Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 7

Morgunblaðið - 02.11.1985, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER1985 7 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu: Skipulagsmál til umræðu AÐALFUNDUR Sanitaka sveitar- félaga á höfuborgarsvæðinu hófst í gær í Hlégarði í Mosfellssveit. Fundinum lýkur í dag klukkan 17.00. Að sögn Gests ólafssonar framkvæmdastjóra samtakanna er aðalmálið á dagskrá aðalfund- arins kynning, umræður og ákvarðanataka um svæðisskipu- lag höfuðborgarsvæðisins, þ.e. svæðisins frá Hafnarfirði að Kollafirði. Fjallað verður um náttúrulegar forsendur þess, mannfjöldaþróun, húsnæðismál, atvinnumál, miðhverfi, opinbera þjónustu, veitukerfi, samgöngur, umhverfi og útivist og langtíma- þróun höfuborgarsvæðisins. Auk þess fara fram öll venjuleg aðal- fundarstörf svo sem kosning í nefndir, flutt skýrsla stjórnar o.fl. Þá flytja þeir Jóhann Ein- varðsson aðstoðarmaður félags- málaráðherra og Jon Helgason dómsmálaráðherra ávörp. Handavinnu- og kökubasar Hringsins KVENFÉLAGIÐ Hringurinn held- ur sinn árlega handavinnu- og köku- basar sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00 f Fóstbræöraheimilinu, Lang- holtsvegi 109-111. Hringurinn, sem hefur starfað í rösk áttatíu ár, hefur einkum unnið að líknarmálum fyrir börn, m.a. hefur félagið safnað fé til tækjakaupa fyrir allar. deildir Barnaspítala Hringsins. Allur ágóði af basarnum rennur til Barnaspítalasjóðs Hringsins, sem og aðrar fjáraflanir félagsins. Basar kvenfélagsins Hringsins verður haldinn í Fóstbræðraheimilinu Lang- holtsveg 109-111 sunnudaginn 3. nóvember. Vetrarstarf í Lang- holtskirkju hafið VETRARSTARFIÐ í Langholtskirkju er nú hafíð af fullum krafti, segir í frétt frá safnaðarstjórn, sem Morgunblaðinu hefur borizt. Kvenfélag, Bræðrafélag og kórinn hafa hafíð störf. Nýlega var kosin ný sóknarnefnd samkvæmt nýsettum lögum um kirkjusóknir, sóknarnefndir, héraðsfund o.fl., en samkvæmt þeim lagði fyrri nefnd niður umboð sitt. Fjölgað var í sóknarnefndinni úr fimm í sjö og eru varamenn jafnmargir. Sóknar- nefndin hefur haldið vikulega fundi og verður svo enn um sinn að minnsta kosti. Fyrirsjáanlegt er mikið hljóm- leikastarf í hinni nýju kirkju, æfingar og hljómleikar, auk þess, sem verður á vegum Kórs Lang- holtskirkju. Það er flestra manna mál, segir í fréttinni frá nefnd- inni, að Langholtskirkja sé nú besta hljómleikahús í landinu vegna ágætis hljómburðar og stærðar. 1 vor hélt Pólýfónkórinn hljóm- leika í kirkjunni og síðar Karla— kórinn Fóstbræður. Nýlega var þar Módettukór Hallgrímskirkju og íslenzka hljómsveitin með sína fyrstu hljómleika af a.m.k. átta, sem haldnir verða í vetur. Sunnudaginn 3. nóvember verð- ur haldin Guðbrandsmessa i minningu Guðbrands Hólabisk- ups Þorlákssonar, en kirkjan var af biskupi Islands helguð minn- ingu Guðbrands biskups, en vígsluár hennar bar upp á 300 ára afmæli útgáfu Guðbrandsbiblíu. Þessi helgun fór fram á biblíudag- inn í fyrra. Afmælis safnaðarins verður minnst fyrsta sunnudag í að- ventu, sem nú ber upp á 1. des- ember. Þá um kvöldið verður há- tíðarsamkoma í kirkjunni og safnaðarheimilinu. Sóknarnefnd hefir nú eins og undanfarin ár sent öllum heimil- um í sókninni gíróseðla með ósk um að húsráðendur leggi sitt af mörkum til að standa undir bygg- ingakostnaði við kirkjuna. Kostn- aðurinn við smíði Langholts- kirkju var afar mikill og skortir fé til að standast hann. Sóknar- nefnd minnir safnaðarfólk vin- samlegast á gíróseðlana og hvetur það til þess að bregðast nú vel við — segir að lokum í frétt sóknar- nefndar. Valsmenn Knattspyrnudeildin heldur „uppskeruhátíð" í Broadway á morgun, sunnudag og hefst hátíöin kl. 14.30. Valsmenn eru hvattir til aö mæta. Knattspyrnudeild Vals Ritstjóri og framkvæmda- stjóri Þjóð- ólfs segja upp störfum Selfossi 1. nóvember Um næstu áramót verða breyting- ar á ritstjórn og framkvæmdastjórn landsmálablaðsins Þjóðólfs, mál- gagns framsóknarmanna á Suður- Íandi. Ritstjóri blaðsins, Gísli Sig- urðsson mun hætta störfum. Sama er að segja um framkvæmda og auglýsingastjóra blaðsins Ingu Holdö, konu Gísla. Ástæðan fyrir þessum uppsögn- um hjá Þjóðólfi eru þær að hug- myndir flokksmanna og ritstjóra um uppsetningu og efnisval hafa ekki farið saman. Gísli hefur starfað við Þjóðólf í 20 ár og hafði þetta að segja um hlutverk landsmálablaða: „Mér hefur alltaf fundist hlutverk landsmálablaða stórt á sviði menningarmála í hverju héraði og vildi óska þess að Þjóðólfur og önnur landsmálablöð geti haldið starfsemi sinni áfram". Sig Jóns. * ÞAÐ to ARA GÐ Á SUTLAGI um margviður- du KORK O T gólfflísum r þú kaupir KORK AST þá faerðu VBYRGÐAR- ÁBYRGÐIN GILDIR YFIR 14 GERÐIR K O P. HRINGIÐ EFTIR FREKARI UPPLÝSIIMGUM. Wicanders Kork-cvPlast Sœnsk gœðavara í 25 ár. KORK O PLAST er með slitsterka vinylhúð og notað á gólf sem mikið mæðir á, svo sem á flugstöðvum og á sjúkrahúsum. KORK O PLAST er auðvelt að þrífa og þægilegt er að ganga á því. Sérlega hentugt fyrir vinnustaði, banka og opinberar skrifstofur. KORK O PLAST byggir ekki upp spennu og er mikið notað í tölvuherbergjum. KORK O PLAST fæst í 13 mismunandi korkmynstrum. Gegnsæ. slitsterk og auðþrifanleg ^ vinyl-filma Rakavarnarhuð i köntum Serstaklega valinn korkur i 13 mismunandi munstrum. Sterkt vinyl-undirlag Fjaðrandi korkur. EF ÞÚ BÝRÐ ÚTI Á LANDI ÞÁ SENDUM VIÐ ÞÉR ÓKEYPIS SÝNISHORN OG BÆKLING. ÞÞ co Einkaumboö á Islandi. Þ. ÞORGRIMSSON & CQ Armúla 16 • Reykjavik • sími 38640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.