Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 32
sf*rjpí)'?* ^ ynwi 32 MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 Gengið til starfa með bros á vör Þær ganga brosandi til starfa Guðrún Agnarsdóttir og Kristín Halldórs- dóttir, þingmenn Samtaka um kvennalista, sem hér sjást sækja i brattann upp stigann til salar þingsins. Deilt á orðalag stjómarfrumvarps: „Hjólreidamenn skulu aka ... — Orðalag klúðurslegt, sérvizkulegt og torskiljanlegt, sagði Eiður Guðnason Mér finnst það síður en svo góð vinnubrögð af hálfu ráðuneytisins, sagði Eiður Guðnason (A) efnislega í þingræðu um stjórnarfrumvarp til umferöarlaga, að leggja fram „alger- lega óbreytt frumvarp," eftir „fímm ára meðgöngutíma hjá endurskoðun- arnefnd umferðarlaga," þrátt fyrir margvíslegar athugasemdir um- sagnaraðila. Eiður Guðnason taldi af þessum sökum ólíklegt að frumvarpið, svo viðamikið sem það væri, næði afgreiðslu á þessu þingi, nema allherjarnefndir beggja þingdeilda störfuðu saman að athugun þess og lagfæringu. „Mér finnst," sagði Eiður, „orða- lag í þessu frumvarpi klúðurslegt og sérvizkulegt á mörgum stöðum og sums staðar kannske torskilj- anlegt.“ Ég tek dæmi af handahófi, sagði Eiður: „Hraöinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafí fullt vald á ökutækinu og geti stjórnað því á þeim hluta vegar framundan, sem hann hefur útsýni yfír og áður en kemur að hindrun sem gera má ráð fyrir.“ Ég hélt, sagði Eiður, að öku- manni bæri að hajga akstri þannig, að hann gæti stanzað í tæka tíð ef hann kemur að hindrun, sem ekki má gera ráð fyrir á veginum. Eiður tók annað dæmi: „Þegar ökutæki nálgast stóra fólksbifreið, Eiður Guðnason Ný þingmál Alnæmi — heimilt að leita að sýktum einstaklingum — Geimvopn og erlend þátttaka í atvinnustarfsemi Stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum (nr. 16/1978) um varnir gegn kynsjúkdómum felur í sér að alnæmi - aids - falli undir sömu lagareglur sí og aðrir kynsjúkdómar. „Þannig verður sjúkdómurinn m.a. skráning- arskyldur", segir í greinargerð, „og heimilt verður að leita að sýktum t einstaklingum og veita þeim meðferð • og ráðleggingar til að sporna gegn • því að þeir sýki aðra“. ‘ j Stuðningur við bann ' gegn geimvopnum Hjörleifur Guttormsson (Abl), t Kristín Kvaran (BJ) og Guðrún Agnarsdóttir (Kvl) flytja tillögu til 1 þingsályktunar um „stuðning við bann gegn geimvopnum". Tillagan . /'felur ríkisstjórninni, verði hún • samþykkt, að beita sér fyrir og | styðja á alþjóðavettvangi bann við geimvopnum. k I Erlend þátttaka í nýsköpun ís- lenzks atvinnulífs Björn Líndal (F) hefur lagt fram frumvarp til breytinga á iðnaðar- lögum (nr. 42/1978) I greinargerð segir efnislega að mikilvægt sé að stöðva söfnun erlendra skulda. Eigi að síður sé ljóst „að erlent fé er ein veigamesta forsenda þess að íslendingum takizt að gera þær breytingar á atvinnulífinu sem tryggt geta fjölbreytni og sam- keppnishæfni íslenzks útflutn- ings“ Þess vegna er lagt til að iðnaðarráðherra geti veitt undan- þágu frá ákvæðum 3. töluliðar 2. málsgreinar 4. greinar viðkomandi laga. „í þessu frumvarpi er lagt til að iðnaðarlögum verði breytt og opnað fyrir aukna möguleika á iðnaðarsamstarfi innlendra og erlendra fyrirtækja. Samkvæmt frumvarpinu verður það áfram meginregla að íslendingar eigi meirihluta hlutafjár í hlutafélög- um sem reka iðnaðarstarfsemi. Á hinn bóginn er lagt til að lögleidd verði undanþága frá þessari meg- inreglu". Frumvarpið gerir ráð fyrir því að inðnaðarráðherra geti veitt slíka undanþágu „þegar telja má að starfsemi viðkomandi félags feli í sér mikilvægt framlag til nýsköpunar íslenzks atvinnulífs". Fyrirspurnir Sturla Böðvarsson spyr félags- málaráðherra, hversku mikil skerðing verði á ráðstöfunarfé Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árið 1985, vegna greiðslna til Inn- Lögberg: Fyrirlestur um tónlist ÞORSTEINN Gylfason heldur fyrir- lestur sem nefnist „Tónlist, vísindi og réttlæti" í Lögbergi stofu 101 á morgun, sunnudag. Fyrirlesturinn, sem haldinn er á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki, hefst kl. 15. Þorsteinn hefur lýst efni fyrir- lestrarins á þessa leið: „Tónlist er miklu áhrifameiri en hún ætti að vera, ef hún er ekki annað en hún virðist vera: leikur að hljóðum sem hafa enga merkingu. í fyrirlestrin- um ætla ég að reyna að skoða þetta efni frá ólíkum sjónarmiðum, en einkum í ljósi spurningarinnar hvort tónlist kunni að vera, þrátt fyrir merkingarleysið, einhvers konar tungumál eða tungutak." Fréttatilkynning Brauðgerð opnuð í Búðardal í dag Búdardal, 1. nóvember FYRSTA BRAUÐGERÐIN í Búðar- dal verður opnuð í dag, laugardaginn 2. nóvember. Eigandi brauðgerðarinn- ar er Kaupfélag Hvammsfjarðar og bakarameistari verður Kristján Skarphéðinsson. Fjórir til fímm starfsmenn verða í brauðgerðinni. Opnunardaginn verður boðið upp á kaffi, kökur og brauð frá klukkan 14.00-18.00 og vonast er til að sem flestir sjái sér fært að koma, njóta veitinga og skoða brauðgerðina. Kristjana. heimtustofnunar sveitarfélaga? Hver hefur skerðingin verið 1980- 1984? Hyggst ráðherra breyta reglum sem gilda um þetta efni? * Almenn stjórnsýslulöggjöf. Gunn- ar G. Schram spyr forsætisráð- herra, hvað líði framkvæmd álykt- unar Alþingis frá 20. júní 1985 um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að semja frumvarp að almennum stjórnsýslulögum? * Sláturkostnaður og geymslugjald. Steingrímur J. Sigfússon spyr landbúnaðarráðherra um skipt- ingu sláturkostnaðar einstakra sláturleyfishafa og heildarkostnað vegna geymslu kjöts; hvern veg geymslugjald skiptist á einstaka geymsluaðila sl. 3 ár. * Útflutningur á ferskum físki. Sig- hvatur Björgvinsson og Helgi Selj- an spyrja viðskiptaráðherra, hvort veittar séu heimildir til sölu á ferskum fiski þó vinnsla sé stopul í heimahöfn skips. Þeir spyrja ennfremur, hversu mikið hafi ver- ið flutt út af ferskum fiski 1985, annarsvegar með beinum sölum veiðiskipa og hinsvegar í gámum. sem numið hefur staðar til að hleypa farþegum inn eða út, þá hvílir sérstök skylda á ökumanni að aka nægilega hægt miðað við aðstæður." Þetta er eins og hvert annað rugl, sagði þingmaðurinn, „að aka nægilega hægt.“ Því ekki að skylda menn til að aka varlega eða með fyllst gát þegar komið er að öðru ökutæki, ekkert endilega „stórri fólksbifreið". Eiður taldi hraðamörk frum- varpsins „alltof íhaldssöm", 70 km á klukkustund utan þéttbýlis, þó 80 km á bundnu slitlagi. Ræðumaður vitnaði til ákvæða um hjólreiðamenn. 1 39. grein standi: „Hjólreiðamenn skulu aka...“ Á íslenzku heitir þetta að hjóla. Þetta er svona álíka mál- lýska og menn heyrðu í þættinum um daginn og veginn síðastliðið mánudagskvöld, þegar þar var talað um að „framkvæma uppeldi". Eiður vék og að ákvæðum í 47. greinar, sem skyldar veitinga- mann eða þjóna hans til að gera lögreglu viðvart þegar ástæða er til að ætla að menn aki bifreið undir áfengisáhrifum. Sama grein bannar benzínsölu til ökumanns, sem telst „undir áhrifum". Hvers- vegna þessar tvær starfsstéttir? spurði Eiður. Hversvegna ekki hver og einn, sem telur ástæðu til að ætla að um lögbrot sé að ræða? Er hér ekki um almenna borgara- lega skyldu að ræða? Eiður taldi mikilsvert að stuðla að almennri hugarfarsbreytingu, til að auka tillitssemi í umferð og fækka slysum. Taka eigi öku- kennslu upp í skólakerfinu við 17 ára aldur. I Ágúst Ragnarsson sölumaður við nýjan SAAB 9000 Turbo 16 Kynning á nýjum SAAB SAAB umboðið Töggur sýnir nýjan SAAB 9000 Turbo 16 á bifreiðasýn- ingu, sem opnuð verður almenningi í Bfldshöfða 16, sunnudaginn 3. nóvember. Tíu ár eru liðin síðan fyrst var farið að huga að gerð þessar- ar bifreiðar. Bifreiðin er nýsmíði þar sem hönnuðir hafa notað og endurbætt það besta úr eldri SAAB bifreiðum. Sölusýning vistfólks Hrafnistu í dag Hin árlega sölusýning vistfólks á Hrafnistu í Reykjavík verður haldin í dag, laugardaginn 2. nóvember kl. 13.30. Þar verða til sölu hosur, vettlingar, svuntur, o.m.fl. og ýmiss konar jólavörur. (FrétUtillgrnning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.