Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 13 Tær morgunljóð Bókmenntir hversdagsheim og stundum flókn- -----—-------- ari tilveru. Lítum á þetta erindi úr Johann Hjálmarsson ljóðinu Náttfarir: Atli Ingólfsson: Ljóstur. 30 Ijóó. Forlagið 1985. Atli Ingólfsson notar þannig myndmál í ljóðum sínum að það leiðir hugann að verkum atóm- skáldanna. Sum ljóðanna minna í sjötta áratuginn, en það út af fyrir sig segir ekki annað en Atli Ing- ólfsson sé vel lesinn í verkum eldri skálda. Nóttin skenkir af sársauka sínum: Ristir kvölddúninn hvassri sigð og bikarinn freyðir af hrapandi stjörnum. Við skulum bergja. Ogalltsemvarsagt brennur í funa myrkursins á milli okkar. Göngum svo tregaskírð út í tært morgunljóðið. (Berging). Ljóstur er óvenju gott byrjanda- verk, ekki síst með það í huga að höfundurinn hefur vald á máli og kann listina að takmarka sig. Hann leggur líka áherslu á að bregða upp myndum sem veita lesandanum óvænta innsýn í Svefnfirrtarhlustir Opinn gluggi í grenndinni, tjóðruð í kaldann, tíksemýliróró. Það er ekkert minna en óróleiki og óvissa sem lesandinn skynjar í þessu erindi. Atli Ingólfsson hikar ekki við að beita djarflegu myndmáli. Þótt hann yrki um kunnugleg fyrir- brigði: borgarumhverfi, náttúru og mikið um nóttina og það sem henni fylgir, skyggnist hann fyrst og fremst inn í eigið hugskot. Ljóð hans eru innri hljómur. Hann á það líkt með innhverfum skáldum að láta lesandanum eftir að ráða í málið, lesa milli línanna, en segja honum ekki hvað orðið merki. Orðið lifir í sjálfu sér. Þetta er ekki algengt í verkum yngstu skálda, en þó eru mörg ljóð þessar- ar bókar dæmi um æsku höfundar- ins. Sem betur fer. Hér yrkir ekki gamalt skáld. Það er einkum í Atli Ingólfsson. ástalóðunum sem æskan kveður sér hljóðs. Það sem m.a. er eftirtektarvert við þessa bók er að höfundurinn virðist kunna vandmeðfarna list prósaljóðsins. í bókinni eru vel gerð prósaljóð. Þó kann ég ekki við orðalag eins og „lifun þessarar stundar" og það „að hrófla orðun- um eitthvert annað“, eins og stend- ur í prósaljóðinu Stund. En því ber auðvitað að fagna og vera ekki um of gagnrýninn þegar ungt skáld sendir frá sér bók eins og Ljóstur. OG ÞAÐ VARST ÞÚ, í BUÚGRI BÆN Hljómplötur Árni Johnsen Hljómplatan Og það varst þú sem útgáfan Skálholt gaf út hefur ekki heyrst mikið spiluð í útvarpi hins opinbera, en hér er um að ræða kristilega hljóm- plötu þar sem ungt fólk, börn og unglingar, leggja hönd á plóginn í þágu hins jákvæða. Og það varst þú er vönduð hljómplata með góðum textum. Það eru engin öskur á plötunni, ekkert klám, enginn óskapnaður sem því mið- ur virðist stundum v hleypir hlutunum inn í sviðsljós fjölmiðlanna. Textarnir fjalla um lífið og tilveruna hjá venjulegu fólki, fjalla um það sem allir velta fyrir sér, en þeir eru fluttir í skjóli trúarinnar og í sumum lögunum rabbar söngvarinn við börnin um þeirra sjónarmið og möguleikana til þess að lifa góðu lífi og skemmtilegu. Þessi þáttur plöt- unnar er mjög skemmtilega gerð- ur og fyrir utan það að vera gott efni í útvarp þá ætti efni af slíkri plötu ekki síður heima í sjón- varpi, til dæmis í barnatíma sjónvarps. Og það varst þú er vönduð að allri gerð. Upptökustjóri var Jón- as Þórir, Sverrir Guðjónsson og Páll ó. Hjálmtýsson sjá um sönginn en þar brennur dieitast á Sverri. Barnakór úr Melaskóla leggur lið og átta manna biand- aður kór og ýmsir kunnir hljóð- færaleikarar leika með á plöt- unni. Lögin eru fjölbreytt og skemmtileg, lítið um framúr- stefnu og mikil áhersla lögð á að textarnir skili sér. Og það varst þú er falleg og góð hljómplata sem fólk á öllum aldri er líklegt til að hafa gaman af og hún er ein af þeim plötum sem foreldrar ættu að hlusta á með börnum sínum og ræða um, það væri til gagns og gamans fyrir báða aðila. Vor í Dölum með sönggleði Dalamanna Hljómplötur Árni Johnsen Vor í Dölum heitir hljómplata sem hefur að geyma nokkur lög sem tón- listarunnendur í Dölum fluttu á samkomum sínum árin 1982 og 1983. Hér er um að ræða ýmsa sönghópa, Janúarkvartettinn, Söngfélagið Vor- boðinn sem var stofnað 1947 og hefur séð um kórsöng í Hjarðarholtskirkju frá 1948, Karlakórinn Hljómur, Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalasýslu 1982—1983, söngfélaga í kirkjukór- um Hvamms- Staðarfells-, Dagverð- arness-, Skarðs- og Staðarhóls- kirkna 1983, Þorrakórinn sem flestir ofangreindir kirkjukórsfélagar mynda og söngfélagar í kirkjukórum Stóra- Vatnshorns-, Kvennabrekku- og Snókdalskirkna. Allur þessi skari söngmanna í Dölum syngur 22 lög á hljómplötunni Vor í Dölum. Lagavalið hjá Dalamönnum er fjölbreytt, en undirstrikast af því að þeir eru dreymnir og rómantískir Dalamenn, því flest lögin eru í hægum og mildum takti. það er mikil sönggleði hjá því fjölmarga fólki sem leggur hönd á plóginn við þessa heimilislegu plötu, en mikið hefði verið skemmtilegra að sönghóparnir hefðu haft aðgang að fullkomnari hljóðupptökusal, því tóngæði hrapa nokkuð við auðheyrilega frumstæð- ar og ófullnægjandi aðstæður í upptöku. En það neikvæða vegur ekki þungt miðað við það jákvæða, að ná á eina hljómplötu rjómanum úr sönglifi Dalamanna á tveggja ára tímabili. Það er menningarauki að slíku. Þarna eru á ferðinni lög eins og Vor í Dölum, Söngheilsan, E1 Relic- ario sem Lúðrasveit Tónlistarskóla Dalasýslu flytur, Vorið góða, Húmar að kveldi, Himnafaðirinn hér, Kirkj- an ómar öll, Kúbanskt næturljóð, Kórsöngur, Logn og blíða, Söng- kveðja, Vormyndir, Dýrð í hæstum hæðum, Bandtangó, Blátt lítið blóm eitt er, Kvöldið er fagurt, Laxárdal- ur og fleiri alkunn og söngvin lög sem fara vel í túlkun söngglaðra Dalamanna. Það er ástæðulaust að gera upp á milli sönghópanna, þeir syngja allri af mikilli prýði og per- sónuleika en mikið hefur Vorboðinn á að skipa skemmtilega samstilltu oggóðu söngfólki. Vinsælasti herrafatnaður í Evrópu Þú nýtur þín vel í MELKA. Úlpur - blússur - frakkar - buxur - skyrtur. Gæöin eru frábær — verðió sérlegahagstætt. Þú færö MELKA-vörur í öllum bestu herrafatabúöum landsins. iKKVAIWft 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.