Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 12

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 Hrekkir skólabarna alvarlegt vandamál Tókýó, 4. desember. AP. BEKKJARFÉLAGAR Eriko Muraguchi stálu hvað eftir annaö af henni pennaveskinu og kröfsuðu skammaryrði á borð við „vanviti" og „megirðu detta niður dauð" í stílabækurnar hennar. Kvöld eitt hafði hún endanlega fengið sig fullsadda á hrekkjunum. Þessi þrettán ára stúlka klifraði upp í símastaur fyrir utan húsið heima hjá sér og hengdi sig. Eriko skildi eftir sig seðil, sem á var ritað „hættið að hrekkja mig, gerið þið það.“ „Ijime" eða hrekkir skólabarna eru alvarlegt mál í Japan og komið hefur fyrir að hrekkir hafi leitt til morða og sjálfsvíga. Helstu hrekkirnir eru líkams- meiðingar og svívirðingar, börn, sem minna mega sín, eru útilok- uð frá hinum og þjófnaður og fjárkúgun eru daglegt brauð í japönskum grunnskólum. í endaðan nóvember höfðu níu börn í grunnskólum framið sjálfsmorð vegna hrekkja, saih- kvæmt skýrslum lögreglunnar í Japan, síðast í nóvember, er þrettán ára gömul stúlka, Chi- haru Kamada, kastaði sér fram af svölum heimilis síns á elleftu hæð. „Hinar stelpurnar í bekknum stríddu mér og hrekktu. Þegar þær ætluðu að þvinga mig til að hrekkja annan skólakrakka hætti mér að standa á sama,“ skrifaði Chiharu m.a. í fimm síðna kveðjubréf sitt. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa 274 „hrekkjamál" komið til kasta lögreglunnar og 926 ungmenni hafa verið hneppt í gæsluvarðhald fyrir að níðast á skólasystkinum sínum. Árið 1984 frömdu sjö nemendur í grunn- skóla sjálfsvíg og fjögur morð voru framin á skólakrökkum. Lögrelgan er treg til að veita upplýsingar um þessi mál og lausnir eru fáar. Ymist eru for- eldrar beðnir að beita börn sín strangari aga, eða börnin eru send á betrunarhæli. „Hrekkjusvín hafa alltaf verið til og sama er að segja um hrekki," segir Masumi Zeniya, starfsmaður menntamálaráðs- ins. „En nú hafa tveir þættir bæst við: Áður var aðeins einn, sem veittist að öllum. Nú ráðast allir á einn. Og því miður er það svo að skólakrakkarnir gera ekkert til að stöðva þetta, þótt þeir viti fullvel hvað er að gerazt," segir Masumi Zeniya. Síðasta ár neyddu þrjú hrekkjusvín í menntaskóla í Osaka tvo bekkjarbræður sína til að stela og reykja og drekka þangað til þeim varð bumbult. Þeir þvinguðu nemendurna til að svívirða fólk á almannafæri og hegða sér ósæmilega í tímum. Hrekkjusvinin fór sínu fram í tvo mánuði, þar til piltarnir tveir gripu hamar, börðu einn kúgara sinna til ólífs og vörpuðu í nær- liggjandi á. I skýrslu skólans sagði að bekkurinn hefði vitað hvað var á seyði, en þagað, og kennarar bekkjarins kváðust ekki hafa gert sér grein fyrir hversu alvarlegt ástandið hafi verið. Zeniya kennir breyttum þjóð- félagsaðstæðum eftir heims- styrjöldina síðari um hvernig komið er. Fjölskyldan hefur tekið breyt- ingum. Börn umgangast ekki lengur elstu fjölskyldumeðlim- ina, sem samkvæmt gömlum hefðum voru valdamestir innan fjölskyldunnar, höfuð ættarinn- ar. Einnig hafa börn minni samskipti við kornabörn og börn á sínu reki, en áður var. Þetta hefur leitt til agaleysis og börnin eiga við tjáskiptaörðugleika að stríða, að því er Zeniya hyggur. Hann telur einnig að hin harða samkeppni í japönskum skólum strekki taugar nemenda og kenn- ararnir séu hneigðir til að dæma nemendur út frá námshæfni og akademískum kröfum einvörð- ungu. Lögreglan í Tókýó segir í skýrslu um vandann að hrekkju- svínin séu oft tilfinningalaus í garð annarra, þau hafi lítið sjálfsálit og kikni undir álagi. Fórnarlömbin eigi á hinn bóginn erfitt með að festa sig í sessi og séu því auðveld bráð átroðslu- samra skólafélaga. Niótið gleðinnar sem fylgir undirbúningi jólanna Norömanns- þunur Norömannsþynur (Norömanns- nrenif er fallegasta og barrheldnasta jólatréð, - og nytu vaxandi vinsælda. Veqna hagkvæmra innkaupa er No?ðmannsþynur a mjog goð verði hjá okkur þessi jol. Komið í jólaskoginn, veljið ykkar eigiðtré. Kertamarkaöur jólakerti í tugþúsundatali. Allir regnbogans litir og gerðir. Litil, Bgunviual Heímaeyiarkertin vinsælu. Mastjarrm 20% afslattur Seljum jólastjörnu með miklum afslætti þessa dagana. Áður 398.- NÚ318.- Áður380.- Nu 304.- Áður 320.- Nú 256.- Áður260.- Nu208.- BúÖ i búöinni Höfumsettuppsérstakabuð með skreytingarefnL Allt I Ksss-Sbs SufsuÆisthérlendis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.