Morgunblaðið - 30.09.1983, Side 1

Morgunblaðið - 30.09.1983, Side 1
mgmiÞfafrife Föstudagur 30. september Jfi/HÍAÍUtt Jassballettinn viröist eiga vaxandi fylgi að fagna meðal unga fólksins í dag, en nýlega hófu tveir nýir skólar kennslu í þessum dansi, sem meðal annars gera söng- og dansleiki eins og Cats fræga. En hvað er jassballett og hvenæ^, kom hann fram á sjónarsviðið? Við fórum á stúfana til að leita svara við þeirri spurningu og fengum að fylgjast með danstímum á nokkrum stöðum í borginni. Það eru þau Árni Rudolf og Sigrún Ægisdóttir nemendur í Jassballettskóla Báru sem taka hér nokkur spor fyrir Friðþjóf Ijósmyndara. ■ '}a . ‘ ■'f ' . * I mvhúh I síðustu viku kom gestur frá hinu fjarlæga landi Tansaníu inn á ritsjórn blaðsins, Kimonge Oriyo, en hann er forstöðu- maður ferðaskrifstofu Tansaníu í Stokkhólmi og var hér á landi til að kynna íslendingum ferðamöguleika í Tansaníu. Við ræddum við Oriyo og spurðum hann hvað væntanlegur Tansaníufari þyrfti að hafa með sér í farangrinum til þessa lands, þar sem hugtakið vetur fyrirfinnst varla í orðabókum. „Við bjóðum m.a. upp á gott veður allt árið og drifhvíta strandlengju svo langt sem augað eygir, fjallið Kilimanjaro sem jafnvel ellilífeyrisþegar geta klifiö og safaríferðir,“ sagði Oriyo, en meira um það í ferðagrein í blaðinu í dag. Ferðalög 36/37 Skák 40/41 Myndasögur og fólk 48/49 Nám 38/39 Hvað er að gerast 42/43 Dans, bíó, leikhús 50/53 Hár 39 Sjónvarp/útvarp 44/46 Velvakandi 54/55 < L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.