Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 49 fclk í fréttum Simon og Garfunkel með tónleika og plötu stytti þó upp. Hljómburðurinn var víst ekki nógu góður, en fólk skemmti sér konunglega. Þeir léku mest gömul lög: Cecilia, Mrs. Robinson, E1 Condor Pasa og annað því um líkt, en einnig lög af nýju plötunni, sem er að koma út í V-Evrópu um þessar mundir. Einn gagnrýnandi skrif- aði eftir tónleikana að það hefði virst fara vel á með þeim félög- um. Hann hélt þó jafnvel að það hefði verið sett á svið og þeir hefðu komið fram saman fyrst og fremst til að vekja athygli á og ýta undir sölu nýju plötunnar. ab. Paul Simon og Art Garfunkel eru komnir af léttasta skeiði og flest lögin þeirra voru samin á sjöunda áratugnum. En það virðist ekki draga úr vinsældum þeirra. Þeir voru nýlega í Vestur-Evrópu og héldu tónleika í Basel og Nizza. Rúmlega 50.000 miðar á tónleikana sem voru haldnir á íþróttaleikvanginum í Basel seldust upp á svipstundu. Sérstakar lestar- ferðir voru farnar með áheyrendur víðs vegar að á tónleikana og þýsku- mælandi útvarpsstöð í Sviss gerði sér lítið fyrir og lýsti yfir „Simon og Garfunkel degi“ og spilaði músík með þeim í marga klukkutíma. Þeir félagar voru upp á sitt komu fram í Central Park í New besta í kringum 1970. Platan Bridge Over Troubled Water kom þá út og seldist í milljónum eintaka. Þeir fóru skömmu eftir það hvor í sína áttina og reyndu fyrir sér í kvikmyndum og á sólóplötum. Eftir um tíu ára hlé tróðu þeir aftur upp saman og York fyrir tveimur árum. Tón- leikarnir gengu svo vel að þeir fóru í Evrópuferð ári seinna og undirbjuggu nýja plötu. Það rigndi daginn sem þeir héldu tónleikana í Basel, að þessu sinni frá morgni til kvölds. Þegar þeir stigu fram á sviðið Þúsundir Frakka svara fyrir leynileg bankahólf París, 28. aeptember. AP. FRANSKA tollgæslan hefur kom- ist yfir lista yfir meira en 5.000 franska ríkisborgara sem eiga ólöglegar innistæður í leynilegum bankahólfum í Sviss. Það var franska blaðið Le Canard Encha- ine sem greindi frá þessu í síðasta vikublaði sínu. Greinarhöfundur franska blaðs- ins gat ekki um hvaðan hann hefði heimildir sínar, en lögregíu- og tol lgæsluyf i rvöld í Frakklandi neituðu að svara því hvort frétt blaðsins væri röng. Sagði blaðið að tollgæslan hefði fengið eftir leyni- legum leiðum þrjá dulmálslista með nöfnunum. Bætti blaðið jafn- framt við, að þegar hefði verið haft samband við marga þá sem á listunum voru og hefðu flestir við- urkennt að eiga hlut að máli. Reglur í Frakklandi varðandi flutning gjaldeyris úr landi eru mjög strangar og viðurlögin við brotum einnig. Loks boðaði blaðið að fleiri myndu flækjast í málið áður en yfir lyki, því enn ætti eftir að leysa hluta dulmálsins. Talsmenn svissneska seðlabank- ans hafa látið hafa eftir sér, að það sé gersamlega útilokað að list- arnir séu ófalsaðir. „Listar sem þessir eru ekki til, því hljóta um- ræddir listar að vera falsaðir," sögðu þeir og staðfestu að sögn blaðsins að lögreglan hefði eitt- hvað í höndunum sem réttlætti rannsókn. Talið er að þetta mál sé mikið reiðarslag fyrir svissneska banka- kerfið, sem hefur stært sig af því og dafnað á leynd og aftur leynd varðandi viðskiptavini sína. + TennLsstjarnan Martina Navratilova, heldur hér á bikarnum, sem hún hlaut fyrir að sigra í einliðaleik kvenna í Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Er þetta í fyrsta sinn, sem Navratilova vinnur til þessara verðlauna, en heita má að hún hafi verið ósigrandi í tennisn- um að undanfornu. OPIÐ TILKL.10 cRAiieir GRÆNMETISBLANDA frá K. Jónssyni 30% AFSLÁTTUR. KAABER KAFFI i 24 kr. pk. HANGIFRAMPARTUR 71,80 Kr/k< UNGHÆNUR 5 stk. 73.50 Kr/kg. SMJÓRVI 56,80 Kr HREINDÝRAKJÖT í ÚRVALI. Nýtt ófrosii líiminikjot. NÝTT KINDAHAKK 99.00 kr. ÚTHAFSRÆKJA 99.50 kr. HELGARRÉTTURINN: Kryddaður (amba-framhrvqqur 98.00 krJkq. SLATUR: 3 slátur á 336 kr. 5 stk. í kassa: 498.- kr. M/S kytmir nýju sósunutr. ELDHÚSRÚLLUR 2 stk. 38.00 kr. WC PAPPÍR 4 H. 27,25 kr. Vörumarkaöurinn hf. ÁRMÚIA 1a EIÐISTORG111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.