. STERED 1 Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.