Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 6

Morgunblaðið - 07.12.1985, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 7. DESEMBER1985 Gott útsýni Jökull Jakobsson var býsna fimur leikritasmiður, þannig hélt ég að fimmtudagsleikritið: I öruggri borg væri að leysast upp í ósköp hversdagslegt kokteilglasa- nöldur lífsþreyttra smáborgara. Gerist þá ekki sá óvænti atburður að húsbóndinn á heimilinu sem hefir reyndar verið lokaður niðri í vinnustofu svo mánuðum skiptir — stefnir skyndilega óþekktum krafti að móður jörð með þeim afleiðingum að kona hans og vinur er sest hefir að á heimilinu og gestkomandi vinahjón — missa allt tímaskyn og raunar stjórnar á lífi sínu. Húsbóndinn gerir sum sé hljóðláta byltingu sem er meðal annars lýst svo: Gunnar (hinn gestkomandi vinur húsbóndans á heimilinu): Góðir vinir koma aldr- ei á óhentugum tíma. — Nei, ég skal segja ykkur, við tökum yfir- leitt kvöldið snemma, ég hef nautn af því að spóka mig í stofunum á náttfötum og slopp, setja eitthvað gott á fóninn, blanda góðan kokk- teil... og Anna (eiginkonan á heimilinu). Ekki satt Anna, auk þess er klukkan ekki nema níu. Tómas (vinahjónin): Níu sagðirðu níu. Mín er ... bráðum tíu. Gunn- ar: Ennþá betra. Jæja, skál... Lóa (vinahjónin): Mín er hálftólf. Gunnar: Haha. Alltaf er Lóa á undan sinni samtíð. Eins og hæfir brautryðjanda í félagsvísindum. Sem ég er viss um þú verður, skál upp á það. Hvað er annars klukkan hjá þér, Anna mín. Anna: (lítur á klukkuna sína, ber hanan upp að eyranu, eftir nokkra þögn) Eg-ég held að hún sé -stopp. Gunnar: Hahaha! Þessi var langbestur. Anna gengur á vegum eilífðarinn- ar — þar sem tíminn er ekki lengur til. Snyrtileg leikflétta Hugguleg slaufa á annars lang- dregið og fremur hversdagslegt kokteilpartí þar sem ófullnægðar frúnnar leita fullnægju í félagsvís- indadeild Háskóla íslands og mið- aldra eiginmaður bullar um mánu- dagsmyndir og slidesmyndir í Norræna húsinu. Eða er það eigin- kona hans er biður vininn gest- komandi um að haida fyrirlestur- inn. Lóa: Hefur ekki komið til tals að þú flyttir fyrirlestur í Norræna húsinu með slides? Gunnar: (Vin- urinn gestkomandi sem hefir dval- ið langdvölum við þróunarhjálpar- störf í austurlöndum) Eins og ég sagði? ég er í fríi. Lóa: Synd! Það er ég viss um að þú fengir fullt hús. Það er einmitt svona sem okkur þyrstir í að heyra. En við hér fáum þó að njóta þess. Tómas: Lóa hefur alltaf verið öll fyrir sér- réttindin. Lúmskur húmor Já hann er lúmskt fyndinn hann Jökull Jakobsson og kann þar að auki að koma áheyrandanum á óvart eins og þið hafið nú séð les- endur góðir. En hann kann einnig þá list að teygja lopann með næsta eðlilegu snakki yfir glasi eins og sagt er. Af hverju skrifa annars ekki fleiri höfundur svona leikverk í dag? Verk þar sem umbúðirnar eru hversdagslegar og varla gerist neitt markvert utan rabbsins? Er krafan um listræna fullkomnun og „toppárangur" orðin svo áleitin að rithöfundar freista þess ekki að þreyta leikhúsgesti með hvers- dagslegu skvaldri krydduðu óvæntri hugdettu svona undir lokin? Ekki veit ég það svo gjörla en eitthvert færibandasnið var á útsendingu Útvarpsleikhússins síðastliðið fimmtudagskveld. Eins og leikstjóranum Sigurði Pálssyni hefði naumast gefist tóm til að kreista seinasta dropann úr text- anum ofan í kokkteilglasið. Olafur M. Jóhannesson. ÚTVARP/ SJÓNVARP Vindurinn og ljónið — bandarísk bíómynd frá 1975 ■I Bandaríska bíó- 00 myndin „Vind- — urinn og ljónið" er seinni bíómynd kvölds- ins og hefst hún kl. 23.00. Myndin er bandarísk frá árinu 1975. Leikstjóri er John Millius og í aðal- hlutverkum eru: Sean Connery, Candice Bergen, Brian Keith og John Hus- ton. Árið 1904 rænir araba- höfðingi í Marokkó banda- rískri konu og börnum hennar frá Tanger og krefst lausnargjalds af soldáninum. Theodore Roosevelt Bandaríkjafor- seti og utanríkisráðherra hans skipuleggja aðgerðir til að ná fjölskyldunni úr ræningjahöndum. Atriði í myndinni geta vakið ótta hjá börnum. Mynd þessi fær þrjár stjörnur í ein- kunn af fjórum möguleg- um. Þýðandi hennar er Rannveig Tryggvadóttir. Á eyðiey — Er einhver að leita okkar? ■i Þriðji þáttur 00 barna- og ungl- — ingaleikritsins „Á eyðiey" verður á rás 1 kl. 17.00 í dag og nefnist þessi þáttur „Er einhver að leita okkar?“ Höfundur leikritsins er Reidar Ant- honsen, þýðandi er Andrés Kristjánsson og leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. í öðrum þætti voru þeir Eiríkur, Andrés og Jörgen illa staddir. Þeir voru einir á óbyggðri eyju úti í stóru vatni uppi á öræfum Nor- egs og höfðu vistir aðeins til fjögurra daga. Þeir ákváðu að fara að dæmi Róbínsons Krúsós og búa eins vel um sig í eynni og mögulegt væri. En þrátt fyrir dugnað og kjark varð strákunum ekki um sel eftir að mestallar matar- birgðirnar hurfu spor- laust eina nóttina og Ei- ríkur hafði orðið að gefast upp við að synda í land eftir hjálp. Leikendur í þriðja þætti eru: Kjartan Ragnarsson, Randver Þorláksson og Sólveig Hauksdóttir. Alþjóðlega Fíl- harmóníuhljómsveitin — bein útsending frá Stokkhólmi ■i Á morgun, 20 sunnudag, verð- ““ ur útvarpað í beinni útsendingu frá hljómleikum Alþjóða Fíl- harmóníusveitarinnar sem haldnir verða í Stokk- hólmi. Útsendingin fer fram á dreifikerfi rásar 2 99,9 Mhz, og hefst kl. 19.20 með íslenskri kynningu Sigurðar Einarssonar, en kl. 19.30 verður stillt yfir til Stokkhólms þar sem James P. Grant yfirmaður UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og Kristín Svíaprinsessa flytja stutt inngangsorð á ensku. Hljómleikunum verður útvarpað beint til níu Evrópulanda auk íslands og renna allar greiðslur útvarpsstöðvanna af þessu tilefni til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem íslenska út- varpið tekur á móti svona sendingu um gervihnött. Áður var hljómleikum frá London útvarpað sem haldnir voru til styrktar byggingu tónlistarhúss á Islandi en aðalhvatamað- ur þeirra tónleika var Vladimir Azskenazy. Alþjóðlega Fílharmón- íusveitin er skipuð hljóð- færaleikurum úr öllum heimshornum en frá Is- landi er það Helga Þórar- insdóttir víóluleikari í Sinfóníuhljómsveit ís- lands, sem tekur þátt í þessu samstarfi. Verkið sem flutt verður er 8. sin- fónía Antons Bruckner, sem kom fram í endan- legri útgáfu árið 1884 — sama ár og hinir þrír keis- arar Evrópu hittust í Ski- elmiewice í Póllandi til að semja um viðvarandi frið í álfunni. ÚTVARP LAUGARDAGUR 7. desember 7.00 Veöuriregnir. Fréttir. Bæn. 7.15 Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.20 Morguntrimm. 7.30 Islenskir einsöngvarar og kórar syngja. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8J0 Lesið úr forustugreinum dagblaöanna. Tónleikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tórv leikar. 9.30 Óskalög sjúklinga Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.05 Daglegtmál Endurtekinn þáttur frá kvöld- inu áöur sem Margrét Jóns- dóttir flytur. 10.10 Veðurfregnir. Oskalög sjúklinga, framhald. 11.00 Bókaþing Gunnar Stefánsson dag- skrárstjóri stjórnar kynning- arþætti um nýjar bækur. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 15.00 Hérognú Fréttaþáttur I vikulokin. 15.40 Fjölmiölun vikunnar Magnús Ölafsson flytur þátt- inn. (Miödegistónleikar falla nið- ur.) 15.50 Islensktmál Guörún Kvaran flytur þátt- inn. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Listagrip Þáttur um listir og menning- armál. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. 17.00 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „A eyðiey" eftir Reidar Anthonsen. Leikritið er byggt á sögu eftir Kristian Elster. Þriðji þáttur af fjórum: „Er einhver að leita að okkur?" Þýðandi: Andrés Kristjánsson. Leik- stjóri: Brlet Héðinsdóttir. Leikendur: Kjartan Ragnars- son, Randver Þorláksson og Sólveig Hauksdóttir. Aöur útvarpað 1974. 14.45 Queens Park Rangers — West Ham. Bein útsending frá leik 11. deild ensku knatt- spyrnunnar. 17ÆO Móöurmálið — Fram- burður. Endursýndur áttundi þáttur. 17.15 Iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hlé. 19.20 Steinn Marcó Pókbs (La Pietra di Marco Polo) Italskur framhaldsmynda- flokkur um ævintýri nokkurra krakka I Feneyjum. Þýöandi Þurlöur Magnúsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Staupasteinn (Cheers). Attundi þáttur. Bandarlskur gamanmynda- flokkur. 17.30 Einsöngur I útvarpssal Magnús Jónsson syngur lög eftir Emil Thoroddsen, Þór- arin Guðmundsson, Jón Þór- arinsson, de Curtis, Tosti og fleiri. Ölafur Vignir Alberts- son leikur á planó. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Elsku pabbi Þáttur I umsjá Guðrúnar Þórðardóttur og Sðgu Jóns- dóttur. 20.00 Harmonluþáttur Bandarlsk blómynd frá 1978. Leikstjóri: Stanley Donen. Aöalhlutverk: George C. Scott, Trish Van Devere, Red Buttons og Eli Wallach. Myndin er gerð I anda Hollywood-mynda frá árun- um upp úr 1930. Þá bauöst kvikmyndahúsgestum oft aö sjá tvær blómyndlr I sömu feröinni ásamt kynningu þeirra næstu og er sá háttur einnig hafður á þessari sýn- ingu. Fyrri myndin er um ástir og hnefaleika og er svart/hvlt en sú slöari er lit- mynd um dans- og söngva- sýningu á Broadway. Þýð- andi Öskar Ingimarsson. Umsjón: Sigurður Alfonsson. 20.30 Leikrit: „I öruggri borg" eftir Jökul Jakobsson. End- urtekið frá fimmtudags- kvöldi. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgun- dagsins. 22.15 Veðurfregnir. Orö kvðlds- ins. 22.25 Aferð með Sveini Einarssyni. 23.00 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: Jón Örn Marinós- son. 23.00 Vindurinn og Ijóniö (The Wind and the Lion) Bandarlsk blómynd frá 1975. Leikstjóri: John Millius. Aöalhlutverk: Sean Conn- ery, Candice Bergen. Brian Keith og John Huston. Arlð 1904 rænir arabahöfö- ingi I Marokkó bandarlskri konu og börnum hennar frá Tanger og krefst lausnar- gjalds af soldáninum. Theod- ore Roosevelt Bandarlkjafor- seti og utanrlkisráðherra hans skipuleggja aðgeröir til að ná fjölskyldunni úr ræn- ingjahöndum. Atriði I mynd- inni geta vakiö ótta hjá börn- tim. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 01.10 Dagskrárlok. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. LAUGARDAGUR 7. desember 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Sigurður Blöndal. Hlé. 14.00—16.00 Laugardagur til lukku Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Listapopp Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 17.00—18.00 Hringboröiö Stjórnandi: Siguröur Einars- son. Hlé. 20.00—21.00 Hjartsláttur Tónlist tengd myndlist og myndlistarmönnum. Stjórnandi: Kolbrún Hall- dórsdóttir. 21.00—22.00 Dansrásin Stjórnandi: Hermann Ragnar Stefánsson. 22.00—23.00 Bárujárn Stjórnandi: Sigurður Sverris- son. 23.00—24.00 Svifflugur Stjórnandi: Hákon Sigurjóns- son. 24.00—03.00 Næturvaktin Stjórnandi: Heiöbjört Jó- hannsdóttir. SJÓNVARP LAUGARDAGUR 7. desember 21.10 Stálhnefar og Stjörnudlsir (Movie Movie)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.