Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 30

Morgunblaðið - 07.12.1985, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Gíbraltar: Spánn fær afnot af flugyellinum Madrid, 6. deaember. AP. BRETAR og Spánverjar hafa ákveA- ið að halda áfram viðræðum um framtíð bresku nýlendunnar Gíbr- altar. Seinni viðræðum þjóðanna um Gíbraltar lauk í dag. Helsta niðurstaða viðræðnanna milli sendinefnda utanríkisráðherra Spánar, Francisco Fernandez Or- donez, og utanríkisráðherra Bret- lands, Geoffrey Howe, var sam- komulae um að ryðja úr vegi öllum Veður víða um heim L»g«( Hrnat Ahureyri +1 alakýjað Amslerdam S 11 akýjað Aþena 10 20 heióakírt Barcelona 16 léttak. Berlin 9 akýjað Bruesel 3 12 akýjaó Chicago 12 23 heióakírt Dublin 5 10 rigning Feneyjar 9 þoka Frankfurt 8 14 heiðakírt Genf 2 16 akýjað Helainki +12 +5 akýjað Hong Kong 22 23 akýjað Jerúsalem 2 16 heiðakirt Kaupmannah. 7 9 »kýi«ó Laa Palmas 23tóttak. Lissabon 12 17 rigning London 6 11 akýjað Loa Angeles 15 21 heiöakírt Lúxemborg 7 skýjað Malaga 15 lóttak. Mallorca 17 lóttak. Miami 23 26 heiöakírt Montreal +8 0 skýjað Moakva +5 0 akýjað Now York +3 3 heiðakirt Oaló +5 +3 anjókoma Paría 8 15 akýjað Peking +10 +1 skýjaó Reykjavík +4 léttakýjað Ríó de Janeiro 17 24 akýjaö Rómaborg 9 14 heiðskírt Stokkhólmur +3 +1 anjókoma Sydney 19 27 skýjað Tókýó 0 15 akýjað Vínarborg 1 8 þoka Þórahöfn 0 léttskýjað vandkvæðum á því að Spánverjar fái aðgang að flugvellinum á Gíbr- altar. „Báðir aðiljar eru sammála um að samvinna í flugmálum á Gíbr- altar er mikilvæg bæði í stjórn- málaviðskiptum þjóðanna og samningum um yfirráðarétt yfir Gíbraltar," sagði Howe eftir fund- inn. Howe sagði að samkomulag hefði ekki náðst um kröfu Spán- verja til yfirráða yfir þessu 5,8 ferkílómetra svæði, sem Bretar fengu í hendur 1713. Howe kvað viðræður þessar ekki tengjast aðild Spánar að Atlants- hafsbandalaginu á nokkurn hátt. Utanríkisráðherrarnir hefðu verið sama sinnis um það að mikilvægt væri að byggja upp gagnkvæmt traust með gagnkvæmri samvinnu og Howe og Ordonez hefðu tekið stórt skref í átt að lausn á málinu ef tillit væri tekið til þess hversu lengi viðræður hefðu legið niðri. Forsætisráðherra Gíbraltar, Joshua Hassan, tók nú fyrsta sinni þátt í viðræðunum og sat í sendi- nefnd Breta. Hann sagði að 30 þúsund íbúar Gíbraltar væru ánægðir undir stjórn Breta og vildu enga breytingu þar á. „Vissu- lega skiljum við kröfu Spánverja, en við krefjumst skilnings af þeim á því að vilji fólksins í landinu skiptir mestu máli þegar ákveðið er undir hvers yfirráðum Gíbralt- ar skal vera,“ sagði Hassan. AP/Símamynd. Misheppnuð lending F-18-orrustuþotu bandaríska sjóhersins hlekktist á í lendingu í San Diego með þeim afleiðingum að flug- maðurinn missti stjórn á henni, Lauk lendingunni með því að þotunni hvolfdi utan brautar í Miramar-flugstöð- inni. Flugmaðurinn fórst. Mun þetta vera fyrsta brotlending flugvélar af þessari tegund. F-18-orrustuþotan kostar 22 milljónir Bandaríkjadala. Vestur-Þýskaland: Deutsche Bank kaupir Flick-samsteypuna Frankfurt, 5. desember. AP. DEUTSCHE Bank, stærsti við- skiptabanki Vestur-hýskalands, ætl- ar að taka yfir Flick-samsteypuna, sem er félag um hlutabréfaeign í Bretar sprengja kjarnorkusprengju London, 6. desember. AP. BRETLAND og Bandaríkin stóðu fyrir kjarnorkusprengingu í tilrauna skyni í Nevada-eyðimörkinni sl. þriðjudag. Að sögn breska varnarmála- ráðuneytisins var bresk kjamorkusprengja sprengd þar í tilraunaskyni og fór tilraunin fram að ósk ríkisstjórnar Thatchers. „Tilraunin var framkvæmd fyrir kjarnorkusprengingu í til- var samkvæmt samþykkt um sam- vinnu ríkjanna um notkun kjarn- orku til hervarna, sem verið hefur í gildi síðan í ágúst 1958“, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Um það bil ár er liðið síðan Bretar stóðu raunaskyni síðast í Nevada-eyði- mörkinni. Engin geislavirkni fór út í andrúmsloftið við sprenging- una að sögn ráðuneytisins sem vildi ekki greina frá tilrauninni í einstökum atriðum. fyrirtækjum og flækt er í stærsta mútumál í sögu Vestur-Þýskalands. I yfirlýsingu frá Deutsche Bank segir að bankinn taki yfir móður- fyrirtækið frá eina eiganda þess, Karl Friedrich Flick, en hann ætli fyrst að breyta Flick-samsteyp- unni í hlutafélag. í yfirlýsingunni segir að ákveðið hafi verið að grípa til þessa ráðs til að tryggja örugga framtíð fyrir- tækisins og gera það óháð einstakl- ingum og kynslóðaskiptum. Karl Friedrich Flick segir að það helsta, sem að baki liggi, séu háir skattar á einkafyrirtækjum, sem gætu stofnað samsteypunni í hættu. Sérfræðingar um fjármál og viðskipti segja að þetta sé stærsti samruni fyrirtækja frá því Sam- bandslýðveldiö var stofnað og aðeins kaup bílaframleiðandans Daimler-Benz á rafmagnstækja- framleiðandanum AEG skáki þessum kaupum. Flick-samsteypan, sem á hluta- bréf í mörgum iðnfyrirtækjum og ræður mörgu um rekstur þeirra, er flækt í viðamikið pólitískt mútuhneyksli, „Flick-málið“ eins og vestur-þýskir fjölmiðlar hafa nefnt það. Otto Lambsdorf og Hans Fried- richs, fyrrum viðskiptaráðherrum, var stefnt fyrir að þiggja mútur af Flick-samsteypunni um miðjan áttunda áratuginn. Og Eberhard von Brauschitz þarf nú að svara til saka fyrir að múta stjórn- málamönnum til að ná fram skattaívilnunum fyrir fyrirtækið. Lambsdorf og Friedrichs eru ekki sakaðir um að stinga mútu- fénu í eigin vasa, heldur fyrir að þiggja 510 þúsund mörk (um 8,7 milljónir íslenskra króna) fyrir flokk sinn, Flokk frjálsra demó- krata (FDP), og veita fyrir 480 milljóna marka (um 8,2 milljarða íslenskra króna) undanþágur frá skattgreiðslum. Rainbow bíður tjón af flutningum flotans Bandarísk stjórnvöld sökuð um að fara í kringum úrskurð dómarans SVO VIRÐIST sem bandarísk stjórnvöld vilji gera allt til þess að þókn- ast íslendingum vegna hinna mikilvægu tengsla, sem bandarískir stjórn- málamenn telja nauðsynlegt að viðhalda með tilliti til öryggis Bandaríkj- anna og NATO. Er þessu haldið fram í nýlegri blaðagrein eftir Banda- ríkjamanninn Tony Beargie. Þar segir ennfremur, að lögmenn banda- ríska dómsmálaráðuneytisins hafi bent á eflingu sovéska flotans og sagt, að úrskurður Greens dómara í málinu „stofni í hættu samskiptum Bandarikjastjórnar við ísland og kunni að verða til tjóns varnarliðinu, sem er svo mikilvægt fyrir NATO“. Lögmenn dómsmálaráðuneyt- isins halda því jafnframt fram, „að verulegar líkur séu á árangri" af áfrýjun þeirra á málinu þrátt fyrir tilvist lag- anna, sem veita bandarískum skipum forgangsrétt og þrátt fyrir úrskurð Greens dómara. Vitað er hins vegar, að frú Helen Delich Bentley, þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hafi fyrirhugað að halda fund .neð ráðamönnum flotans um málið og var talið, að John F. Lehman flotamálaráðherra yrði þar viðstaddur. Frú Bentley er kunn fyrir dugnað í skiptum sínum við bandarískar ríkis- stofnanir til að tryggja, að skip er sigla undir bandarískum fána fái þá hlutdeild í farmflutning- um fyrir flotann, sem þeim ber samkvæmt forgangslögunum. Frú Bentley mun ekki aðeins hafa mislíkað það, að flotinn heldur málinu áfram fyrir dóm- stólum, heldur einnig sú stað- reynd, að stjórnvöld eru að fara í kringum úrskurð dómarans með því að láta farmflutninga til baka til Bandaríkjanna fara fram í flugi. Haft er eftir Mark Yonge, stjórnarformanni Rainbow- skipafélagsins, að fyrirtæki hans hafi „til þessa tekist að halda sínu, þar sem það haldi enn flutn- ingunum frá Bandaríkjunum". Yonge kveðst hins vegar ekki bjartsýnn á að halda starfsem- inni áfram mikið lengur, nema fyrirtæki hans nái aftur flutn- ingunum frá íslandi_ til Banda- ríkjanna. James J. Howard, sem sæti á í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir New Jersey, hefur sakað bæði bandaríska utanríkisráðu- neytið og varnarmálaráðuneytið svo og flotastjórnina um að virða að vettugi ákvæði forgangslag- anna frá 1904. Hefur Howard, sem er demókrati, bent á, að flotinn hafi byrjað loftflutninga sína, „á meðan þinghlé var hjá fulltrúadeildinni'. Howard upplýsti, að tjón Rain- bow-skipafélagsins vegna loft- flutninga flotans hefði verið umtalsvert. Fyrirtækið flutti 1.749 tonn af vörum í fyrstu skipaferð sinni og fékk 237.000 dollara fyrir en í einni skipaferð sinni nýverið hefði það aðeins flutt 24 tonn og fengið aðeins 5.000 dollara fyrir. „Með afskipt- um sínum eru stjórnvöld með árangri að eyðileggja bandarískt fyrirtæki, sem á allan rétt á að stunda farmflutninga," er haft eftir Howard. Ekki var greint frá upphæðum varðandi kaup Deutsche Bank á Flick-samsteypunni, en í yfirlýs- ingu bankans sagði að hlutabréfin yrðu látin til eins margra aðilja og auðið væri til þess að þeir fengju tækifæri til að taka þátt í rekstrinum, sem áhUga hefðu. Karl Friedrich Flick berst ekki mikið á. Eftir að Flick-málið komst í hámæli var hann upp- nefndur „yfirgjaldkeri lýðveldis- ins“. Flick býr í feiknlegu einbýlis- húsi skammt fyrir utan Munchen og eyðir þar mestum tíma sínum. Aldrei hafa verið birtar tölur um auðlegð Flicks, en vestur-þýsk dagblöð telja ekki fjarri lagi að hann eigi um 2 milljarða Banda- ríkjadollara (um 80 miljarðar ís- lenskra króna) og sé þar með rík- asti maður í Evrópu. Hann tók við Flick-samsteyp- unni árið 1972 af föður sínum, Friedrich F. Flick.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.