Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 02.11.1985, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 41 Fríðjón Hjörleifs- son — Minning Minning: Rögnvaldur Sumar liðason Blönduósi Fteddur 13. nóvember 1917 Dáinn 27. október 1985 Það var snemma sumars fyrir réttum 30 árum. Ég var 7 ára snáði á leið í sveit. Snoðklipptur og með nýja húfu. Með mér var Örn, svip- að útleikinn og í sömu erindum. Leiðin lá norður yfir heiðar. Burst- um prýddur í Blönduhlíð beið okkar bærinn. Við vorum ekki umkomulausir í rútunni. Sjálfur húsbóndinn hafði okkur í umsjá sinni. Undurblíður og eilífur, lítið eitt stærri á vöxt en við og 30 árum eldri. Seinna skildi ég, að þessum manni löðuðust að börn og mál- leysingjar. Jafnvel útlend börn án getu til mæltra tjáskipta fundu traust sitt og athvarf i honum. Þetta var Friðjón Hjörleifsson, fóstri minn og vinur í þrjá tugi ára. Maður, rúinn líkamlegu at- gerfi í móðurkviði, fyrirburður berklaveikrar móður. Móðurleys- ingi í vöggu. Fóstra hans varð Lilja Sigurðar- dóttir frá Víðivöllum, þá rúmlega þrítug að aldri, stórbrotin og leidd af hugsjónum og vakti allt i kring um sig til betra lifs. Lilja gekk fóstra mínum í föður og móður- stað. Hún varð heillastjarnan hans. Gáfum hennar og góðvild naut hann til fullorðinsára. Barns- lund hans og blíða entust honum til leiðarloka. Mikill var arfur fóstru hans til eftirbreytni. Mikill er arfur hans okkur sem lifum. Fóstri minn var breyzkur í bezta lagi. Marga skálina áttum við. Oft sungum við, sungum óð gleðinnar, maður var manns gaman. Oft gerðum við ekki það sem til stóð. AlLtaf sama heiðríkjan, kærleikur- inn til lífsins, sátt við almættið og örlögin. Og þó. „Ég átti aldrei að verða bondi“ heyrði ég stundum, þá kominn til ára. „Iþróttirnar áttu mig allan“. Þessi orð kvöddu mig á spítalanum. Upplýstur um staðreyndir spurði ég; „var ekki rannsókn erfið?“ „Nei“, hljóðaði lygin, „ég er svo kattliðugur." Drengurinn á ævibraut ástar til góðrar stjúpu og í skugga eigin óska byggði með henni nýbýlið Ásgarð. Stórvirki fyrr og nú. Af engum efnum en stutt af stórum vinahópi þeirra. Fóstri minn sagði undir lokin að nú væri hann kominn á hvolf fyrir utan gullna hliðið. Vísbend- ing til mín falin í gamansemi. Tal hans úm girðingar, hrífukaup og framkvæmdir á komandi sumri var til að dreifa áhyggjum. Hug- hreysta. Við vissum báðir að örlög kisunórunnar ölmu, hvuttans Kols og hestanna nefndir nöfnum til- finninga þinna voru okkur ofviða að fjalla um. Þannig var hann allur og ætíð. Nærgætinn og blíður. Nú er fóstri minn í bláklukkuhvammi betri heims, léttur í spori. Leggi ég við hlustir heyri ég þýðan tenór syngja gleði hjartans. Þannig munum við fóstra minn. Snorri Leiðrétting í vinnslu blaðsins í gær slæddust inn villur i viðtali við Sigmund Steinarsson um bók hans í þættin- um „Fólk í fréttum". í fyrstu setn- ingunni átti að standa „að frægum taugastríðsleik" — en var „af Fæddur 20. október 1913 Dáinn 9. október 1985 Þann 19. október sl. var hann afi okkar lagður til hinstu hvílu. Og nú hrannast upp í hugann allar þær minningar sem við eigum um hann frá æskuárunum. Á hverju einasta sumri öll æskuár okkar fórum við systurnar í sveit til afa og ömmu á Blönduósi. Við nutum þess að vera með afa við heyskapinn og í öðru, sem hann þurfti að sinna. Aldrei fórum við heim til Akureyrar fyrr en réttirn- ar voru búnar á haustin. Þá var afi vanur að segja, „nú fara litlu stúlkurnar mínar tvær bak við fjöllin sjö og koma ekki aftur fyrr en næsta sumar“. Oft var sárt að kveðja afa og ömmu, en tilhlökk- unin þeim mun meiri er tók að vora og styttist i að við gætum hafið förina aftur yfir fjöllin sjö til afa. Afi var maður hæglátur að eðlis- fari, vinnusamur og mörgum hjálparhella. Hann var natinn og laginn við hvað eina sem hann tók sér fyrir hendur. Jafnt við bústörf- in, sem önnur þau störf sem hann innti af hendi á starfssamri ævi. frægum.“ Merkingin breyttist því frá því sem ætlað var. Síðar stóð: „En Akureyri var ... “ en átti að vera „Er Akureyri var.. “ Og Akureyringar féllu vitanlega niður í 2. deild en ekki „niður í 1. deild." Útkoma bókarinnar er áætluð í nóvember. Beðist er velvirðingar á þessu. Fyrir nokkrum árum varð afi fyrir slysi og má segja að hann hafi aldrei náð sér eftir það. Enda urðu afleiðingar þess honum eflaust þungar í skauti og flýttu fyrir honum úr þessum heimi. Það var svo sannarlega eftirsjá í afa, þótt fullorðinsárin hafi kennt okkur að taka hlutunum öðru visi en þegar við vorum börn. Samt leytar maður til ljúfsárra minn- inga æskuáranna, til björtu dag- anna, þegar við áttum afa útaf fyrir okkur. Nú hefur afi fengið hvíldina og biðjum við systurnar honum guðs blessunar og þökkum honum sam- fylgdina. Elsku amma, við systurnar biðj- um guð að blessa þig og styrkja í sorg þinni, því þinn er missirinn mestur og sárastur. Systurnar Legsteinar gramt - - marmarí Opiö alla daga, einnig kvöld ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. símar 620809 og 72818. ALVÖRU HÚSGÖGN í BARNA- OG UNGLINGAHERBERGI Fjölbreyttasta urval sem völ er a HUSGAGNASYNING SUNNUDAG fúBVjso^-- khmekm Opið laugardag WfN > I kl. 10—16. \mii> \ Sunnudag \ i S5l | kl. 14—16. K ii Nýkomiö mikiö úrval af vörum I\ í gjafavöru- og heimilisdeild Góö greiðslukjör. Sendum um allt land Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirfti, s. 54343.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.