Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.09.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1983 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI , TIL FÖSTUDAGS if lw I/-VW/ í) lf Sannarlega ekki allt á niðurleið hjá unglingum Lesandi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Ég hef lengi hugsað mér að hringja til ykkar til þess að benda ykkur á sérstaklega ágætan ungling. Það er mikið tal- að um, að allt sé á niðurleið í sam- bandi við unglingana, en mitt dæmi gengur í þveröfuga átt. Þessi unglingur ber út Morgun- blaðið i blokkina þar sem ég á heima, að Háaleitisbraut 107. Þannig hagar til, að það er póst- lúga við ystu dyr, en póstkassarnir annars fyrir innan. Sumir blað- burðarmannanna láta sér nægja að setja blöðin inn um lúguna, en þessi ágæti unglingur fer aldrei frá húsinu öðruvísi en komast inn og láta blöðin í kassana. Það bregst ekki. Þar að auki kemur blaðið ævinlega á góðum tíma, og í vetur, þegar veðrið var feikilega slæmt og ófært í skólana jafnvel, þá kom blaðið samt alltaf á rétt- um tíma. Mig langaði aðeins til að benda á þetta sem dæmi um að það er sannarlega ekki allt á niðurleið hjá unglingunum. Erfiö leið á mesta umferðartímanum Kona á Akranesi hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég hringi út af greininni, sem séra Ólafur Skúlason dómprófastur skrifaði um daginn, en þar hvatti hann fólk til að taka tillit til lík- fylgda á leið í kirkjugarðinn í Gufunesi. Mig langaði til að taka undir þetta hjá séra Ólafi, því að þarna er erfitt að fara um á mesta umferðartíma og ekki allir sem rata á þennan nýja stað. Faðir minn var jarðaður þar í sumar og var mikið fjölmenni við útförina. Líkbíllinn rauk af stað, án þess að við gætum svo mikið sem haft tal af nánustu aðstandendum. Nú, það hlupu allir í bílana og þutu af stað. Margir aðstandendanna höfðu aldrei áður farið þarna upp eftir, misstu sjónar á líkbílnum í umferðinni, við skiptingu á ljós- um, áttu í erfiðleikum með að rata og seinkaði. Við urðum því að bíða drjúga stund uppi í kirkjugarði eftir að fólk skilaði sér. Og það voru allir sárir og svekktir út af þessu. Þakkir og kveðjur Kristinn Guðmundsson skrifar: „Velvakandi! Mig langar til að senda Kiwan- isklúbbunum Básum og örnum á ísafirði og Bolungarvík kærar þakkir fyrir höfðinglegar og ógleymanlegar móttökur helgina 24.-25. september. Einnig þakka ég bæjarstjóranum á ísafirði fyrir komuna í hádegismatinn. Kær kveðja." hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá nýlega í frétt, að fjórir nemend- ur hefðu verið teknir í nám í flug- umferðarstjórn, en 96 hefðu sótt um að komast í þetta nám. Fyrir skömmu var nokkuð rætt um það á opinberum vettvangi, að vinnu- álag væri mjög mikið hjá flugum- ferðarstjórum og alltof fáir til að sinna þessum störfum. Þess vegna finnst manni það hljóma eins og öfugmæli, að svo fáir skuli vera teknir í nám í þessari grein. í framhaldi af því langar mig til að spyrja: Hver er ástæðan og hver ákveður þessa takmörkun? Niöurstaðan úr samningum flug- umferðarstjóra og ríkisins Pétur Einarsson flugmálastjóri svaraði spurningu Kristins Björnssonar: — Ástæðan er sú, að í sumar, þegar yfir stóðu deilur við flugumferðarstjóra og þeir lokuðu m.a. Reykjavíkurflugvelli, þá varð það niðurstaðan úr samn- ingum þeirra við fjármálaráðu- neytið og samgönguráðuneytið, að flugumferðarstjórar fengju sér- stakar bakvaktargreiðslur fyrir hverja aukavakt, sem þeir taka, og ennfremur, að bætt yrði við fjór- um mönnum í flugumferðarþjón- ustuna. Þannig er þessi tala til komin. Hins vegar er í undirbún- ingi hjá okkur að endurnýja í stéttinni. Menn falla frá, verða veikir eða forfallast af öðrum ástæðum. Það eru mjög strangar heilbrigðiskröfur gerðar til flug- umferðarstjóra, þannig að mjög margir hverfa frá þeim störfum. Á næstu árum munum við þvf væntanlega taka fjóra menn f þetta nám á hverju ári, til endur- nýjunar. Það er mjög heppilegur fjöldi nemenda fyrir okkur til að mennta í einu. Þetta er svo lítil flugumferðarþjónusta hérna hjá okkur að því er umfangið snertir, að við myndum lenda í erfiðleik- um, ef við tækjum fleiri í einu. Sólarlandaferð- ir aldraðs fólks A.K. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það eru oft aug- lýstar sólarlandaferðir fyrir aldrað fólk og ekkert nema gott um það að segja. En ég hef tekið eftir því, að oftast er þar um 3ja vikna ferðir að ræða og þar af leiðandi fremur dýrar ferðir fyrir fólk, sem ekkert fé hefur milli handanna annað en ellilíf- eyri og tekjutryggingu. Væri ekki hægt að bjóða upp á styttri ferðir einnig, viku eða tíu daga ferðir, svo að fleiri gætu verið með? Enn um „Hrafn- inn“ eftir Edgar Allan Poe Guðjón Baldvinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Þið hafið verið að minnast á þýð- ingar á kvæðinu „Hrafninn" eft- ir Edgar Allan Poe, en ég hef ekki séð, að getið hafi verið þýð- ingar Sigurjóns Friðjónssonar á Litlulaugum í Reykjadal. Þýð- ingin birtist í bók hans „Heyrði ég í hamrinum", 2. hefti, sem Prentverk Odds Björnssonar gaf út árið 1940. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Hluti verksins var unnið í fyrra. Rétt væri:... var unninn ... (Ath.: Hluti var unninn.) Hp HEILRÆÐ I Aðeins fjórir tekn- ir af 96 um- sækjendum ' "KfiSnhfi’ “Bjorhssöh"Tiringdr"ög Algengustu heimilistækin, sem daglega eru í notkun og með öllu ómissandi við sláturgerðina, geta oftlega verið hinar hættulegustu slysagildrur. Muna verður ávallt að taka hræri- vélina eða hakkavélina úr sambandi, þurfi að bregða sér frá. Auðveldlega geta litlar hendur festst í þessum heimilistækj- um og hlotið þá áverka sem ekki verða bættir. Stflhrein og ódýr sófasett Áklæöi í 5 litum. Verð kr. 14.100. Kjör sem allir ráöa viö. Sendum í póstkröfu. Valhúsgögn hf„ Ármúla 4, sími 82275. Hausttilboð STÓRKOSTLEG verðlækkun Allt að 50% verðlækkun Fyrsta flokks hjól frá Peugeot, Winther, Kalkhoff, S.C.O. og Everton. .. Reióhjólaverslunin.— orninnD — Sp»tQlGSk§-& -ViÖ-OÖHTSlGf^g- -....

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.