Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 „Jambo! habari?“ „Nzuri.“ Þannig gæti stutt sam- tal hljóðað í hinu f jar- læga landi Tansaníu, þar sem menn tala swahili, á íslensku segja menn hinsvegar: „Halló. Hvað segir þú gott?“ Svarið er að þessu sinni: „Allt ágætt." Swahili er tal- að um allt landið sem er rúmlega 937.000 ferkílometrar að flat- armáli, og þar búa 15 milljónir manna. Oansad fyrir feröafólk. Á leið upp hæsta fjall Afríku, Kilimanjaro. Og strandlengjan breiöir úr sér... Feróalög Isíöustu viku kom gestur frá þessu fjarlæga landi inn á rit- stjórn Mbl., Kimonge Oriyo, for- stöðumaöur feröaskrifstofu Tans- aníu í Stokkhólmi, og viö báöum hann aö segja okkur frá þessu landi og því helsta sem það býöur feröamönnum upp á. „Viö bjóöum m.a. upp á gott veöur allt áriö um kring og drif- hvíta strandlengju svo langt sem augaö eygir,“ segir Oriyo og dreg- ur fram landakort af Tansaníu, leggur þaö á boröiö og bendir á strandlengjuna viö Indlandshafiö sem nær frá landamærum Kenýa til Mosambique. „Þessi strand- lengja er alveg laus viö mengun/ og hann segir þá sem losa úrgang í sjóinn fá umtalsveröar sektir. „Stolt okkar landsmanna er fjalliö Kilimanjaro sem er hæsta fjall Afr- íku, rúmlega 5.000 metrar. Fjöl- margir ferðamenn hafa lagt leiö sína upp á fjallstindinn, því fjalliö er auövelt uppgöngu, þaö þarf engan sérstakan fjallgöngu- útbúnaö." Oriyo segir jafnvel ellilífeyris- þega geta gengið upp, fólk þurfi ekki endilega aö vera í góöri lík- amsþjálfun, meira máli skiptir aö geta aölagast breytingum sem veröa í andrúmsloftinu á leiöinni upp. Fjalliö Kilimanjaro er snævi þakiö allt áriö vegna þunna lofts- ins, þótt hugtakiö vetur þekkist ekki í landinu. „Þaö tekur um þaö bil þrjá sól- arhringa aö ganga upp, og þeir sem áhuga hafa á því geta fengiö buröarmenn til aö bera fyrir sig matvæli og annaö,“ segir Oriyo. Og hann heldur áfram aö telja upp þau atriöi sem hafa gert Tans- aníu aö vaxandi feröamannalandi á síöustu árum. í Tansaníu eru nokkrir frægir þjóögaröar svo sem Serengeti National Park og Lake Manyara National Park, en þjóö- garöarnir eru m.a. þekktir fyrir mikilfenglegt dýralíf, Serengeti National Park er t.d. heimkynni um tveggja milljóna dýra. Ferðamenn kaupa sér gjarnan svokallaöar saf- ariferöir, en þá er ekiö í gegnum þjóögaröana og fólki gefst kostur á aö sjá dýrin í hinu náttúrulega umhverfi þeirra og taka myndir af þeim. „Þaö eru margir valkostir til viöbótar fyrir ferðamenn," bætir Oriyo viö, „sem dæmi má nefna eyjarnar Zanzibar og Mafia sem eru ekki langt undan höfuöborg- inni Dar es Saalam, en Mafia er þekkt fyrir fiskveiöar. Nei, nei, hún heitir alls ekki í höfuöið á mafíunni á ítalíu, viö vorum á undan Itölun- um aö finna nafniö," og hann bros- ir út undir eyru er hann bendir á eyjarnar í Indlandshafinu. „Zanzi- bar hefur löngum veriö nefnd kryddeyjan, en þar er margt aö skoöa og hægt aö kaupa fallega vöru.“ Hann er nú spuröur um ýmis hagnýt atriöi, þurfa menn vega- bréfsáritun, hvaö meö bólusetn- ingar, hvaöa mál tala menn annaö en swahili, hvernig er best að ferö- ast innan landsins, hvernig eru hótelin, maturinn og fleira og fleira. Oriyo segir feröafólk geta dvaliö allt aö þrjá mánuöi í landinu án þess aö þurfa vegabréfsáritun, en ef þaö vill vera lengur þarf leyfi „Held ad börn geti miklu meira en flestir haida“ segir Guöbjörg Gudmundsdóttir hjá Barnaleikhús- inu Tinnu Frú Vigdís Finnbogadóttir var einn gestanna ó sýningu Barnaleikhúss- ins og hér á myndinni óskar hún leikendum til hamingju meö sýning- *****' (Ljósmynd Loftur.l Barnaleikhús, hvað er nú það? „Það hlýtur að vera ein-_ hver fullorðinn á bak við það sem öllu ræður,“ varð einu ungviðinu að___ orði er fréttir fóru að berast af stofnun Barnaleikhússins Tinnu. Við fórum á stúfana og fundum heimilisfang leik- hússins, en þaö er reyndar til húsa í__ öðru leikhúsi, nefni- lega Iðnó. m efstu hæöinni býr húsvörö- urinn í lönó, Guöbjörg Guömundsdóttir, en Barnaleikhúsiö Tinna er runniö undan rifjum hennar. „Þaö hefur lengi veriö draumur minn aö koma á fót sérstöku leikhúsi fyrir börn," sagöi Guöbjörg er viö heimsóttum hana en hún var önnum kafin viö aö pakka niöur fyrir væntanlega Afríkuferö, en Guöbjörg hefur ver- iö flugfreyja hjá Flugleiöum undan- farin sumur. „Sjáöu, hérna er skrifstofa Barnaleikhússins,” segir Guöbjörg og opnar inn í eitt herbergi íbúöar- innar, þar sem bækur eru í hillum upp um alla veggi. „Tilgangurinn meö þessu leikhúsi er aö virkja börn og hvetja þau til sköpunar, losa þau viö feimni og venja þau viö aö koma fram.“ Og Guöbjörg dregur fram leikskrá sem er eins og umslag í laginu, en utan á henni stendur: „Keisarinn" eftir Magnús Geir. „Þetta leikrit sýndi Barnaleik- húsiö á 10 ára afmælishátíö Flug- leiöa, og þau sáu alveg um þetta sjálf, höfundurinn, Magnús Geir, sem er 9 ára, leikstýröi einnig leik- ritinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.