Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 5

Morgunblaðið - 07.12.1985, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER1985 5 Salmónellu- sýkingin: Dýralæknar annast sýnatöku í sláturhúsum í FREIT um salmónellusýkingar í öndum frá Vilmundarstöðum í Borgarfírði, sem birtist í Morgun- blaðinu í gær, er haft eftir Olafí Þ. Þórðarsyni, eiganda búsins að venja væri að Hollustuverndin tæki sýni við slátrun fuglanna. Morgunblaðið vill hér koma þeirri leiðréttingu á framfæri að Ólafur nefndi Hollustuvernd- ina ekki í því sambandi, það var misskilningur blaðamanns og skal það upplýst að það er hlut- verk dýralæknis að annast sýna- töku í sláturhúsum. Ólafur ósk- aði einnig að það kæmi fram að slátrun andanna hefði farið fram á tímabilinu júlí til nóv- ember. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. _^^uglýsinga- síminn er 2 24 80 Flugleiðir bjóða börnunum sérmáltíð FLUGLEIÐIR bjóða nú börnum sérmáltíðir þegar þau ferðast með félaginu á millilandaleiðum. Þessi nýbreytni var tekin upp fyrir skömmu og hefur vakið mikla ánægju yngstu farþeganna, að sögn Flugleiðamanna. Flugleiðir vekja athygli á því að nauðsynlegt er að biðja um sérrétti fyrir þörn með nokkrum fyrirvara áður en lagt er upp í ferð og helst þarf að gera það um leið og farpöntun er gerð. Ekki er annað áð sjá á myndinni en börnunum líki þessi ný- breytni vel. Kökubasar MS- félagsins í Sigtúni MS félagið heldur kökubasar í Blómavali við Sigtún, sunnu- daginn 8. desember klukkan 13. A boðstólum verða kökur og tertur af öllum gerðum og stærðum. MS hefur haldið þennan basar undanfarin ár og hafa viðtökur alltaf verið mjög góðar og hefur basarinn reynst félaginu dýrmæt tekjulind. Ef einhverjir vilja leggja þessu máli lið með því að gefa kökur eru þeir beðnir að koma með þær í Blómaval klukkan 12 á sunnudaginn. - Hunda-dag-mamma! Er ekki einhver góö kona sem mætti leita til ein- staka sinnum meö aö passa poodle-tík nokkra tíma íeinu. Þarf aö vera mikill dýravinur. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlega hringiö í síma 27557. I Það þekkja allir þessa algengu kvilla: Óþægilegur verkur í höfði, bólgnar herðar, stíflað nef. Þegar skammdegið herjar á þig þarf að snúa vörn í sókn. Nú kynnir Heilsuhúsið til sögunnar nýtt vopn í baráttunni: Áburð sem er upprunninn í Kína, framleiddur í Singapore og þekktur um allan heim. íþróttamenn um víða veröld nota Tígrissmyrslið til að hita upp vöðva og bera á meiðsli. Tígrissmyrslid er selt Tígrissmyrslið er blanda úr náttúrulegum efnum, milt og vinsamlegt húðinni. Þú berð það á auma bletti, gagnaugun, hálsinn, kringum nefið, á brjóstið, herðamar o^.frv. Þeir staðir sem borið er á hitna og mýkjast. Þér líður brátt betur - og batnar fyrr. handhægum krukkum Það fæst í lyfjabúðum, matvörubúðum og að sjálfsögðu hjá okkur í Heilsuhúsinu. Skolavorðustig 1 Simi 22966 101 Reykjavik eilsuhúsið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.