Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.12.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 23 legum rithætti. Þetta getur gilt um ykkur Indriða báða, en þó sennilega öllu meira um þig. Þið gætuð vafalaust báðir stælt svo Fóstbræðrasögu, að Laxness mætti fara að vara sig. Eftir mikla umhugsun dæmdi ég Indriða úr leik, m.a. vegna þess að ég fann hvergi sænsk áhrif í Atómstöðinni. Ég minntist líka þess ritverks þíns, sem mér hefur þótt einna skemmtilegast og bera merki um mikið hugarflug þitt, en það fjallar um heimsóknir, sem Stalín átti að fá meðan hann lá banaleguna. Höfundur þess gæti vel verið höfundur Atómstöðvar- innar. Sama gildir um útvarpsleik- rit þitt, Guðs reiði. En nú kom nýr vandi til sögunn- ar. Atómstöðin var mjög andstæð Sjálfstæðisflokknum á sínum tíma. Hvernig hefðir þú þá getað samið Atómstöðina? Þú og Laxness leystuð mig úr þessum vanda, þegar ég las ritgerð þína um Sturlu Þórðarson og Njálu. Þú segir þar á einum stað: „Halldór Laxness hefur komist svo að orði, að sá, sem skrifar sögu, verði því aðeins þýðingarmikill að hann leyni sér sem allra mest, láti sem allra minnst á sér bera í sögunni; því aðeins viðurkenni lesandinn viðurvist hans og að hún sé r.auðsynleg; þvi einungis að höfundurinn sé háttvís. Aðalatrið- ið í allri skáldsagnagerð sé að höfundurinn „sé eins ósýnilegur og hægt er að gera sig. Þegar les- andinn les bókina verði hann ekki var við hann en taki allt sem hann skrifar sem góða og gilda vöru. Höfundur íslendingasagna hverfi ávallt í söguefninu, þeir séu svo vel menntaðir og uppaldir, að þeir trani sér ekki fram.“ Vitanlega gætir þú ekki falið þig betur en með andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn. Eftir að hafa fengið þennan fróðleik bæði frá þér og Laxness, var ég ekki í minnsta vafa um hver hefði getað skrifað Atómstöð- ina og verið eftir 100—200 ár tal- inn líklegur höfundur hennar, ef Atómstöðin hefði komið út ófeðruð líkt og íslendingasögurnar. Til þess að prófa þessa kenningu mína, lagði ég þá spurningu fyrir þá Andrés Björnsson og Helga Sæmundsson hver hefði getað skrifað Atómstöðina annar en Laxness. Helgi Sæmundsson svar- aði eftir örstutta umhugsun: Matt- hías Johannessen. Fáir bókmenntamenn eru óskeikulli eða varfærnari í dómum sínum en Helgi Sæmundsson. Að svo mæltu lýk ég bréfi mínu með bestu kveðjum og jólaóskum frá okkur Ragnheiði til ykkar Hönnu. Höfundur er fyrrum alþingsmaður og ritstjóri Tímans. 17 luku námi á vélstjóra- námskeið- um í sumar Ólafsrík, 19. nóvember. í SUMAR var haldið námskeið ( Grunnskóla Ólafsvíkur á vegum menntamálaráðuneytis og Vélskóla íslands. 17 manns lauk þar vél- stjóraprófi sem gefur réttindi fyrir 1020 hestöfl. Námskeið þetta svar- aði til fjögurra mánaða kennslu. Mánuðina sept. — des. stendur svo stýrimannanámskeið í skólan- um í samvinnu við ráðuneytið og Stýrimannaskólann. Er þar stefnt að prófi til réttinda til að stjórna 80 brl. bátum og framhald verður í vor til 200 tonna réttinda. Nem- endur á námskeiðum þessum eru flestir af utanverðu Snæfellsnesi. Námskeiðin eru undir stjórn Gunnars Hjartarsonar skólastjóra Grunnskóla ólafsvíkur. Helgi Úrvals jólakonfekt á ótrúlegu verðí adctiis 125 kr./300gr í Tryggðu þér kassa áður en aljtselst upp Vorumarkaðnrinnhf. Jööruvísl verslun — og b«tri JÓLA BÆKUKNAR ÞÉRAÐ KOSTNAÐARLAUSU Við bjóðum heimsendingarþjónustu á jólabókunum. Pantir þú hjá okkur 3 bœkureða fleiri, faerðu þœrsendar heim að dyrum. Við bendum sérstaklega á bókalista sem birtast um þessar mundir í dagblöðunum. Haldir þú þeim til haga: geturþú pantað eftir þeim. Dagana 13. til 18. desember geturðu síðan hringt í síma 622635 eða 622636, lagt inn pöntun og við keyrum bœkurnar út að kvöldi átjánda, nítjánda og tuttug■ asta desember. Vanti þig jólapappírinn og merkimiðana, geturðu pantað allt slíkt um leið og bœkurnar. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. EYMUNDSSON Austursiræti 18 GYLMIR/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.