Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.11.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1986 Ólafur Siqurqeirsson formaður KRAFT: Refsigleði íþróttayfirvalda A liðnu ári hefur borið venju fremur mikiö a deilum allskonar innan íþróttahreyfingarinnar íslensku og í framhaldi af þeim ýmískonar viðurlög fyrir íþróttamenn og félög. Maöur sem fylgst hafði gjörla með þessum málum, þð einkanlega „Jónsmálinu" svonefnda, orðaði þaö við mig að sér fyndist gæta mikillar refsigleði í íþrótta- hreyfingunni miöaö viö þaö sem væri annars í þjóðfélaginu. í hóp- íþróttum væru spjöld með ýmsum litum á lofti og leikbönn sett á menn viö minnsta tilefni, og um tíma leit svo út, sem íslandsmeist- aramótið í knattspyrnu yrði útkljáö í réttarsölum, en ekki á knatt- spyrnuvellinum. Einstaklingsíþróttir fóru ekki varhluta af þessu, og af minnsta tilefni var íþróttamönnum bannaö aö keppa í tilteknum íþróttum, án þess þaö hafi jafnvel hvarflaö aö þeim aö keppa í þeim. Sumir voru jafnvel komnir í eitthvaö keppnis- bann, án þess aö vita gegn hverj- um þeir hafi brotiö. Svo var um Víking Traustason frá Akureyri, sem varö ekkert tiltakanlega þekktur í landinu fyrr en hann ákvaö i samráöi viö sitt aöildar- samband aö viröa alþjóölegar reglur, sem gilda um hans íþrótt, er hann var keppandi á Noröur- landameistaramóti í kraftlyfting- umíNoregi. Fyrr en varöi komst Víkingur aö því, aö þvagsýni úr honum átti aö vera öllum falt sem vildu og löghlýöni hans viö alþjóölegar reglur var brot á reglum samtaka nokkurra íþróttagreina upp á Is- landi, sem Víkingur átti engin samskipti viö og ætlaði ekki aö hafa nein samskipti viö. Máliö var talsvert flókiö fyrir Víking, sem ekki haföi áöur kynnst áöur- nefndri refsigleöi og var ekki lög- læröur maöur. Hann var á þessu móti keppandi fyrir Kraftlyftinga- samband íslands, sem hann haföi ekki brotiö gegn. Hann keppti á móti, sem Norðurlandasamband kraftlyftingamanna stóö fyrir og gegn þeim samtökum haföi hann ekki brotið. Hann keppti eftir reglum, sem Alþjóöasamband kraflyftingamanna haföi samiö, og þær haföi hann ekki brotiö. Hvernig gat hann skiliö, aö hann heföi brotiö gegn samtökum nokkurra íþróttagreina, sem hann kunni sjálfur Ittil skil á og haföi aldrei stundaö. Hann var skráöur í íþróttafélagiö Þór á Akureyri á sama hátt og Aibert Guömunds- son er eflaust skráöur í Val. Vík- ingur hefur ekki heyrt, aö hann hafi brotiö gegn þvífélagi. Blaöamannafundir voru haldn- ir um Víking og hans mál og skeyti send til samtaka miklu fleiri íþróttagreina á hinum Noröur- löndunum og þeim tilkynnt aö Víkingur mætti ekki keppa á mót- um þessara samtaka vegna milli- ríkjasamnings, er geröur haföi verið milli samskonar heildar- samtaka á öllum Noröurlöndum. Þessi tilkynning var aö sjálfsögöu staöfest þar sem ekkert fylgdi til- kynnlngunni, sem gaf til kynna aö þessi íslensku samtök heföu kannski ekkert með mál Víkings aö gera. Þau eru ekki vön aö káss- ast upp á annarra jússur og hafa ekki enn kynnst þessari viötæku íslensku refsigleöi félaga sinna á klakanum. Þaö skrýtna í þessu máli öllu er kannski þaö, aö þessi heildar- samtök íslensku, sem heita ÍSÍ veröa skv. íþróttalögum nr. 49/ 1956, 20. gr. aö hafa allar eigin reglur um íþróttamót í fullu sam- ræmi viö alþjóöareglur. Hvernig getur þá maöur, sem meira aö segja er ekki í samtökunum, brot- iö reglur þeirra meö því aö fylgja alþjóöareglum? Hvernig getur staöiö á því, aö einungis íþrótta- menn, en ekki stjórnendur í þess- um samtökum, veröa aö viröa þær reglur, sem samtökin hafa sett um sína innri starfsemi? í 5. töluliö 7. gr. dóms- og refsi- ákvæóa iSÍ sem er í samræmi viö hina íslensku og raunar alþjóö- legu andmælareglu segir, aö birta skuli kæröa kæru og honum veitt- ur kostur á aö tjá sig um kæru- atriöi. Þetta heita á venjulegu ís- lensku máli mannréttindi. Þeirra mannréttindi hafa hvorki Jón PáLL Sigmarsson né Víkingur Traustason notiö af þessum samtökum. Undirritaöur vill í nióurlagi þessari hugleiöinga geta þess, aö reglur ÍSÍ um mót og lyfjapróf samfara þeim, gilda fyrir þær íþróttir, sem í samtökunum eru, aörar ekki meöan þær fylgja al- þjóöareglum. Ég hef bráöum ver- iö í KR í 20 ár og vinu minn Sig- tryggur Sigurösson enn lengur. Vera okkar í því félagi gefur ekki ÍSÍ aögang til aö lyfjaprófa mig á kraftlyftingamóti, né Sigtrygg á bridsmóti. Bridssamband Islands er utan ÍSÍ og einnig KRAFT. Viö Sigtryggur munum því vera áfram i KR svo lengi sem félagiö vill hafa okkur. Aörir eru kannski í Lions, Rotary eöa kannski KFUM. • Félagar { TBR urðu sigursælir á minningarmótinu um Atla Þór Helgason sem fram fór á Akranesi fyrir stuttu. Verðlaunahafar eru frá vinstri: Sigfús Ægir Árnason, Wang Junjie, Jóhann Kjartansson og Rúnar Pétursson, framkvæmdastjóri Akraprjón, sem gaf öll verölaun. Neðri röð frá vinstrí: Elísabet Þórðardóttir, Kristín Magnúsdóttír og Þórdís Edwald. Félagar í TBR sigursælir Föstudaginn 18. október og laugardaginn 19. október var haldið í íþróttahúsinu viö Vestur- götu á Akranesi minningarmót í badminton um Atla Þór Helgason sem lést af slysförum þann 7. ágúst 1980. Kiwanisklúbburinn Þyrill á Akra- nesi og Badmintonfélag Akraness sameinuöust um þetta minningar- mót en Atli var mikilvirkur félagi í báöum þessum félögum. Einnig hefur Akraprjón á Akranesi gefiö vegleg aukaverólaun ár hvert en Atli starfaöi hjá því fyrirtæki. í mótinu um síöustu helgi tóku þátt allir bestu badmintonmenn og -konur íslands og úrslit uröu eftir- farandi: I einliöaleik karla sigraöi Wang Junie úr TBR Guömund Adolfsson úr TBR í úrslitum meö 15-10 og 15-9 og í þriöja sæti varö Jóhann Kjartansson úrTBR. i einliðaleik kvenna sigraöi Þór- dís Edwald úr TBR Elísabetu Þórö- ardóttur úr TBR í úrslitum meö 12- 11 og 11-8 og í þriöja sæti varö Inga Kjartansdóttir úr TBR. i tvílióaleik karla sigruöu Wang Junie og Sigfús Ægir Árnason úr TBR þá Víöi Bragason ÍA og Harald Kornelíusson TBR í úrslitum með 15-8, 16-17 og 15-3 og í þriöja sæti uröu Jóhann Kjartansson og Snorri IngvarssonúrTBR. í tvíliöaleik kvenna sigruöu Þór- dis Edwald og Elísabet Þóröardótt- ir úr TBR þær Ingu Kjartansdóttur og Kristínu Magnúsdóttur úr TBR í úrslitum meö 15-5 og 15-4 og í þriöja sæti uröu Asa Pálsdóttir og Ragnheiöur Jónasdóttir úr í A. í tvenndarleik unnu Jóhann Kjartansson og Kristín Magnús- dóttir úr TBR þau Guömund Adolfsson og Elísabetu Þóröard- óttur úr TBR i úrslitum meö 15-2, 13- 15og 15-10 og í þriöja sæti uröu Árni Hallgrímsson og Þórdís Ed- waldúrTBR. __j.q. Öll félögin hafa greitt keppnisgjald NOKKUR félagslið sem þátf taka í íslandsmótinu í handknattleik, hðfðu vanrækt aö greiða keppn- isgjald til HSÍ fyrir eindaga, sem var 15. október sl. Samkvæmt lögum HSÍ á leikur eöa leikir sem leiknir eru eftir þann tíma og ekki hefur veriö greitt, aö dæmast tapaöir. HSÍ kom saman til fundar um þetta mál og var þaö aö samkomulagi aö ekkert yröi gert í málinu aö sinni. Öll félögin eru nú búin aö gera skil á þessum gjöldum, en aldrei hefur veriö látiö reyna á þetta lagaákvæöi HSÍ. Til stóö að gera þaö en frá því var horfiö eins og áðursegir. Námskeið í íþróttum fatlaðra Dagana 21.-24. nóvember nk. mun íþróttasamband fatlaöra efna til leiöbeinendanámskeiðs í íþrótt- um fyrir fatlaða. Veröur nám- skeiöið haldiö í húsakynnum íþróttasambands íslands, íþrótta- miöstööinni Laugardal, og í íþróttasal Álftamýrarskóla. Mun námskeiðið standa yfir frá kl. 9.00 til ca. 18.00, 21.-23. nóvember og kl. 9.00-16.00 24. nóvember. Á námskeiöinu veröur lögö áhersla á aö kynna hinar ýmsu tegundir fötlunar og hvaöa mögu- leikar eru í boöi fyrir fatlaöa til íþróttaiökunar. Námskeiðiö veröur öllum opiö, en íþróttakennarar, sjúkraþjálfarar, starfsfólk á stofnunum og vist- heimilum ásamt öörum er áhuga hafa eru hvattir til aö mæta. Rétt er aö benda á aö á undanförnum leiðbeinendanámskeiöum hafa íþróttakennarar fengiö námskeiöin metin til stiga og veröur svo einnig væntanlega nú. Tilkynna þarf þátt- töku á námskeiöið fyrir 14. nóv- embertil: iþróttasamband fatlaöra, iþróttamiöstööinni Laugardal, 104 Reykjavík. Þar er einnig unnt aö fá allar nán- ari upplýsingar um námskeiöiö í síma 91-686301, mánud., þriöjud., fimmtud. og föstud. kl. 17.00- 19.00. Námskeiösgjald er kr. 1.000 og greiöist þaö í upphafi námskeiös- ins. Fréttatilkynning ÍF. í frétt Morgunblaðsins á fimmtudag þar sem sagði frá því að Akureyringar vildu breytingar í sambandi við fjármögnun skíöa- landsliðsins, féll niöur ein lína úr fréttinni. Rétt er setningin svona: Eins og málum er nú háttaö er kostnaður í sambandi viö landsliöiö borinn aö mestu leyti í héraöi og af einstakl- ingunum sem í landsliöinu eru. Þetta leiöréttist hér meö og beöist er velviröingar á þessum mistök- um. Héraöiö greiöir 'h, Skíöasam- bandiö 'h og einstaklingurinn 'h. Svifdrekakeppni SVIFDREKAFÉLAG íslands held- ur fyrirtækjakeppni sína í dag og hefst hún klukkan 14. Þaö eru 30 fyrirtæki sem þátt taka í þessari keppni sem hefst á hátindi Úlfljótsfells. Svifdrekarnir svífa þaöan og eiga aö reyna aö lenda á ákveðnum staö á túninu ofan viö Korpúlfsstaöi. Á lendingar- staö veröur hægt aö fá sér kaffi og annaðhressandi. Evrópuleikur Fram NÚ hefur endanlega verið ákveðið að leikur Fram og Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa hefst á Laugardalsvelli kl. 14.30 á mið- vikudag. Framarar hafa æft af fullum krafti aö undanförnu og leikiö jafnframt nokkra æfingaleiki. Þeir munu leika síöasta æfingaleik sinn fyrir Evr- ópuleikinn á laugardag. Austurrísku bikarmeistararnir koma til landsins á mánudagskvöld og munu æfa á Laugardalsvelli á þriöjudag. Dómari leiksins veröur Fred McKnight frá Noröur-írlandi, en hann var eftirlitsdómari í leik Fram og Glentoran ytra í 1. umferö og þekkir því vel til Framliösins. Eftir- litsdómarinn aö þessu sinni kemur frá Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.